Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 VIÐTAL Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Árni Þórarinsson er titlaður blaða- maður í símaskránni, hefur enda sinnt því starfi í áratugi þótt nú sé hann flestum kunnur sem rithöf- undur. Einar, starfsbróðir hans í blaðamennsku, er kominn aftur á kreik, nú í bókinni 13 dagar sem ný- lega er komin úr prentsmiðjunni. Einar hefur um nokkurra ára skeið lent í því að fjalla í Síðdegisblaðinu um ýmiskonar glæpamál, í Reykja- vík, á Akureyri, þar sem hann bjó um tíma þegar blaðið færði út kvíarnar, og á Ísafirði. Nú er Reykjavík sögu- sviðið og óprúttnir náungir, ólánsfólk og sárasaklausir borgarar koma við sögu sem fyrr, sem og starfsmenn blaðsins vitaskuld. Eins og lesendur bóka Árna vita hefur eignarhald Síð- degisblaðsins töluvert verið í deigl- unni undanfarið og svo er enn. Bækur þínar undanfarin ár segja allar samtímasögur. Eru viðfangs- efnin, möguleg óhæfuverk, önnur en nú en þegar þú varst að byrja að skrifa? Hefur samfélagið breyst það mikið að þess þurfi? „Já, ætli megi ekki segja að bæk- urnar um Einar blaðamann séu sam- félagslegar glæpasögur, ekki síst frá og með Tíma nornarinnar. Í þeirri sögu er Einar hættur að drekka og við það verða sögurnar úthverfari, fókusinn verður víðari, en að sumu leyti voru fyrstu þrjár bækurnar á undan innhverfar, spegluðu hlut- skipti sögumannsins sjálfs í þessu líttnumda landi sem íslenskar saka- málasögur voru undir lok tíunda ára- tugar síðustu aldar. En af því að Einar er blaðamaður og viðfangsefni blaðamanna er sam- félagið í kringum þá, þróun þess og einkenni, þá kemur það eiginlega af sjálfu sér að sögurnar hans eru sam- félagsstúdíur um leið og þær eru von- andi skemmtilegar og spennandi glæpagátur. Ég hef fengið vaxandi áhuga á að nota glæpasöguna sem eins konar aldarspegil. Ég er ekki viss um að óhæfuverkin í sögunum hafi breyst í eðli sínu, ekki frekar en í samfélaginu sjálfu. Illvirki eru söm við sig, burt- séð frá tæknilegum nýjungum og öðrum mismerkilegum framförum, svokölluðum. En samfélagið, samtím- inn, sem getur af sér þessi óhæfu- verk, hefur breyst og sú sam- félagsþróun er undirliggjandi drifkraftur bókanna.“ Var það tilviljun sem réð því að þú fetaðir glæpasögubrautina í upphafi? Eða meðvituð leið þín til að segja sögu af fólki? „Upphafið að þessu var tilviljun sem er gömul saga. En sem sjúkur krimmalesandi, nánast frá blautu barnsbeini, langaði mig til að kanna hvort þetta skemmtilega og spenn- andi bókmenntaform gæti orðið far- vegur fyrir sögur af íslensku fólki en væri ekki bundið við erlent fólk í öðr- um og stærri og fjölmennari löndum. Fyrst Færeyingar höfðu fundið þennan farveg hjá sér ættum við að geta það líka. Og núna tveimur ára- tugum seinna er líklega ljóst að hann hefur fundist.“ Finnst þér glæpasagan alltaf jafn heillandi? „Glæpasagan er alltaf jafn heillandi vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem hún veitir til að segja spennandi sögur af hversdagsfólki sem óhversdagslegir atburðir sækja heim. Við eigum að geta þekkt okkur sjálf í flestu af þessu fólki. En um leið og krimminn býður upp á þessa fjöl- mörgu möguleika krefst hann líka mikils aga við uppbyggingu og út- færslu persóna og atburðarásar. Þetta er fjarri því að vera auðvelt form og útheimtir heilmikla glímu. Ef sagan er rekin áfram af ástríðu og réttlætiskennd er þessi glíma sérlega gefandi.“ Síðast fórstu í aðra átt með Glæpn- um – ástarsögu, sem fékk afar góða dóma. Hvers vegna það hliðarskref? „Ég var kominn með hugmynd og efni sem ég kom ekki fyrir innan Ein- arsbálksins með góðu móti. Svo ég skrifaði Glæpinn – Ástarsögu sem kannski flokkast frekar undir knappa dramatíska fjölskyldusögu. Allt gekk það betur en ég gat látið mig dreyma um.“ Er ekki rétt munað að sú saga verði kvikmynduð? Er ef til vill eitt- hvað fleira í pípunum núna annað en Einar blaðamaður? Jafnvel sjónvarp eða bíó? „Kvikmyndarétturinn að Glæpn- um var, jú, seldur á sínum tíma, en ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á því verkefni. Hitt veit ég að handrit að leikinni sjónvarpsþáttaröð, sem ég hef unnið í samvinnu við Hall Ingólfs- son og Hjálmar Hjálmarsson, er að þokast í átt að framleiðslu án þess að nokkuð sé gulltryggt í þeim efnum.“ Hljómar spennandi! Segðu mér að- eins af því verkefni. „Þessir þættir gerast á árunum kringum 1980 og segja sögu nokk- urra bjartsýnna en breyskra manna sem reyna að halda úti rannsóknar- blaðamennsku í óháðu vikublaði við þröngar aðstæður í íhaldssömu þjóð- félagi. Að öðru leyti virðist alltaf eitthvað vera í pípunum en hvort og hvað kemur út úr þessum pípum verður að ráðast af aðstæðum og praktískum möguleikum.“ Fólk á besta aldrei man eftir Helg- arpóstinum sem nokkrir bjartsýnir menn, kannski breyskir, settu á fót um 1980. Byggist nýja verkefnið að einhverju leyti á þeirri tilraun? Ég spyr vegna þess að Árni nokkur Þór- arinsson var annar ritstjóranna! „Það er ekki hægt að svara þessari spurningu neitandi með góðri sam- visku. Að einhverju leyti byggist hug- myndin á þeirri mögnuðu reynslu en sagan og persónurnar lúta þó um- fram allt lögmálum skáldskaparins. Handritið er því alls ekki heimild um sögu Helgarpóstsins, heldur frekar dæmisaga um togstreitu hugsjóna og veruleika og mannlegs breyskleika sem endurtekur sig eilíflega og erfitt hefur reynst að draga lærdóma af. Ef einhver kannast við atburði og mann- lýsingar í þessari sögu gerir viðkom- andi það á eigin ábyrgð! Er það ekki frasinn?“ Talandi um þig og eigin feril í blaðamennsku. Störf þín og reynsla hljóta að hafa töluverð áhrif á sög- urnar; á karakterana sem þú skapar, fréttamálin sjálf og jafnvel ýmislegt í fari Einars. „Já, það fer ekki hjá því að minn eigin blaðamennskuferill í hálfan fjórða áratug hafi áhrif á sögurnar. Þegar kom að fæðingu aðalpersónu lá beint við að hún væri blaðamaður og karakter Einars verður til úr per- sónulegri reynslu minni af rit- stjórnum og kynnum af ýmsum góð- um kollegum gegnum tíðina og auðvitað, að einhverju leyti, sjálfum mér. Ég var orðinn ansi fullorðinn þegar ég byrjaði á þessu. Fyrsta bók- in, Nóttin hefur þúsund augu, kom út þegar ég var að nálgast fimmtugt. Það var heppilegt. Ég hefði ekki vilj- að byrja fyrr, bæði vegna þess að ég hugsa að ég hafi ekki verið tilbúinn fyrr og vegna þess að ég hafði safnað upp góðum stabba af reynslu í faginu og fengið töluverða innsýn í okkar skrýtna, litla samfélag. Það fylgir okkar starfi að fylgjast með þróun þjóðfélagsins, öllum þessum blæ- brigðum og einkennum sem móta það, undir áhrifum jafnt frá þjóðarsál Íslendinga og straumum frá umheim- inum, sem við erum svo viðkvæm fyr- ir og upptekin af. Og ég fann strax í upphafi að auðveldara er að segja sannleikann um Ísland og Íslendinga í skáldskap en í frétta- og greina- skrifum sem leitast við að vera óhlut- dræg og stilla upp röð af stað- reyndum, oft án samhengis og tenginga og dýpri köfunar. Blaða- mennskan var og er enn gleraugun mín á umhverfið en sköpunin ræður því sem ég sé og miðla í sögunum af  Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu birtist enn og aftur ljóslifandi á síðum bókar eftir Árna Þórarinsson Blaðamennskan var og er enn gleraugu mín á umhverfið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.