Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Tónlistarmanns- ins David Bowie, sem féll frá í upp- hafi ársins, verð- ur minnst þegar Mercury- tónlistarverð- launin verða af- hent síðar í vik- unni. Michael C. Hall sem lék að- alhlutverkið í söngleiknum Lazarus eftir Bowie, sem frumsýndur var skömmu fyrir andlát hans, mun syngja titillag sýningarinnar sem Bowie söng sjálfur á plötu sinni Blackstar. Margir gagnrýnendur túlkuðu lagið sem grafskrift tónlist- armannsins. Bowie minnst David Bowie Innan við tveimur vikum eftirað Karl Olgeir Olgeirsson ogSigríður Eyrún Friðriksdóttirdeildu með landsmönnum í Kastljósi reynslu sinni af erfiðri fæð- ingu sonar þeirra, Nóa Hrafns, sem lést skömmu síðar vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks, frumsýnir Kvenfélagið Garpur heimildar- leikritið Sóley Rós ræstitæknir í Tjarnarbíói þar sem fjallað er um barnsmissi á 27. viku meðgöngu af sömu ástæðum. Frásagnirnar eiga það sameiginlegt að mæðurnar upp- lifðu að ekki væri hlustað á þær og upplifun þeirra af eigin líkama. Báð- ar misstu heilbrigð börn sín, þau Nóa Hrafn og Sunnevu Líf, að óþörfu vegna þess að ekki var brugðist rétt við aðstæðum. Eftir sitja tvær fjölskyldur með djúpstæða sorg sem þær verða að læra að lifa með og sjálfsásakanir um hvað hægt hefði verið að gera öðru- vísi til að tryggja börnunum nauð- synlega hjálp við að komast heilu og höldnu í heiminn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar sögur heyrast og því miður sennilega heldur ekki það síðasta. Margir bera harm sinn í hljóði en þetta eru sögur sem þurfa að heyrast – ekki aðeins til þess að hægt sé að endurskoða og bæta verkferla heldur einnig til að hjálpa þeim sem í reynslunni lenda að vinna sig út úr henni, því eins og Sóley Rós segir í verkinu: „Ég held að fólk geri mistök með því að tala ekki. Ef þú talar ekki um þessa hluti gerist ekki neitt. Það lagast ekkert og þér fer aldrei að líða betur ef þú hefur þetta alltaf hérna. Þá einhvern veginn líka lærirðu ekki að tala um þetta án þess að vera alltaf að gráta yfir því.“ Eins og fram hefur komið í við- tölum við bæði Maríu Reyndal leik- stjóra og Sólveigu Guðmundsdóttur leikkonu heyrði María fyrst af Sól- eyju Rós (sem er dulnefni) fyrir tveimur árum og heillaðist af sögu þessarar sterku konu sem reynt hef- ur ýmislegt um ævina. Leiktextinn byggist á viðtölum sem María og Sól- veig tóku við hana og stjórnar það bæði orðfærinu og stílnum. Við upp- byggingu leiktextans styðjast þær við þau margreyndu sannindi að áhrifaríkasta leiðin til að fá áhorf- endur til að meðtaka erfitt innihald sé að láta þá hlæja – því þannig rati efnið beint í hjartastað. Fyrri hluti verksins er að mestu leikinn ofan á tveimur stórum, hvít- um kössum sem mynda afmarkað svið með tveimur hvítum stólum og hvítmáluðu borði, en leikmynd Egils Ingibergssonar er bæði stílhrein og þjónar leiknum vel. Ljósin í salnum eru ekki deyfð, svo um margt minna aðstæður á fund fremur en leiksýn- ingu. Ræstitæknirinn Sóley Rós (Sólveig Guðmundsdóttir) og kokk- urinn Haraldur (Sveinn Ólafur Gunnarsson) kynna sig og segja frá samdrætti sínum og fortíð. Sóley Rós hefur oftast orðið, enda virðist Haraldur fremur feiminn í túlkun Sveins Ólafs þótt vissulega liggi hann ekki á skoðunum sínum um fyrrverandi eiginmann Sóleyjar Rós- ar sem hélt framhjá henni, meinaði henni að hitta börn sín þrjú og skildi hana eftir slyppa og snauða við skiln- að. Sólveig og Sveinn Ólafur draga upp afskaplega skemmtilega mynd af þessum hvunndagshetjum sem kalla ekki allt ömmu sína, takast á við áskoranir lífsins af miklu æðru- leysi og vilja ekki skulda neinum neitt. Textinn og útfærslan í þessum hluta verksins minnti á hreinasta uppistand og framkallaði mikinn hlátur í áhorfendasalnum. Samleikur Sveins Ólafs og Sólveigar var góður, en bæði sýndu skemmtilega takta í gamansamri nálgun við efnið. Sól- veig mætti þó draga ögn úr hárfitli sínu sem notað er til að undirstrika feimni hennar við áhorfendur og Sveinn Ólafur þarf að gæta þess að taka aðeins betur utan um textann. Um miðbik verksins byrja Sóley Rós og Haraldur að segja frá með- göngunni. Um leið og upp koma vandræði verða áhrifamikil umskipti í lýsingu, leikmynd, hljóðmynd og leik. Allir leikmunir eru fjarlægðir af sviðinu svo að aðeins standa eftir kassarnir tveir sem færðir eru hvor frá öðrum til að þjóna hlutverka spítalarúma og minna síðar á hvítar líkkistur. Ljósin eru snögglega deyfð í salnum og Egill Ingibergsson notar lýsinguna á sviðinu sparlega, sem undirstrikar drunga atburðanna. Falleg tónlist og flott hljóðmynd Úlfs Eldjárn magnar upp vaxandi spennu án þess sjálf að vera of frek á athygl- ina. Þegar hér er komið sögu verður stígandi verksins hröð og nær dramatískum hápunkti þegar Sóley Rós fæðir andvana dóttur sína sem hún þarf að skilja eftir þegar hún yf- irgefur fæðingardeildina með brjóst- in stútfull af mjólk. Sólveig túlkar sársauka Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn, enda mátti heyra áhorfendur snökta sýninguna á enda. Mjög vandmeðfarið er fyrir leikara að missa sig í grát og geðhræringu á sviði þannig að það virki – en í með- förum Sólveigar virkaði það full- komlega, sem skrifast vafalítið á næmi leikkonunnar. Stjórnleysið í reiðinni og sorginni kallast líka al- gjörlega á við stjórnleysið sem Sóley Rós upplifir á spítalanum því þar hefur hún enga stjórn á aðstæð- unum. Hún getur ekki fætt dótturina hjálparlaust en fær ekki þá nauðsyn- legu aðstoð sem hún þarf til að koma henni lifandi í heiminn. Haraldur heldur sig að mestu til hlés í þessum hluta verksins en stíg- ur inn með stutt eintal meðan Sóley Rós jafnar sig eftir tilfinningalegu átökin og miðlar Sveinn Ólafur því vel hversu erfitt er að standa á hliðarlínunni og geta lítið gert annað en að vera til staðar. Sýningin Sóley Rós ræstitæknir er ekki nema um 75 mínútur að lengd og leikin án hlés. Á ekki lengri tíma ná María og samverkafólk hennar að fara með áhorfendur í stórt tilfinningalegt ferðalag þar sem bæði er hlegið og grátið. María og Sólveig fá hrós fyrir góða uppbygg- ingu handritsins þar sem þræðir eru að lokum dregnir saman í fallegum og mikilvægum boðskap. Ljósmynd/Jóhanna H. Þorkelsdóttir Innlifun „Sólveig túlkar sársauka Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn,“ segir í rýni um Sóleyju Rós ræstitækni, en með Sólveigu Guðmundsdóttur leikur Ólafur Sveinn Gunnarsson. Tjarnarbíó Sóley Rós ræstitæknir bbbmn Eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guð- mundsdóttur. Leikstjórn: María Reyn- dal. Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergs- son. Tónlist og hljóðmynd: Úlfur Eldjárn. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Vídeó: Pierre Alain Giraud. Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Uppsetning leikhópsins Kvenfélagsins Garps. Frumsýning í Tjarnarbíói laugardaginn 10. september 2016. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Einhver hefði átt að hlusta EIÐURINN 5:40, 8, 10:20 KUBO 2D ÍSL.TAL 6 WAR DOGS 8, 10:25 HELL OR HIGH WATER 8 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 5:50 JASON BOURNE 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Sarah Jessica Parker, sem þekktust er fyrir túlkun sína á Carrie Brad- shaw í sjónvarpsþáttunum Sex and the City mun bregða sér í hlutverk söngkonu í næstu mynd. Kvikmyndin, sem enn hefur ekki hlotið neinn form- legan titil fjallar um söngkonuna Vivienne, sem býr og starfar í New York, og glíma þarf við erfið veikindi. Handritið skrifar Laura Eason, en hún er einnig höfundur sjónvarps- þáttaraðarinnar House of Cards. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Fabien Constant mun leikstýra mynd- inni, en ráðgert er að tökur hefjist í New York í byrjun vetrar. Sam- kvæmt frétt BBC um málið hefur Parker ekki mikla söngreynslu, en hún lék og söng þó í uppfærslu á söngleiknum Annie á Broadway þeg- ar hún var á táningsaldri. Leikur söngkonu í næstu mynd AFP Rödd Sarah Jessica Parker.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.