Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 27
greina um handrit og skrift að fornu og átt þátt í útgáfum mið- aldarita, svo sem Konungsbók eddukvæða (2001). Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, var t.d. formaður Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, 1980-81, sat í háskólaráði HÍ 1982- 84 sem fulltrúi stúdenta og var varaformaður Stúdentaráðs HÍ 1983-84. Átti sæti í stjórn Hag- þenkis 1985-87, var í stjórn Ís- lendingafélagsins í Kaupmanna- höfn 1989-91 og sat í stjórn Íslenska málfræðifélagsins 1991- 95. Sat í stjórn Félags háskóla- kennara 1993-95 og var formaður þess 1995-96 og 1998-99. Í stjórn Góðvina Grunnavíkur-Jóns 1994- 2011 og formaður frá 2013. Átti sæti í stjórn Orðabókar Háskólans 1994-2005, sat í kjörstjórn vegna rektorskosninga í Háskóla Íslands 1994 og var formaður kjörstjórnar 1997. Í miðstjórn Bandalags há- skólamanna – BHMR 1995-96 og 1998-99. Var fulltrúi samtaka há- skólakennara á háskólafundum Háskóla Íslands 1999-2001. Hann er félagi í Alþjóðasamtökum skriftarfræðinga (Comité inter- national de paléographie latine). Áhugamál Guðvarðar lúta að handritum, íslensku máli, sögu og bókmenntum. Þau tengjast því flest starfi hans á einn veg eða annan. Að öðru leyti er hann fjöl- skyldumaður sem leggur áherslu á samveru með fjölskyldunni og ferðalög með henni, innanlands og utan. Fjölskylda Eiginkona Guðvarðar er Aðal- heiður Guðmundsdóttir, f. 7.3. 1965, prófessor. Foreldrar hennar eru Guðmundur Þórður Jónasson, f. 8.4. 1942, fyrrverandi verkstjóri í Hafnarfirði, og Ólöf Sigríður Sig- urjónsdóttir, f. 21.6. 1946, fulltrúi í Hafnarfirði. Sonur Guðvarðar og Aðalheiðar er Ólafur Dofri, f. 14.8. 2001. Stjúpbörn Guðvarðar og börn Aðalheiðar eru Kristín Lovísa Jó- hannsdóttir, f. 6.6. 1988, hjúkr- unarfræðingur í Garðabæ, en sambýlismaður hennar er Sig- mundur Einar Jónsson bílstjóri, og Jónas Orri Jóhannsson, f. 30.8. 1992. Systkini Guðvarðar eru Guð- mundur Víðir, f. 24.5. 1947, sér- kennari á Akureyri; Sigríður Steinunn, f. 1.5. 1948, skólaliði á Varmalandi í Stafholtstungum, og Sverrir, f. 23.3. 1951, bútæknir á Akureyri. Foreldrar Guðvarðar voru Gunnlaugur H. Guðmundsson, f. 4.8. 1921, d. 28.1. 1990, bóndi á Hrappsstöðum í Bárðardal, og k.h., Helga Guðvarðardóttir, f. 7.2. 1918, d. 18.10. 2013, húsfreyja á Hrappsstöðum í Bárðardal, síðar á Akureyri. Úr frændgarði Guðvarðar Más Gunnlaugssonar Guðvarður Már Gunnlaugsson Sigurlaug Sigurðardóttir húsfr. á Dæli og víðar Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli og víðar í Fljótum María Ásgrímsdóttir húsfr. á Minni Reykjum og víðar Guðvarður Sigur- bergur Pétursson b. á Minni Reykjum og víðar í Fljótum Helga Guðrún Guðvarðardóttir húsfr. á Hrappsstöðum, síðar á Akureyri Hólmfríður Guðvarðardóttir húsfr. í Keldnakoti Pétur Pétursson b. í Keldnakoti í Sléttuhlíð Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja Sigurður Pétursson vélstj. á Ísafirði og form.Vélstjóra- félags Ísafjarðar Páll Ásgrímsson verslunarm. á Siglufirði Grímur Ásgrímsson verkam. á Siglufirði og víðar Kristinn Ágúst Ásgrímsson járnsmiður á Stóra-Grindli Dagbjört Ásgrímsdóttir húsfr. á Grund í Svarfaðardal Pétur Sigurðs- son form. Alþýðusamb. Vestfjarða Indriði Pálsson forstj. Skeljungs Jensey Jörgína Stefáns- dóttir húsfr. í Rvík Árni Garðar Kristinss. auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins Þorsteinn Svörfuður Stefánsson læknir Hlín Agnarsdóttir leikhúsfræðingur Jóhann Sæmundur Björnsson húsasmiður í Mosfellssveit Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugm. á Akureyri Steinunn Steinsdóttir húsfr. á Dúki og víðar í Skagafirði Ólafur Sæmundsson b. á Dúki í Sæmundarhlíð og víðar í Skagafirði Sigríður Steinunn Ólafsdóttir húsfr. á Ingveldarstöðum Guðmundur Gunnlaugsson b á Ingveldarst. í Hjaltadal, síðar húsasmíðam. á Siglufirði og í Keflavík Gunnlaugur Helgi Guðmundsson b. á Hrappsstöðum í Bárðardal Sigurlaug Margrét Hólm- fríður Jónsdóttir húsfr. í Stafnshóli og víðar Gunnlaugur Guðmundsson b. í Stafnshóli í Deildardal og víðar í Skagafirði Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Ari Ísberg fæddist í Möðrufelli íHrafnagilshreppi 16.9. 1925.Foreldrar hans voru Guð- brandur Magnússon Ísberg, alþm. og sýslumaður, og k.h., Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg, systir Axelínu Jónsdóttur, húsfreyju á Akureyri, ömmu Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Guðbrandur var sonur Magnúsar Kristjánssonar, bónda í Snóksdal í Miðdölum, og Guðrúnar Gísladóttur, en Hólmfríður var dóttir Jóns Jóns- sonar, bónda á Möðrufelli, og Ólafar Bergrósar Árnadóttur. Meðal systkina Ara voru Ævar Hrafn, fyrrv. vararíkisskattstjóri, og Jón Ísberg, sýslumaður á Blönduósi, faðir Arngríms Ísbergs héraðsdóm- ara og Nínu Rósar Ísberg, doktors í mannfræði. Eiginkona Ara var Halldóra Kolka Ísberg sem lést 2007, gjaldkeri við Háskóla Íslands. Hún var dóttir Páls Valdimars Guðmundssonar Kolka, héraðslæknis í Vestmannaeyjum og á Blönduósi, og Guðbjargar Guð- mundsdóttur Kolka. Ari og Halldóra eignuðust þrjá syni, Pál Kolka, Baldur Inga og Guð- brand Árna. Ari lauk stúdentsprófi frá MA 1947, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1953 og öðlaðist hér- aðsdómslögmannsréttindi 1958. Ari hóf störf við Iðnaðarbanka Ís- lands hf. strax að námi loknu, 1954, og starfaði þar allan sinn starfsferil, fyrst sem fulltrúi en aðallögfræð- ingur bankans á árunum 1958-89. Um Ara segir Steingrímur Eiríks- son í minningargrein: „Hann var fastheldinn á gamlar hefðir og vinnu- lag og var lítt fyrir grundvallarbreyt- ingar, nema þær væru vel ígrundaðar að hans mati. Hann var varkár í mati á tryggingum bankans og innheimtu- úrræðum og einarður þegar þess þurfti við. Hvorki þekki ég, né minn- ist þess, að hann hafi nokkurn tímann gert mistök í störfum sínum sem ollu bankanum tjóni og segir það sína sögu um 35 ára starfsferil hans.“ Ari lést 27.6. 1999. Merkir Íslendingar Ari G.G. Ísberg 90 ára Árni Jón Konráðsson Gunnar Björgvin Gíslason Jóhanna Lárentsínusdóttir Sigríður Árnadóttir 85 ára Anna Jóhanna Þorsteinsdóttir 80 ára Auðunn R. Guðmundsson Bogi Vignir Þórðarson Helgi Valdimarsson 75 ára Árni Stefánsson Dan Kien Huynh Guðrún H. Gunnarsdóttir Guðrún Ö. Guðmundsdóttir Heiðar Magnússon Jóhanna Sigurjónsdóttir Kristín G. Benediktsdóttir Steinar Rafn Erlendsson Svavar Turker Sveinn Sighvatsson 70 ára Ásdís Elín Júlíusdóttir Guðjón Guðjónsson Halldóra Baldvinsdóttir Hannes Scheving Hreinn Hrafnsson Jóna Sigurðardóttir Ragnheiður Eiríksdóttir Sveinn Kristinsson Veturliði Guðnason 60 ára Bjarni Pétur Magnússon Gísli Þórarinsson Gunnar Gunnarsson Halina Bozena Nabakowska Jóhanna Hreinsdóttir Margrét Sigurðardóttir Maria Ptak Málfríður Jóhannsdóttir Randver Ásgeir Elísson 50 ára Agnar Víðir Bragason Birgir Pálsson Britta Gloyer Jensen Dagný K. Sigurðardóttir Deovindra Sahadeo Einar Björgvin Birgisson Hlíf Berglind Óskarsdóttir Holger Kuehne Ingólfur Jón Eiríksson Kári Arnórsson Ólöf María Ólafsdóttir Valgerður Anna Jónsdóttir Þórarinn Sveinn Jónasson Þór Örn Víkingsson 40 ára Auður Ósk Rögnvaldsdóttir Guðlaug Ragnarsdóttir Hulda Ó.W. Gunnarsdóttir Kristbjörg H. Eyjólfsdóttir Marian Ivanov Siarov Róbert Badí Baldursson Rúna Rut Ragnarsdóttir Skúli Magnússon Trausti Gylfason 30 ára Aleksejs Kigitovics Baldur Ármann Stefánsson Cosmin Aiacuboaei Daði Þór Þjóðólfsson Guðbjörg Hjartardóttir Kristín Ólafsdóttir Ólöf Ruth Benediktsdóttir Pamela Matos Sousa Pálína S. Magnúsdóttir Sandra Hrönn Stefánsdóttir Sesselia Úlfarsdóttir Szymon Tomasz Wegrzyn Vilhjálmur Roe Winnie Adhiambo Apiyo Til hamingju með daginn 30 ára Viktor býr á Akur- eyri, lauk sveinsprófi í húsasmíði og starfar við flúðasiglingar í Skagafirði. Maki: Soffía Helgadóttir, f. 1985, leikskólakennari. Börn: Lukka Viktorsdóttir, f. 2011, og Garpur Vikt- orsson, f. 2012. Foreldrar: Jörgen Valdi- marsson, f. 1963, húsa- smíðameistari og slökkvi- liðsmaður, og Björg Valsdóttir, f. 1966, skrif- stofumaður. Viktor Þór Jörgensson 30 ára Sunna ólst upp í Reykjavík, býr þar og stundar nám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Maki: Sveinn Anton Jens- son, f. 1974, sérfræðingur hjá Sensa. Foreldrar: Kolbrún Þor- björg Pálsdóttir, f. 1971, kennari við Mennta- vísindasvið Háskóla Ís- lands, og Mímir Ingvars- son, f. 1963, garðyrkju- fræðingur og verktaki. Sunna Ösp Mímisdóttir 30 ára Sigríður býr í Kópavogi, lauk ML-prófi í lögfræði við HR og starfar hjá Ferðaþjónustu bænda. Maki: Stefán Þór Þórs- son, f. 1989, starfsmaður hjá Norðuráli á Grundar- tanga. Dóttir: Yrsa, f. 2015. Foreldrar: Valdimar Bergsson, f. 1953, fram- kvæmdastjóri Innviða, og Helga Margrét Geirs- dóttir, f. 1954, fyrrverandi bankamaður. Sigríður Regína Valdimarsdóttir Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is KælingHiti HreinleikiLoftraki fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.