Morgunblaðið - 16.09.2016, Page 29

Morgunblaðið - 16.09.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Orð þín og verk hafa vakið athygli og þeir eru margir sem vilja feta í fótspor þín. Reyndu frekar að vinna svo að þeir geti ekki annað en viðurkennt þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hreint ekki gefið að þínir nán- ustu skilji alltaf hvað fyrir þér vakir. Skoðaðu vináttu þína og annarra að þessu sinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Fólk þegir vandlegar yfir fjármálum sínum en kynlífi. Í augnablikinu reka hugsanirnar lestina á eftir aðgerðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú vilt að aðrir taki þig alvarlega þá þarft þú að vanda mál þitt og umfram allt sýna öðrum tillitssemi. Gættu þess umfram allt að vanda framkomu þína í orði og á borði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sjálfstraust byggist upp lið fyrir lið, en getur hrunið í einni svipan. Sýndu samt fyrir- hyggju. Nú væri upplagt að undirbúa boð fyrir vinina um helgina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér séu allir vegir færir þarft þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Láttu hann samt ekki taka öll völdin í sínar hendur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu takmarkanir sem felast í aðstöðu þinni sem vind um eyrun þjóta. Hugmyndir að innanhússhönnun og innkaup fyrir hreiðrið höfða til þín. Reyndu að sýna þolinmæði og hafa hægt um þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu þér hægt í því að fitja upp á nýjum hlutum í dag og gakktu heldur frá öll- um lausum endum. En það gæti líka verið að þú komir með þessa góðu hugmynd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Umræðuefnið sem þú bryddar upp á á eftir að hafa mikil áhrif á það sem gerist. Að vera nálægt einhverjum hjartfólgn- um spillir ekki fyrir. Segðu frekar nei. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum er betra að breiða út faðminn og stundum að krossleggja hand- leggina og huga að eigin innri manni. Vilji fólk að þú vitir eitthvað mun það sjá um það sjálft. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Árangurinn er sumum allt en sjálf- um finnst þér mestu varða hvernig þeim ár- angri er náð. Gefðu þér tíma til að leika þér. Aðrir fá hana til þess að vilja stjórna öllu og í smæstu atriðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugsun þín er skýr í dag, einkum um skattamál, skuldir og tekjur og önnur fjármál. Deildu með tveimur í allt sem það segir og trúðu líklegri helmingnum af sögunum. Garðyrkjubóndinn Ólafur Stef-ánsson er farinn að búa sig undir veturinn: Þegar tekur sumri heitu að halla við hrökkvum upp við fyrsta norðanhvell. Þá virkjum góða vetrarsiði alla, svo viðbúin í kulda, snjó og svell. Við könnum verð á nýjum negldum dekkjum nálgumst frostlög fyrir kælitank. Og á stéttar salt er haft í sekkjum, en sækjum fagmann, heyrist ofna- bank. Við hreinsum rennur, hrúgum laufi saman, hyljum lauka, gerum rósum skjól. Á haustin þykir hirðufólki gaman að hafa allt í standi er nálgast jól. Hvort snjói eða snjóleysi er í vændum, er snjallt að vera búinn fyrir allt. Því sannast er að búnast helst þeim bændum, sem boðorð gamalt hafa: „Skalt, þú skalt!“ Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. sendi mér tvær stökur sem Heið- rekur Guðmundsson skáld orti: Skuldir mínar aukast enn, af þeim vandi stafar, fjöldi víxla en fáir menn, fylgja mér til grafar. Skáldin og hagyrðingarnir á Akureyri höfðu gaman af að kasta vísum á milli sín. Rósberg G. Snæ- dal bætti við Ekki var hans líkfylgd löng, lýður um það brigslar, hér og þar í hálfa stöng, héngu fallnir víxlar. Ekki hefur legið vel á Heiðreki þegar hann orti: Það er kalt í þessum heimi, þar er valtur sess. Lífið allt er öfugstreymi ungur galt ég þess. Varla hitti maður Bjarna úrsmið frá Gröf svo á götu, að hann færi ekki með vísu, – sem hann jafnvel orti í þeim töluðum orðum. Ein- hvern tíma sagði hann: Ég er ekki alveg snauður, allt þó vanti mig. Fátæktin er einnig auður út af fyrir sig. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Halldór Blöndal Vísnahorn Fyrirhyggja á hausti og fallnir víxlar Í klípu „ÞETTA ER AÐ VERSNA. ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA STÓRT RÁNDÝR LÍTA Á ÞETTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG MYNDI EKKI ÞEKKJA „MARK“ ÞÓTT ÞAÐ STÆÐI FYRIR FRAMAN MIG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara saman í ræktina. HOLA Í HÖGGI! ELDIVIÐURINN ER Á ÞROTUM! AÐ SJÁLFSÖGÐU ! HJÁLPAÐU MÉR NÚ AÐEINS! ÉG STEND EKKI AÐGERÐALAUS HJÁ... ...MEÐAN KONAN MÍN NÆR Í HLASS AF ELDIVIÐI! Almennt er mikið um að vera umhelgar og nýliðin helgi var eng- in undantekning. Þá komu 10 út- lendingar til landsins til þess að hjóla í Reykjavík sl. sunnudag. Borgaryfirvöld brugðust við og lok- uðu öllum helstu umferðaræðum svo menn gætu hjólað áhyggjulausir á götum borgarinnar. Einum kapp- anum brá og slasaðist hann fyrir framan pylsuvagn í miðborginni, þar sem engin var umferðin. x x x Nokkrir frambjóðendur unnuglæsta sigra um helgina. Sumir miðlar voru þó uppteknari af þeim sem töpuðu og fannst að þeim vegið. Merkilegast þótti Víkverja að sjá viðbrögð fólks, sem ekki er þekkt fyrir að styðja sjálfstæðismenn til góðra verka, vegna slaks gengis nokkurra þingkvenna í prófkjörum sjálfstæðismanna. Í prófkjörum eru allir jafnir og þeir bestu kjörnir, burtséð frá hára- og augnalit, hæð, þyngd og kyni. Þeir sem vilja öllu ráða láta kjósa þar til þeim hugnast listinn og svo eru til þeir, sem eru raunar í útrýmingarhættu, sem færa fólk til eftir prófkjör og raða því eftir aldri og kyni. x x x Um helgina var maður handtekinnþar sem hann svaf undir stýri á öfugri akrein. Ökumaðurinn á sér hugsanlega þær málsbætur að ómögulegt var að fylgjast með lok- un gatna í borginni og hann gæti því hafa haldið að hann væri einn í heiminum og gæti sofið hvar sem væri. x x x Háskólanemar eru gjarnan gleð-innar menn og í gærkvöldi hófst Októberfest Stúdentaráðs Há- skóla Íslands á lóðinni framan við aðalbyggingu Háskólans. Stúdenta- ráð veit að fenginni reynslu að þögnin er ekki aðalsmerki svona há- tíðar. Því var bréfi dreift í hús í ná- grenninu um liðna helgi þar sem íbúar voru varaðir við hávaða sem gæti borist til nærliggjandi húsa vegna skemmtunarinnar. Í bréfinu baðst Stúdentaráð afsökunar á hugsanlegum óþægindum. Vel gert hjá stúdentum, góða skemmtun og ekkert að afsaka. víkverji@mbl.is Víkverji Guði er enginn hlutur um megn. (Lk. 1.37) Hægt er að sækja um ámbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenna umsókn og tiltaka sölufulltrúi eða markaðsfulltrúi þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Árvakur leitar að öflugum sölu- og markaðsfulltrúum. Viðkomandi einstaklingar þurfa að vera skapandi og hugmyndaríkir, geta starfað sjálfstætt, hafa frumkvæði, söluhæfileika og trausta framkomu. Reynsla er alltaf kostur. Nánari upplýsingar gefur Silja Jóhannesdóttir í síma 569-1170 eða með tölvupósti á netfangið siljaj@mbl.is mbl.is óskast til starfa Sölu- og markaðsfulltrúi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.