Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 38
Vikublað 10.–12. mars 201530 Fólk
n Frumsýning á Poldark um helgina
n Leikur á móti reynsluboltum úr bransanum
H
eiða Rún Sigurðardóttir út-
skrifaðist sem leikkona
frá Drama Centre London
árið 2010 og hefur síðan þá
haslað sér völl sem leikkona
í kvikmyndum og sjónvarpi í Bret-
landi. Íslendingar fengu að kynnast
henni í spennuþáttunum Hraunið,
sem sýndir voru á RÚV fyrir skömmu,
en að öðru leyti hefur hún einbeitt sér
að verkefnum erlendis. Nýjasta verk-
efni hennar er BBC-búningadramað
Poldark, en fyrsti þátturinn af átta var
frumsýndur á BBC nú um helgina.
Viðbrögðin spennandi
Þættirnir voru teknir upp á sex
mánaða tímabili, en sagan gerist í
kringum 1780. Heiða segir frumsýn-
inguna ekki hafa verið sérstaklega
stressandi: „Ég var búin að sjá fyrsta
þáttinn svo oft að ég var eiginlega
komin með nóg. En auðvitað vorum
við öll rosa spennt, sérstaklega fyrir
viðbrögðum áhorfenda. Það er mikið
sem veltur á þeim. Til dæmis hvort
ráðist verður í að gera aðra seríu.“
Fyrsti þátturinn var forsýndur
tvisvar, í annað skiptið í Cornwall, en
bækurnar sem þættirnir byggjast á
gerast einmitt þar. „Við vorum dálítið
stressuð fyrir þá forsýningu því fólkið
í Cornwall þekkir þessa sögu svo vel
og verkið skiptir þau miklu máli. Fólk
brást mjög vel við og var ánægt og
hrósaði okkur mikið. Það var ótrúleg-
ur léttir því við bjuggumst við hörð-
um dómi.“
Lék á móti franskri goðsögn
Heiða hefur áður leikið í stórum
þáttaseríum, þar á meðal Jo þar sem
hún lék á móti franska leikaranum
Jean Reno. Í Poldark fékk hún í fyrsta
sinn að spreyta sig á leik í alvöru bún-
ingadrama.
„Ég hef aldrei áður leikið í þessari
tegund af þáttum, þó að ég hafi leikið
á sviði í svipuðum búningum. Það er
allt annað að leika á öðru tímabili, við
vorum með fullt af hestum í tökun-
um og mjög mikið var lagt í búninga
og leikgervi. Kjólarnir mínir voru sér-
saumaðir og ég komst ekki í þá án að-
stoðar. Stelpurnar í búningadeildinni
urðu samt mjög flinkar með tíman-
um – hárgreiðslan var mesta málið
og förðunin tók ótrúlega langan tíma
jafnvel þó að ég ætti að líta út fyrir að
vera ómáluð, svo að hvern dag í tök-
um byrjaði ég á tveimur og hálfum
tíma í hárgreiðslu og förðun.“
Eldri leikarar veita innblástur
Í þáttunum leikur Heiða á móti
Aidan Turner en hann er rísandi
stjarna meðal breskra leikara og þyk-
ir þokkafullur mjög. Aðrir mótleikar-
ar Heiðu eru eldri og reynslumeiri.
Heiða segir samskiptin við þetta
fólk vera það sem gefur henni mest í
svona verkefnum: „Þetta eru frábærir
leikarar með ótrúlegan feril að baki.
Til dæmis var ómetanlegt að fá að
kynnast Warren Clarke, en hann lést
því miður nokkrum mánuðum eftir
að tökum lauk. Hann lék til dæmis í
Clockwork Orange og lögguþáttun-
um Daziel and Pascoe og hafði unnið
með öllum í bransanum og átti ótrú-
legar sögur. Fyrsti þátturinn er til-
einkaður minningu hans. Reyndir
leikarar eins og hann veita mér mik-
inn innblástur og að fara með þeim
á pöbbinn eftir tökur og heyra sögur
úr bransanum er alltaf í uppáhaldi
hjá mér. Önnur leikkona í þáttunum,
Caroline Blakiston, lék til dæmis í
upprunalegu Star Wars-myndinni og
lék á yngri árum með Ian McKellan.“
Óljóst með aðra seríu
Heiða er samningsbundin framleið-
endum Poldark og má ekki ráða sig
í burðarhlutverk í öðrum sjónvarps-
seríum fyrr en ljóst er hvort ráðist
verður í gerð annarrar seríu: „Ég má
ekki fara í prufur fyrir aðrar seríur á
þessum tíma. Það eina sem ég get
tekið að mér í sjónvarpi eru gesta-
hlutverk, þar sem ég kem kannski inn
í einn eða tvo þætti og hverf svo aftur
úr sögunni. Þetta er bæði blessun og
bölvun. Auðvitað er fínt að vera örugg
um að fá hlutverk í áframhaldandi
seríum ef þær verða gerðar en ég get
ekki tryggt mér neitt annað fyrr en
það er ljóst.“
Gaman að leika óþolandi
lögreglukonu
Íslendingar fengu nýlega að sjá
Heiðu í hlutverki Grétu lögreglukonu
í Hrauninu sem RÚV sýndi síðast-
liðið haust.
„Ég var ofboðslega stressuð að
vinna heima því ég hafði aldrei gert
það áður. Það var mjög sérstakt að
koma inn í þennan litla hóp fólks þar
sem allir þekkjast svo vel og hafa ver-
ið í endalaust mörgum verkefnum
saman. Það skapast svo sérstök
stemning, þetta er nánast eins og fjöl-
skylda. Vinnan er líka svo áreynslulaus
á margan hátt því allir eru vanir því að
vinna saman. Það var líka svo sérstakt
fyrir mig að fá að leika á móður málinu,
nokkuð sem ég hef aldrei fengið að
tækla áður – það er allt önnur tilfinn-
ing en að leika á ensku. Mér fannst líka
skemmtilegt að búa til þennan karakt-
er, hún var dálítið óþolandi en það var
frábært að ég skyldi fá að fara alla leið
þangað með Grétu.“
Næg verkefni fram undan
Næsta verkefni Heiðu er leikritið
Scarlet sem er sett upp af South-
werk Playhouse-leikhúsinu í Suður-
London og verður frumsýnt 15.
apríl: „Sagan snýst um stelpu sem
lendir í hópnauðgun sem er tekin
upp á síma og sett á netið. Hún fjallar
um hefndarklám sem er mikið í um-
ræðunni núna. Við erum fjórar stelp-
ur sem leikum allar sama karakter-
inn og segjum hennar sögu saman.“
Það er greinilegt að Heiða hefur nóg
að gera í stórborginni og það verður
gaman að fylgjast með henni í fram-
tíðinni. n
Poldark –
saga af ástum
og örlögum
Ross Poldark er aðalsöguhetjan í
sjónvarpsþáttunum, en hann er leikinn
af hinum sjóðheita og lokkaprúða
Aidan Turner. Ross snýr aftur til Cornwall
eftir að hafa barist og nærri því fallið í
bandaríska borgarastríðinu. Heima fyrir
er allt í volli, pabbi hans er dáinn, fjöl-
skylduslotið í klessu og skvísan sem hann
var skotinn í búin að ákveða að giftast
frænda hans. Heiða leikur einmitt þessa
dömu en þegar Ross snýr aftur fer hún að
sjálfsögðu að efast um að hún hafi valið
sér réttan Poldark til að giftast. Eins og
við er að búast verður úr þessu dramatísk
saga sem inniheldur ástarþríhyrning,
gullfallega búninga, þokkafull skot af
Aidan og stórkostlegt landslag.
Heiða Rún
í búninga-
drama á BBC
Elizabeth og Ross Elskendurnir sem fengu ekki að eigast.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Heiða Rún
Sigurðardóttir
Hún heitir reyndar
Heida Reed í
bransanum. Þið
finnið hana undir
því nafni á IMDb.
www.litlahonnunarbudin.is
Strandgötu 17, 220 Hafnarfirði
#litlahonnunarbudin Sími 867 2253