Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Fréttir 11
Vilja endurskoða
lög um nálgunarbann
n Ósamræmi lögreglu og Hæstaréttar n Komið verði í veg fyrir að þetta endurtaki sig
Ó
formlegar viðræður fara
nú fram á Alþingi um að
skipa þverpólitíska nefnd
um endurskoðun laga um
nálgunarbann og brottvís
un af heimili. Samkvæmt heimild
um DV koma viðræðurnar í kjölfar
þess að Hæstiréttur felldi á dögun
um úr gildi þrjú nálgunarbönn lög
reglustjórans á höfuðborgarsvæð
inu gegn mönnum sem grunaðir
eru um að hafa brotið gegn fyrrver
andi sambýliskonum sínum. Ein
þessara kvenna er Juliane Fergu
son en hún flúði heimili sitt vegna
heimilisofbeldis í fyrra og hef
ur í þrjá mánuði dvalið í Kvenna
athvarfinu. Fyrrverandi sambýlis
maður hennar hefur viðurkennt
að hafa sent samstarfsfélögum
Juliane kynlífsmyndbönd af henni
nokkrum vikum áður en Hæsti
réttur felldi dóm sinn. DV sagði
sögu Juliane um helgina.
Þarf að skoða nánar
„Lögregla túlkar lögin á einhvern
annan hátt en Hæstiréttur, að því
er virðist. Ef það er þannig að lögin
eru ekki að ná fram því markmiði
sem þeim er ætlað þá þurfum við að
skoða það nánar,“ segir Björt Ólafs
dóttir, þingmaður Bjartrar framtíð
ar, í samtali við DV en hún tók mál
ið upp á Alþingi í umræðum um
störf þingsins í síðustu viku. „Við
getum ekki boðið konum og börn
um þessa lands upp á að þurfa að
þola heimilisofbeldi vegna þess
að við erum of svifasein eða erum
að gera eitthvað annað. Það á ekk
ert annað að ganga fyrir í störfum
okkar á Alþingi en að vernda fólk
gegn þess konar glæpum,“ sagði
Björt meðal annars í ræðu sinni
en hún er einnig fyrsti flutnings
maður lagafrumvarps um bann við
hefndarklámi.
Þolir enga bið
Undir þetta tók meðal annars Þor
steinn Sæmundsson, þingmaður
Framsóknarflokksins. „Ég verð að
segja að ég er mjög sleginn yfir því
sem kemur fram í viðtali við að
stoðarlögreglustjórann á höfuð
borgarsvæðinu, Öldu Hrönn
Jóhannsdóttur, um að Hæstiréttur
hafi fellt úr gildi þrjú nálgunar
bönn sem lögreglan í Reykjavík
hafði sett,“ sagði hann og vísaði
þar til viðtals Stöðvar 2 í síðustu
viku við Öldu Hrönn. Þar segir að
stoðarlögreglustjóri lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu að löggjaf
arvaldið verði að grípa boltann ef
lögin nái ekki þeim tilgangi sem til
er ætlast. „Ef það er pláss fyrir mat
á aðstæðum í þeim lögum sem koma
í veg fyrir að
nálgunar
bann virki
verðum við
alþingismenn
einfaldlega
að skýra þessi
lög,“ segir Þor
steinn enn
fremur. Hann
segir ekki
pláss fyrir að
það sé mats
atriði hverju
sinni hvenær
ofbeldismenn
séu settir í
nálgunarbann.
„Það er skylda
okkar að grípa þegar í stað í taumana
og lagfæra þá lagabreytingu sem við
gerðum á sínum tíma, til að koma í
veg fyrir að þessir atburðir endur
taki sig.“
Við þetta má bæta að stjórn
Kvennahreyfingar Samfylkingar
innar sendi frá sér ályktun í síðustu
viku þar sem hún sagðist harma
ákvörðun Hæstaréttar. Skoraði hún
jafnframt á stjórnvöld að gripa strax
til aðgerða og kanna hverju það
megi sæta að þessum aðilum, lög
reglu og Hæstarétti, beri svo mikið
í milli. „Finna þarf strax úrlausnir
og annmarka sem kunna að vera er
varða lög og reglur varðandi mála
flokkinn svo þolendur heimilis
ofbeldis njóti réttlátrar málsmeð
ferðar. Þetta mál þolir enga bið,“
segir meðal annars í ályktuninni. n
Um lög um
nálgunarbann
n Fyrir árið 2000 var úrræðið nálgunar-
bann ekki að finna í íslenskum lögum.
Hins vegar gat lögregla veitt áminningu
ef einhver raskaði friði annars manns. Ef
maður hélt áfram að raska friði annars
manns, þrátt fyrir áminningu lögreglunn-
ar, varðaði það sektum eða varðhaldi allt
að sex mánuðum. Áminning lögreglunnar
hafði gildi í fimm ár.
n Þann 22. maí 2000 var lögum um með-
ferð opinberra mála breytt og ákvæði um
nálgunarbann tekið í gildi. Átti ákvæðið
að bæta réttarstöðu brotaþola og veita
þolendum heimilisofbeldis frekari vernd.
n Alls féllu 47 úrskurðir um nálgunarbann
fyrir héraðsdómstólum landsins á grund-
velli ákvæðisins á árunum 2000 til 2009.
Af þeim samþykkti héraðsdómur kröfu
lögreglu 41 sinni, en hafnaði sex sinnum.
n Þann 1. janúar 2009 tóku lög um
nálgunarbann gildi. Helsta breytingin var
að lögregla þurfti ekki lengur „rökstudda
ástæðu“ til að ætla að aðili fremdi afbrot
eða raskaði á annan hátt friði þess sem
í hlut átti. Orðið „rökstudd“ var tekið út.
Við mat á því hvort skilyrði fyrir beitingu
nálgunarbanns væru fyrir hendi bættist
við setning um að líta yrði til fyrri hegð-
unar manns sem krafan beindist gegn og
samskipta hans við þann sem vernda átti
með banninu. Í heimilisofbeldismálum var
þannig hægt að líta til þess ofbeldis sem
átti sér stað áður en sambúð lauk.
n Þann 10. júní 2011 samþykkti Alþingi ný
lög um nálgunarbann og brottvísun af
heimili. Austurríska leiðin svokallaða var
innleidd sem gefur lögreglustjóra heimild
til að fjarlægja ofbeldismann af heimili
og meina honum að koma þangað í allt
að fjórum vikum. Hins vegar var orðið
„rökstudd“ aftur sett í lögin.
n Þann 24. maí 2012 var lögunum breytt.
Ný málsgrein bæt tist við sem mælir
fyrir um heimild til þess að kæra úrskurð
héraðsdóms um nálgunarbann og/eða
brottvísun af heimili til Hæstaréttar.
Þurfum að skoða málið nánar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar
framtíðar, hóf umræðu um nálgunarbann á
Alþingi í síðustu viku. Mynd RóbeRt Reynisson
Mjög sleginn Þorsteinn Sæmundsson,
þingmaður Framsóknarflokksins, segir
alþingismenn þurfa að skýra lögin.
Mynd sigtRygguR ARi
gríðarlegt
ósamræmi
Hæstiréttur felldi
á dögunum úr gildi
þrjú nálgunarbönn
lögreglustjórans
á höfuðborgar-
svæðinu. Mynd
sigtRygguR ARi
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
30. janúar 2015
Mat lögreglu og
dómstóla ólíkt
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðar-
lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins,
segir nauðsyn á uppbyggilegu samtali
um þessi mál, bæði hjá lögreglu og lög-
gjafanum. „Ef tilætlaður árangur er ekki
að nást, eða ef lögin eru ekki að vernda
þá sem til er ætlast, þá þarf löggjafinn
væntanlega að endurskoða lögin,“ segir
Alda í samtali við DV.
Hún bendir á að samkvæmt sjöttu
grein laganna eigi sér stað ákveðið mat.
Þar segir orðrétt: „Nálgunarbanni og/
eða brottvísun af heimili verður aðeins
beitt þegar ekki þykir sennilegt að frið-
helgi brotaþola verði vernduð með öðr-
um og vægari hætti. Skal þess þá gætt
að ekki sé farið strangar í sakirnar en
nauðsyn ber til.“ Alda Hrönn segir þetta
vera matsatriði og þar séu lögreglan og
dómstólar ekki endilega sammála. „Þá
er tvennt í stöðunni. Við þurfum í fyrsta
lagi að byggja betur undir mat okkar.
Spurningin er hins vegar hvort það sé
nóg. Eða hvort það þurfi einnig að skýra
betur hvað felist í þessum orðum. Hvað
þýðir að fara ekki strangar í sakirnar en
nauðsyn ber til?“ spyr Alda.
Alda bendir einnig á að lögregla hafi
einungis sólarhring til að vinna í málinu
frá því beiðni um nálgunarbann er lögð
fram. „Málið getur aldrei verið tilbúið
á 24 tímum, en maður hefur alltaf
ákveðnar vísbendingar. Að því snýr þessi
rökstuddi grunur. En það virðast vera
gerðar frekar strangar sönnunarkröfur.“
Að lokum bendir Alda á að lögreglan
taki einnig fulla ábyrgð á því sem að
henni snýr. „Við drögum okkar lærdóm af
þessum niðurstöðum og munum að sjálf-
sögðu bæta okkar vinnulag,“ segir hún.
„Lögregla
túlkar lögin á
einhvern annan hátt
en Hæstiréttur, að
því er virðist.