Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sýning á verkum myndlistarmanns- ins Jóns Óskars verður opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi við Bald- ursgötu 12 kl. 16.30 í dag. „Jón Ósk- ar er málari stórra flata og stærð hefur ávallt verið órjúfanlegur hluti af tjáningarmáta hans. Grunnein- ingin í myndlist Jóns Óskars er og hefur ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungn- ustu mynd,“ segir í tilkynningu frá Tveimur hröfnum. Sýningin kallast Beaucoups of Blues og hafði Morgunblaðið sam- band við listamanninn til að grennsl- ast nánar fyrir um sýninguna. „Öll verkin á sýningunni eru til- vitnanir í aðra listamenn á ýmsum sviðum. Myndlist fjallar í rauninni oft um list og þessi sýning er alfarið þannig. Þetta eru verk sem eru út frá tónlist, ljóðlist, myndlist og svo framvegis. Það er mikið af tilvitn- unum í önnur verk og verkin heita til dæmis „Swan Lake/Poptones“, sem er tilvísun í hljómplötu. „Beaucoups of Blues“ sem er síðan nafn á einni af sólóplötum Ringos Starr. Svo er eitt stórt verk sem heitir „Eyðilandið í þýðingu Egils Helga- sonar 15 ára“. Þetta eru tilvitnanir í hinar og þessar áttir og þarna er spunnið út frá verkum annarra einstaklinga,“ segir Jón Óskar en segja má að þetta varpi ljósi á hvernig margir kimar listarinnar geta fléttast sam- an. „Það er svo oft sem maður upp- lifir eitthvað, heyrir eða sér, og það hefur áhrif á mann og maður tekur það með sér inn í næsta verk. Þessi verk eru eiginlega öll þannig,“ segir Jón Óskar og nefnir annað verk á sýningunni til sögunnar sem hann kallar „Remake“. Innblástur frá post-it miða „Það er endurgerð á öðru verki sem breytist í mínum meðförum. Ég tók teikningu eftir annan mann og ákvað að gera málverk úr henni. Síðan er á sýningunni annað verk sem er byggt á post-it miða,“ segir hann en flestir þekkja þessa litlu, gulu minnismiða. „Ég er með lítið veitingahús og einn starfsmaður hjá mér hafði krot- að leiðbeiningar á post-it miða og ég notaði hann sem uppistöðu í eitt verk.“ Það er greinilega aldrei að vita hvaðan innblásturinn kemur. „Nei, innblásturinn getur verið hvað sem er. Og ekkert endilega eitthvað of hátíðlegt. Það getur ver- ið gaman að upphefja það sem er álitið ómerkilegt og setja það í ann- að samhengi,“ segir hann en í þetta sinn sýnir hann aðeins ný verk. „Verkin á sýningunni eru öll frá þessu ári. Þetta er mjög líkt mínum vinnubrögðum síðustu ár,“ segir hann en það eru átta málverk á sýn- ingunni auk nokkurra teikninga. Jón Óskar stundaði nám við School of Visual Arts í New York á níunda áratugnum. Hann á að baki fjölda einka- og samsýninga á Ís- landi og erlendis. Verk hans er að finna á einka- og opinberum söfnum víða um heim. Sýningin í Tveimur hröfnum stendur til 15. október. Morgunblaðið/Eggert List „Það getur verið gaman að upphefja það sem er álitið ómerkilegt og setja í annað samhengi,“ segir Jón Óskar. Myndlist sem fjallar um aðra list  Jón Óskar opnar sýningu í Tveimur hröfnum í dag Meðal þeirra heimildamynda sem keppa í flokknum „A Different To- morrow“ á RIFF í ár eru Where to, Miss? eftir Þjóðverjann Manuelu Bastian, en myndin var sigurvegari á Granit Hof-heimildamyndaverðlaun- unum 2015, Future Baby eftir aust- urrísku kvikmyndagerðarkonuna Mariu Arlamovsky og Girls Don’t Fly í leikstjórn Moniku Grassl en hún hlaut verðlaun fyrir kynningu á myndinni á alþjóðlegu heim- ildamyndahátíðinni í München árið 2013. Tólf heimildamyndir eru í flokknum, sem er þó ekki eiginlegi heimildamyndaflokkurinn, heldur inniheldur heimildamyndir sem allar eru samfélagstengdar að því er fram kemur í upplýsingum frá RIFF. Hefð Færeyinga í hættu Where to, Miss? fjallar um ind- verska konu sem dreymir um að vera leigubílstjóri, til að geta keyrt aðrar konur heim til sín á öruggan hátt og til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Myndin endurspeglar tilveru kvenna á Indlandi sem reyna að brjótast undan hefðum. The Islands and the Whales eftir Skotann Mike Day hlaut verðlaun á HotDocs-hátíðinni í ár og verðlaun heimildamyndasjóðs San Francisco Film Society 2015. Í myndinni skoðar Day hvalveiðar Færeyinga og hvern- ig mengun í hafi ógnar þeim. Leikstjórinn varð þátttakandi Rokhsareh Ghaemmaghami er margverðlaunuð írönsk kvikmynda- gerðarkona en í Sonita fylgir hún eft- ir 14 ára gamalli stúlku sem flúði frá Afganistan til Írans þar sem hún býr á stúlknaheimili og fær menntun en vinnur fyrir sér við ræstingar. Kvik- myndaleikstjórinn fléttaðist óvænt inn í baráttu Sonitu fyrir frelsi sínu við gerð myndarinnar þegar móðir Sonitu vildi selja hana í annað sinn í hjónaband. Rithöfundurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Brett Story býr og starfar bæði í Toronto og New York en í mynd sinni The Prison in Twelve Landscapes ferðast hún milli staða þar sem fangar eru við störf og hafa áhrif; meðal annars í baráttu við skógarelda og kolavinnslu. Á eyjunni Kivalina við norður- heimskautsbaug í Alaska býr ætt- flokkur eskimóa sem kallast Inupiaq. Bandaríkjakonan Gina fjallar um baráttu þeirra til að viðhalda lífs- afkomu sinni við breyttar aðstæður, þar sem ísinn er farinn að bráðna en myndin kallast einfaldlega Kivalina. Framtíðaræxlun mannsins Í InnSæi, eða The Sea Within, heimildamynd Kristínar Ólafsdóttur og Hrundar Gunnsteinsdóttur, er rætt við hugsuði, vísindamenn, lista- menn og andlega leiðtoga um hug- myndir þeirra um hvernig megi end- urskilgreina hugsun okkar. In Limbo eftir Frakkann Antoine Viviani er á heimspekilegum nótum og í raun ritgerð í heimildamyndar- formi um ferðalag í innri heim int- ernetsins en sögupersónan vaknar upp í forgarði sameiginlegs minnis alheimsins. Girls Don’t Fly fylgir eftir tveimur ungum konum frá Gana sem eru nemendur í fyrsta flugskólanum fyrir stelpur í Vestur-Afríku en Englend- ingur þjálfar konurnar og fljótt fara afrísk gildi og vestræn hug- myndafræði að stangast á. Í Future Baby, sem fjallar um framtíð æxlunar mannsins, er hlust- að á sjónarmið bæði stuðnings- og efasemdarfólks um tæknilega aðstoð við getnað. Robert Kenner er afar þekktur heimildamyndagerðarmaður en nýj- asta mynd hans, Command and Control, segir frá atburðum í Titan II eldflaugaskýlinu í Arkansas árið 1980. Þá skoðar leikstjórinn Eva Orner meðferð Ástrala á hælisleitendum og flóttamönnum í Chasing Asylum og í myndinni Hell Is Empty: All the De- vils Are Here fjallar Simon Brook um ættbálka frumbyggja Ameríku sem hafast við í Norður-Dakóta og gas- vinnslu sem þeir leyfa á landsvæðum sínum til að ná endum saman. Framtíðaræxlun og flugskóli kvenna  Heimildamyndir sem taka á sam- félagsmálum í sérstökum flokki á RIFF Flugstelpur Girls Don’t Fly segir frá þeim Lydiu og Esther frá Gana sem vilja læra að fljúga og fara í flugskóla fyrir konur í Vestur-Afríku. By Proxy nefnist sýning með verkum íslenska listamannsins Úlfs Karlssonar, sem opnuð verður í Project Room, Galerie Ernst Hilger í Vínarborg í kvöld. „Á sýningunni í Galerie Ernst Hilger eru stór málverk, skúlptúr og hljóð- verk eftir kvikmyndahljóðmanninn Díönu Karlsdóttur. By Proxy hverfist um stríð og bardaga sem háðir eru í boði aðila sem hvergi koma nálægt þeim. Meðal annars er fjallað um boxkeppni Muhammad Ali og George Forman, Rumble in the Jungle og umboðsmanninn Don King sem stóð á bak við við- burðinn,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Úlfur er fæddur 1988 og út- skrifaðist 2012 frá Listaháskólanum í Gautaborg. Hann hefur sýnt í Svíþjóð, Þýskalandi og Grikklandi og hér heima m.a. í Listasafni ASÍ, SÍM-salnum og D-sal Listasafns Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar um listamanninn má sjá á vefnum ulfurkarlsson.com. Sýningin stendur til 15. október. Úlfur Karlsson opnar sýningu í Vínarborg Átök Eitt verka Úlfs Karlssonar sem sjá má á sýningunni. RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Sun 30/10 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Fim 3/11 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fös 4/11 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 7. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.