Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 31
32 Menning Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Misþyrming í víking Í byrjun næstu viku kemur, í Nor- egi og Bandaríkjunum, út platan Söngvar elds og óreiðu með ís- lensku svartmálmssveitinni Misþyrmingu. Platan kemur út hjá bandaríska útgáfufyrirtæk- inu Fallen Empire og norsku svartmálmsútgáfunni Terratur Possessions, en íslensku hljóm- sveitirnar Svartidauði og Sinmara hafa einnig gefið út hjá þeirri síð- arnefndu. Þá kemur Söngvar elds og óreiðu út á snældu á Íslandi hjá kassettuútgáfunni Vánagandr sem gefur út íslenskan svart- málm. Meðlimir sveitarinnar eru einungis tveir, Helgi Rafn sem leik- ur á trommur og Dagur Gíslason sem leikur á öll önnur hljóðfæri. Hljómsveitin er nú þegar bókuð á þungarokkshátíðir í Evrópu síðar á árinu, meðal annars Inferno Festi- val í Ósló í Noregi og Nid rosian Black Mass V í Brussel í Belgíu. Fjölbreytt danshátíð Í dag, þriðjudag, hefst þriðja út- gáfa Reykjavík Dance Festival og stendur yfir í allan febrúar. Að þessu sinni er áhersla lögð á danshöfundinn og hinar mis- munandi vinnuaðferðir hans. Meðal þess sem er á dagskránni er sýningin walk+talk Reykjavík með Ernu Ómarsdóttur og Mar- gréti Bjarnadóttur, Lunch Beat í Hörpu, gjörningakvöld, vinnu- stofa með sviðslistafræðingn- um og heimspekingnum Bojönu Cjevic og frumsýning Íslenska dansflokksins á Taugum, tveimur nýstárlegum og óhefðbundnum dansverkum í Borgarleikhúsinu; Blýkufl eftir Sögu Sigurðardóttur og Liminal eftir Karol Tyminski. Einnig heldur samstarf RDF og Víðsjár áfram, en verkin verða tekin upp og flutt á RÚV síðar á þessu ári. Verðlaunaður á Slamdance Kvikmyndagerðarmaðurinn Einar Baldvin Árnason vann til verðlauna í flokki teiknimynda fyrir stuttmynd sína The pride of Strathmoor á Slamdance-kvik- myndahátíðinni í síðustu viku. Myndin er mastersverkefni Einars Baldvins frá USC School of Cinem- atic Arts en hún keppti um verð- launin við verk jafnt fagmanna sem annarra nemenda. Myndinni er lýst sem dimmu ferðalagi í gegnum geðveikrahæli undir miklum áhrifum frá ljóðskáldinu Edgar Allan Poe. Slamdance-há- tíðin er haldin ár hvert í Utah í Bandaríkjunum en sérstök áhersla er lögð á kvikmyndir sem fram- leiddar eru af litlum og sjálfstæð- um kvikmyndaframleiðendum. Að taka pinnann úr handsprengju n Níu bækur í 69 eintökum hver hafa komið út hjá grasrótarforlaginu Tunglið Í kvöld, þriðjudag, fer fram fyrsta tunglkvöld ársins 2015, en þá gefur Tunglið forlag út ljóð sjö skálda á óvenjulegu formi: vegg- spjaldi eða ljóðaplacati. Tunglið forlag var stofnað á vormánuð- um 2013 og hefur gefið út níu bæk- ur. Verkin koma út á fullu tungli og eru einungis til sölu það eina kvöld. Ef upplagið, sem er ávallt 69 tölu- sett eintök, selst ekki upp á útgáfu- kvöldinu er því fargað. Leikgleði og leitin að ljóðrænu „Við settum okkur það markmið að gefa út á hverju fullu tungli sumar- ið 2013. Við fórum á fullt að leita að handritum og þá kom í ljós að það voru margir höfundar sem áttu góð handrit sem pössuðu ekki alveg inn í meginstraumsbókaútgáfuna, styttri bækur sem voru kannski ekki svo söluvænlegar,“ segir Dagur Hjartar- son, sem stendur fyrir útgáfunni ásamt Ragnari Helga Ólafssyni. Ritstjórarnir hafa þannig sett sér skýrar reglur sem ramma inn útgáf- una en segja einnig fagurfræðilegan þráð tengja bækurnar. „Nafn forlags- ins gefur nokkra vísbendingu um í hvaða átt við erum að horfa – ætti að vera nokkuð augljóst – en það er oftar en ekki einhver ljóðrænn tónn sem sameinar Tunglbækurnar. Það er ákveðin leit eftir hinu ljóðræna. Þetta er ekki bundið við ákveðinn stíl, efni eða form heldur kannski frekar við veruhátt eða óljósa tilfinn- ingu,“ segir Ragnar Helgi. Bækurnar eru stuttar og útgáfu- ferli bókanna er snarpara en hjá stærri forlögum. „Við vildum að út- gáfa bókarinnar væri ekki langdreg- ið ferli, heldur vildum við reyna að safna orkunni og þjappa henni saman á einum stað og afmörkuð- um tíma,“ segir Ragnar Helgi. „Hjá okkur gerist allt mjög hratt – sól- arhringarnir eru stuttir á tungl- inu. Við erum kannski að fá hand- rit í hendurnar tveimur vikum áður en það kemur út. En það er þá mjög margt sem verður ósjálfrátt til í ferl- inu, alls konar leikgleði. Frá því að við fáum handritið í hendurnar þar til bókin kemur út þá er gleðin í gangi allan tímann. Ólíkt því sem gerist kannski þegar þú ert í sam- starfi við hin alvarlegri forlög, þar sem að þú getur verið í mjög langan tíma að veltast með handritið. Enda lítum við ekki á okkur sem einhverja endastöð fyrir útgáfuna, höfundarn- ir eiga textann og geta gert það sem þeir vilja með hann,“ segir Dagur og bendir á að bæði Sverrir Norland og Pétur Gunnarsson sem hafi gefið út hjá forlaginu hafi unnið hugmyndir úr tunglbókum sínum áfram og gef- ið út í stærri verkum fyrir síðustu jól. Handsprengjur í himnaríki Bækurnar koma aðeins út í fáum eintökum og hafa undantekninga- laust selst upp. Er hugmyndin þá að búa til sérstaka safngripi? „Nei, það er alveg andstæða þess. Það er alls ekki hugmyndin að búa til lúx- usvarning eða safngrip,“ segir Ragn- ar Helgi. „Bækurnar okkar eru ódýr- ari en venjulegar kiljur. Þetta er dýr framleiðsla þannig að við erum að selja þetta mjög nálægt prent- verði,“ bætir Dagur við. „Bækurn- ar eru seldar á nógu lágu verði til að við töpum hæfilega. Það er mark- mið forlagsins að skila hæfilegu tapi. Við reynum að vera örlítið fyrir neð- an núllið. Það felur í sér að við séum að tapa frekar litlu, sem er gott því við erum ekki borgunarmenn fyr- ir mjög miklu tapi, “ segir Ragnar Helgi. Ásamt hinu snarpa útgáfuferli gegnir hið takmarkaða upplag frekar því hlutverki að afhelga bókina. „Bók er svolítið íkon í okkar menning – helg stofnun. Þú gefur út bók fyr- ir eilífðina. Hún mun lifa þig. Það er eins og að planta tré í lystigarði. En við vorum að gæla við það að bóka- útgáfan yrði meira eins og að taka pinnann úr handsprengju. Hún spr- ingur og svo er hún bara horfin. Þetta er augnablikshöfnun á eilífðinni,“ segir Ragnar Helgi. „Íslendingar trúa ekki á himnaríki en þeir trúa á bókasöfn. Ef þeir gefa út bók þá lifa þeir að eilífu,“ bætir Dagur við. Það er þá hægt að segja að pinn- inn sjálfur sé tekinn úr sprengjunni á útgáfukvöldunum sem haldin eru á fullu tungli. Þar lesa höfundarn- ir upp úr bókunum, ásamt öðrum atriðum: gjörningum, fyrirlestrum eða tónleikum. Bókin verður þá að einstökum viðburði í tíma og rúmi. „Ég lít á það sem svo að við séum að gera bókinni mjög hátt und- ir höfði. Hún fær eitthvað afmark- að augnablik í mannkynssögunni, hver bók fær tvo klukkutíma. Þá er hún með púls á markaðnum, svo fer hún bara heim og lifir sínu prívatlífi. Hún á ekki eitthvert leiðinlegt lang- dregið sex vikna opinbert líf – höf- undurinn þarf ekki að hafa áhyggj- ur nema í svona tvo tíma svo getur hann bara farið og notið lífsins,“ segir Dagur. „Svo er þetta líka bara tilraun til að finna fleiri leiðir til að koma bókunum út. Þarna verður kannski til ákveðinn hvati til að ganga í að kaupa bókina – því annars er alltaf hægt að kaupa bókina í bókabúð- inni á morgun,“ segir Ragnar. „Hugs- unin er líka kannski öðrum þræði að leiða ákveðna myndlistarhugsun inn í útgáfubransann, sem oft er frekar „ óperformatífur“ getum við sagt. Okkur langaði að bæta inn örlítið meiri stundar-leik og „stundarleika“ í þetta ferli, nokkuð sem fólk í mynd- listarstússi hefur verið að gera í meira en hálfa öld,“ segir Ragnar Helgi. Placat (með c-i) Í kvöld er það hins vegar ekki bók sem pinninn er tekinn úr heldur ljóðaplacat. „Það eru tvær tungl- bækur á leiðinni en eru ekki alveg tilbúnar. Við ætluðum að reyna að koma þeim út snemma á þessu ári, en Tunglið er miskunnarlaust – það er bara fullt einu sinni í mánuði. Það er því ekkert hægt að fresta út- gáfu um viku eða tvær. Okkur fannst þá tilvalið að nota tækifærið og líta á ljóðið sjálft. Við ætlum að prófa að gefa út ljóð á nýju sniði, á placati. Þetta verður safnrit af sjö ljóðum, eitt eftir hvern höfund, en á þessu formati, útflatt á tvívíðu formi. Í kvöld fáum við sjö höfunda til að lesa í sjö mínútur, svo spilar Teitur Magnússon tónlistarmaður, sem hefur einmitt verið að gera lög við texta eftir Benedikt Gröndal og ann- an gaur frá Stratford í Englandi, Shakespeare,“ segir Ragnar og leggur sérstaklega áherslu á að placat sé rit- að með c-i en það er gert til heiðurs Jörundi hundadagakonungi sem notaði veggspjöld með yfirskriftinni „placat“ til að koma boðskap sínum og skilaboðum áleiðis til Íslendinga þegar hann ríkti. Auk Ragnars og Dags eiga Halla Oddný Magnúsdótt- ir, Ingibjörg Magnadóttir, Kristín Ei- ríksdóttir, Magnús Sigurðsson og Pétur Gunnarsson ljóð á placatinu. Tunglkvöld nr. V fer fram á Loft hosteli, í Bankastræti, í kvöld, þriðju- dag, og hefst kl. 20.00. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Íslendingar trúa ekki á himnaríki en þeir trúa á bókasöfn. „Það er markmið forlagsins að skila hæfilegu tapi. Leikgleði og tilraunastarf Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson sem standa að bókaforlaginu Tunglini eru óhræddir að prófa sig áfram með form og útgáfuaðferðir. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.