Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 32
Vikublað 10.–12. mars 201524 Menning Kvikmyndir Dómnefnd: Vera Sölvadóttir (formaður), Valur Gunnarsson og Ísold Uggadóttir. Þorsteinn Bachmann Fyrir leik í kvikmyndinni Vonarstræti Í kvikmyndinni Vonarstræti leikur Þor- steinn rithöfundinn og ógæfumanninn Móra og sýnir stórleik í hlutverkinu. Hann fer allan skalann í túlkun sinni á manni sem fer frá því að vera „venjulegur fjöl- skyldufaðir“ í að verða nánast útigangs- maður. Þorsteinn sýnir besta leik sinn til þessa og mikla næmni bæði í túlkun sinni á persónunni og samleik við aðra leikara. Eftir 20 ára feril, oftast í aukahlutverk- um, sýnir hann svo um munar að hann blómstrar í aðalhlutverki og er um þessar mundir einn af áhugaverðustu leikurum landsins. Höggið Heimildamynd eftir Ágústu Einarsdóttur Einstaklega vönduð íslensk heimilda- mynd um sannsögulega viðburði. Hér er á ferð stórbrotin saga af sjóskaða og svo hetjulegri björgun í Norður-Atl- antshafi á jólanótt árið 1986. Notast er bæði við myndefni frá samtíman- um sem og nýtt leikið efni, í bland við viðtöl við þá sem lifðu af. Myndin er spennandi og vel upp byggð, þó að hún sé trú viðburðunum virkar hún nánast eins og spennumynd á köflum og undir lokin er mynduð tilgáta um það sem raunverulega gerðist. Heimildamyndargerð eins og hún gerist best, og varpar ljósi bæði á kjör íslenskra sjómanna sem og afdrif Íslands í ólgusjó kalda stríðsins. Benedikt Erlingsson og Friðrik Erlingsson Fyrir að stuðla að bættri kvikmyndaumræðu Benedikt Erlingsson og Friðrik Erlingsson fá tilnefningu fyrir að stuðla að bættri kvikmyndaumræðu á Íslandi. Þeir stigu nýlega báðir fram á opinberum vettvangi með umdeildar skoðanir varðandi stöðu kvikmyndalistarinnar hérlendis. Friðrik skrifaði greinar þar sem hann gagnrýndi efnistök íslensks sjónvarpsefnis og ákvarð- anir varðandi framleiðslu þess. Hann bendir á að margt beri að endurskoða, því hér sé aldeilis efniviður til staðar en að oft sé verið að eltast við erlendar fyrirmyndir sem eigi illa heima í íslensku samhengi. Benedikt gagnrýndi ríkisstjórn Íslands fyrir niðurskurð til Kvikmyndasjóðs í ræðu sinni þegar hann tók við verðlaunum Norðurlandaráðs 2014. Hann biðlaði til áhorfenda í salnum um að ræða við íslenska ráðamenn sem viðstaddir voru og útskýra fyrir þeim hversu mikilvæg kvikmyndagerð væri fyrir menningu okkar. Friðrik og Benedikt reyndu hvor með sínum hætti að stuðla að uppbyggilegri gagnrýni sem nauðsynleg er, eigi kvikmyndamenning að geta dafnað hérlendis. Skjaldborg Hátíð íslenskra heimildamynda Kvikmyndahátíðin Skjaldborg sem haldin er á Patreksfirði hefur undanfarin ár stækkað og eflst og var hátíðin í ár sú glæsilegasta til þessa. Skjaldborg frumsýnir á hverju ári fjölda íslenskra heimildamynda sem sumar ættu annars í erfiðleikum með að rata fyrir augu almennings. Efnistökin á Skjaldborg hafa jafnan verið fjölbreytt og myndirnar margvíslegar. Þarna fá leikstjórar einnig tækifæri til að sýna verk sem eru í vinnslu og fá álit á þeim og hvað megi bæta eða breyta. Skjaldborg hefur orðið fastur liður í almanaki bíóunnandans og fengið fjöldann allan af áhugaverðum gestum, bæði innlendum og erlendum, en síðast var það hinn rússneski Victor Kossakovsky sem var heiðursgestur hátíðarinnar. Salóme Heimildamynd eftir Yrsu Rocu Fannberg Salóme er persónuleg heim- ildamynd sem Yrsa Roca Fannberg gerði um móður sína, Salóme E. Fannberg veflistakonu. Yrsa er sjálf á bak við myndavélina og við fylgjumst með samskiptum mæðgnanna á nærgöngulan en jafnframt einlægan máta. Það þarf mikið hug- rekki til að kvikmynda eigið tilfinningalíf með þessum hætti og er ekkert dregið undan. Myndin er fyrsta heimildamynd leikstjórans en er þrátt fyrir það afar þroskuð saga um samband móður og dóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.