Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  255. tölublað  104. árgangur  VILJA MAGNA UPP TILFINN- INGASEIÐ GLÆPASAGAN ALLTAF JAFN HEILLANDI ENGIN ÍSLENSK KONA SNARAÐ JAFN ÞUNGU ÁRNI ÞÓRARINSSON 34 ÍÞRÓTTIR SILKIKETTIRNIR 12 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formleg vinna við undirbúning myndunar nýrrar ríkisstjórnar hefst í dag með fundum forseta Íslands með formönnum stjórnmálaflokk- anna. Fara þeir á hans fund, hver á fætur öðrum, til undirbúnings ákvörðun um hverjum þeirra verði falið umboð til stjórnarmyndunar. Ríkisstjórnin hélt ekki meirihluta sínum í alþingiskosningunum og stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hugðust vinna saman náðu held- ur ekki meirihluta. Sjálfstæðisflokk- urinn er langstærsti flokkurinn og styrkti stöðu sína. Ekki er hægt að mynda minna en fjögurra flokka stjórn án hans aðkomu. „Mér finnst að hin lýðræðislega niðurstaða sé að áherslur þess flokks sem vinnur sig- ur í öllum kjördæmum verði að kom- ast að. Við vitum það um leið að gera þarf málamiðlanir þegar um sam- steypustjórnir er að ræða,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, telur að forsetinn feli Bjarna stjórnarmyndunarumboðið nema hinir flokkarnir geti sannfært hann um að þeir séu með ríkisstjórn- armynstur í kortunum. Lítið hafi heyrst um það. Gefum þessu tíma Ekki er að heyra að lausn á stjórn- armyndun hafi fundist í þreifingum síðustu daga. „Það er enginn aug- ljóst kostur. Við þurfum að gefa þessu tíma. Ég held að þjóðfélagið fari ekkert á hliðina þótt þetta taki einhvern tíma,“ sagði Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, í gærkvöldi. Engin augljós stjórn- armynstur í spilunum  Formenn á fund forseta í dag  Líklegt að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboð Morgunblaðið/Eggert MKosningar »2, 4, 6, 10, 14-17, 20 Kaflaskil urðu í stjórnmálabaráttunni í gær. Kosningakaflanum lauk og stjórnarmyndunarkaflinn tók við. For- ingjum flokkanna virtist létt þegar þeir þurrkuðu af sér farðann eftir umræðuþátt í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar ræddu nokkrir formannanna um að þörf væri á auknu samstarfi í þinginu, þvert á flokka, og túlkuðu niðurstöð- urnar þannig að fleiri raddir fengju að heyrast. Vegna yfirlýsinga forystumanna virðast engir borðleggjandi kost- ir vera til myndunar öflugrar meirihlutastjórnar. Hægt er að mynda fjögurra til fimm flokka stjórn vinstri- og miðflokka en Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera þátttakandi í öllum mynstrum um þriggja flokka stjórnir. Nýr kafli tekur við hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna Á Alþingi Íslendinga munu 28 nýir þingmenn taka sæti í kjölfar alþing- iskosninganna á laugardaginn var eða sem nemur um 44,4 prósentum þeirra sem taka sæti á Alþingi. Endurnýjun er því töluverð en auk þeirra 28 nýju þingmanna koma reynsluboltar á borð við Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur aftur inn á þing en hún var fyrst kjörin á Alþingi árið 1999 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, gegndi m.a. vara- formennsku í flokknum og var menntamálaráðherra 2003-2009 en hvarf af þingi árið 2013. Hún kemur nú inn sem þingmaður Suðvestur- kjördæmis fyrir Viðreisn. Þá er nokkur aldursmunur á elstu og yngstu þingmönnum Alþingis en Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur verður 68 ára á þessu ári og er því elsti alþingismaðurinn. Þær Ásta Guðrún Helgadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Eva Pandora Baldursdóttir eru hins vegar allar fæddar árið 1990 og því orðnar eða að verða 26 ára gamlar á þessu ári. Um miðja næstu viku er stefnt að því að halda námskeið fyrir nýja þing- menn að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Það setjast því tæplega 30 manns á skólabekk í „þingmannaskólanum“ en hann var einnig fjölmennur árið 2013 þegar 27 nýliðar voru á þingi. »2 og 20 Fjöldi nýrra þingmanna Píratar 28 taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn 6 2 7 6 4 2 1 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn SamfylkinginFramsóknarflokkurinn Björt framtíð Viðreisn Tæpur helming- ur nýr  28 nýir þingmenn taka sæti á Alþingi  Samfylkingin galt afhroð í al- þingiskosningum á laugardag og hlaut 5,7 prósent greiddra at- kvæða. Flokkurinn fékk eingöngu þrjá þingmenn kjörna; þar af voru tveir jöfnunarþingmenn. Í kjör- dæmunum þremur á höfuðborgar- svæðinu fékk Samfylkingin engan þingmann, kjördæmum sem áður voru sterkasta vígi flokksins. Oddný G. Harðardóttir segir úr- slitin kalla á endurskoðun og um- ræðu um stefnu og forystu flokks- ins. „Hvort ég held áfram sem for- maður er seinni tíma ákvörðun sem ég tek ekki ein,“ segir Oddný. »6 Samfylkingin horfin á höfuðborgarsvæð- inu eftir afhroð í alþingiskosningum Morgunblaðið/Eggert Kosningar Erfið kosninganótt hjá Oddnýju G. Harðardóttur, formanni Samfylkingar.  Kosningaþátttakan í alþingis- kosningunum á laugardaginn náði sögulegu lágmarki í 79,2% í samanburði við 81,4% í kosning- unum 2013. Minnst var hún í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðvesturkjördæmi. Í báðum kjördæmum minnkaði hún milli kosningaára. Frá árinu 1978 hefur kosningaþátttaka leitað niður á við með tveimur undan- tekningum, 2003 og 1987. Slíkt hefur tíðkast víðast hvar í heim- inum þar sem kosningaþátttaka hefur minnkað á undanförnum áratugum. Í samanburði við OECD-löndin stendur Ísland þó ágætlega. » 10 Kosningaþátttaka aldrei verið minni  Fylking vinstriflokkanna, sem fundaði í seinustu viku á Lækjar- brekku um mögulegt samstarf að loknum alþingiskosningum, náði ekki meirihluta þingmanna. Sam- tals hlaut fylkingin 27 þingmenn. Sitjandi ríkisstjórn féll og fengu stjórnarflokkarnir samtals kjörna 29 þingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tíminn hafi verið of skammur til að skýra málefnalínur milli flokkanna. Vinstri græn séu þó hlynnt þeirri hugmyndafræði að það liggi fyrir áður en gengið er til kosninga hverjir samstarfskostir flokkanna eru. »10 Lækjarbrekkustjórn Pírata náði ekki meiri- hluta kjörinna þingmanna í kosningunum Morgunblaðið/Eggert Úrslit Fulltrúar flokkanna fjögurra bíða viðtals í sjónvarpssal á kosninganótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.