Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 31.10.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is 442 1000 Nánari upplýsingar á rsk.is Álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2016 er lokið Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 31. október til 14. nóvember 2016 að báðum dögummeðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 30. desember 2016. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Enn einn jarðskjálftinn varð á Ítal- íu á sunnudagsmorgun og var hann upp á 6,6 á Richter og skall á klukk- an 07:40, árla morguns. Þrír minni höfðu komið á síðustu vikum. Eng- inn lét lífið í þetta skiptið en sögu- legar byggingar skemmdust og jafnvel gjöreyðilögðust og yfir 20 manns slösuðust. Þetta er öflugasti jarðskjálfinn á Ítalíu í um 30 ár, þótt mannfall hafi ekki orðið. Hversvegna ekkert mannfall hefur verið tilkynnt er ekki ljóst en marg- ir íbúar svæðisins hafa ekki enn komið aftur á þessar slóðir síðan í jarðskjálftanum í ágúst. En hátt í 300 manns létust í jarðskjálfta á svipuðum slóðum í ágúst en sá skjálfti breytti mörgum þorpum í rústir einar. Borgin Amitrice fór sérstaklega illa útúr þeim skjálfta. Þótt það hafi verið mikið mannfall kemst það ekki nálægt mannfallinu sem varð á níunda áratugnum þegar um 2.500 manns létust í jarðskjálfta sem varð í Campina, en sá skjálfti náði upp í 7,1 á Richter skalanum. Mikil eyðlegging Mörg hús eyðilögðust í jarð- skjálftanum í gærmorgun sem varð í Perugia-héraðinu. Borgin Norcia varð einna verst úti í þessari hrinu. Norcia er um miðbik Ítalíuskagans á austurströnd hans en skjálftarnir fundust í Róm á vesturhluta skag- ans og alla leið norður til Feneyja. Yfir 200 minni eftirskjálftar hafa mælst síðasta sólarhring frá því að sá stóri varð. Einsog gefur að skilja eiga borg- aryfirvöld í Norcia í augnablikinu í vandræðum með að veita rafmagni og vatni til borgarbúa. Samkvæmt CNN eru um 15 þúsund borgarar án rafmagns. Fræg miðaldakirkja í Norcia, San Benedetto, er stórskemmd, nánast hrunin eftir skjálftann. Yfirvöld hrósa happi með að hafa verið viðbúin og forsætisráð- herrann Matteo Renzi fullyrti að allar byggingar verði endurbyggð- ar. Margir velta fyrir sér hvers vegna þessi jarðskjálftahrina er á Ítalíu núna. En jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum. Flekahreyf- ingar jarðskorpunnar eru misal- gengar en nú virðist ein slík hrina standa yfir á Ítalíuskaganum. Þar nuggast flekarnir saman eða troð- ast hver undir annan. Svo þegar bergið brotnar losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgju- hreyfingar. Alltaf hætta á skjálftum á Ítalíu og hefur alltaf verið Samkvæmt BBC færast flekarnir á skaganum um 3 millimetra á ári eða á hraða sem er um einn tíundi þess hraða sem fingurneglur mannsins vaxa. Ítalir munu þurfa að lifa við svona jarðskjálftahrinur að eilífu rétt eins og þeir hafa þurft að gera hingað til. Árið 1980 varð hræðilegur jarð- skjálfti í Campania og létust rúm- lega 2.500 manns. Árið 1908 varð jarðskjálfti nálægt Messinu sem er talið að hafi fellt á bilinu 75.000 til 200.000 manns. Sá jarðskjálfti er talinn sá versti í nú- tímasögu Evrópu og lagði borgirnar Messinu á Sikiley og Reggio sem liggur hinumegin við sundið nánast í rúst. Fjórði jarðskjálftinn á Ítalíu á stuttum tíma  Margir jarðskjálftar hafa verið á Ítalíu undanfarna mánuði  Enginn lést í skjálftanum í fyrradag  Mikið mannfall varð í jarðskjálfta á Ítalíu í sumar AFP Rústir Nánast ekkert nema framhliðin á þessari kirkju frá miðöldum lifði jarðskjálftann í gærmorgun af. Fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, Staffan de Mistura, sagðist vera sjokkeraður yfir grimmd uppreisnarmanna í Aleppo sem létu sig það engu skipta hvort þeir væru að skjóta á venju- lega borgara eða hermenn sem væru á yfirráðasvæði stjórnarhers Assads í vesturhluta borgarinnar. Hann sagði árásirnar hafa verið hræðilegar síðustu sólarhringa. Á föstudaginn hófu uppreisnar- sveitir árás í von um að brjóta á bak aftur umsátur sveita stjórnarhers- ins. Um 275.000 manns hafa verið innikróaðir í borginni í marga mán- uði. Rússneskar og sýrlenskar sveit- ir hafa staðið fyrir miklum sprengju- árásum á uppreisnarmenn. SÝRLAND Sjokkeraðir yfir uppreisnarmönnum Ástralski for- sætisráðherrann Malcolm Turn- bull hefur kynnt tillögu að laga- setningu sem bannar þeim inn- flytjendum sem hafa smyglað sér til landsins á bát- um að verða að áströlskum borg- urum. Mörg mannréttindasamtök hafa bent á að þetta sé ónauðsynlegt í stöðunni sem ástralska ríkið er í dag. Flóttamannavandinn sé eng- inn í dag í samanburði við það sem hann var. En Turnbull hefur notið þónokk- urra vinsælda fyrir að lofa að stöðva innflytjendastrauminn til landsins í gegnum árin. ÁSTRALÍA Vill banna flótta- menn á bátum Kosningastjórar Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata í Bandaríkjunum, eru mjög reiðir yfir því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur ákveðið taka aftur upp rannsókn á tölvupóstum Clinton að- eins tæpum tveimur vikum fyrir kosningar. Það mál olli henni töluverðum vandræðum í fyrra en flestir héldu að storminn í kringum það hefði lægt. Donald Trump er aftur á móti hæstánægður með að það mál sé að fá framgang hjá FBI og sparar ekki stóru orðin og segir tölvupóstamál Clinton vera stærsta pólitíska hneykslið sem hafi komið upp í Bandaríkjunum síðan Watergate- málið kom upp. Málið ku tengjast klúrum póstum frá fyrrverandi manni aðstoðarkonu Clinton til 15 ára stúlku. borkur@mbl.is AFP Kraftur Aðeins tíu dagar eru í kjördag og nú er það harkan sex alla daga. Segir hneykslið það stærsta eftir Watergate  Baráttan að nálgast suðupunkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.