Morgunblaðið - 13.09.2016, Page 36

Morgunblaðið - 13.09.2016, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Borga fyrir meiri mat en … 2. Sveik fyrst og fremst sjálfan … 3. Magnús Orri og Herdís selja … 4. „Maður sá strax að eitthvað …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Margmiðlunarverkefninu Anersaaq eða Anda verður varpað á Norræna húsið í dag og á morgun. Danska listakonan Karen Thastum og lista- mannahópurinn Ture Ya Moya standa fyrir innsetningunni, en þau ferðast um þessar mundir sjóleiðina um Skandinavíu og sýna ljóslistir sínar á húsum. Með þeim í för er 20 feta gámur búinn tækjum og tólum sem er tónleikasalur, gallerí og ljós- varpi. Verkið verður sýnt í kvöld og annað kvöld frá kl. 20.30 til mið- nættis. Í dag, þriðjudag, kl. 17 býðst börnum að taka þátt í listasmiðju þar sem búnar verða til glærur sem sýndar verða annað kvöld. Full- orðnum gestum verður boðið á listamannaspjall kl. 20 í kvöld þar sem listakonan ætlar að segja frá ferðalagi gámsins um Skandinavíu og verkinu í heild sinni. Eftir stopp sitt á Íslandi ferðast Thastum með gáminn til Grænlands. Andi í Norræna hús- inu í tvo daga í röð  Baldvin Oddsson hefur verið ráð- inn fyrsti trompetleikari við Sinfóníuhljómsveit Guiyang í Kína að ósk Rico Saccani, aðalstjórnanda sveitarinnar. Baldvin tekur við starf- inu í janúar, en hann lýkur trompet- námi á bakkalárstigi við Manhattan School of Music í New York í desem- ber. Rico Saccani stjórnaði fyrstu tón- leikum starfsársins í Guiyang fyrr í þessum mánuði. Baldvin Oddsson ráð- inn til Guiyang í Kína Á miðvikudag Suðaustan 5-10 m/s og bjartviðri en hvessir sunn- an- og suðvestanlands og þykknar upp með rigningu síðdegis. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-15 m/s. Rigning í flestum landshlutum, síst þó á Austfjörðum. Dregur úr vindi og léttir víðast hvar til eftir hádegi en dálítil rigning austanlands í kvöld. VEÐUR „Og höfum í huga að krakk- inn er 17 ára – hún er ekki með bílpróf! Mamma hennar keyrir hana og sækir á hverja æfingu og hún hefur séð um boltana fyrir okkur á æfing- um. Það er fáránlegt hve hratt hún hefur stimplað sig inn,“ segir fyrirliði Stjörn- unnar um hina 17 ára gömlu Öglu Maríu Al- bertsdóttur sem er í lyk- ilhlutverki hjá toppliðinu í kvennafótboltanum. »4 Höfum í huga að krakkinn er bara 17 „Þetta er alveg frábært, 30 gráður og sól og allt til alls. Það er mikil upp- bygging í íþróttastarf- inu núna og verður næstu árin, svo ég er mjög spenntur að fá tækifæri til að vera hluti af því,“ segir Ís- landsmeist- arinn í 100 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem er kom- inn í keppn- islið Memphis- háskóla í Tennessee í Bandaríkjunum. »1 Kolbeinn er ánægður með lífið í Tennessee „Hann fer beina leið að hlutunum, helst hratt og með látum. Það er kraftur í honum. Maður getur kannski sagt að hann sé af „gamla skól- anum“. Hann fer stystu leið, eins fljótt og hann getur og hann er mjög fljótur,“ segir fyrirliði Þróttar um Vil- hjálm Pálmason sem lagði upp öll mörk liðsins í sigrinum á ÍA í fyrra- kvöld. »2-3 Fer stystu leið eins fljótt og hann getur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Verslunin hefur verið í eigu kvenna alla tíð, enda er það kannski eðli verslana af þessari tegund,“ segir Guðrún Hannele Henttinen, eigandi Storksins, elstu hannyrðaverslunar landsins. Verslunin var stofnuð af Unni Eiríksdóttur í september 1953 og var fyrstu sex árin við Grettis- götu 1 í Reykjavík. „Margir velta fyrir sér nafninu, en verslunin var upprunalega barnafataverslun,“ segir Guðrún. Árið 1959 flutti Stork- urinn í Kjörgarð við Laugaveg og þá bættist ýmiss konar garn við vöru- úrvalið sem tók svo yfir smátt og smátt. Eftir tæplega 56 ár í Kjör- garði hefur Storkurinn nú flogið úr hreiðrinu og komið sér fyrir á nýjum stað, í Síðumúla 20. Ástæða flutning- anna er breyting á deiliskipulagi í Kjörgarði. „Okkur fannst það ofboðslega erf- ið tilhugsun í fyrstu að yfirgefa miðbæinn. En eftir að við kláruðum þetta ferli og komum okkur fyrir hér erum við allar sammála um það að þetta sé til hins betra þegar upp er staðið,“ segir Guðrún. Viðskiptavin- irnir virðast vera sama sinnis. „Þeir tala um að það sé þægilegra að nálg- ast okkur hér.“ Guðrún tók við rekstrinum um áramótin 2007-2008 af Malínu Örlygsdóttur, textílhönn- uði og dóttur stofnandans. „Ég er textílkennari og þetta er mitt fag. Við höfum lagt áherslu á að þjóna þeim sem hafa áhuga á alls konar hannyrðum.“ Sjöl eru nýja skartið Guðrún er alin upp af hannyrða- konu og fékk því hannyrðaáhugann með móðurmjólkinni, en hún sá samt ekki fyrir sér að hún myndi reka sína eigin hannyrðaverslun. Guðrún hafði verið dyggur viðskiptavinur Storksins í mörg ár þegar Malín bauð henni að taka við rekstrinum. „Ég er búin að kenna á öllum skóla- stigum en svo kom þessi hugmynd. Smátt og smátt varð þetta að veru- leika og það eru forréttindi að fá að vinna í því sem maður hefur mestan áhuga á og hefur menntað sig í.“ Konur eru vissulega í meirihluta viðskiptavina Storksins en karlkyns viðskiptavinum fer fjölgandi. „Við konurnar eigum ekkert þetta fag. Margir prjónhönnuðir eru karlkyns og ég held að að öllum öðrum ólöst- uðum sé Stephen West vinsælasti prjónhönnuður á Íslandi í dag. Hann er ungur, bandarískur karlmaður sem er mikill Íslandsvinur. Íslensk- ar konur hafa fallið alveg kylliflatar fyrir honum og sjölunum sem hann hannar. Þau eru óvenjuleg og litrík og áhuginn á sjalaprjóni er að aukast. Sjöl eru nýja skartið í dag.“ Storkurinn flýgur úr hreiðrinu  Elsta hannyrða- verslun landsins flytur úr miðbæn- um eftir 63 ár Morgunblaðið/Ófeigur Hannyrðir „Mér finnst ég vera svolítið heppin að geta unnið við þetta. Það eru forréttindi að fá að vinna í því sem maður hefur mestan áhuga á,“ segir Guðrún Hannele, eigandi hannyrðaverslunarinnar Storksins við Síðumúla. Ljósmynd/Margrét Sigurðardóttir Litríkar Starfskonur Storksins, Snjólaug, Íris Saara, Guðrún, Jolanta og Guðný í opnunarteitinu í Síðumúla. Þemað var listakonan Frida Kahlo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.