Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 24

Morgunblaðið - 31.10.2016, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Sjúkraþjálfun er úr- ræði í heilbrigðiskerf- inu sem er verulega vannýtt en gæti sparað háar upphæðir og auk- ið skilvirkni heilsu- gæslunnar og öldr- unarþjónustu samhliða því að auka lífsgæði. Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks. Þeir aðstoða fólk á öllum lífs- skeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni vegna öldrunar, slysa, sjúkdóma, kvilla, ástands eða um- hverfislegra þátta. Lögð hefur verið sívaxandi áhersla í vestrænni heil- brigðisþjónustu á að efla meðferð í formi þjálfunar og hreyfingar vegna þess einfaldlega að sýnt hefur verið fram á gagnsemi þess og sparnað þegar á heildarmyndina er litið. Þetta er gert undir kjörorðinu „Ex- ercise is medicine“ eða „þjálfun er læknisfræðileg meðferð“. Sjúkraþjálfun skilar árangri Með því að efla þjónustu á sviði sjúkraþjálfunar í gegnum heilsu- gæslur hefur víða erlendis náðst mikill árangur við að draga úr þörf fyrir þjónustu heimilislækna vegna stoðkerfisvandamála. Á sama tíma og þetta hefur bætt heilsu og lífs- gæði margra þá hefur aðgangur þeirra sem glíma við annarskonar kvilla að þjónustu heimilislækna aukist. Nýlegar breytingar í heilsugæslunni hér- lendis þar sem verið er að ráða sálfræðinga inn á stöðvarnar eru því fagnaðarefni. Sálfræð- ingar og sjúkraþjálf- arar hafa alla tíð átt ná- ið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjós- anlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstíls- sjúkdóma. Sjúkraþjálfun eykur lífsgæði Það er einnig gríðarlega mikil- vægt að eldri borgarar hafi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun og almennri endurhæfingu. Besta leiðin til að bregðast við fjölgun aldraðra er að stuðla að því að þeir haldi heilbrigði sínu, hreysti og atgervi sem allra lengst. Rannsóknir hafa sýnt að aldraðir sem njóta þjálfunar eru mun líklegri til að geta verið heima lengur, ekki síst ef þeir í framhaldi fá þjónustu sjúkraþjálfara heim. Sjúkraþjálfun á hjúkrunarheimilum er ekki síður mikilvæg því hún getur hjálpað öldruðum einstaklingum til aukinnar sjálfbjargar og þannig minnkað þörf fyrir aðstoð. Í því felst sparnaður að ógleymdum þeim auknu lífsgæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparnaður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freistandi fyrir aðþrengda fram- kvæmdastjóra hjúkrunarheimila að spara eyrinn með því að skera niður þjónustu sjúkraþjálfunar. Betri nýting fjármuna Á skal að ósi stemma, segir í mál- tækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heil- brigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. For- varnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna og öldrunarþjón- ustu þá er stórfelld efling sjúkra- þjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigð- isstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis. Sjúkraþjálfun bætir heilbrigðisþjónustuna Eftir Unni Pétursdóttur »Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Unnur Pétursdóttir Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Hjáróma raddir reyna ákaft með ein- hæfum fullyrðingum að ala á óánægju með hið ágæta fyrirkomulag sem komist hefur á varðandi sjávarútveg- inn okkar og ætla sum- ir að færast mikið i fang. Ástandið er líkt og á frægum ung- mennafélagsfundi á Akureyri fyrir öld síð- an., menn hétu því að vinna hin ótrúlegustu afreksverk í þágu lands og þjóðar. Meðal fundarmanna var Matthías Jochumsson, þá prestur á Akureyri. Honum þótti nokkuð vel í lagt hjá mörgum, reis úr sæti sínu og sagði svo allir máttu heyra: Ég heiti því að verða hundrað ára, en bætti svo við: ef ég dey ekki áð- ur. Heitstrengingar fundarmanna urðu síðan marktækari. Nú heyrast hinar undarlegustu fullyrðingar úr mörgum barkanum, reikningskunn- átta þess fólks hefur leitt til þeirr- ar niðurstöðu að „samfélagið“ njóti ekki allt góðs af hagnaði sjávarútvegs- ins. Athugum þetta aðeins: Þúsundir heimila og ein- staklinga búa við góð kjör vegna launa frá útgerðum og fisk- vinnslufyrirtækjum, þessar launagreiðslur nema milljörðum og skattar af þeim efla ríkissjóð um hundruð miljóna; fyrirtækin kaupa vörur og þjónustu frá fjölda aðila um allt land; útvegsfyrirtækin greiða stór- ar upphæðir í lífeyrissjóði og einnig greiða þau í sjóð atvinnuleysis- trygginga. Ofan á þetta greiða fyr- irtækin nokkra milljarða í skatta (veiðigjöld). Ekki má gleyma því að fyrir fáeinum árum síðan voru skuldir sjávarútvegsins u.þ.b. fimm hundruð milljarðar en nú fara þær minnkandi. Fjármunir flæða frá fyrirtækjum í sjávarútvegi um allt þjóðfélagið og beint eða óbeint njóta allir landsmenn góðs af. Hver og einn þegn í ríkinu á betri daga vegna mikilla afkasta í sjávarútveg- inum, líka þeir sem nú um stundir eru nöldrandi út af ríkjandi fyrir- komulagi. Það mætti sljákka dálítið í þeim sem eru hvað háværastir um þessar mundir. Stjórnendur veiði- flotans sýna ábyrgð og fylgja ráð- um vísindamanna við Hafrannsókn- arstofnun, vinnsla og markaðssækni eru með þeim ágæt- um að hvergi mun sambærilegur árangur til skoðunar. Einsýnir menn með yfirboð munu eiga erfitt uppdráttar. Sjávarútvegur og samfélag Eftir Emil Als Emil Als » Fjármunir flæða frá fyrirtækjum í sjávarútvegi um allt þjóðfélagið og beint eða óbeint njóta allir lands- menn góðs af. Höfundur er læknir. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Innréttingar Íslensk hönnun – þýsk gæði EIRVÍK Innréttingar Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR OFBELDI. NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN? Mikið sárgremst mér alltaf þegar talað er um áfengið af létt- úð og kæruleysi, ör- lagavald ótalinna, ógæfuvald um leið, áfengið sem er orsök að fjölda skelfilegra heilsufarsvandamála. Áfengið sem er t.d. talið af brezkum yfir- völdum sem alvarleg- asta heilbrigðisvanda- málið þar í landi hinna óteljandi bjórkráa. Alvarlegt heilbrigðis- vandamál einnig hér á landi, af völdum þess á ýmsan veg deyr fjöldi manns á hverju ári, enda kemur skaðvaldurinn svo víða við eins og allir ættu að þekkja, einnig þeir sem tala af léttúð og kæru- leysi um áfengið án þess að minn- ast á afleiðingarnar. Þegar þessi mál eru rædd svo sem ekkert sé vandamálið, aðeins glaumur og gleði af þeim sem maður álítur með fullum sönsum, þá sárnar mér enn frekar, af fólki sem maður hélt jafnvel að væri læst á skilaboð virtustu stofnana heims, en lætur bullið vaða um þá sem taka hér undir þessi skilaboð og vara við í krafti þess. Þessa sér maður oft stað og þá gjarnan talað í nafni einhvers óútskýrðs frelsis eða þá um hinn eina sanna gleði- gjafa eins og stóð í vísukorni einu á dögunum: Vínið gleður alla. Alla sem sagt. Svo fá voru þau orð og bitur sannleikurinn hvergi nærri, næstum eins og háðsglósa til allra þeirra sem vínið gleður aldeilis ekki. Vonandi sagt til að passa upp á rímið eða þá í gamni en í þessu gildir líka að öllu gamni fylgir nokkur alvara, í þessu tilfelli dauð- ans alvara í þeirra orða fyllstu merkingu. Eða þá eins og ég las um daginn og hirði ekki um nafn höfundar, að vínið keypt í venjulegri búð væri ekkert óhollara en það sem keypt væri í Vínbúðinni, átti auðvitað að vera sneið til okkar sem erum á móti þessu óútskýrða frelsi höfundar eða m.a.o.: Hvenær hefur einhver haldið svona firru fram? Eitt er víst að við, andstæðingar þessa gæsalappafrelsis sem ég kalla svo, erum með önnur rök og skotheldari en þetta og höfum sérfræðinga í lýðheilsumálum okkur til halds og trausts. Í sömu grein eða ann- arri var talað um ofstækið gegn bjórnum á sínum tíma þar sem andstæðingar bjórsins hefðu talað um að allt færi á versta veg, ef bjórinn yrði lögleyfður, en auðvit- að hefðu allir spádómar þeirra ver- ið út í loftið. Alveg skautað fram hjá þeirri döpru staðreynd að neyzlan stórjókst á eftir og hefur haldist síðan, en auðvitað telja slíkir greinarhöfundar það vera hreinan hégóma eða þá að þeim finnst það bara vera góð viðbót við vínmenninguna margumtöluðu. En þegar maður hefur fyrir augum og eyrum sér nær daglega hræðileg hryggðarefni af völdum þessa sama áfengis sem fullyrt er að gleðji alla, þá er von að manni sárni þegar tekið er með léttúð og kæruleysi á þessum málum. For- varnarstarf síðustu ára meðal ung- linga hefur virkilega skilað árangri og ekki er það að þakka þessum léttúðargemsum sem hugsa greini- lega ekki um áhrifin og ekki orð um það meir að sinni. Léttúð varðandi áfengisneyzlu er engum til sóma Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » ... af völdum þess á ýmsan veg deyr fjöldi manns á hverju ári. Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.