Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 16
Skrýtið 17Vikublað 3.–5. febrúar 2015
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
Frumsýning 21. febrúar
mmtudag
5, febrúar Uppselt
föstudag
13. febrúar örfáir miðar
mmtudagur
26. febrúar
Fjölskyldufarsi ársins Guðni Gíslason FP
Frosti Harmageddon
Miðapantanir í síma
565 5900 og midi.is
Handtekin fyrir
kynlífsmyndband
k
endra Sunderland, fyrrver-
andi nemandi í Oregon State
University, hefur valdið
miklu fjaðrafoki meðal
skólastjórnenda. Fjölmiðl-
ar vestanhafs og austan hafa greint
frá því að stúlkan, sem er 19 ára,
hafi tekið upp kynlífsmyndband á
bókasafni skólans, og hlaðið því upp
á þekkta klámsíðu; pornhub.com.
260 þúsund á nokkrum dögum
Athæfið hefur að vonum vakið mikla
athygli, ekki síst á meðal nemenda
skólans. Í myndbandinu sést stúlkan
bera sig og fitla við sig í heilan hálf-
tíma. Myndbandið fór fyrst á Porn-
hub en síðan í víðtæka dreifingu inn-
an veggja skólans. 260 þúsund manns
horfðu á myndbandið á fáeinum dög-
um áður en það var tekið af klámsíð-
unni – að því er KEZI-TV greinir frá.
Lögreglunni í Oregon var ekki
skemmt, frekar en skólastjórnendum,
og handtók Sunderland fyrir óviður-
kvæmilega hegðun á almannafæri.
Þar var hún kærð og yfirheyrð, áður
en henni var sleppt á nýjan leik. Í við-
tölum KEZI kemur fram að nemend-
um hafi sumum verið brugðið vegna
athæfis Kendru og fundist hegðunin
ósæmileg.
Mikið notað bókasafn
Flestir voru þó undrandi á því að
henni hefði tekist að framkvæma
verknaðinn óséð í góðan hálftíma,
enda er mikil umferð um bókasafnið
alla daga. „Mér finnst alltaf vera fullt
þarna. Ég skil ekki hvernig einhver
getur gert þetta án þess að
koma upp um sig,“ segir
Shelby Wilson við KEZI.
Talsmaður skólans,
Steven Clark, segir að
bókasafnið sem um ræðir sé vaktað
af eftirlitsmyndavélum. Ómögulegt
sé aftur á móti að vakta hvern ein-
asta fermetra hverju sinni. „Ímynd-
aðu þér; þetta eru 32 þúsund fer-
metrar. Þarna fara 30 þúsund manns
um í hverri einustu viku,“ segir hann
við KEZI.
Skólastjórnendur segja að
Sunder land hafi ekki verið skráður
nemandi við skólann þegar mynd-
bandið var tekið upp. n baldur@dv.is
Ófeimnar
stúdínur
Sunderland er ekki fyrsti háskólanem-
inn sem vendir kvæði sínu í kross með
því að reyna fyrir sér í klámi. Belle
Knox, fyrrverandi nemandi við Duke
University, er líklega hvað þekktust
en hún reyndi að eigin sögn fyrir sér í
klámmyndaiðnaðinum til þess að greiða
fyrir sérkennslu í náminu. Önnur stúlka,
í Florida State University, komst nýlega
í fréttirnar þegar hún greindi frá því að
hún hefði fengið morðhótanir frá heima-
landi sínu Líbanon vegna ferils hennar í
klámmyndabransanum.
n fyrrverandi nemandi tók upp kynlífsmyndband á skólabókasafni n deildi því á Pornhub
„Ég skil ekki hvernig
einhver getur gert
þetta án þess að koma
upp um sig.
Var handtekin Kendra var að sögn ekki lengur nemandi við skólann þegar hún
lét til skarar skríða.
Beraði sig Kendra olli nokkru fjaðrafoki með
uppátæki sínu. Hér er skjáskot úr myndbandinu.
e
ftirlaunaþeginn Doug
Yeomans trúði vart sínum
eigin augum þegar hann
fékk rukkun frá breska
skattinum upp á 4,7 millj-
arða punda, jafnvirði rúmlega 940
milljarða króna, á dögunum.
„Mér var heldur brugðið þegar
ég sá upphæðina. Maður er vanari
því að sjá örlítið lægri upphæð-
ir,“ segir Yeomans sem er 78 ára og
búsettur í Derbyshire á Englandi.
Yeomans fékk bréf en í því stóð
að 950 milljónir punda, 190 millj-
arðar króna, yrðu teknar af reikn-
ingi hans í hverjum mánuði næstu
fimm mánuðina. Yeomans, sem er
tveggja barna faðir, segir að líklega
hafi skatturinn farið mannavillt á
honum og auðkýfingnum Richard
Branson.
„Þetta var svo fáránleg upp-
hæð að ég óttaðist aldrei að þetta
væru ekki mistök,“ segir Yeomans
í samtali við Sky News. Það kom á
daginn þegar Yeomans náði loks
sambandi við starfsmenn skattsins.
„Það er auðveldara að fá viðtal við
páfann en ná sambandi við skatt-
inn,“ segir Yeomans glettinn í við-
talinu og bætir við að starfsmaður-
inn hafi tjáð honum að um mistök
væri að ræða.
Talsmaður skattsins segir í
samtali við Sky News að um aug-
ljós mistök hafi verið að ræða.
„Við tjáum okkur ekki um málefni
einstakra aðila en þegar við gerum
mistök reynum við að leiðrétta þau
eins fljótt og kostur er og biðjast af-
sökunar,“ segir talsmaðurinn. Hvað
sem því líður voru mistökin leiðrétt
og ætti Yeomans því að geta andað
léttar. n
rukkaður um
900 milljarða
Breska skattinum urðu á mistök
Mistök Doug
Yeomans er hér með
bréfið frá breska
skattinum.