Morgunblaðið - 16.09.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 16.09.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 ✝ Trausti Klem-enzson, var fæddur á Sáms- stöðum í Fljótshlíð þann 13. júlí 1954. Hann lést af völdum vinnuslyss, 3. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Klemenz Krist- ján Kristjánsson, til- raunastjóri á Sáms- stöðum, fæddur 14. maí 1894, d. 9. maí 1976, og Þór- ey Jónína Stefánsdóttir, f. 25. nóvember 1916, d. 3. desember 1996. Barnsmóðir og fyrrverandi eiginkona Trausta er Sigurbjörg ardóttir, f. 7. febrúar 1943, d. 30. apríl 2016. Fóstursonur Klem- enzar var Þórir Guðmundsson, f. 1. október 1936, d. 22. júlí 2004, og dóttir er Edda Kolbrún Klem- enzdóttir, f. 16. apríl 1943. Trausti lauk námi í búfræði frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1972 og sveinsprófi í raf- virkjun árið 1978. Hann starfaði hjá Rafmagnsverkstæði Kaup- félags Rangæinga á Hvolsvelli 1974-1980, Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1980-1984, hjá Rafbraut 1984, hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga 1984- 1988 og Rafmagnsveitu Reykja- víkur, síðar Orkuveitu Reykja- víkur frá árinu 1988 til dauðadags. Útför Trausta fer fram frá Langholtskirkju í dag, 16. sept- ember 2016, klukkan 15. Óskarsdóttir, f. 16. júlí 1953, þau skildu árið 2002. Synir þeirra eru Klemenz Kristján Traustason, f. 30. janúar 1987, og Óskar Traustason, f. 27. júlí 1991. Systur Trausta sammæðra eru: Hjálmfríður Þórð- ardóttir, f. 24. febr- úar 1936, gift Halldóri Stef- ánssyni, f. 15. desember 1937. Jóna Rut Þórðardóttir, f. 29. maí 1939, d. 30. apríl 1998, gift Högna Jónssyni, f. 17. janúar 1936. Sigríður Auður Þórð- Fallinn er frá í hörmulegu vinnuslysi góður vinnufélagi, Trausti Klemenzson. Trausti hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur árið 1988 og vann hjá því fyrirtæki og síðar Veitum til hinsta dags. Trausti vann lengst af við rafmagnstengingar en sinnti í seinni tíð í auknum mæli eftirliti. Trausti var vandvirkur og flinkur tengingamaður. Hann hafði góða öryggisvitund og var duglegur að benda á það sem bet- ur mátti fara. Hann hafði þolin- mæði til að kenna og útskýra vandlega fyrir nýjum jafnt sem reyndari samstarfsmönnum hvernig átti að gera hlutina og ástæðuna fyrir hverju handtaki. Með Trausta er horfinn á braut fagmaður. Trausti var gáfaður maður og gríðarlega fróður um allt milli himins og jarðar. Áður en hann lærði rafvirkjun nam hann bú- fræði og vinnufélagarnir kölluðu hann stundum tæknibóndann. Trausti var mikill músíkant og spilaði m.a. á tvöfalda harmon- ikku og munnhörpu. Unun Trausta af djasstónlist og írskum þjóðlögum fór ekki framhjá nein- um sem vann með honum og mun hann hafa tekið þátt í stofnun Jazzvakningar. Trausti átti mörg áhugamál og sökkti sér jafnan djúpt í þau. Stundum sameinuðust vinnu- félagarnir um tómstundagaman og má þar sérstaklega nefna skrautfiskarækt sem nokkrir starfsmenn Rafmagnsveitunnar hófu eftir að þeim hafði áskotnast töluvert af gleri sem átti að henda. Fannst þeim upplagt að nýta glerið til einhvers og smíð- uðu nokkur fiskabúr og hófu svo að rækta skrautfiska. Trausti fann sér fljótlega sína tegund, en það var fiskurinn Haplochromis moorii og þótti mönnum hann passa einkar vel við Trausta. Þótt Trausti væri hár á velli og sterkbyggður var hann glettilega liðugur og gat komið sér fyrir í litlum þröngum holum sem eng- inn annar komst í. Einhvern tíma var hann niðri á Rafmagnsveitu þar sem vinnufélagarnir voru að gera einhvers konar kraftaæfing- ar. Trausti sat pollrólegur og al- varlegur í sæti sínu og horfði á þá en sagði svo allt í einu: „En getið þið gert þetta?“, dró því næst fót- inn að sér og aftur fyrir höfuð. Trausti var tilbúinn að prófa ýmislegt og er skemmtileg sagan af því þegar hann festi kaup á kajak sér til heilsubótar. Hann lét þó fljótt af kajakróðri og þeg- ar vinnufélagarnir spurðu hvað hefði orðið um kajakinn svaraði Trausti: „Ég var nú bara eins og fraktskip með allan farminn uppi í brú.“ Það er leitun að betri sögu- manni og húmorista en Trausta. Sjálfur sagðist hann reyndar vera húmorslaus en staðreyndin er sú að fáir segja jafn skemmti- legar sögur og Trausti gerði. Margar sögur hans tengdust Sámsstöðum og sveitinni og sér- staklega eru mönnum minnis- stæðar sögurnar af sýslumannin- um. Það hversu vel vinnufélag- arnir muna fjölda sagna sem Trausti sagði er til marks um bæði skemmtilegt innihald og góða frásagnargáfu. Með Trausta er genginn góður vinnufélagi og vinur. Við sendum fjölskyldu Trausta innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd vinnufélaga hjá Viðhaldsþjónustu Veitna, Hildur Ingvarsdóttir og Pétur Jónsson. Trausti Klemenzson er borinn til moldar í dag. Hann starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur og loks hjá dótturfélaginu Veitum um 28 ára skeið. Það er sárt að sjá á eftir vinnu- félaga og hörmulegt að kveðja samstarfsmann eftir vinnuslys. Starfsfólk á að koma heilt heim að loknum vinnudegi. Þrátt fyrir áherslu okkar og starfsfólks alls á öryggi gerðist það sem ekki á að gerast. Samstarfsfólk Trausta er hnípið í dag. Fyrir okkar hönd og alls samstarfsfólksins vottum við sonum Trausta og öðrum að- standendum dýpstu samúð. Bjarni Bjarnason og Inga Dóra Hrólfsdóttir. Trausti Klemenzson ✝ John Earl KortHill rannsókn- arlögreglumaður fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1942. Hann lést 2. septem- ber 2016 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Foreldrar hans voru John Paul Hill, f. 1921, og Laufey Svala Kortsdóttir verslunarmaður, f. 20. nóvember 1920 í Sandgerði, d. 2. september 2013. John var einkasonur henn- ar. John giftist 4. september 1966 Þórunni Guðmundsdóttur mynd- listarmanni, f. 8. maí 1947 í Vog- um á Vatnsleysuströnd, d. 12. febrúar 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Ívarsson Ágústsson, útgerðarmaður og skipstjóri í Vogum, f. 25. ágúst 1918 í Halakoti á Vatnsleysu- strönd, d. 21. nóvember 2009, og Guðríður Þórðardóttir ljósmóðir, f. 15. maí 1923 í Sviðugörðum, Gaulverjabæjarhreppi, Árnes- sýslu, d. 18. desember 2007. Þór- unn var elst sex barna foreldra sinna. Systkini Þórunnar voru fyrir soninn Ívar Aron Hill Æv- arsson, f. 25. júní 1986, en Ævar soninn Kristján Helga, f. 3. jan- úar 1992. Ívar Aron er giftur Silju Sigurðardóttur, f. 14. des- ember 1990, og á með henni dótt- urina Gabríellu Hill Ívarsdóttur, f. 28. maí 2012. Fyrir átti hann soninn Gunnar Örn, f. 5. mars 2006. 3) Laufey Svala Hill hús- móðir, f. 4. desember 1979, sam- býlismaður Hans Ingi Þorvalds- son járnabindingamaður, f. 28. apríl 1979. Börn þeirra eru Hug- inn Þór Hill Hansson, f. 13. ágúst 2010, Hrafndís Þula Hill Hans- dóttir, f. 16. nóvember 2011, og Hrafntinna Þórunn Hill Hans- dóttir, f. 8. maí 2013. Fyrir átti Svala Eirík Svan Hill, f. 20. júlí 1999, og Aron Frey Hill, f. 19. apríl 2002. John átti fyrir son, Jonsvein Joensen, vélstjóra í Færeyjum, f. 20. janúar 1960, giftan Mary Joensen, f. 21. júní 1959. Þeirra börn eru Hildur, f. 26. apríl 1987, Valborg, f. 8. maí 1989 (sem á eitt barn, Dáníel, f. 23. júní 2015) og Bergur, f. 13. ágúst 1992. John stundaði nám í Lögreglu- skólanum í Reykjavík en starfaði síðan lengst af við rannsóknar- lögreglustörf í lögreglunni í Keflavík. Útför Johns verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju á Vatns- leysuströnd í dag, 16. september 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Lilja Júlía, Andrés Ágúst Þorkell, Þórður Kristinn, Sigurður Magnús, d. 1987, og Guðrún, d. 2012. John og Þórunn bjuggu lengst af í Sandgerði en síð- ustu árin í Innri- Njarðvík. Dætur þeirra eru þrjár: 1) Guðný Hafdís Hill leirlistarkona, f. 15. febrúar 1966. Börn Hafdísar eru Ásgrím- ur Þórhallsson myndlistarmaður, f. 14. júní 1984, og Jón Þór Jak- obsson, f. 17. apríl 1994. Með sambýliskonu sinni Myrru Leifs- dóttur, f. 29. júlí 1981, á Ásgrím- ur dótturina Ástríði Grímu, f. 7. febrúar 2013, en áður átti hann dótturina Söru Áróru Darai, f. 15. júní 2011, með Mariam Darai. 2) Sigrún Erla Hill húsmóðir, f. 13. ágúst 1967, gift Ævari Erni Jónssyni flugumferðarstjóra, f. 6. júní 1972. Börn Sigrúnar og Æv- ars eru Ísak John Hill Ævarsson, f. 15. júlí 2000, Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir, f. 11. ágúst 2002, og Aníta Rún Hill Ævars- dóttir, f. 6. júní 2004. Sigrún átti „Má ég hringja í þig seinna? Það er maður hjá mér að aðstoða mig með tölvuna.“ Þetta var það síðasta sem ég heyrði í Denna, mági mínum, þegar ég hringdi í hann 1. sept- ember. En hann lést að morgni 2. september. Ég kynntist Denna þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir Þórunni, systur minni. Hann var lögreglumaður til fjölda ára. Lengst af í rannsókn- arlögreglunni í Keflavík. Oft var það erfitt starf. Denni var glettinn og lumaði oft á góðum sögum sem hann lét fjúka í góðra vina hópi. Hann var góður í fótbolta og skoraði mörg mörk en hann var ekki góður á dansgólfinu og var erfitt að finna taktinn með hon- um. Þórunn dreif hann þá með sér á dansnámskeið og lagaðist hann þá mikið. Hann bjó lengst af í Sandgerði. Ólst upp hjá móður sinni, móð- urbróður og móðurömmu. Þegar hann fór að búa sjálfur keyptu hann og Þórunn sér lítið hús í Sandgerði og var alltaf mjög notalegt að koma til þeirra. Þau byggðu sér síðar fallegt hús í Sandgerði og var hann dug- legur að sjá um allt viðhald þegar þurfti. Það má segja að hann hafi verið þúsundþjalasmiður því að það lék allt í höndunum á honum hvort sem það var að smíða, mála eða gera við bílinn ef eitthvað smálegt hrjáði hann. Á seinni ár- um fluttu þau í Innri-Njarðvík og voru þá nálægt dætrum sínum. Barnabörnin nutu góðs af því og komu oft til þeirra þó það væri ekki annað en til að fá kremkex. Afi sá um að alltaf var eitthvað til í kexboxinu. Hann hafði unun af að kynnast nýjum stöðum og ferðuðust þau hjónin mikið bæði innanlands og erlendis. Á seinni árum fengu þau sér húsbíl og fóru þau í marga ferðina innanlands á hon- um. Voru barnabörnin þá oft með í för. Um móður sína hugsaði hann vel. Hún varð háöldruð og bjó í eigin íbúð eins lengi og hægt var. Hann kom til hennar daglega þegar henni fór að hraka. Denni var góður vinur föður míns og kom oft í heimsókn til hans. Fengu þeir sér þá í pípu og landsmálin voru rædd. Þegar Þórunn, systir mín, veiktist var hann mjög natinn og hugsaði um hana þangað til hún var orðin svo veik að hún þurfti að fara á sjúkrahús. Hann var samt alltaf tilbúinn að taka hana heim aftur. Mér finnst ótrúlegt að ég sé að kveðja hann svo skömmu eftir andlát hennar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Þín mágkona, Lilja. Í dag kveðjum við Gideon- menn góðan og traustan félaga. John Earl Kort Hill er farinn heim til Drottins eftir farsæla starfsævi. Hann var Gideonfélagi í einn og hálfan áratug og tók virkan þátt í starfi félagsins og þau eru ófá börnin sem tekið hafa við Nýja testamentinu úr hendi hans. Það var sérlega ánægjulegt að fara með honum í grunn- skólana á Suðurnesjum til að af- henda 10 ára grunnskólabörnum bókina. Þar náði hann vel til barnanna með sinni ljúfu fram- komu. John var einstaklega þægilegur í samskiptum, hafði góða nærveru og var í okkar aug- um góð fyrirmynd. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Gideon- deildina á Suðurnesjum og sinnti þeim af kostgæfni. Með þessum línum vilja félagar í Gídeondeild- inni Suðurnes þakka góða sam- fylgd og samstarf. Við vottum fjölskyldu John okkar dýpstu samúð við fráfall hans. Guð blessi minningu John Earl Kort Hill. Fyrir hönd Gídeondeildarinn- ar Suðurnes, Leifur A. Ísaksson og Sveinn Valdimarsson. John Earl Kort Hill ✝ Reynir Zoëgafæddist á Nesi í Norðfirði 27. júní 1920. Hann lést 7. september 2016. Foreldrar hans voru Steinunn Sím- onardóttir hús- freyja, f. 7. október 1883, d. 10. sept. 1977, og Tómas Zoëga sparisjóðs- stjóri, f. 26. júní 1885, d. 26. apríl 1956. Systkini hans voru Unnur Zoëga, póst- fulltrúi, f. 25. maí 1915, d. 30. ágúst 2006, og Jóhannes Zoëga, hitaveitustjóri, f. 14. ágúst 1917, d. 21. september 2004. Reynir kvæntist 23. janúar 1942 Sigríði Jóhannsdóttur, f. 12. desember 1921, d. 18. nóv- ember 1988. Börn þeirra eru: Jó- hann, vélvirki og kennari, f. 26. febrúar 1942, Tómas, rafvirkja- meistari, f. 9. júní 1946, Ólöf, sjúkraliði, f. 14 apríl 1953, Stein- unn, fiskverkakona, f. 28. ágúst 1960. Reynir lauk barna- og ungl- ingaskóla á Norðfirði og gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var svo að vinna við olíuafgreiðslu næstu ár en 1941 gerðist hann hluthafi í útgerð. Var það rúm- lega 70 tonna bátur, Magnús NK 84. Var hann gerður út til sigl- inga með fisk til Englands og síldveiða á sumrin. Aflaði hann sér vélstjórnarréttinda og var vélstjóri á bátnum. Voru þeir í þeim siglingum til stríðsloka. 1945 hætti Reynir sjó- mennsku og lærði rennismíði á véla- verkstæði Dráttar- brautarinnar á Norðfirði. Vann hann þar til 1974 og var verkstjóri frá 1954. Þar var unnið að viðgerðum á skipum og þar að auki sá verkstæðið um niður- setningu á vélum í á annan tug báta er þar voru smíðaðir. Reynir var kjörinn í bæjar- stjórn Neskaupstaðar 1958 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat þar í yfir 20 ár. Reynir gegndi mörg- um trúnaðarstörfum um ævina. Hann var formaður björgunar- sveitar Slysavarnafélagsins. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar og var þar formað- ur frá 1971. Var í stjórn Iðnaðar- mannafélags Norðfjarðar. Hann var formaður sóknarnefndar. Hann sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var þar formaður 1970 til 1972. Hann var í stjórn Viðlagasjóðs eftir snjóflóðin á Norðfirði 1974. Eftir að hann hætti á véla- verkstæðinu vann hann á skrif- stofu Dráttarbrautarinnar og seinna Síldarvinnslunnar til 79 ára aldurs. Reynir verður jarðsettur frá Norðfjarðarkirkju í dag, 16. september 2016, klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem afa, langafa og langalangafa. Þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, ferðalögin, skemmtilegu sögurnar og mynda- sýningarnar. Þakklæti fyrir hlýjuna, góðmennskuna, gjafmild- ina og húmorinn þinn. Þakklæti fyrir pulsu- og íspeningana, það fór aldrei neinn svangur í ferðalag. Þakklæti fyrir að hafa haft þig svona lengi hjá okkur hraustan og með allt á hreinu og þakklæti fyrir allar góðu minningarnar. Það er sárt að kveðja, en við vit- um að það verður vel tekið á móti þér á nýjum stað. Elsku afi, takk fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Sigríður Þrúður Þórarins- dóttir, Hrafnhildur Þórarins- dóttir og fjölskyldur. Enginn kunni að lifa lífinu eins vel og Reynir Zoëga, föðurbróðir minn. Hann var skarpgreindur og minnugur; hann var ekki ríkur að fé en átti stóran frændgarð og af- komendur sem hændust að honum; hann var aldrei með gassagang eða upphrópanir en enginn flutti fyndnari ræður. Upp á Reyni má heimfæra gömul ummæli: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Reynir var vinnusamur og vann í Síldarvinnslunni til 79 ára aldurs, en hann kunni líka að njóta lífsins, ferðaðist mikið innanlands, gekk á fjöll, ók á sínum fjallabíl og hjólaði. Hann hjólaði hringveginn á 55 ár- um. Túrinn hófst árið 1936 á Ak- ureyri og lauk þar árið 1991, en rétt er að geta þess að ferðin var ekki samfelld. Reynir átti auðvelt með að sjá skemmtilegar hliðar á tilverunni og sagði vel frá. Eitt sinn kenndi hann mér eftirfarandi aðferð til þess að koma fram málum með lagni. Ef einhver leggur fram til- lögu sem maður er ósammála er gott að segja: „Þetta var góð til- laga, en ég er ekki frá því að betra væri að skerpa hana með því að orða hana aðeins öðruvísi“. Svo lagði Reynir fram sína breytingar- tillögu, sem sneri þeirri fyrri alger- lega við. Upprunalegi tillöguflytj- andinn var svo upp með sér af hrósinu að hann brosti útfyrir eyru og hinir samþykktu nýju tillöguna umyrðalaust. Kannski skýrir þetta hve vel hann undi sér í áratugi í minnihluta bæjarstjórnar í rauða bænum. Fyrir nokkrum árum veiktist Reynir af kvilla sem m.a. dró úr bragðskyni og truflaði sjón. Hon- um leist ekkert á blikuna en lét sig samt hafa það að bryðja pillur af miklum móð að læknisráði. Ég spurði hvort pillurnar virkuðu og flest hafði lagast. „En ég sé ekki nema hálfa sjón núna,“ sagði hann. Það þótti mér lakara að heyra, en þá bætti hann við: „Jú, þegar ég var veikur sá ég tvöfalt.“ Reynir gerði lítið úr því að árin færðust yfir. Ég held að honum hafi aldrei fundist hann orðinn nógu gamall til þess að ganga í Fé- lag eldri borgara. Í níræðisafmæl- inu sínu upplýsti hann svo leynd- armálið bak við það að ná háum aldri. „Maður þarf bara að fæðast snemma og sýna svo þolinmæði.“ Reynir var gæfumaður í einka- lífi. Hann og Sigríður Jóhannsdótt- ir giftu sig á bóndadaginn árið 1942. Alltaf héldu þau upp á brúð- kaupsafmælið á bóndadaginn, hvað sem almanakinu leið. Þau voru samrýnd og jafnræði með þeim. Mikill missir var að Siggu þegar hún féll frá árið 1988, langt um ald- ur fram. Kært var með Reyni og systk- inum hans, Unni og Jóhannesi. Þau fóru margar ferðir með mömmu og Siggu meðan þær lifðu, bæði í sum- arbústaði og veiði. Pabbi dó árið 2004 og Unnur tveimur árum seinna. Reynir tregaði þau bæði. Reynir hélt andlegum kröftum og bærilegri heilsu til síðustu stundar. Hann lifði hamingjusömu lífi og dó á þann veg sem við viljum helst fara. Allir sem til hans þekktu syrgja hann nú og þakka góðar stundir, en við yljum okkur við góðar minningar um einstakan mann sem ég mat öðrum meira. Maður var alltaf ríkari eftir sunnu- dagssamtölin við Reyni frænda. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Benedikt Jóhannesson. Reynir Zoëga  Fleiri minningargreinar um Reynir Zoëga bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.