Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 BLÖNDUNAR- TÆKJADAGAR Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is SÉR VERÐ Sturtuhaus 6.500 kr. Verð áður: 9.337 kr. SPRING SÉR VERÐ Handlaugartæki með lyftitappa 9.900 kr. Ath. eldri gerð Mora Cera 20%afsláttur 16. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.36 114.9 114.63 Sterlingspund 151.26 152.0 151.63 Kanadadalur 86.65 87.15 86.9 Dönsk króna 17.257 17.357 17.307 Norsk króna 13.869 13.951 13.91 Sænsk króna 13.458 13.536 13.497 Svissn. franki 117.41 118.07 117.74 Japanskt jen 1.116 1.1226 1.1193 SDR 160.05 161.01 160.53 Evra 128.49 129.21 128.85 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.4474 Hrávöruverð Gull 1320.1 ($/únsa) Ál 1552.5 ($/tonn) LME Hráolía 47.33 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður af rekstri samstæðu Brims á síðasta ári nam 629,5 millj- ónum króna sam- kvæmt ársreikningi Brims og dóttur- félags þess, Arctic Prime Production A/S. Hér er um töluverðan við- snúning að ræða frá árinu á undan þegar tap upp á rúma 2,5 milljarða króna var bókfært. Tapið árið 2014 skýrist þó af 2,7 milljarða gjaldfærslu vegna gengisdóms sem féll á því ári. Rekstrartekjur félagsins voru 9,8 milljarðar króna og jukust um 1,2 millj- arða milli ára. Framlegð samstæðunnar eykst verulega, var rúmir 2,6 milljarðar á síðasta árin en rúmir 1,2 milljarðar 2014. Eignir félagsins námu 31,3 millj- örðum króna í árslok 2015 og var eigin- fjárhlutfall 38%. Brim hagnast um tæpar 630 milljónir króna Brim Guðmundur í Nesi RE13. STUTT BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Þeir ellefu lífeyrissjóðir, auk fjög- urra annarra fjárfesta, sem lögðu fé í fagfjárfestasjóðinn Arev N II munu tapa yfir hálfum milljarði króna á fjárfestingu sjóðsins í Du- champ, tískuverslun í miðborg Lundúna, sem auk þess rak versl- un á netinu. Duchamp var veitt greiðslustöðvun í byrjun júlí í Bretlandi. Hefur dómskipaður lög- maður unnið að því síðan að selja eignir fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var vefslóð fyrirtækisins seld nýlega til fyrrverandi forstjóra Duchamp, eða félags á hans vegum, auk þess sem hann keypti vörumerkið. Keyptu félagið í mars 2015 Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í byrjun júní síðast liðins réðst Arev N II í fjárfestinguna í Duchamp í mars 2015 og var selj- andinn Földungur, félag í eigu slitabús Glitnis. Kaupverðið var 2 milljónir punda eða ríflega 400 milljónir króna á gengi í mars. Fyrirkomu- lag fjárfestinga Arev N II var, eins og jafnan er um sjóði af sambæri- legum toga, að fjárfestingaráð ákvarðar fjárfestingu en ráðgjaf- aráð leitar að og metur fjárfest- ingakosti. Í ráðgjafaráði sátu fulltrúar þeirra lífeyrissjóða sem fjárfest höfðu í Arev N II. Fjárfesting í Duchamp töpuð Heimildir Morgunblaðsins herma að í framhaldi af því að skipt var um stjórn í sjóðnum og eignastýringarsamningi við Arev verðbréf var sagt upp, þann 26. maí síðast liðinn, hafi nýrri stjórn orðið ljóst að rekstur Duchamp ætti sér vart viðreisnar von, auk þess sem sjóðurinn hafði þá þegar lánað til félagsins og þannig aukið áhættu sína af rekstri Duchamp. Eins og áður segir er fjárfesting Arev N II í Duchamp nú talin töp- uð og það fé sem lánað var sömu- leiðis. Fjárhagsleg áhrif þess nema yfir 500 milljónum króna. Líkt og greint var frá í frétt Við- skiptaMoggans í gær féll Arev N II frá skuldbindandi kauptilboði í 65% hlutabréfa í Múrbúðinni. Sá samningur hafði komist á í tíð fyrri stjórnar sjóðsins. Forsendur brostnar Þegar nýir forsvarsmenn sjóðs- ins gerðu sér grein fyrir að for- sendur fyrir rekstri hans voru brostnar, sem tilkomið var vegna vanhalda á innborgun hlutafjár í samræmi við áskrift félaga tengdra forsvarsmanni Arev verð- bréfa, ákvað stjórn sjóðsins að draga sig til baka úr kaupum á Múrbúðinni og semja við seljand- ann um bætur vegna samnings- rofsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur náðst sátt um þær. Afdrif fjárfestingar í Duchamp mun jafnframt hafa leitt til þessa. Lífeyrissjóðir tapa hundruð- um milljóna á Duchamp Verslun Duchamp Fjárfestar hafa nú tapað hlutafé og því sem félaginu var lánað frá því eigendaskiptin urðu. Arev N II » Sjóðurinn var framtakssjóður (e. private equity fund). » Sjóðurinn var stofnaður 2014. » Sjóðnum var ætlað að fjár- festa í smærri verslunar- fyrirtækjum. » Fjárfestingin í Duchamp var sú fyrsta og eina. » Unnið hafði verið að kaupum í Múrbúðinni en sjóðurinn dró sig út úr þeim viðskiptum.  Verslunin í greiðslustöðvun og lítil von um endurheimt  Hlutafé og lán töpuð Allir sem vinna fyrir Landsvirkjun, með beinum eða óbeinum hætti, eiga að njóta réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga, segir Hörðu Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, en stjórn félagsins sam- þykkti í lok ágúst að tekin yrði upp svokölluð keðjuábyrgð í stærri sem smærri samningum fyrirtækisins. „Við erum að innleiða þetta ákvæði um ábyrgð í alla okkar samn- inga og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða stóra verksamninga eða smærri þjónustusamninga,“ segir Hörður en ábyrgðarákvæði tryggir Landsvirkjun ákveðna eftirlits- heimild. „Landsvirkjun er fyrst og fremst að skapa sér úrræði ef kemur upp grunur um brot á lög- eða kjara- samningsbundnum rétti starfs- manna. Áður fyrr höfðum við kannski eingöngu það úrræði að rifta samningi og oft er það hreinlega ekki hægt en núna getum við gripið til sektarákvæða. Þá tryggir þetta okk- ur betri rétt til upplýsinga sem oft getur verið torvelt að fá.“ Hörður tekur það sérstaklega fram að starfsmannamál séu al- mennt í góðu horfi hjá bæði verktök- um og undirverktökum Landsvirkj- unar. „Þetta er forvarnaraðgerð, miklu frekar en tilraun til að koma í veg fyrir eitthvert tiltekið vandamál. Við höfum verið í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna og okkar verktaka en þeir hafa haft mikinn metnað til að þetta sé ekki vanda- mál.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttindi Landsvirkjun gerir ríkar kröfur um réttindi starfsmanna. Setja reglur um keðjuábyrgð  Landsvirkjun tek- ur upp ábyrgðar- ákvæði í samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.