Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 30
Vikublað 10.–12. mars 201522 Menning Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2014 Eistnaflug Þungarokkshátíð Íslenskt þungarokk hefur aldrei farið eins hátt og á síðasta ári þegar þrjár hljómsveitir – Dimma, Skálmöld og Sólstafir – gáfu út sterkar plötur og slógu í gegn bæði hér og erlendis. Rokkhátíðin Eistnaflug sem haldin hefur verið árlega í Neskaupstað síðan 2004 og fagnaði því tíu ára afmæli í fyrra, hefur verið eins konar uppskeruhátíð íslensks þungarokks og mikilvægur hluti af senunni. Hátíðin er hugarfóstur Stefáns Magnússonar sem hefur alltaf staðið í brúnni. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og vakið athygli út fyrir landsteinana, enda heimsækja nú hátíð- ina mikilvæg nöfn í þungarokkinu. Anna Þorvaldsdóttir Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir hefur á undanförnum árum skipað sér í röð áhugaverðustu tónskálda Norðurlandanna fyrir einstakan og persónulegan tónheim sinn; nostrað er við fíngerðustu blæbrigði í tónlistinni sem er samt full af rými fyrir hlustandann til að skynja og sogast með. Árið 2014 var gjöfult á ferli Önnu; á meðal þess sem hæst bar var útgáfa þýska útgáfurisans Deutsche Grammophon á plötunni Aerial sem hefur að geyma verk eftir Önnu frá árunum 2011–2013 auk þess sem hinn virti tónlistarhópur Ice Ensemble frumflutti viðamikið verk hennar á Listahátíð í Reykjavík 2014. Mengi Tónleikastaður Tónleikastaðurinn Mengi á Óðinsgötu hefur haldið úti metnaðarfullri, frumlegri og áhugaverðri tónleikadagskrá. Þar hefur fjöldinn allur af tónlistarmönnum úr ólíkum áttum – bæði innlendum og erlendum – komið fram frá því stað- urinn var opnaður fyrir rúmu ári. Með tilkomu Mengis hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir tilraunakennda tónlist og spunatónlist en þann vettvang vantaði sárlega í íslenskt tónlistarlíf. Tónlist Dómnefnd: Gunnar Lárus Hjálmarsson (formaður), Dana Rún Hákonardóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. verða veitt þriðjudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þess afhendir forseti Íslands heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Hér birtist fyrri hluti tilnefninganna, en síðari hlutinn verður kunngerður í helgarblaði DV, föstudaginn 13. mars. Sama dag hefst netkosning á dv.is en þar gefst lesendum tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á. Sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði hreppir hnossið. M-Band Fyrir plötuna Haust M-Band er sólóverkefni Harðar Más Bjarna- sonar, sem syngur og spilar á ýmis hljóðfæri. Tónlistin er elektrónísk popptónlist þar sem hjartnæm tenórrödd Harðar svífur ofan á ljúfri, dreymandi og heillandi tónlist. Hörður lét fyrst heyra í sér árið 2012 á EP-plötu en í fyrra kom fyrsta albúmið, hin taktfasta og leitandi „Haust“. Hörður leggur sérstaklega mikið upp úr kraftmikilli upplifun áhorfenda á tónleikum, en hann lék víða á síðasta ári, bæði heima og erlendis. Danslist Dómnefnd: Karen María Jónsdóttir (formaður), Ólöf Ingólfsdóttir og Margrét Áskelsdóttir. Rökkurró Fyrir plötuna Innra Rökkurró sendi frá sér sína þriðju plötu, Innra, seint á síðasta ári en hún hefur fengið góðar undirtektir hér heima sem og utan landsteina. Þrjú ár eru liðin frá síðustu plötu sveitarinnar, Í annan heim, en sú fyrsta, Það kólnar í kvöld, kom út 2007. Hljómsveitin hefur verið í stöð- ugri þróun og náði áður óþekktum hæðum á nýju plötunni. Rökkurró er nýkomin heim eftir tónleikaferðalag um Evrópu og má með sanni segja að sveitin komi tvíefld til baka. Fyrri hluti Aude Busson og stjórn Assitej Fyrir Sviðslistahátíð Assitej 2014 fyrir unga áhorfendur Hátíðin hóf annað starfsár sitt með því að tilkynna nafnbreytingu úr Leiklistarhátíð Assitej í Sviðslistahátíð. Nafnbreytingin var svo undirstrikuð með áherslu á dans í verkefnavali há- tíðarinnar. Hér sýndi stjórn Assitej mikið hugrekki, tekin var ákvörðun um að taka hefðbundna hátíð og fara með hana í nýja átt. Stjórnin treysti dansinum til að halda merki hátíðarinnar á lofti. Hátíðin, sem bauð upp á þrjú íslensk dansverk fyrir börn og eitt erlent, var hvati fyrir sköpun nýrra barnadansverka og barnadansmynda sem og þróun á fjölbreyttu og skapandi námskeiðahaldi. Ný áhersla bauð upp á breiðara samstarf, nú við Dansverkstæðið í Reykjavík og samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Skemmst er frá því að segja að hátíðin sló í gegn og opnaði aðgengi barna á ýmsum aldri að listdansi. Erna Ómars- dóttir og Valdimar Jóhannsson Fyrir dansverkið Lecture on borderline musicals Í verkinu er áhorfandanum boðið að kafa í fyrirbærið jaðarsöngleik- ur. Í fyrirlestri vísa Erna og Valdi- mar í karaktera, lög, og danssenur úr fyrri verkum til útskýringa sem þau framkvæma af mikilli snilld. Umfjöllunar- efnið er brotið til mergjar og dansað er á mörkum gríns og alvöru, raunveruleika og skáldskapar. Uppbygging verksins er mjög skýr og markviss og samspil Ernu og Valdimars í góðu jafnvægi. Erna og Valdimar setja hér fram yfirgripsmikinn feril sinn í kraftmikilli og skemmtilegri nálgun, þar sem gamalt efni er sett í nýtt samhengi og bæði gamlir aðdáendur og nýir áhorf- endur geta notið. Margrét Sara Guðjónsdóttir Fyrir dansverkið Blind spotting Í verkinu kallar Margrét fram áhrifaríkar en uggvænlegar myndir. Átta einstaklingar fyrirfinnast á sviðinu, líkamar þeirra eru örmagna á sama tíma og innra tilfinningalíf einstaklinganna er við það að springa. Rauð flauelstjöld leika stórt hlutverk í verkinu en hreyfing þeirra ýtir verkinu áfram og skapar hulin rými sem annað slagið opnast áhorfendum og opinbera þeim ástand þess einstaklings sem þar er að finna. Verkið nær þannig að dáleiða áhorfandann og draga hann inn í ástand einstaklinganna í verkinu. Hér fullkomnar Margrét Sara fagurfræðileg höfundareinkenni sín þar sem ytri naum- hyggja mætir innri sprengikrafti. Ásrún Magn- úsdóttir Fyrir dansverkið Church of dance Í verkinu, sem jafnframt var opnunarverk Reykjavík Dance Festival 2014, fær Ásrún ná- granna sína á Njálsgötunni til að bjóða gestum og gangandi inn í stofu að dansa við uppáhalds- tónlist húsráðenda. Með því beinir hún athygli almennings að dansi, gerir gesti meðvitaða um dansinn í eigin lífi og kóreógrafíu sýnilega í umhverfinu. Síðustu misserin hefur Ásrún unnið að rannsóknum á listdansi með þróun þátttökuverka þar sem almenningur á í virku samtali við listamanninn um dans, sýn og upplifun. Í verkinu Church of dance nær Ásrún einstaklega skemmtilegum tökum á forminu þegar hún býður almenningi bókstaflega yfir hátíðlegan dans- þröskuldinn og inn í dansheim hversdagsins. Hugmyndin og útfærslan var gríðarlega sterk og hreif þátttakendur með sér í fjölbreyttum samdansi. Halla Þórðardóttir Fyrir dans sinn í verkinu Meadow Halla Þórðardóttir á athygli áhorfandans í verkinu Meadow eftir Brian Gerke í uppsetningu Íslenska dansflokksins. Verkið sækir innblástur í ævintýra- legan hugarheim höfundarins sem uppfullur er af dýrslegum mannverum. Halla bæði opnar verkið og lokar því og hrífur áhorfandann, sem missir aldrei sjónar á henni, með í gegnum verkið með sterkri nærveru sinni. Sérstaklega minnisstæður er eindans hennar í upphafi verksins þar sem hún stígur óburðug og brothætt sín fyrstu skref áður en hún svo sprettir úr spori. Halla gerir hlutverki sínu mjög góð skil með örlæti sínu og listfengi, tæknilegri færni og nákvæmni í framkvæmd hreyfinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.