Morgunblaðið - 16.09.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 16.09.2016, Síða 2
Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 15,8% frá janúar 2015 til apríl 2016. Er það heldur meiri hækkun en kemur fram í launa- vísitölu Hagstofu Íslands en í takt við launavísitölu VR. Kemur þetta fram í launakönnun VR sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni voru heildarlaun félagsmanna 635 þús- und að meðaltali í aprílmánuði sl. Munur á launahæstu og launa- lægstu félagsmönnum er umtals- verður. Þau 5% sem eru í launa- hæsta hópnum eru með rúma milljón í mánaðarlaun en þau 5% sem eru launalægst eru með 340 þúsund eða minna. Þeir launa- hæstu hafa því þreföld laun á við þá launahæstu. Munurinn hefur raunar verið að minnka síðustu ár- in. Breytingar voru mismunandi eft- ir starfsstéttum á þessu tímabili. Heildarlaun starfsfólks við gæslu-, lager- og framleiðslustörf hækkuðu mest, eða um 19,6%, og laun skrif- stofufólks litlu minna. 14% munur á launum kynja Ánægja VR-félaga með launa- kjör heldur áfram að aukast og í könnuninni nú voru 54% svarenda ánægð. Fram kemur að 65% svar- enda fóru í ráðningarviðtöl eða ár- leg launaviðtöl. Þeir sem fóru í við- tal á síðasta ári reyndust vera með 5% hærri laun en þeir sem ekki fóru í viðtal. Könnunin leiðir í ljós að launa- munur kynjanna helst óbreyttur á milli ára. Konur eru að jafnaði með 14,2% lægri heildarlaun en karlar. Kynbundinn launamunur, sá launa- munur sem ekki er hægt að skýra með neinu öðru en kynferði, er tal- inn 10%. Umtalsverður munur er á kynjunum í hlunnindum, svo sem greiðslu á símakostnaði og líkams- ræktarstyrkjum. Í fréttatilkynn- ingu frá VR er munurinn tekinn saman þannig að konur séu „launa- lausar“ í 36 daga í ár. Laun VR-fólks hækkuðu um 15,8%  Kynbundinn launamunur áfram 10% Morgunblaðið/Eggert Formaður Ólafía B. Rafnsdóttir kynnir kröfugerð VR í samningum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð 1.990.000 kr. án vsk. 1.605.000 kr. Til á lager Sportman® 570 EPS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Gagnanotkun erlendra ferðamanna sem nota sitt eigið númer, „reika“, hér á landi hefur fjórfaldast milli ára yfir sumarmánuðina, þetta segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Uppbygging 4G hjá Símanum hafi í sumar tekið mið af því að veita ferðamönnum betri þjónustu. „Gagnanotkunin hefur aukist langt umfram fjölgun ferðamanna og er ástæðan fyrst og fremst hagstæðara verð, en þó einnig aukinn nethraði,“ segir Gunnhildur Arna. Notkun 4G tækja hafi aukist hratt. Átta af hverjum tíu sem hingað koma eru með slík tæki, að sögn Gunnhildar. Hún segir einnig að ferðamenn nýti sér í auknum mæli svokallað frels- iskort „Sala á þeim hefur vaxið um- talsvert frá því í fyrra, enda er það orðið partur af ferðalaginu að deila reynslu sinni og upplifun með öðr- um.“ Notkun landsmanna tvöfaldast Segir Gunnhildur að á sama tíma og ferðamenn noti nú netið í sím- unum sínum í mun meira mæli en áð- ur hafi notkun landsmanna tvöfald- ast á milli ára. Kerfi Símans sé afar vel í stakk búið til að mæta aukinni notkun og nær til að mynda 4G kerfi hans nú til um 93% landsmanna. Nýjustu sendar Símans eru á Hvammstanga, í Hrútafirði, á Strúti vestan við Langjökul, á Fróðárheiði og Steinnýjarstaðafjalli á Skaga. Auk þeirra hafi fjöldi annarra staða út um allt land fengið 4G samband á árinu. Síminn stefni að því að tengja enn fleiri landsmenn fyrir lok árs. „Við erum afar stolt af öflugu fjar- skiptakerfi Símans,“ segir Gunn- hildur Arna að lokum. Sprenging í gagnanotkun erlendra ferðamanna  Átta af hverjum tíu ferðamönnum eru með 4G tæki  Fjórföldun yfir sumarið frá síðasta ári Morgunblaðið/Ómar Símar á lofti Notkun 4G tækja hefur aukist hratt á umliðnum mánuðum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Veðrið hefur verið nokkuð gott. Þeir sem fóru í Kerlingarfjöll fengu aðeins snjófjúk. Annars hefur verið töluverð- ur vindur og þurrt. Það er ágætt, þá rekst betur,“ segir Steinar Hall- dórsson, bóndi í Auðsholti 4, fjall- kóngur Hrunamanna. Fjallmenn luku að mestu störfum síðdegis í gær. Féð var rekið í gerði í Hrunalandi og gekk reksturinn síð- asta daginn það vel að þeir voru komn- ir hálfri annarri klukkustund fyrr en vanalega. Árdegis í dag verður féð rekið síðasta spölinn til Hrunaréttar og hefjast réttastörf klukkan 10. Framundan er ein stærsta réttahelgi haustsins því réttað er víða um Suður- og Vesturland og raunar víðar um landið. Stöðug fækkun fjár „Smalamennskan hefur gengið nokkuð vel. Vonandi hefur smalast vel. Við breyttum fyrirkomulaginu og það á eftir að koma í ljós í næstu fjall- ferðum hvernig þetta kemur út,“ segir Steinar. Hann segir að í stað þess að smala innúr öðrum megin í afréttinum og svo framúr hinum megin sé allur afrétturinn smalaður framúr, frá norðri til suðurs. Þetta er gert með sama mannskap, 32 smölum og 3 trússurum. Gróður er að sölna í afrétti, komnir fallegir haustlitir, og féð því viljugt að halda heim á leið. Steinar reiknar með að vera með um 4.000 fjár sem er 1.000 fjár færra en á síðasta ári. Bændur hafa verið að fækka fé. Breytingin er sláandi þegar miðað er við fjárflestu réttirnar fyrr á árum þegar 14-15 þús- und fjár komu í Hrunaréttir. Gróður sölnaður og féð rakst vel  Fjallkóngur sáttur  Stór réttahelgi Morgunblaðið/Ómar Fjallkóngur Steinar Halldórsson með barnabarni í Hrunaréttum. Réttir um helgina » Þrennar réttir sem margir gestir sækja heim verða um helgina. Hrunaréttir og Skaft- holtsréttir í Þjórsárdal eru í dag klukkan 10 og Reykjaréttir á Skeiðum á morgun. » Af öðrum réttum nær höf- uðborgarsvæðinu má nefna Fossvallarétt við Lækjarbotna á sunnudag. Eftir mjög gott sumar fer vel á því að snyrta limgerði og annan gróður fyrir veturinn. Limgerðið á mynd- inni hefur vaxið um 40-50 cm nú í sumar þó það hafi verið snyrt vel í vor. Áframhaldandi hita er spáð um helgina og talsverðri rigningu þannig að gróðurinn heldur áfram að dafna. Gróðurinn dafnaði vel í sumar Morgunblaðið/Ófeigur Limgerði snyrt Formanni Við- reisnar finnst óvenjulegt form og framsetning á skýrslu meiri- hluta fjár- laganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari. Skýrslan var kynnt í fjár- laganefnd í fyrra- dag og verður tekin til frekari um- fjöllunar í nefndinni á næstunni. „Vegna þess að menn leggja þetta fram sem prívat skýrslu en ekki skýrslu sem unnin er af öðrum aðilum fyrir nefndina í heild eða Alþingi allt. Enginn efast þó um að fólk hefur rétt á að búa til skýrslur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þegar hann er spurður um ástæður skoðunar sinnar á skýrslunni. Spurður að því hvort Viðreisn hefði myndað sér skoðun á málinu sagði Benedikt: „Þetta er sex ára gamalt mál. Við erum að móta okkur stefnu um framtíðina en ekki hvernig við eigum að breyta fortíðinni.“ Þorsteinn Víglundsson, vænt- anlegur oddviti flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæma, kýs að tjá sig ekki um málið. Benedikt Jóhannesson Skýrslan er óvenjuleg  Viðreisn hefur ekki mótað sér skoðun á bankaskýrslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.