Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 3.–5. febrúar 20152 Fréttir
Fylltu upp í gryfjuna
B
úið er að fylla upp í sandgryfju,
sem ekki drenaði sig, við leik-
skólann Rauðhól í Norðlinga-
holti í Reykjavík. Gryfjan hafði
verið foreldrum og starfsmönnum
skólans til mikils ama en hún átti það
til að að safna í sig talsverðu vatni og
hafði niðurfall sem í henni var ekki
undan í miklum leysingum eins og
hafa verið að vetrarlagi síðustu tvö
ár. Vatnið safnaðist því saman og
gat orðið allt að 30 sentímetra djúpt.
Vatnið var mikil slysagildra fyrir börn
á leikskólanum og höfðu foreldrar
áhyggjur af því að þarna gæti orðið
slys.
„Framkvæmdasvið Reykjavíkur-
borgar hefur haft vitneskju af þessu
frá því að leikskólinn hóf starfsemi
2007 og hefur því dælt úr henni eftir
þörfum. Það er niðurfall í lautinni
en hún hefur ekki drenað sig og því
hefur þessi vatnssöfnun átt sér stað,“
sagði Guðrún Sólveig Vignisdóttir
leikskólastjóri við DV í síðasta viku-
blaði og bætti því við að málið hefði
verið þungt í vöfum enda þyrfti bæði
fjármagn og heimild arkitektsins til
að breyta gryfjunni. Kalla þurfti til
dælubíl allt að tvisvar á dag til að
dæla upp vatninu, en stundum náði
það að frjósa svo úr varð skautasvell.
„Þetta er búið að vera svona í
nokkur ár. Það þarf bara að fylla upp
í þetta en það virðist ekkert gerast,“
sagði móðir barns við leikskólann.
Eftir að DV hafði samband við leik-
skólastjórann síðastliðinn mánudag
var ákveðið að ganga í málið og eins
og sést á meðfylgjandi mynd hefur
nú verið fyllt upp í gryfjuna. Því er
ekki lengur hætta á að hún dreni sig
ekki. n astasigrun@dv.is
Slysagildru á leikskóla í Norðlingaholti hefur verið breytt
Dópaðir
og ölvaðir
Lögreglan á Suðurnesjum
handtók tvo ökumenn um
helgina, sem báðir voru staðnir
að fíkniefnaakstri. Báðir reynd-
ust hafa neytt kannabisefna
en annar var auk þess undir
áhrifum amfetamíns, að því er
segir í dagbók lögreglunnar á
Suðurnesjum.
Þá voru tveir ökumenn til
viðbótar handteknir fyrir ölv-
unarakstur. Annar þeirra var
að legga af stað til Reykjavíkur
þegar lögregla stöðvaði hann.
Fóru í 176
utanlands-
ferðir
41 þingmaður fór í 176 utan-
landsferðir á síðasta ári. RÚV
greindi frá þessu á mánudag.
Sá þingmaður sem fór í flestar
ferðir var Birgir Ármannsson,
formaður utanríkismálanefnd-
ar, en hann fór í tólf ferðir. Einar
K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
fór í ellefu ferðir og Karl Garðars-
son, formaður Íslandsdeildar
Evrópuráðsþingsins, fór í tíu.
Af þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar sem fóru í flestar ferð-
ir fór Helgi Hjörvar, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, í
níu ferðir, Katrín Jakobsdóttir,
formaður VG í átta, og Ögmund-
ur Jónasson þingmaður VG í sjö.
Þá greinir RÚV frá því, og vísar
í svar frá skrifstofu Alþingis, að
þingið sé ekki með neina samn-
inga um sérkjör á flugmiðum
heldur sé leitað hagstæðustu
kjara hverju sinni.
Lífshætta á
Jökulsárlóni
Æ
fleiri erlendir ferða-
menn leggja leið sína að
Jökulsárlóni á Breiða-
merkursandi að vetrar-
lagi og leggja sig í lífs-
hættu þegar þeir fara út á ísinn á
lóninu. Þetta er mat lögreglunnar á
Hornafirði og rekstraraðila við Jök-
ulsárlón.
Mikill sjávarfallastraumur er inn
og út úr lóninu, einkum þegar nær
dregur brúnni og því getur ísinn ver-
ið mjög varasamur og kvikur, ekki
síst vegna sjávarseltunnar í vatninu.
Lónið er auk þess mjög djúpt, tæpir
250 metrar þar sem það er dýpst.
„Við höfum dauðans áhyggjur af
þessu,“ segir Grétar Már Þorkelsson,
lögregluþjónn á Hornafirði, í sam-
tali við DV. Hann segir að með vax-
andi ferðamannastraumi að vetrar-
lagi verði þessi hætta meiri og fólk
geri sér ekki alltaf grein fyrir því að
það geti verið í lífshættu fari það út
á ísinn á Jökulsárlóni. Þetta eigi ekki
síst við um ísinn þegar nær dregur
brúnni þar sem sjávarfallastrauma
gætir af miklum þunga.
Erfitt að hemja ferðamenn
Oddný Jakobs í kaffiteríunni við
Jökulsárlón segir að ekki séu skilti
uppi á staðnum með upplýsingum
um hættuna. Það gæti verið í verka-
hring landeigenda annars vegar og
Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar að
setja upp slík skilti. „Það eru aðeins
lítil skilti þegar nær dregur brúnni
þar sem varað er við lausum bökk-
um. Við höfum reynt eftir megni að
vara ferðamenn við því að fara út á
ísinn á lóninu. Okkur hér finnst það
bara vera heilbrigð skynsemi að var-
ast ísinn því þetta er allt á hreyfingu.
En fólk virðist ekkert hugsa á þann
hátt um þetta. Stærsti hluti ferða-
mannanna kemur í hópum og leið-
sögumennirnir eru vakandi yfir
þessu og upplýsa þá um hættuna
samfara því að fara út á ísinn á lón-
inu,“ segir Oddný.
Íshellan á lóninu er samfelldari í
vetur heldur en í fyrravetur, sérstak-
lega þegar innar dregur og nær jökl-
inum að sögn hennar. „Það er ekki
ýkja langt síðan að ég og björgunar-
sveitarmaður frá Hornafirði stóð-
um hér við bakkann undan veitinga-
skálanum. Við vorum reyna að kalla
á nærri áttatíu manna hóp erlendra
ferðamanna í land. Þarna var einnig
maður með fimm manna fjölskyldu
sem fór út á ísinn og mat það svo að
þetta væri ekki hættulegra en að fara
út á ísinn á Reykjavíkurtjörn.“
Aukinn fjöldi – vaxandi hætta
Oddný segir að ferðamennirnir fari
út á lónið þar sem þeim detti í hug
að fara. Þeir gera sér enga grein fyr-
ir hættunni eða hversu mikil hreyf-
ing er á þessu og segir jafnvel við
okkur að við séum að ljúga til um
hættuna. Þetta gekk svo langt að far-
ið var að úthúða okkur á vefsíðunni
Tripadvisor fyrir að reyna að fá fólk
ofan af því að fara út á ísinn. Við vær-
um bara að eyðileggja fríið og svo
framvegis. Það endaði með því að
við gáfumst upp á því að reyna að
hafa vit fyrir fólki og settum upp við-
vörunarskilti inni í kaffiteríunni hjá
okkur þess í stað. Svo eru leiðsögu-
mennirnir í góðu samstarfi við okk-
ur um þetta og vara við eftir föngum.“
Grétar Már, lögregluþjónn á
Hornafirði, segir fulla ástæðu til
þess að vara við hættunni því ísinn
sé kvikur og sjávarföllin auki enn á
hættuna. Hættan á óhöppum eða
alvarlegum slysum aukist með vax-
andi fjölda ferðamanna að vetrar-
lagi. n
n Fjöldi ferðamanna hættir sér á ísinn n Lögreglan áhyggjufull
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
„Við höfum
dauðans
áhyggjur af þessu
Hættulegur ís Vaxandi fjöldi erlendra
ferðamanna leggur leið sína að Jökulsár-
lóni að vetrarlagi og gerir sér illa grein fyrir
hættunni samfara því að fara út á ísinn.
Slysagildra Fyllt hefur verið í holu við
leikskólann Rauðhól á Norðlingaholti. Holan
var slysagildra.