Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki lokka þig til samkomulags sem þú ert óöruggur gagnvart. Farðu í bank- ann og greiddu reikningana. Taktu af allan vafa um það hvað þú vilt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert óvenju viðkvæmur þessa dag- ana. Þú þarft að spjalla við einhvern og fá út- rás fyrir innibyrgðar tilfinningar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú veist ekki af hverju en þú ert eitthvað óákveðinn í dag. Vertu óhræddur þótt einhverjum í kringum þig kunni að finn- ast þetta óþarfa stælar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur ekki lengur horft framhjá efasemdum þínum varðandi atvinnuna. En þegar aðrir fylgja ekki þínum reglum kemur annað hljóð í strokkinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd, ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. Skort- ur á innblæstri er nánast óbærilegur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert staðráðinn í að leggja mikið á þig til þess að auka tekjurnar núna. Einhver hefur sagt ljóninu einhvern tímann í fyrnd- inni að það geti ekki eitthvað og vantrúin er orðin að vana. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það lífgar tvímælalaust upp á tilveruna að eiga stund með góðum vinum. Ekki er verið að setja upp hindranir þér til höfuðs. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er fallegt að aðstoða aðra en það má ekki ganga svo langt að þú gleymir sjálfum þér. Og dugi það ekki máttu ekki hika við að leita þér aðstoðar hvar sem er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú sért fullur af krafti og viljir drífa í hlutunum geturðu ekki ætlast til þess að aðrir séu sama sinnis. Talaðu við fólk sem sér lífið í sama ljósi og þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það kann að vera að fjármálin séu þér þyngri í skauti en þú vilt vera láta. Með því ert þú að leggja grunn að betri og trygg- ari framtíð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu þátt í umræðunni, en mundu að ef þú vilt ná eyrum annarra þarft þú að vanda framkomu þína og málfar. Finndu þér eitthvað sem vekur ástríður þín- ar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þarf að hefja viðræður og komast að samkomulagi. Hikaðu ekki við að segja hug þinn. Segðu nákvæmlega hvað þú ert til í og ekki til í að gera. Páll Imsland heilsaði Leirliði ásvartri nóttu, – sagði: „Það líð- ur vart á löngu uns við fáum okkar Löngulínu-hafmeyju í túristaþágu. Annað gengur ekki. Best væri að hafa hana við Sæbrautina og til þess að apa nú ekkert danskt of ná- ið mætti hugmyndin að henni vera eftirfarandi. Hún sveif upp úr öldunum sæblaut á Sundunum austur með Sæbraut. Hún bar með sér ótta, var berlegá á flótta og óttanum olli grátt sænaut. Ólafur Stefánsson er í Sólar- löndum en hefur sent Sigrúnu Har- aldsdóttur vísur, sem hún setur síð- an inn á Leirinn og orðið hafa vísnasmiðum að yrkisefni, m.a. Gústa Mar: Ólafs stökur Stefánssonar stafsettar af drift. Ætli hún riti einhverskonar ósjálfráða skrift? Sigrún gekkst við því: „Jú, það er rétt, ég er ofurnæm. Ég finn t.d. á mér núna að Ólafur Stefánsson hef- ur ort þessa vísu í dag. Kem henni hér með á framfæri. Píratafrúin er pikkföst í sessi, en pínlegt að sjá þau á myndinni, er hefja upp fingurinn, hún og Spessi, á hrundögum árla í fyrndinni Þetta hreyfði við Jóni Arnljóts- syni: Náttúran er næm sem fyrr, negla vil ég Dísu. (Það var einhver Ólafur, sem orti þessa vísu.) Mér er sem ég sjái sr. Skírni Garðarsson klóra sér í höfðinu þeg- ar hann segir: „Þessi er allavega ekki eftir mig, því ég heiti ekki Ólafur!“ Og bætir síðan við: „Þessa fann ég á gulnuðum miða, hún er ort 1973 í minningu manns sem ég þekkti vel… Einn var vinur minn austan af landi, ærið tæpur á geðinu. Einatt ánn reyndi að opna á grandi, austast í dánarbeðinu. Nú er hann ekki lifandi lengur, – loks er hann meðal sénía – . Hann var geðprúður gáfnadrengur, en grenjandi skitsófrenía. Það furðar mig reyndar að ég skuli hafa ort þetta, en rithöndin lýgur ekki. Svoddan er þetta…“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Löngulínu-hafmeyja og af Ólöfum Í klípu „FYRR SAGÐIRÐU AÐ KONUR LÖÐUÐUST AÐ ÞÉR. AF HVERJU ÆTTI KVIÐDÓMURINN AÐ TRÚA ÞÉR EF ÞÚ LÝGUR AÐ SJÁLFUM ÞÉR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger HLUSTAÐU NÚ! EF FÓLK HÆTTIR BARA AÐ VINNA ÞEGAR ÞAÐ ER EKKI LENGUR TIL GAGNS HEFÐIR ÞÚ ÁTT AÐ HÆTTA FYRIR TÍU ÁRUM!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að baka uppáhalds- eftirréttinn hans. HJÁLP! ÉG KANN EKKI AÐ SYNDA! HAHA! BARA GRÍN! FISKAR ERU EKKI FYNDNIR. HVERNIG LÍÐUR ÞÉR EFTIR ÞENNAN FÍNA FJÓRRÉTTA KVÖLDVERÐ? MÉR FINNST ÉG ÞURFA AÐ TAKA GÖNGUTÚR! ÉG KEM MEÐ REIKNINGINN, HERRA! NÚNA ER EINMITT RÉTTI TÍMINN TIL AÐ GANGA AF STAÐ! Síðustu mánuði hefur Víkverji haftmeð höndum það skemmtilega hlutverk vera leiðbeinandi ungs manns í ökunámi. Sá var búinn að taka rúmlega tíu tíma hjá ökukenn- ara þegar æfingaferðirnar hófst og þær eru orðnar býsna margar. Segja verður að stráksi kom þokkalega undirbúinn til leiks, svo ekkert skorti upp á frumskilning hans á umferðar- reglum eða gangverki bílsins. Það sem alltaf skiptir þó mestu máli er að ökumenn, bæði nýliðar sem reyndara fólk, hafi skilning á umhverfinu. Fylgist vel með, skilji umferðina og ætli sér aldrei um of. Bogann má ekki spenna of hátt. x x x Æfingaaksturinn hófst á hægferð-um um íbúðahverfi í borginni, þar sem Víkverji sagði sínum manni að fara hægt, stoppa á hverju götu- horni, gefa stefnuljós og svo fram- vegis. Fór svo eftir skamman tíma að ökuneminn ungi þurfti engar upplýs- ingar eða leiðbeiningar um svo sjálf- sögð atriði. Eftir það var ekkert að vanbúnaði til að taka rúnt um þröng- ar götur miðborgarinnar, renna sér í gegnum hringtorgin, bakka í beygju, snögghemla á afviknum vegum, halda bílnum kyrrum á kúplingunni í brekku og svo mætti áfram telja. Þetta gekk brösuglega en hafðist smátt og smátt. x x x Að bakka bílnum út af vegi ognuddast aðeins utan í annan bíl, svo útfylla þurfti tjónaskýrslu, reyndist góður lærdómur. Að minnsta kosti var ekkert annað í stöðunni að halda áfram. Missa ekki móðinn. Svo voru teknir rúntar út á land; suður með sjó, vestur á Snæ- fellsnes, upp á hálendið og svo mætti áfram telja. Þetta skotgekk og eins og við var að búast flaug strákurinn í gegnum ökuprófið í síðustu viku. Hann keyrir nú eins og herforingi um alla bæ. x x x En var þjálfunin næg? Kann ungimaðurinn að bregðast við í lausa- möl, hálku, þoku eða óvæntum að- stæðum og svo mætti áfram telja. Umferðin er ekkert grín en fyrir hönd síns manns vonar Víkverji það besta. víkverji@mbl.is Víkverji Alvæpni Guðs Að lokum: Styrkist í Drottni og krafti máttar hans. Efesusbréfið 6:10 mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.