Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Almannadalur 7, Reykjavík, fnr. 230-6548, þingl. eig. Guðbjartur G. Gissurarson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 20. sept- ember nk. kl. 15:00. Bræðraborgarstígur 31, Reykjavík, fnr. 200-2187, þingl. eig. Sandra Hlíf Ocares, gerðarbeiðandiTollstjóri, þriðjudaginn 20. september nk. kl. 10:00. Stórikriki 4, 229-8026, Mosfellsbæ, þingl. eig. Gunnlaugur B Ólafsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan ehf. og Mosfellsbær, þriðjudaginn 20. september nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 15. september 2016. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Oddagata 1, Akureyri, fnr. 214-9630, þingl. eig. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 20. september nk. kl. 10:15. Ránarbraut 4A 6400 Dalvíkurbyggð, fnr. 215-5132, þingl. eig. Svanþor ehf, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Landsbankinn hf, Dalvík og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 21. september nk. kl. 12:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 15. september 2016 Halla Einarsdóttir ftr. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrif- stofu embættisins Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir: SIGMUNDUR, SU, Suður-Múlasýsla, (FISKISKIP), fnr. 7394, þingl. eig. Ylmir ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Austurlandi, miðvikudag- inn 21. september nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 15. september 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 10 (frá októ- berbyrjun), gönguhópur ll kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug- inni kl. 10.50. Eftir hádegið verður notendaspjall kl. 12.30 fyrsta fimm- tudag í mánuði og myndmennt (Akademían) kl. 13. Bókmenntaklúbb- ur í umsjá nema í HÍ kl. 13.15 og Bókaspjallið með Hrafni Jökulssyni kl. 15 hefst 22. september. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9–15, botsía í Bjartasal kl. 10.30, brids/kanasta kl. 13, hugleiðsla í Kríusal kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 Myndlist kl. 9, botsía kl. 10.40, bókband kl. 13 og bingó kl. 13. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Bókabíllinn kl. 11.15. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.30, heimsókn Óla og Emblu kl. 14, prjónakaffi kl. 14. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16, vöfflur seldar með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45, qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.40, karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13, botsía í Sjálandsskóla kl. 13.45, málun í Kirkjuhvoli kl. 13, handavinnuhorn í Jónshúsi kl. 13, vatnsleikfimi kl. 15, Garðakór, kór eldri borgara í Garðabæ, kóræfing í Vídalínskirkju kl. 16. Gerðuberg Kl. 9-16 opin vinnustofa, kl. 10–10.45 leikfimi með Maríu, kl. 10.30–11.30 samverustund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju, kl. 12–16 starf Félags heyrnarlausra, kl. 10–12 perlusaumur, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 17.15, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Jóga kl. 10.10–11.10, hádegismatur kl. 11.30, söngstund kl. 13.30–14.30, allir syngja með, kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá kl. 9, bútasaumur og aðrar hannyrðir, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, leikfimi kl. 10, lífssögu- hópur kl. 10.50, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Línudansæfingar í Kópavogsskóla fyrir GA kl. 17, framhald 3. stig (2 x í viku) kl. 18, framhald 2. stig (2 x í viku) kl. 19. Uppl. í síma 698-5857 og á www.glod.is. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogskirkju, tölvunámskeið kl. 10 í dag og Bókmenntahópur Korpúlfa kl. 13 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja / listasmiðja með leið- beinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10–10.30, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13–16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11–13 Leikfimi kl. 9, upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegismatur kl. 11.30– 12.30, molasopinn er frammi eftir hádegi og vestursalurinn opinn kl. 14–16.Til stendur að hafa framhaldssögu á þriðjudögum og óskað er eftir hugmyndum að bókum. Endilega kíkið við! Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15, billjard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga Skólbraut kl. 11. ,,Óvissuferð" í Flóann í dag. Leggjum af stað frá Skólabraut kl. 13. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið kl. 10.30 í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4, leiðbeinandiTanya. Vesturgata 7 Enska framhald hefst föstudaginn 16. september kl. 10–12, leiðbeinandi Peter Vosicky.Tréútskurður byrjar í október, leið- beinandi Lúðvík Einars. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin í síma 535-2740. Allir velkomnir óháð aldri. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Þjónusta Háþrýstiþvottur, sandblástur og veggjaslípun. Öflug tæki - Gott verð S.860 2130 Ýmislegt Vandaðir herraskór úr leðri frá JOMOS Teg: 208204 Herraskór úr leðri, skinnfóðraðir með góðum sóla. Litir: cognac, mokka og svart. Stærðir: 40 - 48. Verð 15.500 Teg: 420408 Einstaklega mjúkir og góðir herraskór úr leðri, skinn- fóðraðir og með góðum sóla. Stærðir: 40 - 48. Verð 19.885.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, opið 10–14 laugardaga. Sendum um allt land Erum á Facebook. Uppí 70% afmælisafsláttur í nokkra daga. Vönduð armbandsúr á ótrúlegu verði eða frá 5.000 kr. Pierre Lannier Paris, frönsk hönnun og smíði. 2ja ára alþ. ábyrgð. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Vélar & tæki EVERLIFT 2 og 4 pósta, 4 og 5 tonna bílalyftur. Eigum á lager 2 pósta og 1 m skæralyftur, útvegum allar gerðir af bílalyftum. www.holt1.is S. 4356662 & 8956662 Húsviðhald Ríf ryð af þökum og ryðbletta Hreinsa þakrennur fyrir veturinn o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 ✝ ÞorsteinnJónsson Þór- hallsson fæddist á Langhúsum í Fljótsdal 20. ágúst 1933. Hann lést 3. september 2016. Foreldrar hans voru Þórhallur Ágústsson, bóndi Langhúsum, f. 14.9. 1901, d. 25.6. 1984, og Iðunn Þorsteinsdóttir, húsfreyja Langhúsum, f. 20.8. 1907, d. 28.12. 1966. Saman eignuðust þau níu börn og var Þorsteinn annar í röð þeirra. Systkini hans voru Ágúst, látinn, Re- bekka, búsett á Langhúsum, Sigurður, látinn, Ingibjörg, látin, Soffía, búsett á Selfossi, Þórhallur Óskar, látinn, Bragi, látinn, og Ragnhildur, búsett á Egilsstöðum. Þorsteinn kvæntist Ragn- heiði Nönnu Björnsdóttur, f. 28. maí 1940, frá Hofi í Fell- um, 17. desember 1961 og eignuðust þau tvo syni, Sigur- björn, f. 2. ágúst 1962, og Þórhall Unnar, f. 23. apríl 1968. Sambýliskona Sigur- björns er Helga Sigurðar- dóttir. Þórhallur Unnar á þrjá syni með Emilíu Kr. Rigens- borg, en þau slitu samvistum, þeir eru Andri Freyr, f 1999, Erik Nói, f. 2005, og Unnar Þorri, f. 2007. Þorsteinn fór snemma að heiman og vann ýmis sveitastörf ásamt því að fara á ver- tíð til Vestmanna- eyja, vinna á Keflavíkurflugvelli og í byggingar- vinnu í Reykjavík fram að því að hann fór að búa. Árið 1962 hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins á Reyð- arfirði og fluttu þau hjónin þangað, þar vann hann í 19 ár á ýmsum vélum, en lengst af sem veghefilsstjóri. Árið 1981 hóf hann störf hjá fiskverkun GSR á Reyðarfirði og vann þar ýmis störf, meðal annars sá hann um allar landanir úr tog- ara fyrirtækisins. Starfaði hann þar til loka árs 2002, en þá hætti hann störfum. Þor- steinn tók virkan þátt í sam- félaginu á Reyðarfirði og sat meðal annars í stjórn verka- lýðsfélags Reyðarfjarðar og í stjórn eldri borgara þar í bæ. Þorsteinn greindist með Alz- heimer 2007 og lést úr þeim sjúkdómi á Hrafnistu í Reykja- vík. Útförin fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag, 16. september 2016, klukkan 13. Elsku pabbi. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Fyrsta minning mín um þig er þegar þú slasaðir þig á hendi þegar þú varst við vinnu hjá Vegagerð- inni, þegar þú komst heim og rakst höndina alla reifaða í átt að mömmu, þá var ég fjögurra ára. Ég man þegar ég fór með þér inn í hús þegar þú varst að byggja það, þegar við fluttum í það, þá var ég á sjötta ári. Á þessum árum vannst þú hjá Vegagerðinni á veghefli sem þú hugsaðir um eins og þinn eigin. Oft fékk ég að fara með þegar þú varst að hefla einhvers stað- ar í kringum Reyðarfjörð þar sem við áttum heima, og stund- um fékk ég að fara með þegar þú varst að moka snjó á hefl- inum. Ég hef ekki verið nema 11 ára þegar ég fór að ganga með þér til rjúpna, oftast fórum við eitthvað upp á dal, þá oft upp í Launárdal, stundum fórum við upp á Jökulsdalsheiði og þá gist- um við í sælukofa ásamt fleiri veiðimönnum, ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara með þér á rjúpu. Eins fórum við allt- af á gæsaveiðar á haustin. Einu sinni fórum við á hreindýraveið- ar með bændunum frá Hvanná í Jökuldal og er sú ferð mér ógleymanleg. Við ferðumst mikið, þú tókst alltaf eins mánaðar frí á sumrin og þá var farið í ferðalag, eitt- hvert með tjald og var farið um landið, þú varst fróður um alla staði, kunnir alltaf einhverjar sögur frá öllum stöðum sem við komum á. Þú varst mjög vel lesinn, það var alltaf bókastafli á náttborð- inu hjá þér, last allt sem þú gast. Árið 1981 hættir þú hjá Vega- gerðinni og fórst að vinna hjá GSR á Reyðarfirði og vannst þar þangað til þú hættir að vinna. Þú sjást meðal annars um landanirnar á togaranum þar sem ég var um borð um tíma, þú varst þá fyrsti maðurinn sem ég hitti þegar í land var komið. Þú varst alltaf ósérhlífinn, varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum en baðst aldrei aðra um hjálp. Eftir að ég flutti suður var alltaf jafn gott að koma heim, þar átti ég alltaf gamla her- bergið mitt og alltaf var jafn notalegt að koma heim til ykkar mömmu. Árið 2007 greindist þú með alzheimer og 2008 fluttuð þið mamma til Reykjavíkur. Þið keyptuð hæð í Skipasundi, þar sem þið bjugguð ykkur fallegt heimili og þangað var gott að koma. Síðustu fjögur árin varstu á Sólteigi á Hrafnistu. Það verður skrítið að geta ekki komið og heimsótt þig, sjá brosið þitt þeg- ar þú sást mig, heyra þig tala um kindurnar, spyrja hvað hafi verið mikið í ánni þegar ég reið yfir, þú varst alveg kominn í sveitina þar sem þú undir þér best. Nokkrum sinnum fórum við að kaupa ís og þá varst þú alltaf að spá í umhverfið. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Hafðu þökk fyrir allt. Þinn sonur Sigurbjörn. Þorsteinn Jónsson Þórhallsson  Fleiri minningargreinar um Þorsteinn Jónsson Þór- hallsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.