Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. skáldskap, nema það að textinn er ljóðskotnari en talað mál sem er yfirleitt í slammi. Hljómsveitarskip- anin hefur hentað þróuninni á hljóm- sveitinni enda grundvallast hún af fyrrnefndum gæðastundum og í rauninni þess að njóta. Tónlistar- stíllinn okkar er frekar hrár og skuggalegur en samt fínlegur. Við erum að dansa á mörkum sem okkur finnst skemmtileg því þetta er ekki hefðbundið rapp og alls ekki hefð- bundinn ljóðlestur, ekki gjörningur, samt getur upplifunin alveg farið þangað. Flokkakerfi eru oft svo ófullkomin og ónákvæm, stíllinn passar ekki beint í neinn sérstakan flokk.“ Úthúða græðgi og klíkumakki Hvað viljið þið segja með lögunum ykkar? „Við viljum varpa ljósi á ýmsa hluti og svo getur fólk ráðið hvort það virðir þessa hluti fyrir sér eða ekki. Við viljum velja orðin þannig saman að þau geti þýtt margt í einu. Eitt lag fjallar t.d. um það hvernig það er að reyna að láta fjármálin ganga upp ef maður vill vera lista- maður – ,,það geta ekki allir unnið við forritun eða í banka…“ Annað lagið fjallar um þolinmæði og bilið á milli þess að bíða og halda áfram. Textarnir eru flestir með frekar súr- realískum ævintýrablæ, það er stíll sem okkur finnst skemmtilegur. Svo erum við að sjálfsögðu að úthúða sið- leysi sem fylgir græðgi og klíku- makki. Við bendum á að peningafíkn sé í alvörunni vandamál sem ætti að taka alvarlega, það eru margir með gullgraftarkýli sem þyrfti að stinga á.“ Forvitið fólk Hafið þið oft spilað opinberlega og hvernig er ykkur tekið? „Við komum fyrst fram á opnun Listahátíðar í Reykjavík 2015 í Þjóð- menningarhúsinu. Það kom okkur í opna skjöldu og var frekar krassandi gigg því við tókum fyrsta lagið okkar sem veltir upp viðkvæmum mál- efnum og við fluttum það með sterkri tilfinningu. Seinna heyrðum við að það hefði verið svo áhrifamik- ið að fólk hefði átt erfitt með að horf- ast í augu smá tíma á eftir. Við komum líka fram á ljóðakvöldi Hispursmeyja. Þar var lán að Guð- rúnu var bara ekki stolið af öðrum ljóðskáldum í salnum því það voru allir svo hrifnir af því hversu vel bassaleikurinn studdi við ljóðin. Svo spiluðum við líka á 17. júní og á Menningarnótt, þar var okkur mjög vel tekið og fólk var svolítið forvitið um okkur.“ Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is KontrabassaljóðarappdúóiðSilkikettina skipa þærGuðrún Hulda Pálsdóttirkontrabassaleikari og Bergþóra Einardóttir ljóðskáld/ dansari/söngkona/rappari. Dúóið kemur fram „off venue“ á Airwaves á skemmtistaðnum Boston miðviku- daginn 2. nóvember. Til liðs við sig hafa þær fengið trommuleikarann Pétur Daníel Pétursson, sem hljóð- blandar einnig í nýjasta lagi dúósins Þolinmæðiskona. Afsprengi eðalkvölda „Við kynntumst fyrir um áratug í ritlistarnámi við Háskóla Íslands og höfum dansað saman síðan,“ segja þær Guðrún og Bergþóra þeg- ar þær eru spurðar hvernig þær kynntust og dúóið varð til. „Silki- kettirnir er afsprengi reglulegra eð- alkvölda okkar vinkvennanna. Við erum nautnaseggir og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk þegar tækifæri gefst, skrafa og skapa eitthvað saman. Að blanda saman ljóðaupplestri og bassalínum varð til á slíku kvöldi, en þá hafði Guðrún verið að æfa sig á bassann og Bergþóra að klára að setja saman ljóð sem hún vildi koma frá sér í lagi. Við fluttum þetta ljóð á opnunar- hátíð Listahátíðar í Reykjavík 2015 og fengum sterk viðbrögð.“ Að dansa á mörkunum Hvernig mynduð þið lýsa tón- listarstíl dúósins? „Silkikettirnir er kontrabassa- ljóðarappdúó. Þetta myndi bæði flokkast sem rapp og ljóðaupplestur en er kannski helst í ætt við beat- Vilja magna upp tilfinningaseið Silkikettirnir er framsækið dúó sem blandar saman ljóðaupplestri og bassalínum. Tónlistarstíll þeirra er hrár, skuggalegur en samt fínlegur. Textinn er beat-skáldskapur með skemmtilega súrrealískum ævintýrablæ þar sem orðin þýða margt í einu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Menning Silkikettirnir spiluðu í Þjóðmenningarhúsinu við opnun Listahátíðar árið 2015. Berlín Guðrún Hulda Pálsdóttir og Bergþóra Einarsdóttir brugðu sér til Berlínar á haustdögum til að stilla saman strengi sína. Erla Dóris Halldórsdóttir, doktor í sagnfræði, flytur erindið Karlmenn í fæðingarhjálp á hádegisfyrirlestri hjá Sagnfræðingafélaginu, á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hóp af körlum sem sinntu ljós- mæðrastörfum á Íslandi á 18. og 19. öld, en saga þess- ara karla er næst- um gleymd. Í dag starfar enginn karlmaður sem ljósmóðir á Íslandi og svo hefur ekki verið frá því í byrjun 20. aldar. Karl- menn tóku þó á móti börnum og sá fyrsti sem lauk ljósmæðraprófi var bóndi í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1776. Erla Dóris varði doktorsritgerð sína, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760- 1880, við Háskóla Íslands í lok októ- ber á þessu ári en hún lauk bæði BA- prófi og MA-prófi í sagnfræði við sama skóla. Síðustu ár hefur hún starfað, með hléum, sem sérfræð- ingur hjá Þjóðskjalasafni Íslands og er nú sjálfstætt starfandi sagnfræð- ingur. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands og er hann í röð fyrirlestra sem skipu- lagðir eru í samvinnu við Þjóðminja- safnið. Sagnfræðingafélagið Karlmenn í fæðingarhjálp Morgunblaðið/Kristinn Fæðingarhjálp Enginn karl starfar sem ljósmóðir á Íslandi og svo hefur ekki verið frá því í byrjun 20. aldar. Erla Dóris Halldórsdóttir Félagsmenn Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins (KÍM) eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins og taka með sér gesti. Fundurinn verður hald- inn kl. 18 í kvöld, mánudaginn 31. október, á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf, en auk þess seg- ir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, frá verkefnum sínum í Kína. Tilgangur Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins er að koma á og halda uppi menningarsamstarfi milli Ís- lands og Kína, og veita fræðslu um menningu, þjóðfélagshætti og vísindi í Kína og stuðla að því að kynna þar íslenska menningu, bókmenntir og listir. Nánari upplýsingar fást í síma 8973744 eða með því að senda fyrir- spurnir á netfang félagsins; kim@kim.is. Vefsíðan www.kim.is Menningarsamstarf milli Íslands og Kína Morgunblaðið/Einar Falur Kína Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, er þekktur fyrir einstæðar ljósmyndir og frásagnargáfa hans er rómuð. Þessa mynd tók hann í borginni Wuhan í Kína. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.