Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi. Þeir semgerakröfur veljaHéðinshurðir Fáðu tilboð í hurðina Fylltu út helstu upplýsingar á hedinn.is og við sendum þér tilboð um hæl. SVIÐSLJÓS Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ísfisktogarinn Bjartur NK var af- hentur írönskum kaupanda í Reykjavíkurhöfn á mánudaginn. Við það tækifæri fékk hann nýtt nafn, Artur, og því má segja að tveir fyrstu stafirnir hafi verið fjarlægðir í gamla nafninu. Togarinn er skráð- ir í Úlan Bator, höfuðborg Mong- ólíu, en þar mun vera svokölluð hentifánaskráning. Artur lét úr höfn í fyrrakvöld og í framtíðinni mun togarinn stunda veiðar í Persaflóa. Bjartur hefur verið í eigu Síldar- vinnslunnar í Neskaupsstað í liðlega 43 ár. Togarinn kom úr síðustu veiðiferð sinni hér við land sunnu- daginn 20. ágúst. Afli skipsins var 101 tonn og var þorskur uppistaðan. Fiskaði 142 þúsund tonn Bjartur hefur verið mikið afla- skip. Fram kemur í frétt á heima- síðu Síldarvinnslunnar að afli Bjarts á þeim rúmlega 43 árum sem hann hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar sé 142.730 tonn. Ársafli skipsins var mestur árið 1981, eða 4.568 tonn, en alls hefur ársaflinn sjö sinnum farið yfir 4.000 tonn. Minnstur var ársafli skipsins árið 2001, 1.953 tonn, en verulegan hluta þess árs var Bjart- ur í slipp á Akureyri í kjölfar elds- voða um borð. Miðað við núverandi fiskverð áætlar Síldarvinnslan að aflaverðmæti Bjarts á þessu liðlega 43 ára tímabili nemi um 29 millj- örðum króna. Ekkert skip hefur tekið jafn oft þátt í togararalli Haf- rannsóknastofnunar og Bjartur. Í marsmánuði síðastliðnum lauk hann sínu 26. ralli. Bjartur var smíðaður í Niigata í Japan og tók siglingin þaðan til heimahafnar í Neskaupstað 49 sólarhringa, en vegalengdin var um 13.150 sjómílur. Bjartur var einn Japanstogar- anna svokölluðu sem smíðaðir voru fyrir útgerðir víða um land á átt- unda áratug síðustu aldar. Aðdrag- anda þess að tíu skuttogarar voru smíðaðir fyrir Íslendinga í Japan má rekja allt aftur til ársins 1971. Á þeim tíma voru mörg fyrirtæki, sveitarsjóðir og kaupfélög á lands- byggðinni að huga að skipakaupum, enda svokallað skuttogaratímabil þá um það bil að hefja innreið sína. Í árslok 1971 höfðu borist smíða- tilboð víða að úr Evrópu en síðan kom öllum að óvörum tilboð frá skipasmíðastöð í Japan. Það virtist mun hagstæðara en önnur tilboð og því var ákveðið að huga nánar að því. Samkomulag náðist um að smíða sex skip af tíu í Muroran á Hokkaido-eyju, nyrst í Japan, en hin fjögur í bænum Niigata á vesturströndinni. Nú eru aðeins þrír af þessum tíu togurum enn við veiðar hér við land; Múlaberg ÓF í Siglufirði, Ljósafell SU á Fáskrúðsfirði og Páll Pálsson ÍS í Hnífsdal. Japanstogararnir hafa þótt reynast afar vel og í gegn- um tíðina hafa verið gerðar á þeim breytingar og endurbætur. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt við þá skipstjóra sem verið hafa með Bjart frá upphafi og þeir bera skipinu allir vel söguna. Steinþór Hálfdanarson var síðasti skipstjórinn á Bjarti áður en hann hverfur af landi brott. „Bjartur er afar gott sjóskip og fer vel með áhöfn. Miðað við stærð er hann sjó- borg. Það hefur fiskast vel á skipið alla tíð og mönnum hefur líkað vel að vera á því. Margir hafa verið í áhöfninni um áratuga skeið og ekki virst hafa haft nokkurn áhuga á að skipta um pláss. Auðvitað er Bjart- ur barn síns tíma en hann skilaði sínu fram í síðasta túr. Vissulega er endurnýjunar þörf en margir munu sakna Bjarts því hann hefur þjónað okkur einstaklega vel,“ segir Stein- þór. Af Íslandsmiðum í Persaflóa  Togarinn Bjartur NK hefur verið seldur til Íran  Hefur fengið nafnið Artur  Fiskaði fyrir 29 milljarða á 43 árum  Var einn Japanstogaranna tíu  Nú eru aðeins þrír togararanna eftir Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Skipt um nafn Nýtt nafn var málað á Bjart í Reykjavíkurhöfn. Það hefði reyndar nægt að mála yfir tvo fyrstu stafina. Matvælastofnun hefur staðfest að smitsjúkdómurinn orf hefur greinst í nokkrum hreindýrum á yfirstand- andi veiðitímabili. Orf, sem er einnig nefnt smitandi munnangur, kinda- bóla eða sláturbóla, er veirusýking sem er landlæg í sauðfé um allt Austurland og hefur verið í áratugi. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun hafði Náttúrustofa Austurlands samband við stofnunina vegna gruns um orf í hreindýrum en það var leiðsögumaður með hrein- dýraveiðum hjá Umhverfisstofnun sem varð var við smitið. Sýni voru tekin og send á Tilraunastöð Há- skóla Íslands í meinafræði að Keld- um þar sem greining fór fram. Orf veldur ekki miklum vandræð- um nema það berist á júgur hreinkúa meðan þær mjólka mest. Þá verða helstu áhrifin á hjörðina þau að kálf- ar gætu verið í minna lagi, en það fer eftir aldri kálfanna þegar kýrin smit- ast. Sýkingin gengur þó yfir á nokkr- um vikum. Orf getur borist í fólk og veldur þá stundum vondum sýking- um, einkum á fingrum. Matvæla- stofnun telur því fulla ástæðu til þess að vara veiðimenn við og minna á að snerta aldrei hrúður með berum höndum. erla@mbl.is Morgunblaðið/RAX Smit Veirusýkingin orf hefur greinst í nokkrum hreindýrum á veiði- tímabilinu sem nú stendur yfir. Sýkingin gengur þó yfir á nokkrum vikum. Orf greinist í hrein- dýrum hér á landi  Veiðimenn snerti ekki hrúður Hugmyndir um fljótandi hótel í Reykjavíkurhöfn voru kynntar Faxaflóahöfnum fyrr á þessu ári. Það var fyrirtækið Flostel sem kynnti áætlanir sínar um að festa kaup á Bjarti NK og breyta togaranum í fljótandi gistiheimili. Forsvarsmenn Flostels sáu fyrir sér að tæplega 30 gisti- rými yrðu í skipinu og veitinga- staður á dekki. Þá yrði gallerí í lest skipsins og bar í brúnni. Hugmyndin var að skipið myndi liggja við bryggju úti á Granda. Erindi Flostels var hafnað af stjórn Faxaflóahafna en til greina kom að finna skipinu annan stað. Af því varð ekki og Bjartur er nú á leið til Írans. Bjartur varð ekki hótel FAXAFLÓAHAFNIR Ljósmynd/Síldarvinnslan Kveðjusigling Bjartur NK sigldi um Norðfjörð áður en hann hélt til Reykja- víkur.Togarinn hefur þjónað Norðfirðingum vel og margir munu sakna hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.