Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 20
Umræða Stjórnmál 21Vikublað 3.–5. febrúar 2015
Veikindin gerð að féþúfu
n Einkareksturinn og heilbrigðið n Gróðahvöt megi ekki verða til þess að fjölga sjúklingum
Þ
egar samningar tókust milli
ríkisins og lækna í nýliðnum
mánuði eftir langvinn kjara-
átök var jafnframt undirrit-
uð yfirlýsing forsætis-, heil-
brigðis- og fjármálaráðherra annars
vegar og formanna Læknafélags Ís-
lands og Skurðlæknafélags Íslands
hins vegar um markmið og upp-
byggingu heilbrigðiskerfisins.
Sjöunda grein þessarar yfirlýs-
ingar varð tilefni til sérstakrar um-
ræðu á Alþingi á mánudag. Þar segir
að fram skuli fara heildstæð skoðun
á skipulagi, uppbyggingu og fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins. „Opna
þarf möguleika á fjölbreyttum rekstr-
arformum sem byggja á virkri þjón-
ustu- og verkefnastýringu, skýrum
gæðakröfum samhliða jafnræði í
greiðslum óháð rekstrarformi.“
Laumað inn í dulargervi
Málshefjandi var Svandís Svavars-
dóttir, Vinstri hreyfingunni – grænu
framboði. Hún nefndi að heil-
brigðis- og menntakefið íslenska
væri dýrmæt eign sem almenning-
ur gæti gengið að án tillits til efna-
hags. Það væri gömul saga og ný að
hægriflokkar hafi litið á þessa þjón-
ustu sem markaðsvöru sem einka-
aðilar mættu hagnast á og ættu að
geta gert sér að féþúfu. „Kannski
væri þetta skýrasti greinarmunur-
inn á hægri og vinstri í hefðbundinni
pólitík. Það þyrfti því ekki að koma á
óvart að hægristjórnin sem nú ríkti
legði áherslu á að færa samfélagið
meira að því að þessir hornsteinar
velferðarakerfisins yrðu varningur á
markaði.
Svandís sagði að það kæmi því
ekki á óvart að inn í yfirlýsinguna
skyldi hafa verið laumað setningu
um aukna einkavæðingu sem þar
væri kallað fjölbreytt rekstrarform.
„Það er sama orð og iðulega er notað
til að kynna einkavæðinguna til leiks
undir rós,“ sagði Svandís og nefndi
hliðstæðar setningar úr stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde
frá 2007 og annarra ríkisstjórna allt
aftur til ársins 1995.
Vildarvinir í startholum
„Ætlar heilbrigðisráðherrann að
koma af stað einkafyrirtækjum í
heilbrigðisþjónustu? Hvar? Hann
veit væntanlega að einkavæddasta
heilbrigðisþjónusta í veröldinni er
í Bandaríkjunum og er jafnframt sú
dýrasta,“ sagði Svandís og hnykkti
á því að sýnt hefði verið fram á það
þráfaldlega að einkavædd heilbrigð-
isþjónusta væri almennt dýrari en
sú ríkisrekna. Hún gagnrýndi sjálf-
stæðismenn fyrir að gefa sig fyrst að
rekstrarformi, til dæmis um rekstur
sjúkrahótela, frekar en að ræða vand-
ann á legudeildum í heilbriðgiskerf-
inu. Og þar gæfu sig fram vildarvin-
ir þeirra sem væru í startholunum
þegar verkið væri boðið út. „Svo þeir
geti boðið í sjúklingana og grætt á
þeim. Hann (heilbriðgisráðherra) er
fangi þeirrar stefnu sem hann stend-
ur fyrir. Hann er velviljaður en hún
er honum fjötur um fót. Hún snýst
nefnilega ekki um mannúð nema á
yfirborðinu, heldur þegar grannt er
skoðað snýst stefnan um gróða.“
Þrautreynd rekstrarform
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra nefndi í upphafi að yfir-
lýsingin, sem nefnd er hér að ofan,
hafi fyrst og fremst snúist um að
læknar og stjórnvöld ætluðu að taka
höndum saman um að skapa bætt-
ar vinnuaðstæður og auka hag-
kvæmni í heilbrigðiskerfinu. Hér á
landi væru margvísleg rekstrarform
og hefðu verið lengi sem byggðust
á samningum við ríkið. „Það er al-
gerlega ástæðulaust af þessu tilefni
að ala á einhvers konar hugmynd-
um um það að fram undan séu ein-
hverjar byltingarkenndar breytingar
sem eigi sér stað á grunni þeirrar yf-
irlýsingar sem hér er vitnað til. Ég
leyfi mér að fullyrða það að hér eftir
sem hingað til muni þessi ríkisstjórn
halda áfram að vinna að því að bæta
heilbrigðisþjónustuna með það að
markmiði að auka gæði og draga úr
kostnaði.
Kristján nefndi dæmi um marg-
vísleg rekstrarform; sjálfseignar-
stofnanir eins og Grund, sem starf-
rækt hafi öldrunarþjónustu í níutíu
ár. Sjúkraflutningar séu ekki á ábyrgð
ríkisins heldur séu þeir reknir í sam-
vinnu við sveitarfélögin og engar
kröfur séu þar um breytt rekstrar-
form. Hann nefndi tannlækna sem
reki stofur sínar sem einkastofur
en hafi gert samninga við ríkið um
ókeypis tannlækningar fyrir börn.
Aðrar læknastöðvar væru í einka-
rekstri á höfuðborgarsvæðinu og
þar að auki mætti nefna meðferðar-
úrræði eins og SÁÁ, Reykjalund og
loks heimaþjónustu í hjúkrun og við
mæður. „Það er mikilvægt að gera
greinarmun á ríkisrekstri og opin-
berri þjónustu ... Það hefur verið víð-
tæk samstaða um það hér á landi að
heilbrigðisþjónustan eigi að vera á
ábyrgð hins opinbera og aðgengileg
borgurunum án tillits til efnahags.
Í áranna rás hefur reynslan sýnt og
sannað að fjölbreytt rekstrarform
eru vel til þess fallin að bæta og auka
heilbrigðisþjónustu við landsmenn
... Rekstrarformið er algert auka-
atriði í þeim efnum. Það er grund-
vallaratriði að ríkið sem er ábyrgðar-
aðili þessa málaflokks geri sér grein
fyrir því hvaða þjónustu það ætlar að
kaupa og vill veita íbúum sínum til
þess að geta eflt og stuðlað að gæð-
um og öryggi við þann grundvallar-
þátt sem hér er verið að ræða um.“
Minni samhæfing – meiri eft-
irlitskostnaður
„Punkturinn um fjölbreyttara rekstr-
arform vekur alvarlegar áhyggjur,“
sagði Sigríður Ingibjörg Ingadótt-
ir, Samfylkingunni. „Á að einkavæða
frekar heilbrigðisþjónustuna þvert
á vilja almennings?“ Sigríður Ingi-
björg bætti við að almenningur vildi
að heilbrigðisþjónustan væri óháð
efnahag og hann vildi ekki að skatt-
fé myndaði arð til einstaklinga sem
gerði þjónustusamninga um heil-
brigðisþjónustu við ríkið.
„Einkarekstur er dýrari því sveigj-
anleiki verður minni í kerfinu, sam-
hæfingin minni og eftirlitskostnaður
meiri. Forsætisráðherra hefur gef-
ið í skyn að aukinn einkarekstur sé
ekki á dagskrá. Fjármálaráðherra er
í hrópandi andstöðu og telur einka-
rekstur vel koma til greina auki hann
skilvirkni,“ sagði Sigríður Ingibjörg og
taldi orð hans bera vott um slaka inn-
sýn inn í íslenskt heilbrigðiskerfi „og
geri sér ekki grein fyrir því að stærsti
vandi þess sé fjárskortur og lítið
taumhald á einkarekstri“. Hún spurði
loks hvort fjármálaráðherra þyrði ekki
að greina frá fyrirætlunum sínum.
Meiri fjöldi – meiri gróði
Jón Þór Ólafsson, Pírataflokknum,
tók til umræðu um frjálst framtak og
gróðavonina. „Þau eru svo dugleg við
að skapa og halda í kúnnann. Það er
tilgangurinn ... Þegar við ætlum að
nota það rekstrarform þurfum við
að spyrja okkur: Ætlum við að nota
það rekstrarform þar sem við viljum
hafa minna af kúnnum? Ef kúnninn
er fangi viljum við ekki einkavæða
fangelsi vegna þess að við viljum ekki
hagsmunaaðila í þjóðfélaginu sem
hefur hag af því að fjölga föngum.
Þannig er það í Bandaríkjunum og
þar hefur sprottið upp gríðarlega stór
og sterkur iðnaður sem hefur áhrif
á löggjafann til þess að ná – innan
gæsalappa – fleiri kúnnum.“ Jón Þór
segir því af þessum sökum að tekið er
upp rekstrarform sem byggist á gróða
sé einnig búið að byggja undir hags-
muni sem tengist því að fjölga við-
skiptavinum heilbrigðiskerfisins. n
Dýrara kerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir:
„Einkarekstur er dýrari því sveigjanleiki
verður minni í kerfinu, samhæfingin minni
og eftirlitskostnaður meiri. MynD Sigtryggur Ari
Deilt á einkavæðingaráform Svan-
dís Svavarsdóttir: „Hún snýst nefnilega
ekki um mannúð nema á yfirborðinu,
heldur þegar grannt er skoðað snýst stefn-
an um gróða.“
Fækkum viðskiptavinum Jón Þór
ólafsson: Ef kúnninn er fangi viljum við
ekki einkavæða fangelsi vegna þess að við
viljum ekki hagsmunaaðila í þjóðfélaginu
sem hefur hag af því að fjölga föngum.
MynD Sigtryggur Ari
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Þrengingar Deilt var um
það á Alþingi hvort aukinn
einkarekstur í heilbrigðis-
þjónustu bæti þjónustuna
og meðferð fjár.
MynD guðMunDur VigFúSSon
Þrautreynd rekstrarform Kristján Þór
Júlíusson: „Það er algerlega ástæðulaust
af þessu tilefni að ala á einhvers konar
hugmyndum um það að fram undan séu
einhverjar byltingakenndar breytingar sem
eigi sér stað á grunni þeirrar yfirlýsingar sem
hér er vitnað til. MynD Sigtryggur Ari „Það er sama
orð og iðulega
er notað til að kynna
einkavæðinguna til leiks
undir rós
Svandís Svavarsdóttir