Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI WOW AIR „Gæta þarf að því að eyðileggja ekki ímynd Íslands með skammtímahugsun. Hægt er að virkja hreina ímynd Íslands og íslenskrar orku án þess að ganga frekar á auðlindir landsins. Ein leið til þess er að hlúa að vörumerkinu Íslandi og CHARGE er frábær vettvangur til að hefja umræðuna.” HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR „Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli hagsmuni af því að tengja vörumerki sín við sjálfbæra nýtingu auðlinda – tenging við hreina og endurnýjanle- ga íslenska orku getur styrkt fyrirtæ- ki í markaðssetningu og gefur ráðstefnan færi á að kynna sér tækifæri í þessum efnum.“ UMSAGNIR UM CHARGE, FYRSTU RÁÐSTEFNU SINNAR TEGUNDAR Í HEIMINUM: HARPA, 19. – 20. SEPTEMBER Þorgeir Baldursson Akureyri Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við Skautahöllina á Akureyri í sumar, en þar hefur verið skipt um kæliplötu svellsins. Að sögn Jóns Benedikts Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Skautahallarinnar, var skipt um plötuna, hún var söguð niður og fjarlægð þar sem hún var orðin kúpt og munur á hæsta og lægsta punkti hennar var á milli 13 og 14 sentímetrar. Grafa þurfti niður á um þrjá og hálfan metra, skipta um jarðveg og einangra upp á nýtt. Þá var snjó- bræðslukerfi lagt, nýr rammi utan um kæliplötuna smíðaður og síðan var ný plata steypt. Auk þessa stendur til að byggja félagsheimili og æfingaaðstöðu fyrir iðkendur Skautafélags Akureyrar en það var ekki gert núna. Þessi að- staða hefur verið teiknuð upp og sagði Jón að vonir stæðu til þess að hún yrði byggð í næsta áfanga Áformað er að fyrsti leikurinn á nýju svelli verði leikinn 24. septem- ber. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Skautasvellið á Akureyri Miklar framkvæmdir hafa verið þar, þeim er nú að ljúka og fyrsti leikurinn verður leikinn á nýja svellinu 24. september. Nýtt svell nyrðra  Miklar framkvæmdir í Skautahöll- inni  Nýtt félagsheimili fyrirhugað Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Betri vegir, bætt upplýsingagjöf og örugg fjarskipti ráða því að nú er minni þörf en áður á neyðarskýlum á vegum björgunarsveitanna eins og eru víða um land. „Við stefnum að því að fækka þessum húsum. Höfum reyndar nokkuð unnið að því á undan- förnum árum því forsendur fyrir því að halda þeim uppi eru gjör- breyttar frá því sem var,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Morgun- blaðið. Verða fjarlægð og öðrum breytt Neyðarskýlin eru nú alls 40 tals- ins. Til stendur að fjarlægja nokkur en breyta tilgangi annarra í samráði við landeigendur, svo sem í gangna- mannakofa, veiðihús og til varð- veislu vegna sögulegs gildis. Þegar því er lokið standa eftir 27 skýli sem áfram munu geta þjónað fólki í neyð. Eru þau meðal annars á Horn- ströndum, á Austfjörðum og við suð- urströndina. Fyrr á árum var fjölda björgunar- skýla komið upp á fjallvegum, í eyði- byggðum og á öræfum á vegum Slysavarnafélags Íslands sem þá var. Mörg hafa verið tekin ofan á síð- ustu árum. „Sjónarmiðin varðandi skýlin eru mörg. Sumir telja þau enn þurfa að standa í öryggisskyni en aðrir benda á að þörfin fyrir þau hafi minnkað verulega, m.a. vegna mun betri vegaþjónustu og aðgengilegri upp- lýsinga um veður og færð á vegum. Þá hefur einnig verið bent á slæma umgengni í skýlunum og að ferða- menn – Íslendingar sem útlendingar – nýti sér þau sem almenna gistiað- stöðu,“ segir Jón Svanberg. Hann bætir við að fyrr á tíð hafi tíðkast að í skýlunum væru til dæmis skjól- klæði, þurrmatur, fjarskiptatæki og slíkt en margt af því hafi ekki verið endurnýjað til fjölda ára því að ekki hafi lengur verið talin þörf fyrir þennan búnað. Áfram skýli við ströndina Blaðamaður Morgunblaðsins átti leið um sunnanverða Vestfirði á dög- unum og kom þá við í skýlinu á Klettshálsi í Austur-Barðastrand- arsýslu. Aðkoman þar var fremur ruslaraleg, eins og myndin með þessari frétt sýnir. Sama má segja um skýlið við veginn um Kaldadal í Borgarfirði, bárujárnsklæddan kofa sem er kominn til ára sinna. „Tímarnir og aðstæðurnar hafa breyst verulega frá því að neyðar- skýlin voru sett upp fyrir margt löngu. Nú þegar allir eru komnir með síma á fólk sem er í vanda statt auðvelt með að gera viðvart og kalla eftir aðstoð og þarf því tæpast á neyðarskýli að halda. Það felst líka ákveðin mótsögn í því að halda úti neyðarskýlum við þjóðvegi enda hvetjum við fólk sem er í vanda til að halda jafnan kyrru fyrir í bílum sín- um. Við aðrar aðstæður gilda önnur sjónarmið, svo sem við ströndina þangað sem hraktir sjófarendur og göngufólk gætu leitað og þar verða áfram skýli á völdum stöðum,“ segir Jón Svanberg. Neyðarskýlum fækkað  Neyðarskýli björgunarsveitanna úr 40 í 27  Mótsögn og breyttar forsendur  Gistiaðstaða ferðamanna í óleyfi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Neyðarskýli Þetta hús stendur við Kaldadalsveg í Borgarfirði, sem áður var torfær fjallvegur en er nú í þjóðbraut svo þörfin er minni en áður. Jón Svanberg Hjartarson Hjallaháls Gömul fjarskiptatæki í skýli vestra. Rusl er hér áberandi. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Sveitarstjórn Rangársþings eystra hefur veitt leyfi til að sett verði upp 7,7 metra há vindmylla við jörðina Smáratún í Fljótshlíð. Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljóts- hlíðar, sótti um leyfið, en hótelið stendur á jörðinni. „Verkefnið er á al- gjöru frumstigi og er hluti af okkar sjálfbæru stefnu,“ segir Arndís Soffía. Vindmyllan mun geta fram- leitt allt að 3KW og verður orkan nýtt inn á hitatúpu sem annar kyndingu fyrir hótelbyggingu á jörðinni. 14 herbergi auk tveggja stórra veit- ingastaða eru á hótelinu. „Hótelið er með Svansvottun og í því ferli urðu til miklar upplýsingar og mælingar sem ég og Elísabet B. Lárusdóttir höfum notað og byggjum ráðgjöf okkar og rannsóknarvinnu á,“ segir Arndís Soffía, sem þorir þó ekki að fullyrða að vindmyllan muni ná að anna kyndingu fyrir alla starfsemi hótelsins. „Hótelið er á köldu svæði sem þýð- ir að við tilheyrum 10% þjóðarinnar sem búa ekki við heitt vatn og það er gríðarlegur rafmagnskostnaður sem fer í kyndingu. Það er því til mikils að vinna, þegar verið er að auka sjálf- bærni, að minnka orkukostnað og geta framleitt orku sjálf. Von- andi nær vind- myllan að minnka kostnaðinn um- talsvert.“ Arndís segir að þó svo að leyfið sé komið sé verk- efnið á algjöru byrjunarstigi. „Þetta er tíma- bundið tilraunaverkefni sem okkur langar að ýta úr vör. Við rennum svo- lítið blint í sjóinn og vitum ekki hversu mikilli orku vindmyllan mun anna, en við komum til með að semja við þá aðila sem vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur og það er verið að vinna að því núna.“ Lítil vindmylla hefur nú þegar ver- ið sett upp í gripahúsi við Smáratún, býlið næst hótelinu. „Vindmyllan er nýtt fyrir lýsingu og hefur reynst okkur afar vel. En nú erum við að fara að stíga stærri skref og það verð- ur fróðlegt að vita hversu mikilli raf- orku vindmyllan getur annað og hvað þetta mun geta aukið sjálfbærni mik- ið.“ Arndís Soffía segir þó ekki tíma- bært að greina frá samstarfsaðilum á þessu stigi málsins en vonast til að verkefnið fari fljótlega af stað og vindmyllan rísi fyrir lok þessa árs. Sjálfbærni Ef allt gengur að óskum mun vindmyllan rísa fyrir lok þessa árs. Vindmylla rís við Hótel Fljótshlíð  Tilraunaverkefni á frumstigi Arndís Soffía Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.