Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 28
Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Lífsstíll 29 Losti og kynLífsLeikir á Akureyri n BDsM á íslandi stóð fyrir námskeiði um helgina n Pervertar sameinuðust á norðurlandi n flengingar, bindingar og vaxleikir Stöð 1: Fyrir og eftir leik Hér var fjallað um það sem þarf að leggja til grundvallar áður en BDSM-leikur hefst og það sem nauðsynlegt er að huga að eftir að honum lýkur. Hér er átt við að fyrir leik séu grunnreglurnar tryggðar, allir að- ilar séu sammála um mörk og væntingar, og að samþykki sé til staðar á öllum stigum leiksins. Mikil áhersla er einnig lögð á það sem hefur verið kallað „aftercare“ á ensku en það snýst um að líkamlegar og andlegar þarfir séu uppfylltar eftir að leik lýkur. Í BDSM-leik eru oft framkölluð sterk lífeðlisfræðileg viðbrögð, til að mynda framleiðsla adrenalíns og endorfína. Einnig geta leikir verið líkamlega krefjandi, en það skapar hættu á blóðsykurfalli. Það er því regla að hafa alltaf eitthvað sætt við höndina, sleikjó, nammibita eða annað, og tryggja að allir fái nægan vökva að drekka. Stöð 2: Bindingar Á þessari stöð voru alls kyns binditól sýnd. Hér voru reipi, kaðlar, keðjur og ólar í stórum hrúgum. Spjallað var um misjafnan tilgang bindinga og mismunandi bindi- aðferðir. Stundum er fólk tjóðrað niður til að það hunskist til að vera kyrrt en í öðrum tilfellum er verið að leika sér með fagurfræði og erótíska snertingu. Hér var lögð rík áhersla á öryggi – til dæmis er ekki mælt með því að nota rándýra silkiklúta til bindinga, heldur aðeins það sem má að ósekju klippa í sundur ef skyndilega skyldi þurfa að losa bindingjann. Mikilvægt er að hafa við höndina viðeigandi verkfæri til að losa fjötrana, skæri ef um bönd er að ræða og járnklippur ef keðjur eru notaðar. Að ýmsu er að huga þegar fólk er fjötrað – tækni og búnaður er eitt, en álag á líkama og liði er annað. Við fengum líka að heyra um helstu atriði varðandi líkamlegt öryggi þess sem fjötraður er og tækni sem má nota til að allir gangi heilir frá leiknum. Stöð 3: Drottnun og undirgefni Margir BDSM-leikir snúast um valdaskipti og hlutverk. Sumir skilgreina sig sem drottnandi, aðrir sem undirgefna og enn aðrir eru „skiptar“ (e. switches), þ.e. hafa hæfileikann til að gangast inn í bæði hlutverkin. Í sumum tilfellum er þó valdið ekki aðalatriði heldur að annar aðili tekur sér hlutverk geranda og hinn þiggjanda. Það á til dæmis við um marga sadómasókíska leiki þar sem annar aðilinn meiðir en hinn nýtur þess að vera meiddur. Í þessum leikjum, rétt eins og öðrum BDSM-leikj- um, eru mörkin það mikilvægasta. Hér þurfa þeir sem leika að vera sammála um hvar mörkin liggja og hvað valdaskiptin eða hlutverkin eiga að fela í sér. Það er talsverður munur á svefnherbergisleik þar sem annar fær að ráða og D/u sambandi þar sem annar aðilinn þjónar hinum og afsalar sér ýmiss konar rétti til ákvarðana. Stöð 4: Vaxleikir Leikir með kertavax eru flóknari en sýnist í fyrstu. Að ýmsu þarf að huga og málið er flóknara en sýnist í fyrstu. Kerti geta nefnilega verið ansi mismunandi og efnin sem notuð eru til að steypa þau brenna við misháan hita. Kertin sem hann mælir sérstaklega með eru stóru kubbakertin í Tiger en aldrei skyldi nota kerti úr býflugnavaxi. Vaxleikir snúast um að vax er látið drjúpa á húð og hitinn er þannig notaður til að framkalla skynhrif. Hér var að sjálfsögðu farið í öryggisatriði og helstu atriði brunavarna. Stöð 5: Flengingar Ýmiss konar flengileikir eru ansi vinsælir bæði hjá þeim sem stunda BDSM og hjá þeim sem telja sig alls ekki stunda BDSM heldur smá flipp í svefnherberginu. Flengingar má stunda með berum lófa eða ýmsum tegundum barefla. Á staðnum var stórt safn barefla, svipur, prik, stafir og meira að segja gömul brotin ár sem búið var að líma handfang á. Hér þurfti leiðbeinandinn fórnarlamb úr hópnum til að sýna helstu tækni og beitingu áhalda. Ekki stóð á viðstöddum og nánast var barist um það hlutverk. Hér var rætt um tækni við slátt, upphitun og takt, og að sjálf- sögðu kosti og galla mismunandi barefla. Miklu máli skiptir hvar á líkamann er slegið, sumir staðir eru viðkvæmir og hægt er að valda raunverulegum skaða. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Allt of algengt að fólk kaupi svipu, taki hana með inn í svefnherbergi og byrji að slá makann. Í mörgum tilfellum kann fólk ekki á verk- færið og þess vegna er mikilvægt að æfa sig, til dæmis með því að slá í púða. Stöð 6: S&M Sadómasókískir leikir snúast um að sad- isti, sem hefur gaman af því að valda sárs- auka, tekur sér hlutverk geranda og meiðir masókista sem nýtur sársaukans. Hér snýst leikurinn um að framkalla lífeðlis- fræðileg viðbrögð líkamans við sársauka, nefnilega framleiðslu endorfína, sem kalla má náttúruleg sæluhormón. Í leikjum sem þessum er að sjálfsögðu mikilvægt að mörk séu skýr og að ekki sé framinn varan- legur skaði á vefjum líkamans. Sársauka er hægt að framkalla með ýmsum aðferðum – hér er það aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar möguleikana. Partí Í BDSM-partíum gilda aðrar reglur en í til að mynda Eurovisionpartíum eða fimm- tugsafmælispartíum. Ekki er æskilegt að fólk sé drukkið, ólögleg vímuefni eru ekki leyfð, og almennar kurteisisreglur BDSM-iðkenda eru viðhafðar. Þær reglur fela í sér að ekki er leyfilegt að trufla leik sem er í gangi, ekki er leyfilegt að nota leikföng annarra nema með leyfi, og þú snertir ekki aðra manneskju nema að hafa leyfi til þess. Ef fólk vill leika í einrúmi eða stunda kynlíf, er farið inn í herbergi og lokaðar dyr eru merki um að viðkomandi óski eftir næði. Leikur með stjórn og sársauka Hún er undir þrítugu – í korseletti og svört- um stuttum kjól með hárið í tagli. Hann er nálægt fimmtugu – með voldugt skegg og í leðurbuxum. Hann leiðir hana að vegg þar sem hanga ýmiss konar leðurólar með sylgjum. Fyrst tekur hann leðurfestingar fyrir hendurnar – tvær ólar, fastar saman, sem fara utan um úlnliðina. Í ólunum er keðja sem hann festir um mitti hennar. Hann velur næst svarta, slétta leðurhálsól og stendur með líkama sinn upp að henni á meðan hann festir ólina um háls hennar. Hann festir ólina þétt, hún kveinkar sér brosandi – þau þekkja bæði mörkin. Hann þéttir ólina betur, strýkur henni um bakið og segir henni að slaka á. Ólin truflar öndunina lítillega en þegar hún slakar á byrjar hún að njóta þess að vera föst og á valdi hans. Nokkrir gestir standa álengdar og horfa, en í næsta herbergi heyrist í svipu sem lendir taktfast á holdi. Hann leiðir hana að leðursófa og ýtir henni niður, heldur augnsambandi allan tímann – tek- ur svo upp augnbindi úr leðri og hylur augu hennar. Nú þarf hún að bíða. Það sést að hún er spennt, andardrátturinn er djúpur og þungur. Hann sækir litla verkfærakistu og brúsa af handspritti, og setur á sig svarta latexhanska – það stendur greini- lega mikið til. Hann sest klofvega á hana í sófanum – Hier kommt die Sonne með Rammstein byrjar að hljóma. Hann fær sér spritt í lófann og byrjar að maka því á bringuna á henni. Hún er barmmikil og mjúk undir höndum hans. Hann hreyfir sig hægt og snertir hana með þéttum strok- um. Hlutirnir gerast hægt – uppbygging spennunnar er markviss. Hann rótar í verk- færatöskunni og við sem horfum sjáum glampa á málm í latexhulinni hönd hans. Þetta er heftibyssa. Hann lætur kaldan málminn gæla við húð hennar. Hún hefur ekki hugmynd um heftibyssuna, finnur bara málminn strjúkast við sig. Núna hljómar Psycho Killer með Talking Heads í græjunum. Þá kemur fyrsta skotið úr hefti- byssunni í holdið – hún öskrar. Hann brosir og heldur líkamanum þétt upp við hana. Hún getur sig ekki hrært. Nú setur hann meira spritt á hana og endurtekur leikinn … hún veit núna hverju er við að búast og eftirvæntingin er áþreifanleg fyrir okkur sem horfum. Hún fær eitt hefti í viðbót í barminn – öskrar hvellt. Við kippumst öll við. Hann byrjar að róa hana niður – heldur þétt um hana. Lagið sem hljómar núna er viðeigandi og magnað – The Hanging Tree úr kvikmyndinni The Hunger Games: Mockingjay. Dimmt og dramatískt. Hann lætur hana standa upp úr sófanum – held- ur henni í örmum sér. Við horfum á, sum með gæsahúð. BDSM stöðvaþjálfun Hýðingar sýndar Flengikennslan fól í sér ýmiss konar svipur og tól. BDSM á Íslandi Sinnir hagsmunum og fræðslustarfi Félagið BDSM á Íslandi hefur starf- að síðan 1997 en hlutverk þess er að halda utan um hagsmunamál og fræðslustarf fyrir BDSM-iðkendur. Rafrænt aðsetur félagsins er annars vegar á Facebook, en hins vegar á sam- félagsvefnum Fetlife (www.fetlife.com), sem telur í dag rúmlega 3,5 millj- ónir notenda á heimsvísu. Að auki heldur félagið úti heimasíðunni www.bdsm.is. Fullgildir félagsmenn eru í dag 60, í hópi félagsins á fetlife eru tæplega 1.000 meðlimir en alls eru 3.000 Íslendingar skráðir á þeim vef. Að sögn Magnúsar Hákonarsonar, formanns BDSM á Íslandi, er þó áætlað að milli 30 og 40 þúsund Íslendingar stundi BDSM að ein- hverju leyti. Sumir taka fram handjárn og svipukríli á fimmtudögum á meðan aðrir lifa í fullkomnum valdaskiptum allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Kona bundin Listakona úr hópi iðkenda mætti með nokkur falleg málverk sem skreyttu veggina. Blaðamaður upplifir Hér er greinarhöfundur bundinn með ljóm- andi fínu og mjúku pólýesterbandi. „Nokkrir gestir standa álengdar og horfa, en í næsta her- bergi heyrist í svipu sem lendir taktfast á holdi. Drottnandi og leðurklæddur Leður er vinsælasta efnið í klæðnaði drottnandi karlmanna. Hér gerðust hlutirnir Nágrannarnir höfðu ekki hugmynd um hvers kyns athafnir áttu sér stað í húsinu. Kannski hefðu þeir viljað slást í hópinn. Þétt hálsól og hendur fjötraðar Í þessum leik kom heftibyssa við sögu. Flengitól Mikið úrval svipna og annarra barefla var á staðnum. MynDir rAgnHeiður eiríKSDóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.