Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 6

Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingi- björg Ingadóttir sem var í 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norð- ur. Lengst af kosninganæturinnar virtist hún virtist mundu þingsæti sínu, en lokatölur úr Norðvestur- kjördæmi gerðu útslagið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samfylkingin galt afhroð í alþingis- kosningum á laugardag og féll aðeins 5,7% greiddra atkvæða og þrjá þing- menn kjörna. Þeir eru allir úr lands- byggðarkjördæmum; þar af tveir sem náðu á þing í jöfnunarsætum. Í kjördæmunum þremur á höfuðborg- arsvæðinu, sem áður voru traust vígi flokksins, fékk flokkurinn engan mann kjörinn. „Þessi úrslit kallar á endurskoðun og umræðu um stefnu og forystu, en leyfum við rykinu aðeins að setjast. Hvort ég held áfram sem formaður er seinni tíma mál og ákvörðun sem ég tek ekki ein,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylking- arinnar, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði í gær þar sem rædd voru „ýmis prakt- ískt mál„ eins og formaðurinn komst að orði. Þá á hún við að úrslitunum fylgir að opinber stuðningur við flokkinn verður mun minni og munar þar milljónum króna. „Ég á ekki von á því að reyna muni á Samfylkinguna í stjórnarmyndun- arviðræðum. Hins vegar myndum við að sjálfsögðu leggja okkar lóð á vogarskálar þess að hér yrði mynduð umbótastjórn,“ segir Oddný Þeir sex þingmenn Samfylkingar- innar sem féllu út af þingi nú eru „Fyrir Samfylkinguna eru úrslitin vonbrigði, en að ég hafi ekki náð kjöri er aukaatriði,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem var í 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður. Hún telur að í núverandi stöðu sé Samfylkingin ekki í færum til þátttöku í ríkisstjórn en gæti var- ið minnihlutastjórn. Kallar á umræðu um forystumál  Samfylkingin tapaði miklu fylgi í alþingiskosningunum  Verða tæplega í stjórnarmyndunarvið- ræðum  Tilbúin að styðja við umbótastjórn  Stjórnin kölluð til fundar að ræða fjármál flokksins Ljósmynd/Pressphotos Mætt Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, og Logi Már Ein- arsson, varaformaður og nýkjörinn þingmaður, á leið til stjórnarfundar. „Vissulega eru vonbrigði að falla út af þingi, þó svo að úrslitin hafi legið í loftinu,“ segir Karl Garðarsson. Hann náði ekki kjöri á þing, en hann skipaði efsta sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. „Í umræðu fyrir kosningar náði flokkurinn aldrei í gegn sem skýrir útkomuna að nokkru. Svo er líka mjög sorglegt að flokkurinn skuli í fylgi ekki njóta góðra verka sinna á liðnu kjör- tímabili, til dæmis uppgjörs við bankana og skuldaleiðréttingar- innar.“ En þrátt fyrir útkomuna í kosn- ingunum nú segist Karl Garðarsson mjög bjartsýnn fyrir hönd síns flokks, sem muni án nokkurs vafa fljótt aftur ná styrk sínum. „Stjórn- armyndunarviðræðurnar sem nú fara af stað gætu tekið nokkurn tíma, en ég hef trú á því að Fram- sóknarflokkurinn, sem getur unnið bæði til hægri og vinstri, verði í næstu ríkisstjórn.“ Kom ekki á óvart „Úrslitin komu ekki á óvart. Við náðum aldrei siglingu í þessari kosn- ingabaráttu,“ segir Willum Þór Þórsson sem skipaði 2. sætið hjá Framsóknarflokknum í SV- kjördæmi og náði ekki kjöri. Hann segist þó áfram tilbúinn til starfa fyrir flokkinn, nú sem varaþingmað- ur. Nú taki hins vegar ný verkefni við og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður nú í vikubyrjun gengið frá því að Villum verði áfram þjálfari meistaradeildarliðs KR í knattspyrnu sbs@mbl.is Framsókn náði aldrei siglingu í baráttunni Karl Garðarson Willum Þór Þórsson  Vonbrigði en úrslitin lágu í loftinu  Fyrri styrkur næst aftur „Það er langt seilst að tala um varn- arsigur þegar flokkurinn tapar jafn miklu fylgi og nú,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísar þar til orða varaformannsins, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, sem sagði varnarsig- ur hafa unnist í erfiðri baráttu. Framsóknarflokkurinn fékk nú 11,5% greiddra atkvæða, borið sam- an við 24,4% síðast. „Þetta þurfti ekki að fara svona, ef við hefðum staðið saman,“ segir Sigmundur. Vísar þar til flokksþingsins þar sem hann beið ósigur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni. „Sjálfstæðismenn stóðu saman í þessari kosningabaráttu og það skil- ar þeim miklu. Skýrir m.a. fylgis- aukningu hér í Norðausturkjördæmi og ég hef hitt fjölda fólks hér sem segist ekki hafa getað kosið okkur vegna átaka á flokksþinginu. Við hefðum átt að halda upp á 100 ára af- mæli Framsóknar í desember við skemmtilegri aðstæður,“ segir Sig- mundur. sbs@mbl.is Átökin á flokks- þingi ástæða taps Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðaustur Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug, eiginkona hans. Þeir tveir flokkar sem verst urðu úti í kosningunum að þessu sinni eru Samfylking og Framsóknar- flokkur. Er nú staðan sú að Samfylking er með tæpan fimmtung þess fylgis sem flokkurinn bar úr býtum í kosningunum 2009 eða 5,7%. Píratar buðu nú fram í annað sinn, en flokkurinn þreytti frum- raun sína í kosningunum 2013 og fékk þá 5,1%. Að þessu sinni bætti flokkurinn við sig verulegu fylgi og þegar atkvæði höfðu verið talin reyndist það vera 14,5%. Það er á hinn bóginn nokkru minna fylgi en flokknum hafði verið spáð í ýmsum kosningakönnunum í aðdraganda kosninganna. Sé hins vegar litið til úrslita kosninganna 2003, 2007 og 2009 var Framsóknarflokkur með fylgi á bilinu 11,7-17,7%, en flokkurinn fékk 11,5% fylgi nú. Árið 2013 fékk flokkurinn 24,4% sem var besta út- koma flokksins í 34 ár. jonth@mbl.is 50% 40% 30% 20% 10% 0% Niðurstaða kosninga þeirra flokka sem boðið hafa fram 1995-2016 og náð manni inn 1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016 Framsóknarflokkurinn Björt framtíð SamfylkinginSjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Viðreisn 40,7% 37,1% 23,3% 9,1% 33,7% 18,4% 8,8% 31% 23,7% 17,7% 14,3% 26,8%26,8% 36,6% 14,8% 11,7% 21,7% 29,8% 26,7% 24,4% 10,9% 12,9% 8,2% 29% 14,5% 11,5% 15,9% 10,5% 5,7% 7,2% Heimild: Byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. 5,1% Fylgi Samfylkingar ekki svipur hjá sjón ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Samfylkingin, sem varð til með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalistans, bauð fyrst fram í alþingiskosn- ingunum 1999. Þá fékk flokkurinn 26,8% fylgi og 17 menn kjörna á þing. Það var í takt við vænting- arnar sem greina mátti í umræðu á þessum árum, það er að flokk- urinn hefði á góðum degi 30% fylgi og gæti orðið mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin hélt fylgi á því róli í kosningum 2003, 2007 og 2009. Eftir fjög- urra ára setu í ríkisstjórn frá 2009 til 2013 fékk flokkurinn að- eins 12,9% greiddra atkvæða og 9 þingmenn. Óhætt er því að segja að miðað við væntingarnar sem sem voru þegar flokkurinn var stofnaður séu úrslitin nú, 5,7% fylgi, skipbrot. Birgir Guðmundsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir útkomu Samfylk- ingar í kosningunum nú um margt hafa ráðist af meiri samkeppni og ytri aðstæðum. Fleiri flokkar nú en áður séu að fiska í sama sjó, það er sem kratísk- ir miðjuflokkar. Áður hafi Sam- fylkingin, einn íslenskra stjórnmálaflokka, verið á þeim miðum. „Nei, jafnaðarstefnan er ekki búin þrátt fyrir þessi úrslit. Það væri ekki heldur sanngjarnt að skrifa þetta mikla fylgistap allt á reikning Oddnýjar G. Harð- ardóttur. Stundum liggur landið í pólitíkinni bara þannig að einn ákveðinn stjórnmálamaður getur ekki miklu breytt, heldur ráða þar ýmsir þættir úti í samfélaginu sem ekki verður stjórnað,“ segir Birgir. Ytri aðstæður og meiri sam- keppni ráðandi um útkomuna FLOKKUR MEÐ 30% FYLGI Í UPPHAFI NÚ KOMINN Í 5,7% Birgir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.