Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 25
Vikublað 3.–5. febrúar 201526 Sport 7 Romelu Lukaku Everton Keyptur frá: Chelsea Kaupverð: 28 milljónir punda n Romelu Lukaku lék sem láns- maður hjá Everton á síðustu leik- tíð þar sem hann stóð sig frábærlega, raunar svo vel að Everton ákvað að splæsa 28 milljónum punda í þennan stóra og stæðilega belgíska framherja. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk og lagði upp 9 til viðbótar í deildinni með Everton á 2.598 mínútum. Samkvæmt því skoraði hann eða lagði upp á 108 mínútna fresti að meðaltali. Á þessu tímabili hefur hann skorað 7 mörk og lagt upp 2 á 1.807 mínútum sem gerir mark eða stoðsendingu á 200 mínútna fresti að meðaltali. Lukaku hefur ekki náð að fylgja eftir góðri frammistöðu á síðustu leiktíð. Hátt verð alls ekki ávísun á árangur n Sjö dýrustu kaup tímabilsins í úrvalsdeildinni gerð upp n Chelsea gerði bestu kaupin T íu dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem keyptir voru fyrir tímabil- ið kostuðu samtals tæplega 300 milljónir punda, eða 61 milljarð króna á núverandi gengi. Á meðan sumir þessara leikmanna hafa slegið í gegn hafa aðrir átt erfitt uppdráttar eða byrjað tiltölulega hægt. DV leggur hér mat á kaup- in á sjö þessara tíu leikmanna og hvort viðkomandi hafi staðið undir væntingum eða ekki. n 2 Alexis Sanchez Arsenal Keyptur frá: Barcelona Kaupverð: 33 milljónir punda n Það kom mörgum á óvart að Barcelona skyldi selja Alexis Sanchez enda skoraði hann 21 mark á síðustu leiktíð. Koma Luis Suarez til Barcelona gerði það þó að verkum að Sanchez ákvað á róa á önnur mið enda hefði leiktími hans ef til vill minnkað. Eins og flestir vita hefur Alexis Sanchez slegið í gegn hjá Arsenal og borið sóknarleik liðsins uppi á löngum köflum. 18 mörk í 31 leik, þar af 12 í deild, segir allt sem segja þarf um frammistöðu þessa frábæra leikmanns. Kaupin á Sanchez eru tvímælalaust ein af kaupum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 1 Angel di Maria Manchester United Keyptur frá: Real Madrid Kaupverð: 59,7 milljónir punda n Stuðningsmenn Manchester United bundu miklar vonir við kaupin á Angel di Maria. Þessi 26 ára leikmaður hafði átt góðu gengi að fagna með Real Madrid og því aðeins rökrétt að ætla að það sama yrði raunin hjá Manchester United. Di Maria byrjaði vel hjá United; skoraði 3 og lagði upp 6 mörk í fyrstu tíu leikjum United í deildinni. Hann meiddist í lok nóvember en kom til baka í byrjun janúar á nýjan leik. Síðan þá hefur Di Maria ekki náð sér almennilega á strik og verða efasemdaraddir sífellt háværari. Þessi frábæri leikmaður hefur þó nægan tíma til að blása á þær raddir en hann þarf að fara spila og gefa af sér eins og 60 milljóna punda leikmaður. óvíst 3 Eliaquim Mangala Manchester City Keyptur frá: Porto Kaupverð: 32 milljónir punda n Áður en Manchester City festi kaup á þessum 23 ára varnarmanni frá Porto voru margir sem töldu hann í hópi efnilegustu varnarmanna heims. Enn sem komið er hefur Mangala ekki sýnt að hann eigi heima í þeim hópi. Eins og dæmin sanna getur verið erfitt fyrir unga en fokdýra leikmenn að standa undir væntingum strax. Þeir þurfa oft tíma til að aðlagast og verða stundum að fá að njóta vafans. Mangala er stór og stæðilegur varnar- maður og hefur tímann á sínu bandi. Miðað við frammistöðu hans hjá City er samt ekki margt sem bendir til þess að þarna sé á ferðinni leikmaður sem stendur undir verðmiða sínum. 5 Cesc Fabregas Chelsea Keyptur frá: Barcelona Kaupverð: 30 milljónir punda n Cesc Fabregas hafði sannað gildi sitt í ensku úr- valsdeildinni með Arsenal og því vissu forráðamenn Chelsea að hverju þeir gengu þegar þeir ákváðu að kaupa þennan magnaða miðjumann. Eins og flestir vita gengu hlutirnir ekki upp hjá Fabregas hjá Barcelona og virðist leikstíll ensku úrvalsdeildarinnar ein- faldlega henta honum betur. Það sem af er tímabils hefur Fabregas lagt upp 18 mörk í 27 leikj- um sem er ótrúlegur árangur. Þegar Chelsea skorar eru yfirgnæfandi líkur á að Fabregas hafi komið að því marki með einum eða öðrum hætti. Þessi galdra- maður hefur svo sannar- lega reynst Chelsea vel í vetur. 4 Diego Costa Chelsea Keyptur frá: Atletico Madrid Kaupverð: 32 milljónir punda n Diego Costa sló í gegn hjá Atletico Madrid á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 36 mörk í 52 leikjum. Chelsea þurfti nauðsynlega á góðum framherja að halda fyrir tímabilið og tók José Mourinho þá ákvörðun að fá Costa í sínar raðir. Hann sér væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun enda hefur Costa verið besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Hann hefur skorað 17 mörk í 25 leikjum en öll mörkin hefur hann skorað í úrvalsdeildinni. Hann er sniðinn að leikstíl Chelsea undir stjórn Mourinhos og á líklega bara eftir að verða ennþá betri. Kaup Chelsea á þessum 26 ára leikmanni eru klárlega ein af kaupum tímabilsins. 6 Ander Herrera Manchester United Keyptur frá: Athetic Bilbao Kaupverð: 29 milljónir punda n Ander Herrera hafði lengi verið á óskalista Manchester United þegar félag- ið gekk loks frá kaupum á honum í sumar frá Athletic Bilbao. Herrera hefur verið í algjöru aukahutverki hjá Manchester United í vet- ur; í deildinni hefur hann leikið 656 mínútur sem jafngildir rétt um sjö heilum leikjum af 22. Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá þessum 25 ára miðjumanni en þau segja ekki alla söguna. Hann hefur lítið komið við sögu í síðustu leikjum United og virðist hann einfaldlega ekki vera í framtíðaráætlunum Louis van Gaal. Samkvæmt orðrómi frá Englandi er jafnvel talið að United selji leikmanninn strax í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.