Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 ✝ Kristján MárÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 3. janúar 1952. Hann lést á heimili sínu að Sólheimum í Grímsnesi 3. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Ásdís Krist- jánsdóttir, f. 24. júlí 1929, d. 24. febrúar 2016, og Ólafur Haukur Ólafsson, f. 19. febrúar 1930, d. 29. apríl 1989. Systkin Kristjáns eru: 1) Ólafur Haukur, f. 1949, maki Sigurbjörg H. Gröndal, f. 1957. 2) Einar Benedikt, f. 1950, d. 1990. 3) Ásdís Katrín, f. 1956, maki Pål Oliver Borgen, f. 1959. 4) Sigríður Edda, f. 1959, maki Magnús Jón Sigurðsson, f. 1957. Kristján flutti með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar 1958 en vegna aðstæðna flutti hann til Ís- lands aftur síðla 1959. Bjó hann þá hjá föðurforeldrum sínum á Reynimeln- um í Reykjavík um tveggja ára skeið eða þar til hann fluttist að Sólheim- um í Grímsnesi Á Sólheimum bjó hann og starfaði alla tíð síðan og sinnti þar hinum ýmsu störfum. Lengst af starfaði hann þó við garð- yrkju hjá skógræktarstöðinni Ölri. Útför Kristjáns fer fram frá Sólheimakirkju í dag, 16. sept- ember 2016, klukkan 15. Nú hefur elskulegur bróðir okkar, Diddi, kvatt þennan heim og er farinn til mömmu, pabba og Einars bróður. Mikið höfum við systkinin verið heppin að eiga hann sem bróður. Hann gerði okkur að betri mann- eskjum. Diddi var alltaf jákvæður, léttur í lund og gerði allt með bros á vör. Hann hafði einstaklega gaman af því að segja sögur sem voru oft mis mikið spunnar. En hvað gerði það svo sem til. Diddi þekkti marga og átti marga vini. Hann talaði við alla sem jafningja og skipti þá einu hvort viðmælandinn var forseti Ís- lands eða einhver annar. Diddi var örugglega sprækast- ur okkar systkinanna, stundaði ýmsar íþróttir, tók meðal annars þátt í norrænni trimmlandskeppni fyrir fatlaða. Hann fylgdist með enska boltanum og var einlægur stuðningsmaður Arsenal. Eitt verkefni sem honum þótti ekki leiðinlegt var að hjálpa til við upp- hitunina fyrir kvennahlaupin á Sólheimum. Áhugamálin voru mörg enda forvitinn að eðlisfari. Tók þátt í bæði tónlistar og leiklistarstarfi á Sólheimum. Honum þótt líka ákaf- lega gaman að ferðast bæði innan- lands og erlendis. Það sem stóð honum þó næst var skátastarfið á Sólheimum. Hann var einn af stofnfélögum skátafélagsins þar og ferðaðist víða með þeim meðal annars á heimsmót skáta, bæði í Ástralíu og Bretlandi. Sólheimar voru heimili hans og vinnustaður í meira en 50 ár og voru ekki bara stór hluti af hans lífi heldur allrar fjölskyldunnar. Hann átti samt alltaf samastað hjá fjölskyldunni í Reykjavík og lét sig sjaldan vanta á stórhátíðum og tyllidögum. Við systkinin þökkum Didda samfylgdina og margar góðar minningar með eftirfarandi ljóði pabba. Það er niðadimm nótt, og næturhúmið breiðir hrafnsvarta blæju blítt á rúmið. Ó, sofðu, vinur, sofðu rótt minn söngur vefur blíðu og birtu um lítið barn, er sefur. Eftir örðugan dag með ærsl og læti, eftir gaman og gleði, grát og kæti, þér færir svefninn frið og kyrrð faðmi sínum, og opnar draumanna dýrðir drengnum mínum. (Ólafur Haukur Ólafsson) Sofðu rótt, elsku Diddi. Ólafur Haukur, Ásdís Katrín, Sigríður Edda. Kveðja frá íbúum Sólheima Í dag kveðjum við vin okkar Kristján Má, einstakan mann sem verið hefur stór hluti af samfélagi okkar í rétt um 50 ár. Stjáni var skáti nr. 1 á Sólheim- um, það skipti ekki máli hvort Stjáni var á landsmóti á Úlfljóts- vatni, á alheimsmóti í Ástralíu eða á skátafundi á Sólheimum, Stjáni var aðalmaðurinn. Skátastarfið var honum mikilvægt og tók hann það alvarlega. Við sem tökum þátt í skátastarfi lærum þar í gegnum starfið það sem Stjána var eðlis- lægt, vinarþel, æðruleysi, hjálp- semi, stuðning, gleði, sköpun og söng. Okkur sem fengum að vera með í Ástralíu á alheimsskátamóti með Stjána og að vera með í öllu öðru skátastarfinu kenndi hann með orðum, gjörðum og með sín- um einstaka hlátri það fallegasta sem í skátastarfinu er að finna. Það er ekki margt sem Stjáni prófaði ekki að vinna við á Sól- heimum í gegnum tíðina. Lengi var Stjáni í viðhaldinu, titlaði sig smið og var alls ófeiminn við að stjórna stærri sem minni verkefn- um. Á sinn fallega hátt gekk hann til verka hvar sem hann taldi þörf á, hvort sem það var – óumbeðið – að panta hrökkbrauð í slíku magni hjá heildverslun í Reykjavík að það dugði í ein sex ár, halda ræður sem hann gerði frábærlega við öll möguleg tækifæri eða að stjórna botsíaæfingu í íþróttaleikhúsinu. Stjáni var formaður Gnýs, ung- mennafélags á Sólheimum, um árabil, sótti fyrir okkar hönd for- mannafundi og allt annað sem þar þurfti og var ævinlega ófeiminn við að koma með góðar ábendingar á sinn einlæga og fallega hátt. Virkur í leikfélagi Sólheima alla sína tíð, tók þátt í fjöld leikrita og átti ógleymanleg hlutverk. Ávallt var Stjáni hrókur alls fagnaðar og ekki dró úr þegar far- ið var utan, fjörið, stemmingin og gleðin sem ávallt var í kringum Stjána var einstök. Sögumaður var Stjáni góður og dró ekki af sér þegar það átti við. Stjáni var vinur okkar og hann varð vinur þeirra sem fengu tæki- færi til að kynnast honum, hann var einfaldlega þeirrar gerðar. Ég kveð í dag einlægan og fal- legan dreng sem var sannur og fal- legur vinur minn, konu minnar og barna. Fyrir hönd okkar íbúa Sól- heima votta ég aðstandendum innilega samúð. Guðmundur Ármann Pétursson. Það var um þetta sama leyti, haustið 1985, að ég hitti Kristján Má fyrst – eða Stjána eins og hann var alltaf kallaður. Þá var ég ný- ráðinn til starfa á Sólheimum og var í bíl með Guðjóni Sigmunds- syni, Gauja litla. Lítil ferðataska í aftursætinu með mínum föggum og fiðrildi í maganum. Við rennd- um niður heimtröðina áleiðis að Sólheimahúsi og staðnæmdumst hjá skeggjuðum náunga sem sat á hestbaki við gatnamótin og fylgd- ist með umferð manna og dýra. Við stigum út úr bílnum og Gaui kynnti mig. Ég tók í höndina á reiðmanninum, sem kynnti sig eitthvað á þessa leið: „Ég heiti Kristján og sé um búskapinn hér á Sólheimum, já vinur minn og vel- kominn!“ Þessi fyrsta snerting mín við staðinn lofaði góðu og ég hugsaði með mér að það hefði kannski bara ekki verið svo galið að slá til og flytja að Sólheimum. Ég minnist þess að ég fékk það stundum á tilfinninguna að Stjáni hefði verið sérstaklega settur í það verkefni að hafa auga með mér, leiðbeina mér og bera hag minn fyrir brjósti. Það var notaleg til- finning í þessu nýja umhverfi að eignast svona fljótt góðan vin sem var ekki aðeins reiðubúinn að veita leiðsögn um svæðið og starfsem- ina heldur gat hann átt það til að veita manni heimspekilega leið- sögn um eitt og annað, alveg óum- beðinn. Það voru ekki liðnir margir dag- ar frá því að ég flutti austur þar til ég var að fullu aðlagaður og inn- múraður í samfélagið og þá var tekið til óspilltra málanna við að hrinda alls kyns ævintýrum í framkvæmd. Ég, Gaui, Stjáni og Siggi Gísla mynduðum fljótlega harðkjarna- klíku sem var oftar en ekki pott- urinn og pannan í því sem brallað var hverju sinni. Við opnuðum kaffihús í gömlum bragga, sem mæltist vel fyrir og var jafnan fjöl- sótt á kvöldin enda margir iðnað- armenn á svæðinu á þessum tíma sem störfuðu meðal annars við byggingu íþróttaleikhússins. Við stofnuðum skátafélag strax í októ- ber þetta haust, fyrsta útilegan var farin í nóvember og við mætt- um með myndarlegan hóp strax á næsta landsmót skáta sem fram fór í Viðey sumarið 1986. Skátaævintýrin eru eftirminni- leg frá þessum tíma og vafðist fátt fyrir okkur í þeim efnum. Við Stjáni, Gaui og Gulla vorum fulltrúar Skátafélags Sólheima á alheimsmóti skáta í Ástralíu 1987- 1988 og fleira skemmtilegt þarf að rifja upp frá þessum tíma við betra tækifæri. Það var ein mín mesta gæfa í líf- inu að taka þátt í samfélaginu á Sólheimum og hafa tengslin við heimilisfólkið aldrei rofnað þótt stundum hafi liðið nokkuð á milli heimsókna. Þau tengsl hafa verið mér afar dýrmæt og að öðrum ólöstuðum hefur vinátta Stjána vegið þar þungt og ekki síst hvern- ig hann hefur verið mér fyrirmynd um svo margt. Í nærveru hans var maður stöðugt minntur á að það er hægt að velja sér afstöðu til þeirra viðfangsefna sem við tökumst á við í daglegu lífi. Afstaða Stjána var alltaf sú að vera jákvæður og nálg- ast alla hluti með bros á vör, ég held að það sé góð afstaða. Með skátakveðju, Guðmundur Pálsson. Í dag kveðjum við kæran vin, Kristján Má eða Stjána á Sólheim- um. Ég hef klippt strákana á Sól- heimum í rúma tvo áratugi og allt- af fundið fyrir mikilli vináttu og má segja án þess að á nokkurn sé hallað að Stjáni sé þar einna fremstur. Alltaf tekið á móti manni með gleði og hjartahlýju, Kjartan minn, vinur minn. Stjáni gaf mér stundum í nefið og sagði svo af ákefð alls kyns sögur af hjartans lyst. Gegnheil vinátta hvenær sem við hittumst og alltaf glaður, mér þótti svo óendanlega vænt um Stjána. Arsenal-menn vorum við báðir og eitt sinn er ég var á ferð í London keypti ég fyrir hann Arsenalbúning og það sem minn maður var ánægður og klæddist treyjunni mjög oft. Heilsu Stjána hafði hrakað mjög síðustu tvö árin en alltaf kom brosið í gegn hvað sem á bjátaði. Ég heimsótti hann á spítala í Reykjavík til að klippa hann eins og góðum vini sæmir. Ég votta aðstandendum Stjána samúð nú við þessi vatnaskil og öll- um góðu vinunum á Sólheimum. Kjartan Björnsson rakari. Kristján Már Ólafsson✝ Friðrik BjarniFriðriksson fæddist á Siglufirði 19. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands í Fjallabyggð 8. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Þóra Guð- munda Bjarnadóttir, f. 29.8. 1912, d. 8.10. 1990, og Friðrik Steinn Friðriksson, f. 11.12. 1908, d. 19.4. 1963. Systkini Friðriks eru Björg Sigríður Sæby Friðriksdóttir, f. 9.10. 1938. Maki Sveinn Sveins- son, f. 4.12. 1936. Þau eiga tvær dætur, fimm barnabörn og fjög- ur barnabarnabörn. Jóhannes Guðmundur Frið- riksson, f. 3.4. 1942. Maki Kristín Guðbjörg Baldursdóttir, f. 3.10. 1942. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn. um sínum og reri til fiskjar. Síðan starfaði hann hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins og Siglufjarðar- kaupstað við akstur, tækjavinnu og viðgerðir. Fór á vertíð til Suðurnesja á veturna og vann líka á Keflavík- urflugvelli. Starfaði um tíma við múrverk. Árið 1970 gerðist hann útgerðarmaður og fiskverkandi, stofnaði fyrirtækið Dag sf. ásamt Jóhannesi bróður sínum, Sveini mági og Jóni Sveinssyni og gerðu þeir út bátinn Dag SI-66, einnig ráku þeir fiskverkun. Nokkrum árum síðar seldu þeir Dag SI-66 og keyptu annan bát, Laufeyju ÍS, og gerðu hann út í tvö ár. Eftir það taka Friðrik og Gerða við fiskverkuninni og ráku hana í nokkur ár. Hann lauk starfsævi sinni við vinnu í Mjöl- húsi SR. Útför Friðriks fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 16. sept- ember 2016, kl. 14. Sambýliskona Friðriks til nokk- urra ára var Halla Jóhannsdóttir, hún lést 18.5. 1975. Seinni kona hans er Gerða Pálsdóttir, f. 13.11. 1930 í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Poul Henrik og Adellheidi Vilhemia, þau eru bæði látin. Systkini, Hildigaard, látin, Herbert Paul, f. 1934. Kristeld, f. 1936. Börn Gerðu af fyrra hjóna- bandi eru Páll Herbert, f. 1951, Birgir Jóhann, f. 1952, Álfhildur, f. 1955, Alma, f. 1961. Barnabörnin eru 13, barna- barnabörn eru 26 og barnabarna- barnabörn eru tvö. Á unga aldri var fyrsta atvinna hans ræsari á síldarplani. Hann eignaðist nokkrar trillur með vin- Elsku besti bróðir, mágur og frændi okkar, Frissi, er látinn 84 ára að aldri. Við viljum minnast hans með þakklæti og virðingu í huga fyrir hans miklu hlýju og hugulsemi við okkur systkinin, þegar við í æsku þurftum á stuðningi að halda á erf- iðu tímabili í lífi okkar vegna veik- inda föður okkar. Eftir það var Frissi bróðir fyrirvinna heimilisins og hugsaði um móður okkar og systkini, þar til við gátum farið að vinna fyrir okkur. Hann var alltaf vakinn og sofinn yfir velferð okk- ar, þó hann væri sjálfur á unga aldri. Við þökkum af alhug fyrir alla hans umhyggju sem er ógleymanleg. Frissi var glaðlynd- ur, hlýr og góður maður og ein- staklega hjálpsamur við alla. Hann var góðlátlega stríðinn og hafði gaman af því að spauga. Stálminn- ugur var hann og sagði oft skemmtilegar sögur um menn og málefni, fróðleiksfús og fylgdist vel með öllu á meðan heilsan leyfði. Hann var völundur í höndunum og það var sama hvað hann tók að sér, hvort það voru bílaviðgerðir, smíðar eða annað. Bílar voru í miklu uppáhaldi og átti hann þá nokkra af bestu gerð um ævina. Frissi var mjög barngóður og glaður varð hann þegar fyrsta barnabarn mömmu fæddist, hún Freyja dóttir Beggu og Sveins, og var hún sólargeisli í lífi hans, enda bjó öll fjölskyldan á okkar æsku- heimili á Hvanneyrarbrautinni. Og ekki minnkaði ánægja hans þegar fleiri frændsystkini bættust í hópinn. Sambýliskona Frissa til nokk- urra ára var Halla Jóhannsdóttir og hófu þau sambúð á heimili hennar að Gránugötu 20. Halla lést árið 1975. Síðan kynntist hann Gerðu Páls- dóttur árið 1979 og giftu þau sig í ágúst árið 2010. Þau voru ham- ingjusöm hjón og samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ákaflega gestrisin og höfðingjar heima að sækja og gaman var að heimsækja þau. Ávallt héldu þau vegleg þorrablót, þar sem borðin svignuðu undan veitingunum, eins og í öðrum veislum þeirra. Frissi hafði gaman af því að ferðast bæði innan- og utanlands og ekki má gleyma öllum útilegu- num sem þau Gerða fóru í með tjaldvagninn sinn um landið. Systkinabörnin Freyja, Þóra, Fríða Kristín og Bjarni Friðrik þakka alla hans umhyggju og ástúð í þeirra garð, sem þau gleyma aldr- ei. Hann fylgdist alltaf með þeim og vildi vita hvað þau voru að gera. Frissi var stórfrændi þeirra og góður vinur. Við kveðjum bróður, mág og frænda með virðingu og þökk fyrir allt liðið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig Jónsson frá Presthólum) Vertu Guði falinn og hvíl í friði. Elsku Gerða og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra, læknum og hjúkrunarfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð þökkum við góða umönnun. Björg S. Sæby Friðriksdóttir, Sveinn Sveinsson, Jóhannes G. Friðriksson, Kristín G. Bald- ursdóttirog fjölskyldur. Hinsta kveðja frá systradætr- um: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Með þessu ljóði kveðjum við Friðrik, kæran frænda okkar, með söknuði. Vertu Guði falinn og hvíl í friði. Freyja Sveinsdóttir, Þóra Sveinsdóttir og fjölskyldur. Elsku Frissi frændi okkar er látinn eftir baráttu við veikindi. Í hugann koma upp ótal minningar frá því við vorum krakkar um ánægjulegar samverustundir og samskipti við Frissa og Gerðu. Þau voru ófá skiptin sem við kom- um í fiskhúsið til þeirra þar sem alltaf var stutt í húmorinn, stríðn- ina og hláturinn og ávallt var gam- an að vera í kringum þau. Það er einmitt þannig sem við munum hann svo vel, með Gerðu því þau voru mjög samrýnd í leik og starfi og voru vinnusöm og dugleg. Frissi var mjög laghentur og út- sjónarsamur og sama hvað hann tók sér fyrir hendur þá gat hann leyst allt vel af hendi. Jólaboðin í Gránugötunni eru okkur mjög minnisstæð og síðar þorrablótin og það ómælda magn veitinga sem borið var á borð, eins og búið væri að bjóða hálfum bæn- um í mat. Þar var alltaf kátt á hjalla. Þau voru ófá gamlárskvöldin hjá Beggu frænku sem fjölskyld- an eyddi saman þar sem Sara- gossa Band skipaði sérstakan sess. Á unglingsárunum var gam- an að fá tækifæri til að vinna með nafna í Mjölhúsinu í tvö sumur þar sem oft var mikið að gera og lang- ar vaktir. Þar voru oft rifjaðar upp sögur frá gamla tímanum af kyn- legum kvistum. Þegar árin liðu þá fylgdist hann alltaf vel með okkur og vildi fá að vita hvað við værum að fást við og hvernig lífið gengi hjá okkur og börnum okkar. Börnunum fannst gaman að koma í heimsókn á Gránugötuna en það var trygging fyrir því að þau fengju nammi. Þau voru gjarnan spurð spjörun- um úr. Að leiðarlokum þökkum við þér, elsku frændi, fyrir samfylgd- ina og samverustundir í gegnum tíðina. Minningin lifir um hjarta- hlýjan og góðan vin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Gerðu og fjölskyldu og systkinun- um pabba og Beggu frænku. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Fríða Kristín, Bjarni Friðrik og fjölskyldur. Friðrik Bjarni Friðriksson Við þökkum hluttekningu og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR HRAUNBERGS EGILSSONAR, sem andaðist 2. september í Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Berg fyrir ljúfa og hlýja umönnun. . Helga Svana Ólafsdóttir og börn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, Kópavogsbraut 82, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 21. september klukkan 13. . Fanney Einarsdóttir, Brynjúlfur Brynjólfsson, Einar Bárður Brynjólfsson, Lúðvík Brynjólfsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.