Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Milli 2014 og 2015 lækkuðu álögð
gjöld lögaðila úr 183,8 milljörðum
króna niður í 172,4 milljarða. Skýr-
ist lækkunin einkum af því að á
rekstrarárinu 2015 var sérstakur
skattur á fjármálafyrirtæki, svo-
kallaður bankaskattur, ekki lengur
lagður á slitabú fjármálafyrirtækja
og dróst sá liður því saman um 25
milljarða króna milli ára. Þetta
kemur fram í yfirliti sem efnahags-
og fjármálaráðuneytið hefur birt og
byggir á tölum frá ríkisskattstjóra.
Gjaldskyldum félögum fjölgaði
um 665 milli ára, eða 1,7%, og eru
nú um 40.500 talsins. Greiðir því
hver lögaðili að jafnaði rúmlega 4,2
milljónir til ríkisskattstjóra á
grundvelli rekstrarársins 2015. Um
frumálagningu er að ræða og geta
upphæðirnar tekið breytingum.
Stærstu liðir hækka
Tveir langsamlega stærstu liðir
álagðra gjalda eru tekjuskattur og
tryggingagjald og hækka báðir
þessir liðir um rösklega 9% á milli
ára. Tekjuskattgreiðslur hækka
um 5,9 milljarða, úr tæplega 63,8
milljörðum í tæpa 69,7 milljarða, en
greiðslur vegna tryggingagjalds
aukast um 6,9 milljarða og fara úr
75,1 milljarði upp í 82.
Þriðji stærsti liðurinn, sérstakur
fjársýsluskattur, nemur um 6,8
milljörðum fyrir árið 2015 en var
rúmlega 6 milljarðar árið á undan.
Er þetta um 12,9% aukning og það
þrátt fyrir að gjaldendum hafi
fækkað úr tíu í átta. Þessi skattur
er núna lagður á í sjötta sinn og
reiknast sem 0,376% af heildar-
skuldum viðkomandi lögaðila, með
50 milljarða króna frískuldamarki.
612 milljóna útvarpsgjald
Lögaðilar greiða tæplega 1,4
milljarða í fjármagnstekjuskatt
fyrir rekstrarárið 2015, 612 millj-
ónir í útvarpsgjald og 2,9 milljarða
í fjársýsluskatt sem lagður er á
laun og þóknanir fjármála- og
tryggingafyrirtækja. Þá nema
greiðslur vegna sérstaks fjársýslu-
skatts samtals 6,8 milljörðum en
um er að ræða 6% skatt á hagnað
fjármálafyrirtækja umfram einn
milljarð.
Þeim fyrirtækjum fjölgar milli
ára sem fá afslátt vegna rann-
sókna- og þróunarkostnaðar.
Vegna ársins 2015 fá 98 fyrirtæki
afslátt eða útborgun sem nemur
Samtals tæplega 1,2 milljörðum.
Lögaðilar greiða
172,4 milljarða
Tekjuskattsgreiðslur og tryggingagjald hækka milli ára
Morgunblaðið/Golli
Framlög Opinber gjöld lögaðila samanstanda af átta mismunandi sköttum.
Ummæli sem Mark Carney lét falla á
fundi þingnefndar í síðustu viku þóttu
gefa til kynna að hann hygðist ekki
starfa út allan skipunartíma sinn.
Carney hefur stýrt Englandsbanka
frá 2013 og var skipaður til átta ára,
en fyrir helgi fóru bresk dagblöð að
gera því skóna að seðlabankastjórinn
myndi hvað úr hverju tilkynna að
hann væri á förum.
Vaxandi gagnrýni hefur gætt í garð
Carney, einkum úr röðum útgöngu-
sinna sem höfðu betur í Brexit-kosn-
ingunni fyrr á árinu. Á undanförnum
vikum hafa Theresa May forsætisráð-
herra, William Hague, fyrrverandi
utanríkisráðherra, og Michael Gove,
fyrrverandi dómsmálaráðherra, öll
beint spjótum sínum að Englands-
banka. Bendir Financial Times á að
gagnrýnendum Carney þyki hann
hafa verið of svartsýnn í afstöðu sinni
gegn útgöngu Bretlands úr ESB og
að hann hafi haft meiri afskipti af póli-
tískum málum en hæfi starfinu.
Framúrskarandi frammistaða
Greg Clark viðskiptaráðherra
brást við vangaveltum fjölmiðla á
sunnudag með því að lýsa yfir stuðn-
ingi við seðlabankastjórann. Clark
var háttsettur starfsmaður breska
fjármálaráðuneytisins þegar Carney
var settur yfir Englandsbanka og
segir hann að skipunin hafi verið af-
bragðsgóð ákvörðun og frammistaða
Carney verið framúrskarandi.
Þá hefur Theresa May sagst gjarn-
an vilja að Carney stýri Englands-
banka áfram. Hefur hún reynt að leið-
rétta það sem ráðherrann segir vera
mistúlkun á ummælum sínum um
peningastefnu bankans. Phillip Ham-
mond fjármálaráðherra hefur einnig
sagst fagna því ef Carney situr áfram
í embætti.
Seint á sunnudag greindi svo Fin-
ancial Times frá því að Carney væri
ekki á förum. FT segir Carney hafa
tjáð vinum sínum að hann sé reiðubú-
inn að starfa út skipunartímann og að
hann hyggist senda frá sér yfirlýs-
ingu í þessari viku til að binda enda á
skaðlegar vangaveltur um framtíð
bankans. Heimildarmenn FT segja
jafnframt að Carney sé staðráðinn í
að verja sjálfstæði Englandsbanka.
Á fimmtudag mun Carney kynna
nýjustu verðbólgutölur og er gert ráð
fyrir að þær sýni að breska hagkerf-
inu hafi vegnað betur en búist var við.
ai@mbl.is
AFP
Umdeildur Fyrir helgi töldu bresku dagblöðin að fararsnið væri á Carney.
Mark Carney
ekki á förum
Mun verja sjálfstæði Englandsbanka
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur
um langt skeið gert auglýsendum
kleift að birta hnitmiðaðar auglýs-
ingaherferðir sem aðeins er beint
að tilteknum samfélagshópum, s.s.
á grundvelli aldurs, kyns og áhuga-
mála.
Fréttastofan ProPublica segir að
með þessu sé mögulega verið að
brjóta bandarísk lög sem banna
mismunun.
Ef auglýsandi vill til dæmis aug-
lýsa húsnæði gæti hann gerst brot-
legur við lög um húsnæðismál með
því að láta auglýsingar sínar aðeins
birtast hjá Facebook-notendum
sem hafa „tengsl“ við tiltekinn kyn-
þátt. Sama gildir með auglýst störf,
að ekki er löglegt að setja auglýs-
ingarnar fram með þeim hætti að
útiloki tiltekna þjóðfélagshópa, t.d.
á grundvelli kyns eða kynþáttar.
Facebook spyr notendur ekki um
kynþátt en greinir áhugasvið
þeirra til að meta hvort notandi
hafi sterk tengsl við tiltekna kyn-
þætti.
Facebook ver þessa starfshætti
og segir auglýsingavalkosti sína til
þess gerða að notendur vefsins sjái
auglýsingar sem þeir hafi meiri
áhuga á. ai@mbl.is
Auglýsingastillingar Facebook
kunna að vera ólöglegar
AFP
Breytur Það virðist hægt að nota
auglýsingastillingar Facebook til að
misuna fólki s.s. eftir kynþætti.
● Í skýrslu sem þrýstihópurinn Leave
Means Leave birti á sunnudag er því
haldið fram að stærstu bankar og fjár-
málafyrirtæki Bretlands muni árlega
hafa 12 miljarða punda ávinning af út-
göngu landsins úr ESB. Munar þar hvað
mest um að losna undan íþyngjandi
regluverki Evrópusambandsins.
Segir Bloomberg niðurstöður skýrsl-
unnar stangast á við þær raddir sem
hafa varað við að útganga úr ESB stefni
tugum þúsunda starfa í fjármálageira í
voða og verði til þess að Bretland fari á
mis við tekjur og skattgreiðslur sem
hlaupa á tugum milljarða punda.
ai@mbl.is
Bankar betur staddir utan Evrópusambandsins