Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 2
Vikublað 10.–12. mars 20152 Fréttir
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin.
90 þúsunda
króna sekt
Hraðaksturs ökumanns, sem
lögreglan á Suðurnesjum mældi
á 134 kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er 90 kílómetr-
ar á klukkustund, kostaði hann
90 þúsund krónur auk þriggja
punkta í ökuferilsskrá. Þetta
kemur fram í dagbók lög-
reglunnar þar sem greint er
frá verkefnum liðinnar viku.
Fleiri ökumenn voru staðnir að
hraðakstri, einkum á Reykjanes-
braut eins og sá ofangreindi, en
þeir óku þó heldur hægar. Þá
voru nokkrir ökumenn staðnir
að því að aka án öryggisbeltis,
tala í farsíma án handfrjáls bún-
aðar og virða ekki stöðvunar-
skyldu. Brot af þessu tagi eru
einnig dýrt spaug.
Íslenskt kjöt sett
á bannlista Rússa
n Kom stjórnendum SS og KS í opna skjöldu n Miklir hagsmunir í húfi n Sviptu 16 fyrirtæki leyfi
M
atvælastofnun Rúss-
lands hefur sett
tímabundið innflutn-
ingsbann á vörur stórra
íslenskra kjötframleið-
enda til Rússlands, Hvíta-Rúss-
lands og Kasakstans. Fyrirtæki eins
og Sláturfélag Suðurlands (SS) og
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) mega
því ekki selja vörur til landanna en
þau eru mikilvægir markaðir fyrir
ákveðnar kjötafurðir.
Ákvörðunin kom stjórnendum
SS og KS í opna skjöldu. Þeir eru
vongóðir um að innflutningsleyfin
fáist aftur á næstu vikum. Banninu
verður þó ekki aflétt fyrr en kjöt-
framleiðendurnir uppfylla kröf-
ur Matvælastofnunar Rússlands
en stofnunin krefst meðal annars
þess að leitað verði oftar eftir ör-
verum og aðskotaefnum í íslensk-
um kjötiðnaði.
Alvarleg staða
Innflutningsbannið kom í kjölfar
úttektar tíu manna sendinefndar
Tollabandalags Rússlands, Hvíta-
Rússlands og Kasakstans. Sendi-
nefndin kom hingað til lands í nóv-
ember í fyrra til að skoða fyrirtæki
í kjöt-, fisk- og mjólkurframleiðslu.
Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki
hafði þá sótt um innflutningsleyfi
hjá tollabandalaginu en 82 fyrir-
tæki voru þá þegar með leyfi og
þar á meðal voru SS og KS.
Úttektin tók alls tvær vikur en á
þeim tíma heimsótti sendinefndin
alls sextán fyrirtæki. Þar er bæði
um að ræða nýja umsækjendur en
einnig fyrirtæki sem staðið hafa í
útflutningi til tollabandalagsins í
fjöldamörg ár. Í febrúar síðastliðn-
um tók Matvælastofnun Rússlands
þá ákvörðun að banna innflutning
á vörum allra þeirra fyrirtækja sem
sendinefndin skoðaði.
„Þarna voru innflutningsleyfi
fyrirvaralaust tekin af hverju ein-
asta fyrirtæki sem var skoðað hjá
en aðrir héldu sínum leyfum. Það
var út af einhverjum kröfum sem
við höfðum ekki heyrt af áður og
fyrstu dagana á eftir kom engin
skýring á því af hverju þetta var
gert. Þetta er yfirleitt aldrei unnið
með þessum hætti því ef menn sjá
eitthvað athugavert þá gefa þeir
alltaf einhvern tíma til úrbóta,“
segir Steinþór Skúlason, forstjóri
SS.
Steinþór segir lönd tollabanda-
lagsins mikilvæga markaði fyrir
ákveðnar kjötafurðir og nefnir
hrossa-, ær-, og lambakjöt. Hann
áætlar að sala á afurðunum til
landanna þriggja hafi skilað ís-
lenskum kjötframleiðendum sam-
tals 200–300 milljónum króna á
síðasta ári.
„Við höfum selt talsvert af
hrossa- og ærkjöti til Rússlands og
svo eru menn auðvitað að vinna
þarna upp sölu á lambakjöti. Þetta
er því alvarleg staða. Ég veit ekki
hversu langan tíma það mun taka
að leysa úr þessu en ég á ekki von
á öðru en að við fáum leyfið aftur á
næstu vikum,“ segir Steinþór.
Salan sexfaldaðist
Kaupfélag Skagfirðinga hefur
selt sömu kjötafurðir og SS til
tollabandalagsins en lagt aukna
áherslu á útflutning á bæði fersku
og frosnu lambakjöti. Sala fyrir-
tækisins á lambakjöti til Rúss-
lands sexfaldaðist í fyrra. Kjötið fór
meðal annars í búðir rússnesku
verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa
sem má líkja við verslanir Whole
Foods í Bandaríkjunum. KS keypti
einnig helmingshlut í fyrirtæk-
inu IceCorpo í fyrra en það sér um
sölu, markaðssetningu og geymslu
kjötsins í Sankti Pétursborg.
„Matvælastofnun Íslands heim-
sótti okkur í síðustu viku og staðan
er þannig að það er verið að svara
ákveðnum athugasemdum Rúss-
anna. Úttektin í fyrra gekk mjög vel
og sendinefndin var mjög ánægð
með það sem hún sá. Við áttum
því ekki von á neinu svona,“ segir
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
kjötafurðastöðvar KS og ræðis-
maður Rússlands á Sauðárkróki.
„Rússneska matvælastofnun-
in er aðallega að benda á misræmi
milli evrópsku matvælalöggjafar-
innar sem við erum að vinna eftir
og hins vegar kröfum tollabanda-
lagsins. Þar á meðal eru atriði er
varða sýnagreiningar sem varða
eftirlit með lyfjaleyfum og þung-
málmum í matvælum. En nú er
það hlutverk Matvælastofnunar að
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Þarna er um
gríðarlega við-
skiptahagsmuni fyrir Ís-
lendinga að ræða.
Ágúst Andrésson
Hiti vel undir
meðallagi
Febrúarmánuður var kaldur og
var hitinn undir meðallagi síðustu
tíu ára alls staðar á landinu. Þetta
kemur fram í yfirliti um tíðarfar
febrúarmánaðar sem birtist á vef
Veðurstofu Íslands.
Mánaðarmeðalhitinn í Reykja-
vík mældist -0,1 stig, -0,5 stigum
undir meðallagi áranna 1961 til
1990 en -1,7 stigum undir meðal-
lagi síðustu tíu ára. Er þetta kald-
asti febrúarmánuður í Reykjavík
frá 2008 að telja. Á Akureyri var
mánaðarmeðalhitinn -0,6 stig,
0,9 stigum yfir meðallagi 1961 til
1990, en -0,5 undir meðallagi síð-
ustu tíu ára. Hæsti hiti mánaðar-
ins mældist 17,4 stig á Dalatanga
þann 8. febrúar en lægsti hitinn
mældist -25,8 stig á Brúarjökli
þann 21. febrúar. Lægsti hiti í
byggð mældist -24,1 stig í Svartár-
koti sama dag. Frostið á Brúar-
jökli þann 21. febrúar var það
hæsta sem mælst hefur á landinu
þennan almanaksdag.