Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 10
Alþingiskosningar 1946-2016 Kosningaþátttaka Heimild: Hagstofa Íslands 95 90 85 80 75 87 ,4 % 89 % 89 ,9 % 92 ,1 % 90 ,6 % 90 ,4 % 91 ,1 % 91 ,4 % 90 ,4 % 91 ,4 % 90 ,3 % 89 ,3 % 88 ,3 % 90 ,1 % 87 ,6 % 87 ,4 % 84 ,1 % 87 ,7 % 83 ,6 % 85 ,1 % 81 ,4 % 79 ,2 % 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 20 16 Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Kosningaþátttaka í alþingiskosning- unum á laugardaginn nam 79,2% en alls greiddu 195.200 manns atkvæði af þeim 246.515 manns sem eru á kjörskrá. Kjörsókn hefur ekki verið lægri frá stofnun lýðveldisins. Í Norðvesturkjördæmi var kosn- ingaþátttakan mest þar sem 81,2% greiddu atkvæði en minnst var hún í Reykjavíkurkjördæmi norður eða um 77,9% en í báðum kjördæmum minnkaði hún frá alþingiskosningun- um árið 2013. Í fyrstu alþingiskosningunum eftir lýðveldisstofnun var kjörsókn 87,2%. Hún reis til ársins 1956 þegar hún náði hámarki í 92,1% og staðnaði í kringum 91% fram til kosninganna 1978. Kjörsókn betri en víða í Evrópu Alla jafna hefur kjörsókn farið minnkandi milli kosninga frá árinu 1978 með tveimur undantekningum. Árið 1987 hækkaði hún um tæp tvö prósent upp í 90,1% og árið 2003 kom brött aukning um rúm þrjú prósent upp í 87,7%. Kjörsókn á Ísland stendur vel í samanburði við hinn vestræna heim. Á lista yfir kjörsókn í OECD-lönd- unum sem eru 35 talsins var Ísland í sjötta sæti sé miðað við alþingiskosn- ingarnar 2013 þegar kjörsókn var 81,4%. Í efsta sæti er Belgía með 89,4%. Í norrænum samanburði er Ísland ofar Noregi og Finnlandi í kosningaþátttöku en Danmörk og Svíþjóð skora hærra. Líkt og á Ís- landi hefur kosningaþátttaka minnk- að víðast hvar í heiminum á síðustu áratugum. „Þetta er í takti við það sem hefur verið að gerast annars staðar í heim- inum,“ sagði Eiríkur Bergmann Ein- arsson, prófessor í stjórnmálafræði hjá Háskólanum á Bifröst, í samtali við Morgunblaðið. „Ég held að þetta sé hluti af því að samfélög og fjölmiðlun eru að verða fjölbreyttari sem gerir það að verk- um að það er ekki lengur þannig að allir lifi í sama upplifunarheiminum eins og einu sinni var. Það eru fleiri og fleiri í samfélaginu sem eru ekki á sama hátt og áður þátttakendur í þjóðfélaginu eða þjóðfélagsumræð- unni.“ Hann sagði jafnframt að önnur skýring fælist í því að vantrú á stjórnmálum gæti búið til kaldhæðna afstöðu um að atkvæði manns skipti engu máli. Pólitísk þátttaka aukist Þrátt fyrir að kjörsókn sé í sögu- legu lágmarki og hafi leitað niður á við í nokkra áratugi sagði Eiríkur að pólitísk þátttaka hefði aldrei verið meiri. „Þó að fólk veigri sér við að taka þátt og bjóða sig fram til alþingis eða finnist alþingi vera óheillandi þá er myljandi áhugi á pólitík á Íslandi. Við sjáum að það er aukin þátttaka í pólitískum aðgerðum, mótmælum, skrifum á netinu og svo framvegis. Á sama tíma og kosningaþátttaka er að minnka hefur pólitísk þátttaka í landinu aldrei verið meiri,“ sagði Ei- ríkur. Kosningaþátttaka hjá aldurshóp- um getur haft töluverð áhrif á úrslit kosninga. Það er þekkt fyrirbæri að yngri aldurshópar skila sér í minni mæli á kjörstað og oft getur verið kynslóðamunur á fylgi flokka. „Píratar hefðu líklega verið stærri ef þátttakan hefði verið jöfn hjá öll- um aldurshópum. Kannanir sýndu að stuðningur var mestur hjá yngri ald- urshópum og það er yfirleitt þannig að þeir skila sér minna á kjörstað.“ Kjörsókn í sögulegu lágmarki  Minnsta kjörsókn í alþingiskosn- ingum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins Morgunblaðið/Eggert Kosningar Á síðustu áratugum hefur kosningaþátttaka haft tilhneigingu til að minnka víðast hvar í heiminum. 10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500 • Frí heimsending lyfja • Góð kjör fyrir eldri borgara og öryrkja • Gerðu verðsamanburð • Lyfjaskömmtun á góðu verði góð þjónusta ogPersónuleg Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00 Heilbrigð skynsemi Heilsugæsla efra Breiðholts Gerðuberg Lyf á lægra verði Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 11 -15 Námskeið í prjóni og hekli sjá nánar á storkurinn.is ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Jón Birgir Eiríksson Þorsteinn Friðrik Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það vonbrigði að kosningabandalag vinstri manna nái ekki meirihluta samkvæmt niðurstöðu kosninganna, en Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Sam- fylking fá samanlagt 27 þingmenn kjörna. Starfandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar féll einnig og fékk aðeins 29 þingmenn kjörna samtals. Of skammur tími Katrín segir Vinstri græn fylgj- andi því að flokkarnir tali með skýr- um hætti í aðdraganda kosninga um það með hverjum þeir vilji vinna. „Auðvitað var tíminn mjög skammur og það er í raun og veru mjög óraunhæft að ætla sér að fara í slíkt samtal þegar minna en tvær vikur eru til kosninga og allir eru í kosningabaráttu. Ég held að þetta sé ágætis innlegg í þessa umræðu, hvort þetta sé einhver þróun sem eigi eftir að verða í íslenskri pólitík. Í þessu tilfelli var bara of stuttur tími til að skýra þessar málefnalínur,“ segir hún. Ekki hrædd að taka áhættu Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, segir Pírata reyna að setja nýja staðla og óttist ekki að taka áhættu. „Ef maður er ekki tilbúinn til að taka áhættu þá gerist ekki neitt. Ég held að þetta muni hafa áhrif fyrir framtíðina því nú hefur þetta verið gert. Ég held að þetta hafi verið far- sælt fyrir framtíðina, ekki fyrir okk- ur endilega heldur fyrir skýrleika og heiðarleika stjórnmálanna,“ segir hún. Spurð hvort öll von sé nú úti fyrir kosningabandalag vinstri manna, veltir hún upp stöðu Samfylkingar- innar, sem fékk þrjá þingmenn kjörna. „Maður hlýtur að spyrja sig, núna er staðan til dæmis þannig hjá Sam- fylkingunni að ef ég væri í þessum flokki þá myndi ég ekki vilja vera í ríkisstjórn því flokkurinn þarf greinilega að gera eitthvað til að lifa af. Hann hefur misst alla sína þing- menn á höfuðborgarsvæðinu sem er rosalegt fyrir flokk sem var með sitt bakland þar,“ segir Birgitta Jóns- dóttir. Morgunblaðið/Eggert Pírati Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, bíður úrslitanna í húsakynnum Ríkisútvarpsins á kosninganótt. Náðu ekki meirihluta  Of skammur tími var til viðræðna, að mati Katrínar  Birgitta telur Samfylkingu ekki stjórntæka með 5,7% fylgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.