Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 14
SVIÐSLJÓS Jón Þórisson jonth@mbl.is Í máli formanna stjórnmálaflokk- anna í fjölmiðlum eftir kosningarnar nú virðast þeir flestir sammála um að sigurvegarar kosninganna séu þrír. Einn þeirra er Sjálfstæðis- flokkur, sem stærsti flokkur lands- ins og bætir við sig 2% stigum á landsvísu. Auk þess á flokkurinn efsta mann í öllum kjördæmum. Annar er Viðreisn sem bauð nú fram í fyrsta skipti og hlýtur 10,5%. Sá þriðji er Píratar sem fengu 14,5% fylgi sem er stórt stökk frá kosningunum 2013 þegar flokkurinn fékk 5,1% greiddra atkvæða. Að auki hefur formaður Vinstri grænna gert tilkall til að vera í hópi þeirra sem nefndir eru sigurvegarar kosninganna, en flokkurinn fékk 15,9% fylgi. Í kosningunum 2013 hlaut flokkurinn 10,9%. Vert er að nefna í þessu samhengi að fylgi flokksins í kosningunum 2003, 2007 og 2009 var á bilinu 8,8-21,7%. Samfylking bauð fyrst fram í kosningunum 1999 og fékk þá 29,8% fylgi. Í næstu kosningum þar á eftir, árið 2003, fékk flokkurinn 31% fylgi. Heldur minnkaði fylgið í kosning- unum 2007 en þá hlaut hann 26,8%. Aftur bætti Samfylking við sig í kosningum 2009 og hlaut 29,8. Eins og áður segir er nú aðeins fimmt- ungur þess fylgis eftir. Viðreisn ekki einsdæmi Framsóknarflokkur tapar miklu fylgi frá því í kosningunum 2013. Þá hlaut flokkurinn 24,4% en það var besta útkoma í 34 ár. Hann ber nú aðeins 11,5% úr býtum. Rétt er þó að rifja upp að fylgi flokksins nú er í samræmi við fylgi hans í kosningum árin 2003, 2007 og 2009. Flokkurinn fékk til dæmis 11,7% fylgi í kosning- unum 2007. Það sem gerir fylgistap- ið svo áberandi nú er að hann stór- jók fylgi sitt í kosningum 2013, fór úr 14,8% upp í 24,4%. Nokkur reynsla er af því hér á landi að ný stjórnmálaöfl líti dagsins ljós og bjóði fram. Þau hafa þó verið mislífseig. Í kosningunum nú bar Viðreisn 10,5% úr býtum. Af nýjum framboðum hefur Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar náð best- um árangi, en það var í kosning- unum 1987. Hlaut framboðið 10,9% fylgi. Frumraun margra gengið vel Björt framtíð bauð fyrst fram árið 2013 og fékk þá 8,4% fylgi. Borg- arahreyfingin hlaut 7,4% árið 2009. Bandalag jafnaðarmanna fékk 7,3% árið 1983 og Þjóðvaki fékk 7,2% árið 1995. Það einkennir jafnframt niður- stöðu þessara kosninga að í fyrsta sinn ná sjö flokkar manni inn á þing. Hafa þeir ekki í annan tíma verið fleiri. Í því samhengi er áberandi er þegar fylgi svonefnds fjórflokks er skoðað, það er að segja Framsókn- arflokks, Sjálfstæðisflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna, að samanlagt fylgi þeirra í kosningun- um nú er 62,1%. Það er nokkur breyting, því fjórflokkurinn fékk 90% atkvæða í kosningunum 2009. Listabókstafur: Flokkur/framboð: 29% 22,5% 16,8% 21,2% 10,2% 11,4% 6,7% 26,7% 10,9% 5,1% 24,4% 8,2% 15,9% 14,5% 11,5% 10,5% 7,2% Niðurstöður alþingiskosninga 29. október 2016 Sjálfstæðisflokkurinn D Vinstri græn V Píratar P Framsóknarflokkurinn B Björt framtíð A Viðreisn C 21 10 10 8 7 419 7 3 19 6 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur  Sjálfstæðisflokkur leiðir í öllum kjördæmum  Fylgi Framsóknarflokks svipað og fyrir kosningar 2013  Fjórflokkurinn með um 62% fylgi en hafði 90% árið 2009  Viðreisn með næstbestu frumraunina Morgunblaðið/Árni Sæberg Förðun Þær Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum, og Oddný Harðardóttir, Samfylkingu, búnar undir sjónvarpsútsendingu eftir að fyrstu tölur höfðu birst. Morgunblaðið/Eggert Bollaleggingar Óttar Proppé, Bjartri framtíð, og Benedikt Jóhannesson, Viðreisn, spá í nýjustu tölur áður en umræður stjórnmálaleiðtoga í sjónvarpssal fóru fram. Sigurður Ingi Jóhannsson í bakgrunni. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 ALÞINGISKOSNINGAR 2016

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.