Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 8

Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum 15% AFS LÁT TUR AF ÖLL UM KEÐ JUM Á L AGE R VER ÐLÆ KKU N V EGN A L ÆK KAÐ S GEN GIS EUR . Þær eru margar klisjurnar í ís-lenskum stjórnmálum sem lít- ið er að marka.    Ein lífseig er sú,að það fari all- ir flokkar illa í kosningum eftir samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn.    Þrír fráfarandiþingmenn sátu í spjalli á „RÚV“ á kosninganótt. Þar sat þingmaðurinn Ólína Þorvarðar- dóttir og varaði félagshyggju- flokka við því að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn því þá myndi þeim farnast illa í næstu kosningum.    Þannig hafi Samfylkingin fariðmjög illa út úr fyrstu kosn- ingum eftir að Samfylkingin fór í Þingvallabæjarstjórnina 2007.    Staðreyndin er hins vegar sú, aðSamfylkingin fór óverðskuldað vel út úr kosningunum 2009, en Sjálfstæðisflokkurinn fór illa.    Vorið 2013, eftir heilt kjör-tímabil undir forsæti Jóhönnu, formanns Samfylkingar, í „fyrstu hreinu vinstristjórninni“ beið Sam- fylkingin afhroð.    Og nú, eftir á fjórða ár í stjórn-arandstöðu, sem flestir flokk- ar græða á, varð Samfylkingin, sem stofnuð var úr sameiningu 4 flokka, að næstum því ekki neinu. Fékk 3 þingmenn á þessa fjóra stofnflokka. Náði ekki einum þing- manni á flokk.    Kannski tapaði hún mest, þarsem hún er ólæknandi klisju- flokkur, sem engin bönd héldu, því hún vildi ólm inn í brennandi hús ESB. Ólína Þorvarðardóttir Þreyttar klisjur STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 alskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 5 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 léttskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 14 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 14 léttskýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 11 léttskýjað Berlín 9 heiðskírt Vín 8 skýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 20 heiðskírt Róm 19 heiðskírt Aþena 17 skýjað Winnipeg 1 léttskýjað Montreal 5 léttskýjað New York 19 léttskýjað Chicago 11 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:10 17:14 ÍSAFJÖRÐUR 9:27 17:06 SIGLUFJÖRÐUR 9:11 16:49 DJÚPIVOGUR 8:43 16:40 Nú þegar októbermánuður er að renna sitt skeið er ljóst að bæði hita- og úrkomumet verða slegin. Úrkoman er þegar komin upp fyr- ir hæstu eldri heildartölur mánaðar- ins í Reykjavík eða í rúmlega 200 millimetra, samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Úrkoma hefur í fáein skipti farið yfir 200 mm í einum mánuði í Reykjavík, en ekki í október. Októ- berúrkomumet falla líka á nokkrum öðrum stöðvum, segir Trausti. Meðalhitamet októbermánaðar í Reykjavík er 7,9 stig – frá 1915, næsthæsta talan er 7,7 stig (1959 og 1946). „Október nú endar einhvers staðar á þessu róli – væntanlega ekki met – því talan nú er 7,94 og varla að hún haldist til loka – eitt- hvert fimm efstu sætanna virðist tryggt,“ segir Trausti á bloggi sínu. Í Stykkishólmi er keppt við 1946 og 7,8 stig – meðalhiti nú er 8,07 og enn möguleiki á meti. Á Akureyri er- um við nú í 7,64 stigum – þar stefnir í 2. sætið – 1946 er á toppnum – en nokkuð langt niður í 1915. Mælt hefur verið í Grímsey frá 1874. Þar stendur meðalhitinn nú í 7,71 stigi, langt ofan við það hæsta hingað til, 7,0 (1946). Sólskinsstundir eru með allra fæsta móti í Reykjavík. sisi@mbl.is Úrkomumetið í Reykjavík fallið  Ljóst að bæði hita- og úrkomumet októbermánaðar verða slegin Morgunblaðið/Golli Október Linnulítið úrhelli. „Við ætlum að vera með hliðar- tónleika í Vest- mannaeyjum í kvöld, klukkan 17 í Alþýðuhúsinu og það kostar ekkert inn,“ segir Grímur Atlason, einn stjórnenda Iceland Airwav- es-tónlistarhátíðarinnar. Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn en það verður byrjað að afhenda arm- bönd í dag sem tryggja mönnum að- gang á hátíðina. Hátíðin mun standa yfir frá 2. nóvember til 6. nóvember. En af hverju að vera með tónleika í Vestmannaeyjum núna fyrir Airwaves-hátíðina? „Eyjamenn elska menningu og við elskum Vestmannaeyjar,“ segir Grímur. „Ástin er óbrigðul og frá- bær. Við treystum því að Elliði Vign- isson bæjarstjóri mæti í hlýrabol með sjálflýsandi varasalva. Það er planið.“ Á tónleikunum í Alþýðuhúsinu munu Hildur og Emmsjé Gauti spila. „Alþýðuhúsið er gamall og sögufrægur staður eins og öll al- þýðuhús eru.“ borkur@mbl.is Grímur Atlason Rokk og Heimaey  Iceland Airwaves fer til Vestmannaeyja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.