Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 18
Umræða 19Vikublað 3.–5. febrúar 2015
Svo hefur lífið auðvitað
verið samfelld leiksýning
Mannréttindi í ákvörðunarrétti
einstaklings um sína dauðastund
Bryndís Schram hefur upplifað margt á langri ævi, bæði gleði og sorgir. – DV Steinunn Eldflaug Harðardóttir birtist óvænt í japönskum sjónvarpsþætti. – DVSylviane Lecolutre var viðstödd þegar maður hennar framdi sjálfsvíg með stuðningi í Sviss. – DV
1 „Það dó eitthvað inni í mér þegar ég missti
Snæfríði“ Bryndís Schram er ein af
glæsilegustu konum þessa samfélags,
og hefur staðið við hlið manns síns, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, í gegnum
súrt og sætt. Stóra höggið kom í janúar
2013, þegar Snæfríður, dóttir þeirra,
lést skyndilega. „Ég er farin að reyna að
líta björtum augum á framtíðina núna.
Þetta er svo mikið óréttlæti því börnin
eru framlenging af manni sjálfum og
þau eiga að lifa lengur,“ segir Bryndís.
Lesið: 46.118
2 Helgi í Góu vill byggja blokk fyrir starfsfólk
sitt
Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur
við sælgætisframleiðandann Góu, vill
byggja þriggja hæða fjölbýlishús á lóð
við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Um 20
íbúðir yrðu í húsinu en lóðin átti áður
að fara undir KFC-veitingastað. Helgi
er ósáttur við bæjaryfirvöld sem segja
fjölbýlishúsið ekki passa inn í götuna.
Lesið: 29.430
3 Innsigluðu ást sína í Heiðmörk „Það var fyrst í
stúdentsprófunum sem eitthvað gerð-
ist. Við fórum upp í Heiðmörk saman
og það gerði útslagið,“ segir Bryndís
Schram um upphaf ástarsambands
hennar og Jóns Baldvins Hannibals-
sonar.
Lesið: 27.708
4 Þættir teknir upp á Reyðarfirði fá skelfilega
dóma í stóru miðlunum Breska
þáttaröðin Fortitude, sem var tekin upp
hér á landi, fær falleinkun í nokkrum af
stærstu fjölmiðlum veraldar. Sagan er
sögð of flókin, hreimur leikaranna, sem
er norrænn, beinlínis vandræðalegur
og handritið er sagt vera skelfilegt.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn fá þó
rós í hnappagatið, því útliti þáttanna er
hrósað í hástert.
Lesið: 25.223
5 Justin Bieber brjálaðist: Tvær tólf ára birtust í
sundlaugarpartíinu hans
Justin Bieber var langt ekki sáttur við
tvær tólf ára stelpur sem laumuðu
sér inn í húsgarðinn við heimili hans á
dögunum.
Lesið: 22.410
E
nn og aftur erum við minnt
á afleiðingar markaðsvæð-
ingar kvótakerfisins, Gríms-
ey blæðir og byggð í eynni
í hættu. Skemmst er að
minnast afleiðinga ákvörðunar
eigenda Vísis í Grindavík þegar
þeir fóru með kvótann og vinnsl-
una frá Djúpavogi og Þingeyri.
En þetta eru ekki einu staðirn-
ir sem illa standa vegna fiskveiði-
stjórnunarstefnunnar. Hvert einasta
byggðarlag, sem á einhvern hátt
byggir afkomu sína nær eingöngu á
útgerð, á undir högg að sækja.
Fjársterkir aðilar geta hæglega
gert heilu byggðarlögin óbyggileg á
stuttum tíma, nánast á einni nóttu
með kvótakaupum. Hinir stóru og
fjársterku gleypa þá minni í grein-
inni og öllu er lýtur að starfsöryggi
íbúa eða öðrum samfélagslegum
sjónarmiðum er hent fyrir róða.
Í þessum litlu þorpum snertir
það hvern einasta íbúa ef kvóti er
seldur úr byggðarlaginu. Þar eru
fjölskyldur sem hafa á einn eða
annan hátt lagt sitt af mörkum til
þjóðfélagsins og telja sig hafa öðl-
ast einhvern rétt til þess að búa
þar sem þær kjósa en því er ekki
að heilsa. Ekki er bara um að ræða
að vinnan sé í hættu eða tekin frá
þeim heldur eru allar eigur þess,
m.a. fasteignir, sviptar verðgildi
sínu og allt vegna markaðsvæð-
ingar kvótakerfisins.
Það er að mínu mati svo
andstætt öllum rökum að mark-
aðssetja fiskinn í sjónum með
þeim hætti sem nú er og þar með
heilu byggðarlögin að það nær
nánast engri átt.
Byggðafjandsamlegt
fiskveiðistjórnunarkerfi
Fiskveiðistefnan á auðvitað að vera
hluti af byggðastefnunni og miða
að því að byggð haldist í landinu.
En núverandi kerfi vinnur að mínu
mati algjörlega á móti byggða-
sjónarmiðum sem sýnir sig best
í þeim dæmum sem ég tók hér
að framan. Að ekki sé talað um
þær byggðir sem veikst hafa mörg
undanfarin ár vegna kaupa og sölu
á kvóta.
Sú pólitíska ákvörðun sem felst í
fiskveiðistjórnunarkerfinu, að láta
handhafa kvótans hafa sjálfdæmi
um ráðstöfun og framsal veiði-
heimilda, eykur hættuna á að enn
fleiri minni byggðarlög hreinlega
leggist af. Það er afleitt kerfi sem
er þannig úr garði gert að ákvarð-
anir stærri útgerða, í eiginhags-
munaskyni, hefur áhrif á afkomu
fjölskyldna sem þær svo flytja
hreppaflutningum. Fjölskyldur
sem hafa valið sér búsetu og lagt
sitt af mörkum til að viðhalda
byggð í landinu.
Auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Það er dapurt að almenningur fái
engu ráðið um þróunina í sjávar-
útveginum og sé leiksoppur ör-
fárra handhafa kvótans hverju
sinni. Þrátt fyrir vilja stórs hluta
þjóðarinnar hefur okkur ekki bor-
ið gæfa til að setja nýja stjórnarskrá
sem m.a. tryggir eign þjóðarinn-
ar á sameiginlegum auðlindum og
sanngjarnt gjald fyrir afnot þeirra.
Því var ítrekað hótað á síðasta
kjörtímabili, m.a. af hálfu útvegs-
manna, að ef það yrði gert yrði far-
ið með slíkar breytingar á kerfinu
fyrir dómstóla og skaðabótakrafa
gerð á ríkið.
Ef breyta á einhverju til hins
betra í samfélaginu þá er auð-
lindaákvæði í stjórnarskrá sem ver
eignarrétt þjóðarinnar nauðsyn-
legt.
Það er ekki hægt að karpa um
fiskveiðistjórnunarkerfið í mörg ár
og láta byggðunum blæða út. Við
þurfum að ná sáttum og tryggja
undirstöður byggðarlaganna sem
byggja lífsafkomu sína nær ein-
göngu á sjávarútvegi og binda
aflaheimildir við byggðarlögin.
En framar öllu – þessi auðlind á
ekki að vera til sölu. n
Er okkur alvara með byggð í öllu landinu?
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
Myndin Hælisleitendur mótmæla Sjö hælisleitendur mótmæltu seinagangi við afgreiðslu á hælisumsóknum þeirra í húsakynnum kærunefndar útlendingamála við Skuggasund. Í hópnum var meðal annarra þriggja barna móðir frá Alsír sem beðið hefur í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Mynd SiGtryGGur Ari
„Það er dapurt að
almenningur fái
engu ráðið um þróun-
ina í sjávarútveginum
og sé leiksoppur
örfárra handhafa
kvótans hverju sinni
Mest lesið
á DV.is
Eiginlega kastað
út í djúpu laugina