Morgunblaðið - 16.09.2016, Side 26

Morgunblaðið - 16.09.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Valgerður Anna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlands-skóga, er 50 ára í dag. Hún býr á Vöglum í Þingeyjarsveitásamt manni sínum, Rúnari Ísleifssyni, skógarverði í Vaglaskógi, og tveim sonum þeirra, Eyþóri, 10 ára, og Ívari, 8 ára. „Ég hef vinnuaðstöðu sína á Akureyri, auk þess keyrum við strákana á fótboltaæfingar hjá KA. Við bíðum því spennt eftir Vaðlaheiðargöngunum, en þá styttist leiðin til Akureyrar um helming hjá okkur.“ Valgerður vinnur með skógarbændum og er þessa dagana að fara yfir verk sumarsins. „Sumarið var einstaklega gott vaxtars- umar, hlýtt, rakt og mikill vöxtur. Svo fer veturinn í að skipu- leggja næsta sumar. Veturinn verður reyndar sérstakur því það er búið að sameina Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefnin í skógrækt. Þetta var sameinað formlega 1. júlí og við erum að vinna í því að móta nýja stofnun, Skógræktina. Utan vinnu sinni ég fjölskyldunni, lífið snýst mikið um fótbolta á sumrin, strákarnir eru í KA og við hjónin höfum verið að fylgja þeim eftir á mót. Svo er stangveiði sameiginlegt áhugamál allra fjölskyldumeðlima og það var mikið veitt í sumar. Stefnan er síð- an sett á Anfield, sem verður afmælisferð og pílagrímsferð, og við ætlum að sjá Liverpool taka á móti Watford í byrjun nóvember. Í dag verður eitthvað óvænt í tilefni afmælisins, feðgarnir ætla að stússast með mig en það verður engin veisla núna.“ Mæðginin Valgerður og synir í pönnukökubakstri fyrir síðustu jól. Gott vaxtarsumar Valgerður Jónsdóttir er fimmtug í dag G uðvarður Már Gunn- laugsson fæddist á Hrappsstöðum í Bárðardal 16.9. 1956 og ólst þar upp: „Það voru líklega viss forréttindi að alast upp í sveit, innan um skepnur, fá ungur að skottast með fullorðna fólkinu og eldri systkinum og taka þátt í störfum þeirra. En jörðin var lítil og svaraði ekki þeim kröfum um hagkvæmni og framleiðni sem farið var að gera þegar ég var á unglingsárunum. Það kom því aldrei til álita að neitt okkar systk- inanna tæki við þegar foreldrar mínir brugðu búi og við fluttum til Akureyrar 1974. Hugur minn stefndi heldur ekki til þess.“ Guðvarður gekk í Barnaskóla Bárðdæla, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal 1972 og lauk stúdents- prófi frá MA 1977. Hann stundaði nám í hagsögu við Háskólann í Lundi í Svíþjóð í einn vetur, lauk BA-prófi í íslensku og almennum málvísindum frá HÍ 1982 og kandí- datsprófi í íslenskri málfræði 1988. Þá hefur hann nokkrum sinnum dvalið við nám og störf við Fróð- skaparsetur Færeyja og var við nám og störf við Árnasafn í Kaup- mannahöfn 1987-91. Guðvarður var lektor í íslenskri málfræði við HÍ 1991-92 og sér- fræðingur á Stofnun Árna Magn- ússonar frá 1992, fræðimaður þar frá 2002 og er rannsóknardósent frá 2006. Guðvarður hefur skrifað fjölda Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent við HÍ – 60 ára Fjölskyldan Jónas Orri, Kristín Lovísa, Aðalheiður, Ólafur Dorri og afmælisbarnið sem heldur á læðunni Snældu. „Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti“ Handritakort Guðvarður hafði umsjá með útgáfu Íslandskorts þar sem handrit úr sögu Íslands eru merkt inn á landakort eftir uppruna þeirra. Morgunblaðið/Eggert Keflavík Unnur Lilja Sigurðardóttir fæddist 24. júlí 2015 kl. 10.00. Hún vó 3.535 gr. og var 47,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Snjólaug Arndís Ómarsdóttir og Sigurður Árni Leifsson. Nýr borgari Guðmundur Bragi Borgarsson og Sólveig Kristín Borgarsdóttir seldu aðgang að steinasafni í garðinum sínum á Hvanneyri og seldu kaffi og djús á staðnum. Þau söfnuðu 7.300 kr. og gáfu Rauða krossinum á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. INNIHALDA CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200MG AF OMEGA 3. TREFJA- OG PRÓTEINRÍKIR. GLÚTEINLAUSIR OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐIR OG ÓERFÐABREYTTIR. CHIA GRAUTAR STÚTFULLIR AF NÆRINGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.