Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 66

Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 66
Nordic Playlist er fyrsta tón­listarvefsíðan sem fókuserar á að segja frá norrænum tón­ listarmönnum og útgáfum þeirra. Á Iceland Airwaves í ár munu nokkrir frábærir listamenn halda einkatón­ leika fyrir fimmtán manns sem geta boðið einum vini svo að hámarks­ fjöldi á tónleikum er um þrjátíu manns. Það verða nokkrir heppnir dregnir út og fá að sjá sitt uppáhald á lokuðum einkatónleikum,“ segir Ósk Gunnarsdóttir fjölmiðlakona, sem sér um kynningarmál fyrir tón­ leikana. Tónleikarnir verða haldnir bæði í dag og á morgun, í dag kemur söng­ konan Glowie fram á milli eitt og tvö og við henni tekur svo Mugison og spilar til þrjú. Rapparinn Emmsjé Gauti tekur síðan lagið á milli tvö og þrjú á föstudeginum. Það er ekki nauðsynlegt að eiga armband á hátíðina til að komast á tónleik­ ana en hver sem skráir sig til leiks á möguleika. Nordic Playlist hefur það að markmiði að kynna fólki um allan heim tónlist frá Norðurlöndunum. Hvað er betra en að kynnast nokkr­ um af bestu tónlistarmönnum landsins á litlum persónulegum tónleikum? Glowie, Gauti og Mugi­ son eru öll þekkt fyrir frábæra sviðs­ framkomu og ættu því leikandi að geta heillað fólk með sér á þessum tónleikum í The Nordic Playlist Lounge í Hörpunni. Til að eiga möguleika þarf að skrá sig á vefsíðu Nordic Playlist. stefanthor@frettabladid.is Örtónleikar fyrir heppna í Hörpunni Vefsíðan Nordic Playlist býður upp á stutt-tónleika fyrir nokkra útvalda gesti í dag og á morgun. Fram koma Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison og fara tónleikarnir fram í sérstöku Nordic Playlist rými í Hörpunni. Rapparinn Lord Pusswhip heldur í kvöld tónleika samhliða Airwaves­ hátíðinni, mætti kalla þá off­venue tónleika, þar sem hann spilar ásamt bandarísku hljómsveitinni Show me the body og dauðapönksveitinni Dauðyflin. Tónleikarnir fara fram í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð og hefjast klukkan „Show me the body er ungt tríó af reiðum pönkurum frá Brooklyn­ hverfi í New York en þeir lifa og hrærast í neðanjarðarkreðsu þar ásamt hiphop­böndum eins og Ratking og Jaguar Pyramids. Þeir spila rappskotið hardcore­ pönk og hafa komið fram í skít­ ugum kjöllurum í NY og í MoMA listasafninu. Dauðyflin eru síðan íslenskt dauðapönk, einhvers konar hliðarverkefni hljómsveitarinnar Börn,“ segir Lord Pusswhip, sem heitir réttu nafni Þórður Ingi Jóns­ son. Hann óskar á Facebook eftir gistingu fyrir þessa reiðu pönkara – kjörið tækifæri fyrir lesendur sem hafa áhuga á að hýsa bandarískar hljómsveitir. Lord Pusswhip gaf í fyrra út sína fyrstu plötu, Lord Pusswhip is wack, og hefur hún fengið glimr­ andi dóma. Hann hefur starfað í neðanjarðarsenunni hér heima og erlendis þar sem hann hefur verið duglegur við að ljá röppurum takta og hefur til að mynda gert það fyrir nöfn eins og Antwon, Metro Zu og Bones. Hann spilar annars á föstu­ daginn á Húrra. – sþh Býður reiðum pönkurum sófapláss SHow me tHe Body er ungt tríó af reiðum pÖnkurum frá Brooklyn-Hverfi í new york. Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison koma fram á örtónleikum fyrir nokkra útvalda tónlistaraðdáendur í sérstöku horni í Hörpu í dag og á morgun. Fréttablaðið/anton brink Zayn Malik er búinn að vera dug­ legur við að deila sínum dýpstu leyndarmálum með aðdáendum sínum. Söngvarinn og fyrrverandi One Direction meðlimurinn sagði fyrst frá því að hann hafi þjáðst af átröskun í langan tíma en deilir því einnig í ævisögu sinni, Zayn, sem kom út á þriðjudaginn að hann hafi verið greindur með ADHD. Söngvarinn segist hafa verið óstýrilátt barn, hann hafi ekki náð að einbeita sér að nokkrum sköp­ uðum hlut og honum hafi ávallt liðið eins hann hefði enga stjórn á því hvert hugur hans reikaði. Hann viðurkennir að hafa alltaf verið að koma sér í vandræði og átt mjög erfitt með sig. Það var þó ekki fyrr en löngu síðar sem í ljós kom að hann þjáist af ADHD. Hann hefur fengið sjúkdómsgreiningu frá læknum og gerðist það í framhaldi af því að hann mætti eitt sinn með loftbyssu í skólann. Fyrir utan þetta hefur söngvarinn sagt frá kvíðavandamálum sínum sem hafi svo leitt til átröskunar sem hann þróaði með sér á meðan hann var enn í One Direction. Hann bætir því þó við að hann hafi aldrei fengið neina greiningu þess eðlis og segist einungis vera að tala um útlit sitt á myndum frá árinu 2014. – sþh meðlimur one direction greindur með adHd Söngvarinn og hjartaknúsarinn Zayn Malik hefur lent í ýmsu á sinni stuttu ævi. nordicPHotoS/GEtty Það verða nokkrir Heppnir dregnir út og fá að Sjá Sitt uppáHald á lokuðum einkatónleikum. rapparinn lord Pusswhip heldur tónleika í norðurkjallara í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór Zayn Malik 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r52 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð Lífið 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -B D E 0 1 B 2 B -B C A 4 1 B 2 B -B B 6 8 1 B 2 B -B A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.