Morgunblaðið - 16.09.2016, Side 4

Morgunblaðið - 16.09.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! ER AFMÆLI FRAMUNDAN? VERÐ FRÁ 1.99 0,- Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Með þessu erum við að koma skól- unum á nýjan fjárhagslegan grunn, eyða út óvissunni um fjármögnun þeirra út árið og um leið snúa vörn í sókn í skólamálum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og vísar í máli sínu til aðgerðaáætlunar í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Áætlunin var kynnt á fjölmiðla- fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, en áður hafði hún verið samþykkt á fundi borgarráðs sama dag. Í henni felst aukning á framlögum til sérkennslu, efniskostnaðar og faglegs starfs. Þá mun fjármagn til hráefniskaupa aukast með hækkun fæðisgjalda. Er alls um rúmlega 919 milljóna króna innspýtingu að ræða . „Fyrir ári voru hendur okkar alger- lega bundnar og þurftum við að leggj- ast í það verkefni að gæta aðhalds og sparnaðar á öllum sviðum. Það hefur hins vegar tekist og sjáum við afrakst- ur þess nú, en einnig eru tekjurnar að aukast. Til framtíðar er hins vegar al- veg ljóst að nauðsynlegt er að láta af þeirri sveltistefnu sem rekin hefur verið gegn sveitarfélögum almennt. Ég er ekki viss um að öll sveitarfélög séu fær um að elta okkur í þessu enda hallar mjög á sveitarfélögin í fjár- hagslegum samskiptum þeirra við ríkið,“ segir Dagur B. og bendir t.a.m. á að Reykjavík hafi engar tekjur af gistináttagjaldi þegar komi að ferða- mönnum. „Ég tel nauðsynlegt að breyta þessu enda hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélögin veita.“ Sérkennsla nemenda mikilvæg Nýsamþykkt aðgerðaáætlun er í tíu liðum, en sá fyrsti kveður á um að leik- og grunnskólar Reykjavíkur fái aukið fjármagn vegna langtímaveik- inda starfsmanna, sérkennslu og skólaaksturs. Er alls um að ræða um 679 milljónir króna vegna yfirstand- andi hausts. Af þeirri upphæð fara t.a.m. 248 milljónir til sérkennslu. „Þetta er einn viðkvæmasti en mik- ilvægasti þáttur skólastarfsins. Þann- ig má nefna að þau ríki sem standa best að skólamálum í kringum okkur, t.a.m. Finnland, leggja mikið upp úr öflugum stuðningi við börn með sér- þarfir og þá sérstaklega á yngri skóla- stigum,“ segir Skúli Helgason, for- maður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Meira fé verður lagt til hráefnis- kaupa vegna skólamáltíða, en fæðis- gjald verður hækkað í leik- og grunn- skólum um 100 krónur á dag frá og með 1. október. Munu þeir fjármunir fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að auka gæði máltíða. „Síðan er hluta hagræðingar, sem var sett á þennan lið 1. apríl, skilað aftur til baka. Skýringin er sú að við ætluðum að ná verulegum ávinningi með því að fara í útboð á helstu hrá- efnisflokkum, en sú framkvæmd hef- ur tafist,“ segir Skúli og bendir á að um 45 milljónir króna sé að ræða. Munu skólastjórnendur leikskóla í Reykjavík hafa 416 krónur á dag til að ráðstafa í matarinnkaup fyrir hvert barn í stað þeirra 306 króna sem nú eru. „Samsvarandi hækkun verður einnig hjá grunnskólunum,“ segir Skúli, en þar munu stjórnendur hafa 336 krónur á dag fyrir hvern nemanda í stað 224 króna. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir að framlög vegna námsgagna til skap- andi starfs í leikskólum hækki í haust úr 1.800 krónum á hvert barn í 3.000 krónur. Auknu fjármagni, alls 24,8 milljónum króna, verður einnig veitt til faglegs starfs í leikskólum með við- bótarframlögum til undirbúnings- starfa fagfólks sem og ófaglærðra starfsmanna. „Stjórnendur í leikskólum hafa lagt mikla áherslu á þessi atriði, þ.e. að hækka framlög til efniskostnaðar og námsgagna til skapandi starfs í leik- skólum,“ segir Skúli og heldur áfram: „Síðan er mikið gleðiefni að geta stað- ið við samninga varðandi undirbún- ingstíma starfsfólks, bæði faglærðra og ófaglærðra, og þetta er fyrsta skrefið í þeim efnum.“ Auknu fjármagni, eða 60 milljónum króna, verður einnig veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti. „Þeir hafa nokkurt svigrúm og sjálfstæði til að dreifa því á þann hátt sem þeir telja að muni bæta fagstarfið mest,“ segir Skúli. Sjötti liður aðgerðaáætlunar opnar fyrir inntöku barna sem fædd eru í mars og apríl 2015 á leikskóla frá og með áramótum 2017. Nákvæm dag- setning á inntöku mun hins vegar taka mið af plássi og starfsmanna- haldi á viðkomandi leikskóla. „Það er afar mismunandi eftir borgarhlutum og leikskólum. Núna er það að gerast, sem er mjög sjaldgæft, að það er óvenjumikið af lausum plássum í Vesturbænum – þar sem yfirleitt hef- ur verið allt fullt,“ segir Skúli. Átak til að auka nýliðun Greint hefur verið frá því að margir leikskólar í Reykjavík glími nú við mikla manneklu og eru m.a. um 70 stöðugildi ómönnuð. Skúli segir að ráðist verði í sameiginlegt átak með fagfélögum leikskólastarfsfólks um nýliðun og fjölgun leikskólakennara með það fyrir augum að gera starf á leikskólum eftirsóknarverðara. „Við bæði þurfum og viljum auka hlutfall leikskólakennara í starfsliði leikskólanna. Og þurfum að ráðast í átak,“ segir hann og heldur áfram: „Hér er einn flöskuhálsinn sá að veru- lega hefur dregið úr ásókn fólks í kennaranám eftir þær breytingar sem gerðar voru á lengd þess náms.“ Þá verða einnig unnin ný úthlutunarlíkön fyrir leik- og grunn- skóla og frístundamiðstöðvar, en eldri líkön eru að sögn Skúla orðin úrelt. Í áætluninni segir einnig að leik- og grunnskólar þurfi ekki að mæta halla vegna 2015 á árinu 2016. Er þar einn- ig gert ráð fyrir að fjárveiting til skóla- og frístundasviðs hækki vegna kjarasamningsbundinna launahækk- ana um 1 milljarð króna á árinu 2016 og 3,3 milljarða alls frá árinu 2015. Loks er í áætluninni lögð áhersla á bætta upplýsingagjöf, aukna ráðgjöf og stuðning við stjórnendur sem þess óska varðandi fjárhag og rekstur sinna starfsstöðva. „Sviðið fór inn í þetta ár með 670 milljóna króna hagræðingarkröfu. En þessar aðgerðir þýða kláran viðsnún- ing, eða tæplega 920 milljóna króna innspýtingu í málaflokkinn á þessu hausti,“ segir Skúli. Nýr grunnur til framtíðar Dagur B. segir þá áætlun sem kynnt var í gær vera afrakstur funda með m.a. samráðshópum leik- og grunnskólastjóra. „Ég held að þetta sé nýr grunnur til að standa á og síðan verður haldið áfram að byggja upp til framtíðar,“ segir hann. Samþykkt að veita yfir 919 milljónir króna í skólamál  Borgarstjóri kynnti í gær aðgerðaáætlun í leik- og grunnskólum Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Fréttamannafundur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, fóru í gær yfir áætlun um aðgerðir er snúa að leik- og grunnskólum í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að- gerðir meirihluta Samfylk- ingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna, sem kynntar voru í gær, sýni vel hversu óraun- hæfar hagræðingarkröfur þeir hafi gert til leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila. „Með þessu er að stærstum hluta verið að leiðrétta fjár- hagsáætlun. Helstu liðir sem nefndir eru í þessu eru sér- kennsla, langtímaveikindi og skólaakstur. En þessir liðir, eða réttara sagt þjónusta, var ekkert fjármögnuð,“ segir Kjartan. Við vinnslu fjárhagsáætl- unar 2016 bentu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og skóla- stjórar á að ýmsar niðurskurð- artillögur meirihlutans væru óraunhæfar. Þá segir Kjartan að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá m.a. kennurum og skólastjórn- endum hafi meirihlutinn ekki brugðist við fyrr en málið hafi hlotið mikla og endurtekna umfjöllun í fjölmiðlum. Gerðu óraun- hæfar kröfur ÞJÓNUSTAN FJÁRSVELT Kjartan Magnússon Leikskólastjórar í Reykjavík fagna því að borgarstjórn hygg- ist bæta úr slæmu rekstrar- umhverfi leikskólanna. Kemur þetta fram í ályktun sem leik- skólastjórar sendu í gær. „Það er von okkar að fyrir- hugaðar aðgerðir séu byrjun á löngu tímabærum úrbótum í rekstri leikskóla í Reykjavík og fyrstu skref í átt að betri tíð á fyrsta skólastiginu. Þrátt fyrir þessi fyrstu skref teljum við margt í starfsumhverfi leikskóla sem þurfi að skoða og bæta. Það er því von okkar að borgar- stjóri horfi enn lengra fram á veginn og haldi áfram á þessari braut framþróunar og endur- bóta,“ segir m.a. í ályktun. Löngu orðið tímabært LEIKSKÓLASTJÓRAR Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is „Það þarf að huga að leikskólamál- unum til lengri tíma. Skamm- tímalausnir munu ekki leysa málin. Sveitarfélögin, ríkið og stétt- arfélögin verða að fara markvisst í þessi mál og leysa þau til lang- frama,“segir Haraldur Freyr Gíslason formað- ur Félags leik- skólakennara. Skortur á leik- skólakennurum er ekki nýr, segir Haraldur. Það vanti 1.300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lögin um menntun og ráðningu leikskólakenn- ara en þar er kveðið á um að 2/3 starfsfólks sem sér um menntun leikskólabarna eigi að vera með leyf- isbréf til kennslu á leikskólastigi. „Þó vanti 71 stöðugildi í leik- skólum Reykjavíkurborgar þá er það dropi í hafið miðað við hvað vantar marga menntaða leikskóla- kennara sem lögin kveða á um. Fók- usinn ætti að vera á að leysa nýliða- vandann og horfast í augu við stóru myndina. Það verður ekki gert með skyndilausnum eins og nú er verið að gera, nema að menntaðir leik- skólakennarar fylli upp í þessi stöðu- gildi sem nú vantar en ég tel það ólíklegt,“ segir Haraldur. Frá 2011 hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólakennaranáminu, en það þarf meira til að sögn Haraldar. Það hafi verið mikil breyting í sam- félaginu síðustu áratugi því nú séu nánast öll börn á leikskóla og því hefur það skólastig stækkað mjög ört. „Við höfum ekki náð að fjölga leikskólakennurum í takt við þessa þróun. Bráðamönnunarvandinn sem nú kemur upp er algengur á haustin, t.d. þegar ófaglært starfsfólk fer í nám,“ segir Haraldur. Skammtímalausnir leysa ekki málin  „Menn verða að horfast í augu við stóru myndina“ Haraldur Freyr Gíslason Morgunblaðið/Eggert Menntun Leikskólarnir hafa vaxið ört.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.