Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 35

Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Einari. Stundum kvikna hugmyndir að einstökum atriðum sagnanna af einhverju sem ég les, sé eða heyri í fréttum og fjölmiðlum, því þeir spegla, þrátt fyrir allt, stöðu og stefnu samfélagsins. Ég er enn fréttafíkill og fjölmiðlasjúklingur þótt ég hafi að mestu sagt skilið við fer- ilinn fyrir áratug og einbeitt mér að þessum skapandi skriftum síðan. Það var líka réttur tímapunktur til að hætta. Margt er vel gert í íslenskum fjölmiðlum þessi árin en starfsum- hverfið er mun verra og fjand- samlegra en það var. Ég er því þakk- látur fyrir að hafa upplifað „gullöldina“ í blaðamennsku og jafn þakklátur fyrir að hafa hætt áður en hagsmunagæslan batt enda á hana – í bili að minnsta kosti.“ Ég veit að þú hefur verið mikill bíóáhugamaður í gegnum tíðina. Bækur þínar eru mjög myndrænar, eða það hefur mér að minnsta kosti alltaf fundist; skrifarðu ef til vill með meira en bara bókina í huga? „Nei, ég hef aldrei annað í huga en bókina sjálfa, en trúlega hefur gamall kvikmyndaáhugi töluverð áhrif á það hvernig ég skrifa. Áður en ég ræðst í að skrifa senu reyni ég að sjá hana fyrir mér, fólkið, aðstæðurnar, finna lyktina, heyra umhverfishljóðin, þar á meðal músíkina, sem litar svo mjög líf okkar og leggur sögunum til titla þeirra.“ Þú átt þér orðið aðdáendur í út- landinu. Hvernig bregst fólk þar við Einari og ævintýrum hans? Er öðru- vísi að stússa í því að kynna sögurnar sínar erlendis? „Minn besti og fjölmennasti les- endahópur er í Frakklandi. Bæk- urnar um Einar blaðamann virðast falla Frökkum vel í geð, af ein- hverjum ástæðum sem eru mér ókunnar en er auðvitað mjög gleði- legt. Frakkar eiga sér langa og þrosk- aða sögu í glæpabókmenntum en eru um leið óvenju opnir og forvitnir um sögur og höfunda frá öðrum og fram- andi löndum. Þetta finnur maður skýrt á fjölmörgum glæpasagna- hátíðum þar í landi, sem ég hef þegið boð á undanfarin ár. Ég var á tveim- ur slíkum um daginn, í Avignon og Toulouse, og heyrði á fólkinu mikinn áhuga á örlögum einstakra persóna en ekki síður á því skrýtna landi þar sem sögurnar gerast.“ Einar virðist farinn að róast en dóttir hans komin inn á ritstjórnina, áköf og frökk. Dálítið villt! Eru kyn- slóðaskipti í vænum; Einar jafnvel farinn að íhuga að rifa seglin? „Í 13 dögum stendur Einar sann- arlega frammi fyrir ákveðnum tíma- mótum í lífi og starfi. Gunnsa dóttir hans er byrjuð að feta í fótspor föður síns af miklum ákafa, svo miklum að honum þykir nóg um að vissu leyti en er að hinu leytinu stoltur af næstu kynslóð. Einar er í ákveðinni tilvistar- kreppu en tekur henni af eðlislægu æðruleysi og forvitni um það sem koma skal. Hann hellir sér út í morð- rannsókn en yfir honum hangir tíma- frestur, sem í blaðamennsku kallast á ensku deadline, og sagan tekur mið af í titlinum 13 dagar sem einnig vísar í flott lag eftir JJ Cale. Og nafnið hans Einars hefur frá upphafi vísað til einsemdar hans. Hann rannsakar vandræði annarra um leið og sín eigin. Og þegar upp er staðið er hann aftur orðinn einn.“ Morgunblaðið/Eggert Höfundur „Glæpasagan er alltaf jafn heillandi vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem hún veitir til að segja spennandi sögur af hversdagsfólki sem óhversdagslegir at- burðir sækja heim,“ segir Árni Þórarinsson. Allt fyrir gluggana á einum stað Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 15.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar - síðustu sýningar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka. Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Þri 1/11 kl. 20:00 Fors. Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Mið 2/11 kl. 20:00 Fors. Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.