Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Flugskóli á hrakhólum Á föstudag hóf Isavia að rífa niður húsnæði sem áður var notað fyrir Flug- skóla Helga Jónssonar, elsta flugskóla á Íslandi. Deilur hafa staðið um aðstöð- una í talsverðan tíma. Flugskólinn hefur nú leigusamning sem gild- ir fram í apríl um sjálft flugskýlið, en byggingin var þannig að gamli flugskólinn var tengdur við flug- skýlið með tengibyggingu. Flugskólinn hefur verið star- fræktur frá árinu 1964 og er elsti flugskólinn á landinu. Þann 2. desember síðastliðinn var allt flutt yfir í flugskýlið að kröfu Isavia. Í samtali við DV hafa aðstand- endur flugskólans miklar áhyggj- ur af framtíð hans og rekstrarum- hverfi. Jytte Th.Marcher, eigandi flugskólans, segist mjög áhyggju- full en einnig langþreytt. Starfs- maður Isavia sem DV náði tali af sagði félagið vera í fullum rétti, það hefði yfirráð yfir þess- um eignum og að húsnæðið væri heilsuspillandi. Heilbrigðisyfir- völd hefðu þrýst á um að húsnæð- ið yrði rifið. Lokuðu fyrir vatnið Morgunblaðið greindi frá því í fyrra að Orkuveita Reykjavíkur hefði komið sér undan því að blanda sér í deilur milli Flugskólans og Isavia, en þá hafði flugskýlið sem skólinn hef- ur verið í verið vatns- og rafmagns- laust í um tvo mánuði. Skólinn var þá í skýlinu en Isavia hafði unnið dómsmál um eignarhaldið og út- burðarmál í gangi. Orkuveitan hafði lokað á vatn og rafmagn að beiðni Isavia, en ákvað síðan, þar sem það var skólinn sem hafði greitt af hvoru tveggja, að opna fyrir það aftur. Rafmagnið komst á en ekki var hægt að setja á vatn þar sem gröfu á vegum Isavia hafði verið lagt yfir brunn og því ekki mögulegt að skrúfa frá vatni. Orkuveitan taldi það vera „ömurlegt“ að lenda á milli deiluaðila en ákvað að höfða ekki mál til að fá Isavia til að færa gröfuna. Isavia vildi ekki færa gröf- una, taldi enda á það ylli töfum á framkvæmdum vegna niðurrifs tengibyggingarinnar en hún er á milli gamla flugskólans og flug- skýlisins. Vatnið komst á í maí í fyrra. n n Gamalt húsnæði rifið á Reykjavíkurflugvelli n Lokað fyrir rafmagn og vatn Húsnæðið heilsuspillandi Allar eigur flugskólans eru í flugskýlinu. Myndir Sigtryggur Ari Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is grafan tilbúin Svona var um að litast þegar ljósmyndara DV bar að garði. grafan Gröfu var um tíma lagt yfir brunn og neitaði Isavia að færa hana. Stóð opið Húsnæðið til vinstri á myndinni er talið vera heilsuspill- andi, en Jytte segir í samtali við DV að eftir að skólinn missti húsnæðið hafi það staðið opið um tíma og því veðrast þar til starfs- menn skólans lokuðu því. Kjálkabrotinn eftir slagsmál T veir menn slógust á bar í Breiðholti um kvöldmatarleytið á sunnudag samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar upp var staðið þurfti flytja að annan mannanna með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynn- ingar og er sá líklega kjálkabrotinn auk þess sem hann hlaut önnur minni meiðsli. Hinn var handtekinn skömmu síðar skammt frá barnum. Hann fékk að dúsa í fangageymslum lögreglunnar. Á sama tíma og slegist var í Breiðholti var tilkynnt um bifreið á ferðinni í Hafnarfirði sem hafði verið tekin ófrjálsri hendi fyrr um daginn. Í ljós kom að í bifreiðinni var par og var það handtekið og fært á lögreglustöð. Þau gengust við því að hafa tek- ið bifreiðina ófrjálsri hendi en tjáðu lögreglu að þau hefðu nauðsynlega þurft að komast leiðar sinnar. Sögðu þau bifreiðina hafa verið ólæsta og lykilinn í. Lögreglan hvetur fólk til þess að læsa bílunum sínum. n Árásarmaðurinn vistaður í fangageymslu Lífrænt Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane Rauðrófu- og brokkolíduft ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli Fyrir eða eftir æfingar Mikil orka og næring Bragðgóð blanda 40 skammtar Ein teskeið hrist í vatn eða safa Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Umboð: Celsus. Frábært í kúrinn!5:2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.