Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 13
14 Fréttir Erlent Vikublað 3.–5. febrúar 2015
Höggva hendur og
fætur af albínóum
D
æmi eru um að albínóar í
Afríkuríkinu Tansaníu séu
hundeltir eins og skepnur
og þeir limlestir eða jafnvel
myrtir. Ástæðan fyrir þessu
er sú að sumir standa í þeirri trú að
líkamshlutar albínóa færi þeim aukna
heppni, hamingju og hagsæld – verð-
mæti sem varla eru metin til fjár. Þetta
þýðir að sumir eru tilbúnir að leggja
mikið á sig og greiða hátt verð fyrir
líkamshluta albínóa; hvort sem um er
að ræða hendur, fætur eða allan lík-
amann.
Tíu milljónir fyrir líkamann
Breska blaðið Daily Mail fjallaði um
málið í vikunni en áður hefur verið
greint frá grimmum örlögum albínóa
í ríkjum Afríku, einna helst Tansaníu,
Keníu og Búrúndí. Að því er fram
kemur í umfjöllun Daily Mail eru
sumir reiðubúnir að greiða sem nem-
ur allt að hálfri milljón íslenskra króna
fyrir útlim albínóa. Og þeir efnamestu
eru sagðir reiðubúnir að greiða allt að
tíu milljónum fyrir líkama albínóa.
Útlimunum, líkamsleifunum, er svo
komið í hendur töfralækna sem búa til
mixtúrur eða „heilsudrykki“ úr þeim.
74 myrtir hið minnsta
Tölur um fjölda albínóa sem drepnir
hafa verið á undanförnum árum í
Tansaníu eru á reiki. Ekki eru mörg ár
síðan byrjað var að taka saman tölur
markvisst um albínóa sem verða fyrir
ofsóknum og árásum. Síðan þá hafa
74 verið myrtir og 59 verið limlestir en
lifað af. Jafnvel hinir látnu eru ekki ör-
uggir því að minnsta kosti sextán sinn-
um hafa grafarræningjar látið greipar
sópa þar sem albínóar hvíla. Hafa ber
í huga að þetta eru bara dæmi sem vit-
að er um. Þau gætu verið mun fleiri.
Eins og fjallað er um í ítarefni hér
á síðunni stafar albínismi af gölluðu
litargeni. Á Vesturlöndum er talið að
einn af hverjum tuttugu þúsundum
þjáist af þessum galla en í Tansaníu
er hlutfallið mun hærra, eða einn af
hverjum fjórtán hundruðum.
Numin á brott
Í umfjöllun Daily Mail er sagt frá ný-
legu dæmi þar sem fjögurra ára
stúlka, Pendo Emmanuelle Nundi,
var numin á brott af heimili sínu. Þetta
gerðist í desember og voru faðir henn-
ar og frændi handteknir í tengslum
við rannsókn málsins. Stúlkan hefur
enn ekki fundist þrátt fyrir mikla leit
og loforð lögreglu um peningaverð-
laun fyrir þann sem getur gefið upp-
lýsingar um hvarfið. Góðgerðasamtök
í landinu, sem starfa í þágu albínóa,
eru ekki vongóð um að hún finnist á
lífi.
Mwigulu Matonange var bara tíu
ára þegar tveir menn réðust á hann
þegar hann gekk heim úr skólanum
ásamt vini sínum. Mennirnir biðu
ekki boðanna og hjuggu af honum
vinstri handlegginn áður en þeir létu
sig hverfa. „Þeir héldu mér niðri líkt og
þeir væru að slátra geit,“ sagði hann í
samtali við IPP Media eftir árásina sem
átti sér stað í febrúar 2014. Mwigulu
hafði aldrei séð mennina fyrr.
Skjótfenginn gróði
Í tilfelli Pendo var engin tilviljun að
spjótin beindust að föður hennar og
frænda. Faðir hennar tók sér góð-
an tíma í að tilkynna hvarfið til lög-
reglu og leitaði ekki til nágranna sem
gætu hafa orðið vitni að hvarfinu. Þess
eru dæmi að foreldrar eða aðrir fjöl-
skylduvinir snúist gegn ástvinum sín-
um í von um skjótan gróða. Það gerð-
ist í tilfelli 38 ára konu sem þjáðist af
albínisma. Eiginmaður hennar og
fjórir menn réðust á hana með sveðju
í febrúar 2014 meðan hún svaf. Sam-
kvæmt umfjöllun Daily Mail, sem vís-
ar í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum,
var átta ára dóttir hjónanna vitni að
atvikinu.
Fáir sakfelldir
„Í hvers konar stríði erum við þegar
foreldrar gera svona? Hverjum getum
við treyst? Þú veist ekkert hver er
óvinur þinn,“ segir Josephat Torner
sem starfar fyrir mannréttindasamtök
í Tansaníu. Josephat, sem er albínói,
telur að forríkir aðilar standi að baki
árásunum. Annað geti ekki verið enda
séu menn tilbúnir að borga svim-
andi háar fjárhæðir fyrir líkamshluta
albínóa, upphæðir sem nema marg-
földum mánaðarlaunum, jafnvel árs-
launum, margra íbúa landsins.
Undir þetta tekur Kanadamað-
urinn Peter Ash sem setti á lagg-
irnar góðgerðasamtökin Under the
Same Sun árið 2009. „Í landi eins og
Tansaníu, sem er 25. fátækasta ríki
heims, eru stjórnmála- eða viðskipta-
menn eina fólkið sem á nóg af pen-
ingum,“ segir hann. Erfitt hefur reynst
að koma lögum yfir þá sem ráðast á
albínóa eða skipuleggja árásirnar og
hafa einungis tíu manns verið ákærðir
fyrir að ráðast á albínóa með það fyr-
ir augum að limlesta þá. Enginn þeirra
var kaupandi að útlimunum. „Þeir
einu sem sakfelldir hafa verið eru
töfralæknar eða þeir sem framkvæma
árásirnar. Enginn hefur þorað að nefna
kaupandann – jafnvel þó að viðkom-
andi hafi fengið dauðarefsingu,“ seg-
ir Peter. Segja má að framundan séu
erfiðir tímar fyrir albínóa í Tansaníu.
Í ágúst fara fram kosningar í landinu
og óttast góðgerðasamtök að stjórn-
málamenn og þeir sem verða í fram-
boði freistist til að leita til töfralækna í
von um gott gengi. „Á kosningaári fara
albínóar í felur,“ segir Peter.
Of lítil skref?
Þó að árásir virðist ekki vera á undan-
haldi hafa stjórnvöld í Tansaníu stigið
skref til að stemma stigu við þeim. Ný-
lega var starfsemi töfralækna bönnuð
í landinu en bannið tekur þó ekki til
jurtalækna, samkvæmt umfjöllun
Daily Mail. Innanríkisráðherra lands-
ins, Isaac Nantanga, lét hafa eftir sér
að „þessir svokölluðu töfralæknar“
stæðu á bak við morðin á albínóum.
Hvort þetta skref breyti einhverju fyrir
albínóa á eftir að koma í ljós.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Harry
Freeland dvaldi í Tansaníu í sjö ár.
Hann fylgdi Josephat og öðrum
tansanískum albínóum eftir vegna
heimildamyndar sem hann gerði og
kom út árið 2012, In the Shadow of
the Sun. Aðspurður hvort hann telji að
stjórnvöld séu að taka nógu stór skref,
segir hann: „Við skulum ekki draga
ályktanir strax. Við höfum heyrt svona
yfirlýsingar áður,“ segir hann.
Peter tekur undir þessi orð og
bendir á að árið 2009 hafi forseti
landsins, Jakaya Kikwete, fullyrt að
starfsemi töfralækna yrði bönnuð.
Þessi ákvörðun olli miklu fjaðrafoki
meðal margra íbúa og var loks fallið
hljóðlega frá lagabreytingunni.
Josephat hefur lagt líf sitt í hættu á
undanförnum árum og ferðast til af-
skekktra þorpa þar sem hann hefur
haldið fyrirlestra um albínóa og þá
staðreynd að þeir séu ekkert öðru-
vísi en annað fólk. Hann ætlar að
halda baráttu sinni ótrauður áfram.
„Við erum eins og fangar í eigin landi
vegna húðlitar okkar. Það eina sem við
viljum er að lifa eins og venjulegt fólk.“
Stafar af gölluðu litargengi
Á Vísindavefnum má finna athyglis-
verða umfjöllun um albínisma eft-
ir líffræðinginn Þuríði Þorbjarnar-
dóttur. Þar kemur fram að albínismi
stafi af gölluðu litargeni. „Þetta gen er
víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá
það frá báðum foreldrum til þess að
áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur
eitt eðlilegt litargen sjást engin merki
um albínisma hjá viðkomandi. En
eignist þessi einstaklingur barn með
öðrum einstaklingi sem einnig hefur
eitt gallað litargen eru fjórðungs líkur
á því að barnið verði albínói. Talið
er að einn einstaklingur af hverjum
20.000 sé albínói,“ segir í greininni.
Þá segir að eðlilega litargenið stuðli
að myndum litarefnisins melaníns í
húð, hári og augum. Hafi einstakling-
ur erft albínóagenið frá báðum for-
eldrum sínum myndast lítið eða ekk-
ert litarefni í húð hans, hári og augum
og hann verður albínói. n
n Borga allt að hálfri milljón fyrir útliminn n Trúa að líkamshlutarnir færi þeim heppni
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Fórnarlamb
Pendo Sengerema
varð fyrir fólskulegri
árás í fyrrasumar.
Nafna hennar, Pendo
Emmanuelle Nundi,
sem ráðist var á í
desember hefur enn
ekki fundist.
„Þú veist
ekkert hver
er óvinur þinn
Baráttumaður
Josephat hefur lagt líf
sitt í hættu og ferðast
til afskekktra þorpa
í Tansaníu þar sem
hann ræðir við fólk um
albínisma.