Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.11.2016, Qupperneq 16
Tækni „Apple var að segja heimsbyggðinni allri að þar hefðu menn ekki hug­ mynd um tilgang MacBook.“ Svona hljómar fyrirsögnin á einni mest lesnu grein vikunnar á skoðanagreinamiðlinum Medium. Þar skrifar Owen Williams, tækni­ blaðamaður hjá Charged, um nýj­ ustu útgáfu tæknirisans Apple af fartölvunni MacBook Pro. Fleiri tækniblaðamenn og bloggarar hafa tekið í sama streng. Greinar og fréttir sem draga fram galla tölvunnar og kynningar Apple á henni eru meðal þeirra mest lesnu á öllum stærstu tæknifréttamiðlum heims, til að mynda Cnet, Tech­ crunch og Verge. Snertislá, ekki snertiskjár Helsta nýjungin sem Apple kynnti á blaðamannafundi í síðustu viku var breyting á lyklaborði MacBook Pro. Í stað efstu raðar lyklaborðsins, þar sem Esc­takkinn er meðal annars, kemur snertislá. Sláin er tiltölu­ lega mjó og nær þvert yfir tölvuna. Hún virkar eins og lítill, ílangur snertiskjár og breytast notkunar­ möguleikar hennar eftir því hvaða forrit er opið hverju sinni. Til að mynda munu fjölmargir broskallar (e. emojis) birtast ef maður er að senda einhverjum skilaboð. Auk snertislárinnar er tölv­ an búin betri örgjörva en fyrirrennari hennar. Hins vegar hefur v i n n s l u m i n n i ð ekki aukist að sama skapi. Sex­ tán gígabæt af vinnsluminni má finna í dýrustu útgáfunni og segir Apple það gert til þess að hámarka rafhlöðuendingu, allt að tíu klukkutíma. Það þýðir hins vegar að tölvan er kraftminni fyrir vikið. Þrátt fyrir það er hún öllu kraft­ meiri en fyrri útgáfa MacBook Pro, auk þess að vera þynnri og með betri skjáupplausn. Microsoft kynnti einnig nýja far­ tölvu sína, Surface Book, í síðustu viku. Útlit er fyrir að hún sé öllu kraftmeiri en hin nýja MacBook Pro. Í stað snertislárinnar er sú tölva einfaldlega með snertiskjá. „Á meðan Microsoft leyfir þér að snerta allan skjáinn neyð­ ir Apple þig til að líta niður á lyklaborðið. Undarlegt,“ skrif­ ar einn tækni­ blaðamaður. „Að horfa á plötusnúð nota snertislá á t ö l vu n n i sinni á meðan hann spilar tónlist er bara vandræðalegt,“ skrifar annar. Viðbrögð við snertislánni eru þó ekki öll neikvæð. Á meðan sumir kalla hana einfalt sölubragð þá segja aðrir að hún gæti verið mjög heillandi fyrir almenna notendur. Þá er hún einnig útbúin fingrafara­ skanna sem eykur öryggi notenda. Skjár tölvunnar hefur einnig hlotið mikið lof fyrir skjá sinn sem og raf­ hlöðuendinguna. Markaðurinn ranghverfist Apple hefur lengi verið það tækni­ fyrirtæki sem höfðar umfram allt til fólks sem starfar í skapandi greinum. Á sama tíma hafa tölvur útbúnar stýrikerfum Microsoft selst betur á meðal hins almenna borg­ ara. Nú virðist það vera að breytast. Þetta sést einna best á auglýs­ ingum fyrirtækjanna. Annars vegar fyrir MacBook Pro og hins vegar fyrir nýja borðtölvu Microsoft, Sur­ face Studio. Sú er með 28 tommu snertiskjá og er sérhönnuð fyrir hönnuði og listamenn. Kynningarmyndbandið fyrir Sur­ face Studio sýnir listamenn nota tölvuna til að hanna byggingar, teikna myndir og svo framvegis. Á meðan heyrist rödd tala yfir kynn­ ingarmyndbandi MacBook Pro um einfaldleika tölvunnar og hversu kraftmikil hún sé. Upphafsorð Satya Nadella, for­ stjóra Microsoft, hljóma mun minna eins og eitthvað sem Steve Ballmer fyrirrennari hans myndi segja og meira eins og Steve Jobs, sem stýrði Apple áður en hann lést árið 2011. „Við sem fyrirtæki stönd­ um með þeim sem hanna, þeim sem byggja og þeim sem skapa,“ sagði Nadella. Þrátt fyrir það er því spáð að hin nýja MacBook Pro muni seljast einkar vel þar sem hún höfðar til breiðari hóps. Því er hins vegar velt upp í helstu tæknifréttaveitum hvort Microsoft sé að sölsa undir sig listamannamarkaðinn. Fjarlægja fleiri innstungur Fyrr í haust kynnti Apple nýjan iPhone. Mikla athygli vakti að sím­ inn er ekki búinn 3,5 mm heyrnar­ tólainnstungu eins og flestallir símar heldur munu notendur þurfa að tengja heyrnartól sín við hleðslu­ innstunguna eða nota þráðlaus heyrnartól. Apple tilkynnti einnig í vikunni að fyrirtækið myndi ekki setja sín eigin þráðlausu heyrnatól á markað eins fljótt og við var búist þar sem enn er verið að fullkomna þau. Einnig gerir Apple breytingar á innstungum MacBook Pro. Hin sígilda segulinnstunga fyrir hleðslu­ tæki er horfin og í stað hennar kemur USB­C hleðsluinnstunga. Þá er HDMI­innstungan, sem flestir nota til að tengja tölvu sína við sjónvarp, einnig horfin sem og inn­ stungan fyrir SD­minniskort, Thun­ derbolt 2 innstungurnar og venju­ legar USB­innstungur. Í staðinn eru nú fjórar USB­C innstungur. Hins vegar er heyrnartólainnstungan á tölvunni enn til staðar, öfugt við hinn nýja iPhone. Misjöfn viðbrögð við MacBook Pro Tækniblaðamenn hafa einkar misjafnar skoðanir á nýrri fartölvu Apple. Hún er sögð kraftlítil og ekki nógu innblásin. Aðrir segja skjáinn flottan og snertislána áhugaverða. Á meðan fá nýjar tölvur Microsoft mikið lof og eru sagðar hafa stolið senunni. Ný MacBook Pro í allri sinni dýrð. NordicPhotoS/AFP Snertisláin á MacBook Pro er nýjung sem fær misjafnar viðtökur. NordicPhotoS/AFP Viðbrögð við nýrri MacBook Pro nýja MacBook Pro drepur flestar þær innstungur sem þú munt líklegast þurfa. Techcrunch Hvers konar plötusnúður vill nota snertislána, líkt og Apple sagði til um, til þess að blanda tónlist? Charged Ég býst við því að ég kaupi ekki Mac í ár. Cnet nýja tölvan er þynnri og hrað- virkari en sú fyrri og er með snertislá sem auð- veldar manni að senda broskalla. Wired Innvols dýrustu útgáfu l 2,9 GHz fjögurra kjarna Intel Core i7 örgjörvi l 16 GB vinnsluminni l 2TB SSD geymsludrif l Radeon Pro 460 4GB skjákort Snjallsíminn notaður til að stýra húsinu Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Sífellt fleiri snjalltæki koma á markað fyrir heimili. Slík tæki eiga það flest sameiginlegt að gera notendum kleift að stýra hinum ýmsu þáttum heimilis síns með snjall- símann að vopni. Amazon Echo Vefverslunarrisinn Amazon býður upp á snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðar- manninum Alexa. Aðstoðarmaðurinn virkar líkt og Siri sem iPhone-notendur þekkja til og kostar hátalarinn um tutt- ugu þúsund krónur. Lifx color 1000 Lifx býður upp á ljósaperur sem þú getur breytt um lit á úr snjallsím- anum. August Smart Lock Fyrir þá sem nýta hvert tæki- færi til að týna húslyklunum sínum, eða eiga sambýlis- fólk sem er gjarnt á að læsa sig úti, er hægt að kaupa snjalllás frá August. Þá getur maður opnað útidyrnar þótt maður sé hvergi nærri heimili sínu. Nest Learning thermostat Nest býður upp á stafrænan hita- stilli fyrir heimili sem hægt er að stýra úr snjallsíma. Baby Monitor iBaby býður upp á myndavél sem tengist beint við snjall- símann þinn svo þú getir fylgst með barninu. 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r14 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -A A 2 0 1 B 2 B -A 8 E 4 1 B 2 B -A 7 A 8 1 B 2 B -A 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.