Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 ✝ Frímann Frí-mannsson fæddist á heimili foreldra sinna að Oddeyrargötu 13 á Akureyri 9. júní 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 4. september 2016. Foreldrar hans voru Frímann Guð- mundsson, deild- arstjóri hjá Kaup- félagi Eyfirðinga á Akureyri, f. 24. ágúst 1917 að Gunnólfsvík í N-Múlasýslu, d. 15. apríl 2000, og Soffía Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 23. nóvember 1918 að Syðsta Mó í Fljótum, d. 31. janúar 2011. Frímann var næstelstur í fimm systkina hópi. Elstur er Guðmundur f. 10. júlí 1940, Gunnar, f. 25. janúar 1949, Grett- ir Örn, f. 17. nóvember 1952, og Guðrún, f. 7. maí 1956. Þann 24. desember 1965 giftist Frímann eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Guðrúnu Árnadótt- ur, f. 6. febrúar 1945. Sigríður er dóttir hjónanna Laufeyjar Huldu Sæmundsdóttur húsmóður, f. 29. október 1920, frá Draumbæ í Vestmannaeyjum, d. 15. sept- ember 2002, og Árna Hann- Frímann bjó alla tíð á Akur- eyri, fyrst í foreldrahúsum að Oddeyrargötu 13 þar til fjöl- skyldan flutti árið 1948 í Eyr- arveg 27. Frímann og Sigríður stofnuðu heimili að Laugagötu 1, fluttu þaðan í Langholt 28 áður en þau eignuðust íbúð að Skarðshlíð 32e, þar sem þau bjuggu í áratugi, en árið 2006 fluttu þau að Brekatúni 30. Frímann hóf starfsferil sinn 16 ára gamall hjá Prentsmiðju Odds Björnssonar, fyrsta árið sem sendill en síðar fór hann í iðnnám og starfaði eftir það í áratugi sem setjari hjá fyr- irtækinu. Dagsprent var stofn- að á Akureyri í byrjun árs 1981 og var Frímann auglýs- ingastjóri fyrirtækisins frá þeim tíma og allt til ársins 1997. Frímann skipti þá um starfsvettvang og vann síðustu 13 árin sem meðferðarfulltrúi á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal, allt til ársins 2010. Frímann var mikill útivistarmaður og hafði gaman af sveitastörfum. Stærstan hluta ævi sinnar fór hann að vori og hausti að Mýri og Ból- stað í Bárðardal þar sem hann rétti bændum hjálparhönd. Starfaði hann með Hesta- mannafélaginu Létti og sat í stjórn Bridgefélags Akureyr- ar. Útför Frímanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. september 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. essonar sjómanns, f. 10. desember 1921 að Hvoli í Vestmannaeyjum, d. 4. júní 1999. Börn Sigríðar og Frímanns eru: 1) Ásdís Guðrún, f. 11. nóvember 1964, maður hennar er Marc Carlsson. Dóttir Ásdísar og Marc er Isabelle, f. 2001, og sonur Ás- dísar er Júlían Frímann, f. 1991. 2) Frímann, f. 14. júní 1966, kona hans er Hugrún Ester Sig- urðardóttir, f. 1968. Börn Frí- manns og Esterar eru Elvar Frí- mann, f. 1993, og Íris, f. 2000. 3) Soffía, f. 27. júlí 1973, maður hennar er Elías Kristjánsson, f. 1972. Börn Soffíu og Elíasar eru Thelma Rut, f. 2003, Diljá, f. 2005, og Hrannar Hólm, f. 2005. 4) Harpa, f. 13. janúar 1976, maður hennar er Davíð B. Scheving, f. 1975. Börn Hörpu og Davíðs eru Lovísa, f. 2003, Lilja, f. 2005, og Birgir, f. 2009. 5) Hulda, f. 14. janúar 1983, maður hennar er Sigurður Skúli Eyjólfsson, f. 1983. Börn Huldu og Skúla eru Manúela, f. 2008, og Birnir, f. 2011. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Að hafa átt þig að voru mikil forréttindi, þú sýndir okkur fjölskyldunni ávallt mikla ást og hlýju með nærveru þinni og hjálpsemi. Það var gaman að vera með þér, þú varst alltaf svo já- kvæður og bóngóður. Að vera með þér í hestunum sem var líf þitt og yndi kenndi manni að umgangast dýr af virðingu, enda gastu kallað á hestana þína með ákveðnu blístri og þeir komu. Dálæti þitt á sveitinni þinni, Bólstað í Bárðar- dal, var hluti af góðri æsku, þang- að fórum við saman, á vorin í sauð- burð og á haustin þar sem þú fórst í göngur og við í réttir. Þar áttir þú einstaklega góða vini og þú sagðir eitt sinn við mig að þig langaði alltaf að verða bóndi ef þú hefðir valið annað. Ferðalög með þér voru upplif- un, þú þekktir öll fjöll, fossa og læki. Oftar en ekki fylgdu skemmtilegar þjóðsögur sem hæfðu þinni einstöku frásagnar- list. Eitt sinn fórum við til Reykja- víkur og þú varst búinn að fræða okkur allan tímann og segja frá eins og þér einum var lagið, en þá gaf röddin sig eftir sex tíma kennslu um land og þjóð. Oft er við keyrðum sömu leið til baka var okkur systkinunum hlýtt yfir og þá var eins gott að hafa tekið vel eftir allri fræðslunni. Minning stelpnanna minna, Lovísu og Lilju, er ljúf frá því þeg- ar þið mamma komuð til Barce- lona til okkar Davíðs. Það var sannarlega góður tími, við löbbuð- um um alla borg, leigðum bíl og gistum í fallegum strandbæ. Þú varst alltaf með myndavélina á lofti því allt skyldi fest á filmu eins og ávallt á ferðalögum. Í dag eru minningarnar svo skýrar, að eiga öll myndaalbúmin frá öllu því sem hefur verið gert, þar er fjársjóður minninganna geymdur. Það var gott að hafa haft þig sem fyrirmynd, því lífsgildin þín voru svo ljós, náungakærleikur, heiðarleiki, sanngirni og gleði. Þetta mun ég halda fast í því við vorum svo lík á margan hátt. Síðustu daga hefur hugurinn reikað, góðar og fallegar minnn- ingar hafa sótt á. Sérstaklega hvað við áttum gott samband og væntumþykjan skilyrðislaus. Það var alltaf þannig þótt ákveðin kaflaskil hafi orðið þegar þú greindist með sjúkdóminn alz- heimer. Það er gott til þess að hugsa hvað starfsfólkið á Melgerði var yndislegt og hlýlegt við þig þau tvö og hálft ár sem þú bjóst þar. Síðustu ár voru oft á tíðum erfið fyrir þig en þá stóðum við nærfjöl- skyldan, sérstaklega mamma og Hulda, eins og klettar við bakið á þér, elsku pabbi. Mamma var svo góð við þig þennan tíma, alveg ómetanlegt, skilyrðislaus ást, enda var lífs- hlaup ykkar sveipað fallegum blæ sem aldrei bar skugga á. Þið gift- ust ung að árum og áttuð fimmtíu ára gullbrúðkaup síðustu jól. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín sárt, en allt líf mitt er sam- tvinnað þér sem ég mun geyma í hjarta mínu. Það síðasta sem þú sagðir við mig var: „Lifðu lífinu lifandi, elsk- an.“ Það gerðir þú svo sannarlega alla tíð meðan heilsan leyfði og það mun ég gera. Ég felli tár yfir ljúfsárum minn- ingum. Þú kvaddir þennan heim, umvafinn fjölskyldunni þinni sem elskaði þig og virti ofurheitt. Þín dóttir, Harpa. Það er allt svo tómlegt án þín, elsku pabbi, ég sem var vön að hitta þig næstum daglega, fá gott og hlýtt faðmlag og koss á kinn. Þótt að söknuðurinn sé sár og hjartað svíði þá verma góðar og dýrmætar minningar hjarta mitt. Þú varst kletturinn minn og fyr- irmynd í einu og öllu, því betri og heiðarlegri mann er erfitt að finna. Í uppeldinu lagðir þú mikið upp úr góðu veganesti sem þú gafst mér þegar þú hjálpaðir og leiðbeindir í námi, leik og starfi. Við gerðum svo mikið saman enda vorum við afar náin og fór ég allt með þér nema í hestaferðir. Allar haustferðirnar í berjamó, göngu- túrarnir þar sem við spjölluðum og nutum góðra samvista, allar útilegurnar þar sem landið var skoðað og þú fræddir mig um Ís- land, ísbíltúrana, hjólaferðirnar ritgerðasmíð fram á nótt og svo margt fleira eru minningar sem ég geymi. Þú hafðir svo frábæran mann að geyma og laðaðist fólk að þér enda vinsæll og vinamargur, varst hrókur alls fagnaðar, elskaðir að fara á mannamót enda gleðimaður fram í fingurgóma. Þú gerðir allt sem þér þótti skemmtilegt og naust þín alltaf á stað og stund, elskaðir að vera með fjölskyldu og vinum og úti í náttúrunni og oftar en ekki á hesti. Það átti enginn von á því, að maður eins og þú myndi greinast með ólæknandi sjúkdóm. Þú lifðir svo heilbrigðu lífi, varst alltaf í toppformi, reglumaður mikill og hugsaðir vel um þig. En Alzheim- er-sjúkdómurinn spyr ekki að neinu og er óvæginn. Þegar þú greindist ákvað ég að vera klett- urinn þinn því þú varst minn. Við gengum saman þennan hlykkjótta veg sem kenndi mér svo ótrúlega margt bæði í sorg og gleði. Það var virðingarvert að fylgjast með þér í baráttunni, það skein svo skýrt í gegn hversu mikið þetta tók á þig, elsku pabbi. Við fjöl- skyldan ákváðum að vera sterk saman, vera alltaf til staðar fyrir þig. Við brosum í gegnum tárin af söknuði yfir að hafa misst þig fyrir nokkru síðan, og sakna ég þess sem var og syrgi það sem verður ekki. Ég mun halda áfram að halda fallegum og góðum minningum um þig að börnunum mínum, Ma- núelu og Birni, sem elskuðu afa sinn skilyrðislaust. Sú ást var gagnkvæm og ljómaðir þú og glampi kom í augun þegar þú sást þau systkini koma hlaupandi upp í fangið á þér. Þeim fannst þú besti afi í heimi. Minningin þín lifir í hjörtum okkar, litlu fjölskyldunnar, og við munum passa mömmu. Ástarkveðja, Hulda og fjölskylda. Hugur minn er dapur og sorgin er þung er ég rita þessar línur um elsku pabba sem hefur nú kvatt þennan heim. En ljósið birtist í öll- um fallegu minningunum sem við áttum saman, „skoðaðu aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín“ (Ka- hlil). Væntumþykja og virðing var gagnkvæm í okkar samskiptum alla tíð en við vorum alltaf mjög náin og áttum margar góðar stundir saman, sérstaklega í hestamennskunni og hestaferðun- um, sem voru ófáar. Fallegar minningar lifa ævina á enda. Segja má að lífsljósið sé slokkn- að en mun áfram lifa í hjörtum þess sem elskuðu hann. Lífsgleð- in, núvitundin og elskan voru hans aðalsmerki og mun ég reyna að hafa það sjálf áfram að leiðarljósi. Í Hávamálum segir: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) En eins og við vitum er allt dauðlegt en þó er eitt sem lifir manninn og það er orðstírinn og hann er eilífur. Menn ættu því að haga lífi sínu þannig að eftir þeim verði munað á lofsamlegan hátt og að líf þeirra sé til eftirbreytni. Þannig get ég fullvissað að munað verði eftir pabba,sem var allt í senn góður eiginmaður, faðir, afi, bróðir og vinur. Síðustu ár hafa verið langt og strangt ferðalag á svo margan hátt. Sjúkdómurinn Alzheimer hafði að lokum betur en við fjöl- skyldan stóðum saman og gerðum allt sem í valdi okkar stóð til að styðja pabba og reyna að láta hon- um líða eins vel og kostur var. Hann bjó á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð frá mars 2014, á Melgerði, en þar hefur yndislegt starfsfólk hugsað um hann af stakri alúð að virðingarvert er. Mamma stóð ávallt eins og klettur við hlið pabba og var aðdáunar- vert að fylgjast með ást þeirra og hlýju allt til loka. Hulda systir á þakkir skilið fyrir að hafa hugsað um pabba á einstakan hátt sem fá- ir hefðu getað áorkað. Elsku pabbi minn, nú er komið að leiðarlokum, þrek þitt var brostið en nú veit ég að þú brosir og þér líður vel í þínum hinsta draumi. Þín elskandi dóttir, Soffía. Frímann Frímannsson  Fleiri minningargreinar um Frímann Frímanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Björn Björns-son fæddist á Siglufirði 9. ágúst 1930. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hamri 5. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Björn Zoph- onías Sigurðsson, f. í Vík í Héðinsfirði 14. nóvember 1892, d. 30. ágúst 1974, og Eiríksína Kristbjörg Ás- grímsdóttir, f. í Hólakoti í Fljótum 11. apríl 1897, d. 18. september 1960. Systkini Björns voru Sigurður, f. 1917, d. 1944, Ásbjörg, f. 1919, d. 1972, Halldóra Guðrún, f. 1921, d. 2009, Sveinn Pétur, f. 1924, d. 1998, Ásgrímur Guðmundur, f. 1927, d. 1999, Þorsteinn Helgi, f. 1929, d. 2000, María Stefanía, f. 1931, d. 2010, Svava Kristín, f. 1932, d. 2008 og Sigríður Bjarney, f. 1934. björg, f. 25. desember 1988, tónskáld, sambýlismaður Dav- íð Snær Sveinsson; c) Bjarki Snær, f. 14. apríl 1995, hag- fræðinemi. 2. Katrín, sölu- stjóri, f. 17. maí 1966, maki Gunnlaugur Friðrik Kristjáns- son, f. 22. ágúst 1965. Börn þeirra eru: a) Anna Bryndís, verkfræðingur, f. 8. september 1987, sambýlismaður Magnús Helgason; b) Kristján Friðrik, f. 12. apríl 1991, verkamaður, sambýliskona Ásta María Jóns- dóttir. Hún á eitt barn, Arnar Elí; c) Birna Hrönn, f. 20. júní 1996, félagsliði. Björn stundaði sjómennsku frá Siglufirði frá ungings- árum, tók próf frá Stýri- mannaskólanum og stundaði siglingar á fraktskipum til 1967. Hann starfaði við neta- gerð, sprengingar og ýmis önnur störf í landi þar til hann gerðist verslunarstjóri í MR- búðinni 1976 og starfaði þar til starfsloka árið 2003. Útför Björns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinn 25. októ- ber 1960 kvæntist Björn Önnu Guð- mundsdóttur, f. 16. febrúar 1928. Hún lést 26. ágúst 2006. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guð- mundsson, bakari á Ísafirði og síðar í Reykjavík, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og Nikólína Henrietta Katrín Þorláks- dóttir, húsfreyja, f. 9. júní 1884, d. 14. nóvember 1959. Björn og Anna eignuðust tvær dætur. 1. Hrönn, félags- ráðgjafi, f. 24. júlí 1963, maki Jón Pálsson verkfræðingur, f. 9. ágúst 1963. Börn þeirra eru: a) Björn Steinar, f. 2. janúar 1985, verkfræðingur, sam- býliskona Íris Ósk Laxdal og eiga þau tvö börn, Viktor Núma og Sölku Líf; b) Ás- Nú er hinn aldni sjómaður lagður af stað í sína síðustu sigl- ingu. Allar góðu minningarnar um Björn tengdapabba streyma um hugann á þessum tímamót- um. Ég minnist þess að hafa sem ungur maður setið á síðkvöldum og hlustað á sögur og minninga- brot frá æskuárum hans á Siglu- firði og í Héðinsfirði. Sagt frá ýmsum skemmtilegum karakter- um, sem ég átti sumum eftir að kynnast síðar. Rifjaðar upp æskuminningar úr Héðinsfirði sem ég síðar átti eftir að taka þátt í að endurupplifa í ævin- týraferðum á þessa framandi slóð. Björn var höfðingi heim að sækja, bæði í anda og efni. Mér er það ljúft að minnast Björns og Önnu saman, nú þegar þau sam- einast á ný eftir tíu ára fjarveru hennar. Þegar ég sem unglingur fyrst vandi komur mínar á heimili þeirra í vinahópnum með Hrönn, var þar ávallt skjól og samvera í boði, og rausnarlega veitt af kök- um og krásum. Heimilið var fal- legt og snyrtilegt og bar vott um að þar byggju samrýnd hjón og að fjölskyldulífið var þeim dýr- mætast. Það var lán mitt að Hrönn valdi mig og eftir smá fortölur var ég tekinn inn í fjölskylduna. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengdaforeldra eða afa og ömmu barnanna okkar. Það var sama hvort um væri að ræða hversdag- lega hluti eins og hádegisstund í miðri vinnuviku, á stórhátíðum í faðmi fjölskyldunnar eða á ferða- lögum innanlands eða erlendis. Þau höfðu einstakt lag á að gæða þessar stundir gleði og góðum til- finningum, mannvirðingu og kærleika og aldrei gætti streitu eða átaka í návist við þau. Okkar litla stórfjölskylda átti ófáar kvöldmáltíðir saman í Álfta- mýrinni þar sem börnunum þótti alltaf jafnspennandi að hlaupa niður í kjallara og sækja ís í fryst- inn, sem borðaður var með góðri lyst með ískexi og blönduðum ávöxtum úr dós á meðan afi eða amma sögðu þeim einhverjar skemmtilegar sögur. Það var Birni mikill harmur að missa Önnu sína og er óhætt að segja að lífsneisti hans hafi dofn- að nokkuð eftir það. Hann átti þó sínar ljúfu stundir áfram með fjölskyldum dætra sinna og þótti ávallt mikið til þess koma að geta glatt barnabörnin og langafa- börnin með gjöfum eða einhverj- um aurum þegar honum gafst færi á að eiga með þeim samveru- stundir. Ég veit að Björn fer sáttur eft- ir langa og góða ævi, stoltur af lífsverki sínu og arfi. Ég veit að afkomendur hans kveðja hann með söknuði og djúpri virðingu og vel nestuð af þeim lífsgildum, sem hann og Anna gáfu þeim. Blessuð sé minning þeirra beggja. Jón Pálsson. Heimsins besti vinur og afi. Samband okkar var náið og sterkt og er ég afar þakklát fyrir það. Stundirnar sem við áttum saman eru ógleymanlegar. Þú kenndir mér svo ótal margt sem ég mun taka með mér í gegnum lífið, það sem er mér efst í huga er þegar við sátum saman að spjalla og þú bentir mér á það að maður mætir mismunandi fólki sem maður kann misvel við. Svo bætt- ir þú við: „En þó er allt í lagi að vera kurteis, Birna Hrönn.“ Þetta mun fylgja mér, afi minn. Að halda í hönd þína þegar þú tókst síðasta andardráttinn er ómetanleg minning fyrir mig og mun fylgja mér um ókomna tíð. Í hvert sinn sem pönnukökurn- ar hennar Siggu systur eru í boði og uppáhaldskakan okkar sem Hrönn gerir skal ég borða auka- lega fyrir þig. Ég elska þig. Þín Birna Hrönn. Elsku besti afi okkar, það er með miklum söknuði í hjarta sem við kveðjum þig en um leið með gríðarlegu þakklæti fyrir allar yndislegu stundirnar sem við fengum að njóta með þér. Við minnumst góðra stunda í Álftamýrinni með ykkur ömmu, þið stjönuðuð við okkur systkinin á alla mögulega vegu. Hafra- grauturinn var tilbúinn þegar við vöknuðum og ef okkur langaði frekar í karamelluþykkmjólk þá var skokkað eftir henni. Við feng- um að eyða heilu helgunum með ykkur og aldrei leiddist okkur. Ef eitthvað var þá vorum við kannski ofdekruð. Aspassúpan hans afa sveik engan og höfum við öll lagt mikið á okkur við að reyna að ná fram rétta bragðinu. Sérrílögg í sósuna er eitthvað sem minnir óneitan- lega á hann og síðustu ár var hann duglegur við að smakka og dæma okkar sósu- og súpugerð. Afi sýndi áhugamálum okkar systkinanna mikinn áhuga og lagði mikið á sig til að fara á handboltaleiki eða tónleika. Hann og við höfðum gaman af því að ræða hvort tveggja og var hann ávallt með á nótunum. Afi var mikill smekkmaður, litaglaður og vildi hafa allt í stíl. Hann var ekki í vandræðum með að velja gjafir handa okkur barnabörnunum jafnvel þótt hann væri einn síns liðs. Afa fannst mikilvægt að miðla lífsgildum til okkar og ekki síst að vera vinur. Undir lokin voru bestu stundirnar ein með afa á kaffihúsi eða yfir súpu í hádeginu. Elsku afi, við minnumst þín með hlýju og söknuði í hjarta og það sem þú hefur kennt okkur mun fylgja okkur um ókomna tíð. Hvíldu í friði með Önnu þinni. Björn Steinar, Ásbjörg og Bjarki Snær Jónsbörn. Við duttum aldeilis í lukkupott- inn að eiga þig sem afa. Saman sköpuðum við óteljandi minning- ar sem munu fylgja okkur um ókomin ár, hver annarri dýrmæt- ari. Það er óskaplega erfitt að kveðja en minningin um þig mun fylgja okkur það sem eftir er. Sjáumst seinna, elsku afi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Anna Bryndís og Kristján Friðrik. Björn Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.