Morgunblaðið - 13.09.2016, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Eftir nokkra biðleiki ogmilliáttir síðustu áravirðist Sinfóníuhljóm-sveit Íslands komin á
beinu brautina. Hljómsveitin hefur
um nokkra hríð sýnt full-köflótta
spilamennsku og hljómað líkt og
stefnulaust fé án hirðis. Eftir safa-
ríkum upphafstónleikum starfsárs-
ins 2016-2017 að dæma eiga Sinfó-
liðar hvert bein í þeim franska –
Yan Pascal Tortelier – svo raf-
mögnuð var stundin. Þess utan
leika nú ungir ferskir vindar um
hljómsveitina. Ungir fiðlarar á
fyrsta púlti leiða nú aðra fiðlu,
ungur hornleikari – Frank Hamm-
arin – frá Kaliforníu leikur út vet-
urinn til reynslu og einn sjóðheit-
ur óbóleikari frá Rúmeníu lék sína
fyrstu prufutónleika af þrennum,
svo nokkrir séu nefndir.
Hermt er að troðfull Laug-
ardalshöllin sé á við aukaleikmann
inni á velli. Það mátti nú heim-
færa upp á þéttsetna Eldborgina
því stemningin var ósvikin. Bæði
stórvirki kvöldsins stungu nokkuð
í stúf á efnisskránni, líkt og tvær
stórsteikur í röð af ólíkum mat-
seðli. Áform Lugansky með þriðja
konsert Rakhmaninovs voru ef-
laust löngu ráðin þegar Tortelier
skarst í leikinn, en hljómsveitin
hefur reyndar flutt konsertinn
ósjaldan undanfarin ár svo valið
kom á óvart.
Stórvirki Rachmaninovs er tröll-
vaxið orkubúnt og hreint ekki
allra að spila, hvað þá flytja á tón-
leikum. Fumlaust handverk Lug-
ansky skildi áheyrendur eftir agn-
dofa. Slavneski eldmóðurinn, eða
ögn stærra hjarta, hefði mátt
stuða full-akademíska nálgun. Þá
hefði mátt kjamsa betur á kadens-
unni frægu sem byrjaði kæruleys-
islega þó orkan sem hálflamar
hlustandann hafi að lokum tekið
yfir. Leiðarar á flautu, óbó, klarín-
ettu og horn leiddu með afbragði
kadensuna til lykta. Örlítið stór-
skornari skaphöfn, ellegar lífs-
háski einleikarans, hefði skilað
enn stærra dagsverki. Annars var
unun að hlýða á berhenta menn-
ina, tónsprotalausan stjórnanda og
limamjúkan einleikara, lausa við
alla tilgerð.
En hvað var á seyði eftir hlé?
Hinn nýi aðalstjórnandi ávarpaði
gesti og kynnti til leiks eigin út-
gáfu á ballettinum Dafnis og Klóa,
einskonar millistigi eða rúmlega
það því flutningurinn stóð nálægt
upprunaútgáfu að lengd. Dafnis og
Klói – ólíkt hnefahöggum í Vor-
blóti Stravinskíjs – býr yfir mjúku
tælandi aðdráttarafli, ef ekki
svæfandi, hafsjó litbrigða og yf-
irtóna sem erta undir-
meðvitundina. Verkið er í raun
risavaxin tónlistarfreska líkt og
tónskáldið komst að orði seinna.
Sögusviðið er uppsveitir eyj-
arinnar Lesbos. Þar ólust upp
ungbörnin Dafnis og Klói, seinna
elskendur, í umsjá fjárhirða en
börnin lentu um miðbik verksins í
klóm sjóræningja. Hljómsveitin
svaraði af snerpu og áræði svip-
miklum hendingum hljómsveit-
arstjórans svo trúverðug epík
sveif um salinn. Mikið mæðir á
blásurum og slagverki. Úrval ein-
leiksstrófa leiðara einkennir verk-
ið sem oftast tókust vonum fram-
ar. Ofan á dýrðina bætist ríkulegt
slagverk, selesta og tvær hörpur,
er teiknaði upp einstakan náttúru-
hljóðheim – skógarstemningu
guða, dýra, manna. Það húmaði að
milli Helgidans og Stríðsdans
fyrsta og annars kafla er dregið
var úr ljósmagni Eldborgarsalar;
horn og trompet léku eftir til-
komumiklu landslagi úr fjarska of-
an af efri sviðssvölum. Það segir
sitthvað um gæði verksins og ein-
stakt upplag hvernig það aðlagar
sig líkt og náttúran að breyttum
aðstæðum og forsendum. Í þessu
tilfelli féllu taktar niður og kórinn
– bocca chiusa – sem annars gefur
sterkan lit, var víðs fjarri. En það
kom ekki að sök. Hljómsveitin lék
hápunkt kvöldsins, frygðarstunur
elskendanna í lokadansi undir
ósamhverfu taktboðans í 5/4 með
snarpri hind svo minnti á eldglær-
ingar Berlínarfílharmóníunnar í
Eldborg um árið. Þetta draum-
kennda en jafnframt mikilfenglega
verk var blessunarlega leikið af
átta kontrabassaleikurum í stað
sex sem alla jafna leika undir á
tónleikum sveitarinnar, sem minn-
ir okkur á að ef Sinfónían íslenska
ætlar að standa jafnfætis heldri
hljómsveitum norðurhjarans þá
verður strengjasveitin að fá að
vaxa í fulla stærð.
Stjörnugjöf kvöldsins tekur mið
af fullu stími inn í veturinn, hvort
heldur tón eða áru; nýr aðalstjórn-
andinn tendraði vandlega glóð
Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem
af nautn bauð upp á skeinuhætta
dýnamík og safaríkan hljóm.
Morgunblaðið/Ásdís
Tortelier „Nýr aðalstjórnandinn tendraði vandlega glóð Sinfóníuhljómsveitar
Íslands sem af nautn bauð upp á skeinuhætta dýnamík og safaríkan hljóm.“
Nýr fjárhirðir:
check!
Eldborg Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbb
Píanókonsert nr. 3 í d-moll, op. 30
(1909) eftir Sergej Rakhmanínov. Út-
dráttur hljómsveitarstjóra úr þremur
ballettsvítum Dafnis og Klóa (1912) eft-
ir Maurice Ravel. Einleikari: Nikolai Lug-
ansky. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier.
Fimmtudaginn 8. september 2016 kl.
19:30.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Hættulegasti leigumorðingi í heimi, Arthur Bis-
hop, hélt að sér hefði tekist að breyta um lífstíl
og segja skilið við líf leigumorðingjans, þegar
hættulegasti óvinur hans rænir kærustunni
hans. Núna neyðist hann til að ferðast um allan
heim til að ljúka þremur erfiðum verkefnum, og gera það sem
hann er bestur í, að láta morðin líta út eins og slys.
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10
Mechanic: Resurrection 16
Þegar Finnur hjartaskurðlækn-
ir áttar sig á að dóttir hans er
komin í neyslu og kynnir
þekktan dópsala fyrir fjölskyld-
unni sem nýja kærastann,
koma fram brestir í einkalífinu.
IMDb 9,1/10
Laugarásbíó 17.40, 20.00,
22.20
Smárabíó 17.00, 17.30, 19.00, 19.30, 20.00, 22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00, 21.30
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.10
Eiðurinn 12
Kubo kallar óvart fram drungalegan anda með hefndar-
þorsta. Andi þessi tilheyrir fortíð Kubos og áður en langt um
líður þarf hann að berjast við guði
og skrímsli sem ráðast á þorpið.
Metacritic 84/100
IMDb 8,4/10
Smárabíó 15.30, 17.45
Háskólabíó 18.00, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.50
Laugarásbíó 18.00
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Keflavík 17.40
Kubo og Strengirnir Tveir War dogs 16
Metacritic 57/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Sambíóin Álfabakka 17.30,
17.40, 20.00, 22.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.30
Lights Out 16
Metacritic 58/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Pelé: Birth of a
Legend Metacritic 39/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
The Shallows 16
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 22.20
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 22.00
Sausage Party 16
Metacritic 66/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 20.10
Suicide Squad 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.00
Sambíóin Kringlunni 22.20
Hell or High Water 12
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 20.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Nerve 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 22.20
Ben-Hur 12
Metacritic 38/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00
Bad Moms
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 60/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 20.00
Háskólabíó 18.10
Don’t Breathe 16
Metacritic 71/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 21.00
Jason Bourne 12
Metacritic 58/100
IMDb 6,9/100
Laugarásbíó 22.10
Ghostbusters 12
Morgunblaðið bmnnn
Metacritic 60/100
IMDb 5,5/10
Smárabíó 17.40
Robinson Crusoe IMDb 5,3/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Sambíóin Keflavík 18.00
Pete’s Dragon
Bönnuð yngri en 6 ára.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.40
Sambíóin Akureyri 17.40
Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.50
Sambíóin Álfabakka 18.00
Smárabíó 15.30
Níu líf Smárabíó 15.30
The neon demon
Þegar upprennandi módelið
Jesse flytur til Los Angeles
verður hópur kvenna með
fegurðarþráhyggju á vegi
hennar.
Metacritic 51/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 17.30, 20.00
Yarn
Prjón og hekl er orðið partur
af vinsælli bylgju í nútíma og
götulist.
Metacritic 51/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 20.00
Hrútar 12
bræðurnir Gummi og Kiddi
búa hlið við hlið í af-
skekktum dal á Norðurlandi.
IMDb 7,4/10
Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 18.00
Fúsi
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.00
Cemetery of
Splendour Bíó Paradís 22.30
The Blue Room 16
Metacritic 72/100
IMDb 6,3/10
Bíó Paradís 18.00
The Good, the Bad
and the Ugly
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio