Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Stéttin slegin? Þótt september sé hálfnaður eru starfsmenn Grasagarðsins í Reykjavík enn að slá og huga að plöntunum. Einn þeirra ekur hér sláttuvél á milli bletta en er ekki að „slá“ stéttina. Ófeigur Um síðustu mán- aðamót var Lilja Al- freðsdóttir utanrík- isráðherra í Nígeríu. Hún ræddi meðal ann- arra við fjóra ráðherra landsins um samskipti ríkjanna. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins sagði að koma ætti á fót formlegum sam- starfsvettvangi vegna viðskipta milli Íslands og Nígeríu. Markmiðið væri að styrkja við- skiptasamband ríkjanna, auka gagnkvæm viðskipti og kanna möguleika á útflutningi á íslensku hugviti til Nígeríu, m.a. tæknilausn- um í fiskvinnslu og útgerð. Fagnaðarefni er ef tekst að tryggja snurðulaus viðskipti milli Íslands og Nígeríu, fjölmennasta ríkis Afríku og áttunda fjölmenn- asta ríkis heims með 184 milljónir íbúa. Sé litið til stærðar hagkerfa er nýmarkaðsríkið Nígería nr. 20 í heiminum, stærst í Afríku. Fóru Nígeríumenn efnahagslega fram úr Suður-Afríkumönnum árið 2014. Fleira þarf að ræða við stjórn- völd í Nígeríu en verslun og við- skipti því að skuggahlið er á sam- skiptum Nígeríumanna og Evrópubúa. Skipulagt mansal Í ágúst birti stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber enska heitið Int- ernational Organisation for Migra- tion (IOM), Alþjóðafólksflutn- ingastofnunin, skýrslu þar sem segir að man- sal á konum frá Níger- íu sé á „hættustigi“. Lýst er því sem gerst hefur í þessu efni á fyrstu sex mánuðum ársins 2016. Fordæmt er hve mikill fjöldi stúlkna frá Nígeríu er afhentur, stundum með aðstoð fjölskyldna þeirra, glæpagengjum sem starfa á evrópska kynlífsmarkaðnum. „Þetta er ógnvekjandi; þetta er til skammar fyrir þjóðina,“ segir fjöl- miðill í Nígeríu. IOM lýsir flutningi stúlknanna í kynlífsþrælkun í Evrópu um Vest- ur-Afríku til Líbíu þar sem þeim er oft misþyrmt illilega. Í raun séu þær seldar til Evrópu fyrir 600.000 til 1,5 milljónir ísl. kr. og þangað komnar skuldi þær kannski allt að 6 milljónir króna vegna ferðarinnar. Kostnaðinn verði þær að end- urgreiða með tekjum af vændi. Megináhersla sé lögð á að koma þeim til Bretlands, Spánar en þó einkum Ítalíu. Segir í skýrslunni að í áratugi hafi kynlífsviðskipti blómstrað milli Nígeríumanna og Ítala og nú hafi verið hleypt nýju lífi í þau. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafi 3.600 kon- ur frá Nígeríu komist ólöglega til Ítalíu, fjórum sinnum fleiri en árið 2014 og tvisvar sinnum fleiri en árið 2015. Ástandið er álíka hræðilegt í Bretlandi. Kevin Hyland, yfirmaður breskrar nefndar sem vinnur gegn þrælasölu, segir að Nígeríumenn séu stærsti einstaki hópurinn meðal 13.000 þræla í Bretlandi. Árið 2009 var vændi í fyrsta sinn skráð sem atvinnugrein í hagtölum í Bretlandi og var talið að veltan þar væri 5,3 milljarðar punda á ári. Bandarísk stofnun telur að um 42 milljónir stundi vændi um heim allan, veltan sé 186 milljarðar dollara, vændi og þar með mansal sé ein arðbærasta glæpaiðja í Bandaríkjunum. Öllum í opna skjöldu Reynslan frá Ítalíu er að 80% af konum frá Nígeríu sem smyglað er inn í landið leggi fyrir sig vændi á Ítalíu eða annars staðar í Evrópu. Það kemur í raun öllum sem reyna að sporna við þessum ófögnuði í opna skjöldu hve konunum fjölgar mikið á þessu ári. Simona Mosc- arelli, sérfræðingur í mansali hjá IOM, segir að glæpahópar og skipuleggjendur mansals hafi fært sig mjög upp á skaftið undanfarið. Mafíu-hóparnir í Nígeríu nota blekkingar eins og loforð um lög- mæt störf auk hefðbundinna að- ferða galdramanna til að lokka til sín stúlkur og ná sálrænu valdi yfir þeim. Konunum er talin trú um að eitthvað hræðilegt gerist í lífi þeirra og fjölskyldu ef þær standi ekki í skilum. Þær eru síðan neydd- ar til að stunda vændi í Evrópu á götum úti eða í vændishúsum. Fyrir skömmu var Franca Asemota, 38 ára kona frá Nígeríu, dæmd í 22 ára fangelsi í Bretlandi fyrir að flytja kynlífsstarfsmenn um Evrópu. Sagt var að hún hefði lofað konunum menntun og störfum í Evrópu. Europol, Evrópulögreglan, sendi í maí 2016 frá sér frétt um aðgerð í mörgum löndum sem leiddi í ljós mansal og glæpastarfsemi hópa frá Vestur-Afríku í Evrópu. Rann- sóknir sýndu að þessir hópar væru einstaklega vel tengdir og næðu til þjófa, mansals, peningaþvættis og skjala- og vegabréfafalsara. Eftir að náð hefði verið tangarhaldi á fórnarlömbum í heimalöndum þeirra væri þeim laumað til Evrópu til starfa í vændishúsum eða á göt- um úti með fölsuð skilríki. Viðkom- andi dveldist ef til vill í stuttan tíma á hverjum stað. Þess vegna telur Europol miklu skipta að lögregla fylgist oft og náið með ein- staklingum í þessum hópum til að auðvelda upprætingu mansalshópa og uppljóstrun mála. Fjölgun hér á landi Líklegt er að þessarar stóru bylgju af kynlífsþrælum sem nú er smyglað frá Nígeríu til Evrópu gæti hér á landi. Til þess kynni að koma á næsta ári. Í ár hefur hæl- isleitendum fækkað á meginlandi Evrópu en fjölgað hér á landi. Í fyrra voru hælisleitendur alls 354 en sunnudaginn 11. september í ár voru þeir orðnir 443, alls 99 fleiri en allt árið í fyrra. Enn á ný vekur athygli hve fjöl- mennur hópur hælisleitenda kemur frá Albaníu og Makedóníu. Þarna er um farandfólk í leit að betri kjör- um að ræða, fólk sem réttir upp hönd og krefst hælis þegar athugun á landamærum sýnir að það á eng- an rétt á að koma til landsins. Öfl- ugasta hindrunin felst í að útiloka þetta fólk frá að komast um borð í flugvél til landsins. Almennt séð væru Nígeríumenn ekki komnir hingað hálf-bjargarlausir með sér- kennileg skilríki nema vegna að- stoðar smyglara eða jafnvel man- seljenda. Afgreiða ber mál hvers hælisleit- anda hratt og örugglega. Málshraði hefur aukist hjá Útlendingastofnun. Meðferð mála fyrir kærunefnd og framkvæmd brottvísunar á vegum ríkislögreglustjóra tekur sinn tíma. Kostnaðurinn leggst á skattgreið- endur. Sífellt meira og dýrara hús- næði þarf til að hýsa þá sem koma ólöglega til landsins. Allt kostar þetta mörg hundruð milljónir ár hvert. Í Albaníu, Makedóníu og Nígeríu eru fullburða stjórnkerfi. Borgarar þaðan misnota alþjóðareglur um hælisleitendur með því að dveljast hér á opinberu framfæri. Mark- miðið hlýtur að vera að minnka kostnað skattgreiðenda vegna þeirra sem eru ólöglega í landinu og færa útgjöldin til þeirra sem gæta landamæranna svo að efla megi starf þeirra. Eftir Björn Bjarnason » Fleira þarf að ræða við stjórnvöld í Níg- eríu en verslun og við- skipti því að skuggahlið er á samskiptum Níger- íumanna og Evrópubúa. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Flóðbylgja farandfólks frá Nígeríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.