Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 25
Umræða 17Vikublað 10.–12. mars 2015
Ég get þetta
alveg enn þá
Þetta er bara
skemmtilegt
Anna er ofur-
kennari
Þorsteinn Halldór Þorsteinsson er á lista Elle yfir heitustu menn á Tinder. – DV.isBjörn Thors tileinkaði Önnu Flosadóttur Grímuverðlaun sín. – DV
Þ
jóðlífið, og þar með stjórn-
málin, er eins og heimilis-
bragur miðlungs fjölskyldu
í eldhúsi þar sem engin
ákvörðun er tekin. Enginn
ræður við matborðið nema græðgin.
Í ráðleysi sínu ráða allir við að rífa í
sig. Þetta er kallað það að vera frjáls
í lýðræði heimilislífsins. Í húsinu
eru engir ákveðnir matmálstím-
ar, enginn viss háttatími, fótaferðin
er á reiki. Allt er óskipulagt líkt og
umhleypingurinn í veðrinu. Þarna
er enginn faðir, engin móðir. Fjöl-
skyldan er nútímaútgáfa af krökkum
á ýmsum aldri sem ná aldrei þroska
eða fullorðinsárum. Fjölskyld-
an þrasar sífellt með ásökunum og
nöldri. Hún er full af réttlætiskennd
sem leiðir til nýs rifrildis í bland við
kvartanir og kveinstafi. Ef einhver
fær vott af skynsamlegri skoðun þá
er ráðist á hana fyrst hún er ekki
skoðun allra. Hún er móðgandi, sær-
andi, einelti, ofbeldi. Sá sem dirfðist
að hafa skoðun verður að láta undan
og éta hana ofan í sig, en það át vek-
ur líka óánægju. Niðurstaðan: Allir
verða æpandi vesalingar sem kalla
með skeiðina á lofti:
Hjálp! Ég á svo bágt!
Það er rétt. Allir eiga á einhvern hátt
bágt við að rífa í sig matinn. Lífið er
lítið annað en bágindi. Það að lifa er að
skapa sjálfum sér og öðrum bágindi.
Í þessari fjölskyldu hafa karlar
fengið rétt til að grenja yfir súpunni
eins og konurnar hafa alltaf grátið yfir
tilverunni. Og börnin gráta og grenja
og láta öllum illum látum, óseðjandi.
Þegar þau druslast yfir þrösk-
uldinn hrasa þau. Þau reka sig á en
kunna ekki að rísa hjálparlaust á
lappirnar. Þeim er þá hjálpað á hæl-
um undir leiðsögn utanheimilis-
mæðra í heilu eða hálfu starfi við
að elda og þrífa. Aftur á móti eru
sálfræðingarnir á fullum launum
við að taka til í sálarlífi greyjanna.
Á meðan „þær í eldhúsinu“ eru að
ganga frá eftir matinn fara krakkarn-
ir í heilsugöngu úti í náttúrunni. Þar
stíga þeir sín tólf skref til rétts lífern-
is undir leiðsögn sálfræðinganna.
Eftir það vilja greyin verða fræg, fá
mynd í blöðunum með grein: Ég var
saklaust aðalbláber þegar mér var
nauðgað.
Hin einfeldningslega íslenska
hetjudýrkun fyrri tíma hefur breyst í
álíka bjánalega aumingjadýrkun: Það
er ekki skömm að vera aumingi. Allir
brjóta af sér. Það er ekkert að marka
neinn, hvorki forsætisráðherrann,
biskupinn né forsetann. Ísland er
alþýðulýðveldi með eldhúsbrag, að
kveina yfir hinu eðlilega á sviði til-
verunnar. Eini tilgangur lífsins er að
detta út af sviðinu og hafna á rófu-
beininu. En enginn fer með frægð í
gröfina. Enginn deyr með heiðri og
sóma. Afbökun lífernisins fer fram
á einstaklingsbundinn hátt. Öllum
er í sjálfsvald sett að eyðileggja líf
sitt. En afbökunin fer líka fram með
hjálp fjöldahreyfinga. Menn hlaupa
úr eldhúsinu til að vera eins og aðr-
ir í múgnum. Æsingur hans er núna
umhleypingasamari og merkingar-
lausari en áður á meðan heilaga trú-
in og kristin kirkja stjórnuðu lýðnum
eða álíka hugmyndir í stjórnmálum
sem vöktu dýrkun sem hóf einræðis-
herra á stall. Á þeim tímum dó fólk
fyrir föðurlandið, trúna eða stjórn-
máladýrlinginn. Núna deyr enginn
fyrir neitt, ekki einu sinni dýrkun á
Madonnu. Hún dettur bara á sinn
rass og rís upp af sjálfsdáðum með
upppoppaða þjóhnappa, stolt sam-
tímans. n
„Það er ekki
skömm að vera
aumingi. Allir brjóta af
sér. Það er ekkert að
marka neinn, hvorki for-
sætisráðherrann, biskup-
inn né forsetann.
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Til umhugsunar
Hik og aumingjadýrkun
Mynd PressPHoTos.Biz
V
instristjórninni tókst að
forða ríkissjóði falli á síð-
asta kjörtímabili, brúa fjár-
lagagatið sem varð til í hrun-
inu og hefja endurreisn
samfélagsins. Sú ríkisstjórn fékk því
miður ekki brautargengi í síðustu
kosningum til að byggja réttlátara
samfélag á þeim grunni. Nú notar
hægristjórnin árangur vinstristjórn-
arinnar til að auka að nýju ójöfnuð og
mismunun eftir efnahag.
ríkisstjórn ríka fólksins
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar kveinkar sér undan því að
vera kölluð ríkisstjórn ríka fólksins.
Til að reka af sér það orð hefur for-
sætisráðherrann meira að segja tekið
undir kröfur launafólks, talað um að
300 þúsund krónur á mánuði séu nú
ekki miklir peningar til að framfleyta
fjölskyldu og að mikilvægt sé að fólk
geti lifað af launum sínum. Hann tal-
ar líka um að hækka þurfi laun þeirra
með lægstu launin og fólks með með-
altekjur. En sitt er hvað orð og athafn-
ir. Þessi orð forsætisráðherrans verða
svolítið skondin þegar litið er á hvað
ríkisstjórnin hefur gert til að hafa
áhrif á kjör fólksins í landinu og hvaða
hópar hafa hagnast undir stjórn hans.
Matarskattur
Ríkisstjórnin hækkaði virðisaukaskatt
á matvæli, lækkaði líka efra þrep
skattsins og afnam vörugjöld. Hún
reiknaði út að breytingin myndi skila
kjarabótum. Kjarabótin skilar sér vel
til þeirra tekjuhæstu en þeir tekju-
lægri bera minna úr býtum. Ráðstöf-
unartekjur 10% ríkustu landsmanna
munu aukast fjórfalt meira vegna
aðgerðanna en þeirra sem eru með
meðaltekjur. Tekjulægri hópar fá enn
minna.
skert kjör og samningsrof
Ríkisstjórnin ákvað að stytta bóta-
rétt langtíma atvinnulausra um hálft
ár og spara ríkissjóði milljarð. Án
alls fyrirvara var rofið samkomu-
lag ríkisins við samtök atvinnurek-
enda og launþega um þriggja ára
atvinnuleysisbótarétt með slæm-
um áhrifum á kjör hundraða manna
sem voru ekki í góðri stöðu fyrir. Að-
gerðinni fylgir aukinn kostnaður fyr-
ir sveitarfélög því þeim fjölgar sem
leita eftir fjárhagsaðstoð þeirra. Fá-
tækt mun aukast enn frekar en hún
er skammarlega mikil hér á landi og
nýlegar greiningar sýna að börnum
sem búa við fátækt er að fjölga.
stóra millifærslan
Ríkisstjórnin ákvað að greiða niður
verðtryggðar skuldir íbúðalána sam-
kvæmt reiknireglu sem kemur best út
fyrir þá allra ríkustu. 30% tekjulægstu
heimilin fá um 6% af þeim 80 millj-
örðum margumtöluðu sem ganga
til niðurgreiðslu húsnæðislána, eða
tæpa 5 milljarða króna. 30% tekju-
hæstu heimilin fá 64% upphæðar-
innar eða rúma 50 milljarða króna.
Enn og aftur eru þau ríkari að fá góða
fyrirgreiðslu hjá ríkisstjórninni.
Fjöldatakmarkanir í framhalds-
skólum
Ríkisstjórnin setti fjöldatakmark-
anir í framhaldsskólum sem þýðir
að þeir sem eru 25 ára eða eldri og
vilja stunda bóknám þurfa að sækja
einkaskóla á Suðurnesjum eða í
Borgarfirði. Þar með geta þeir sem
vilja fara í bóknám og hafa náð þess-
um aldri ekki nýtt sér námsframboð
í heimabyggð og klárað nám á þeim
tíma sem þeim hentar. Á yfirstand-
andi skólaári eru 1.650 nemend-
ur sem náð hafa 25 ára aldri í bók-
námi í framhaldsskólum landsins.
Skólagjöldin í einkaskólunum eru
um 225.000 krónur á önn en önn-
in í opinberu framhaldsskólunum
kostar um 13.000 krónur. Fjölda-
takmarkanirnar verða til þess að
færri sækja sér nám og þeir sem það
gera þurfa að kosta miklu til bæði
vegna skólagjalda og búsetuflutn-
inga. Enn og aftur er þrengt að þeim
sem minna hafa handa á milli, t.d.
ungum mæðrum sem hafa þurft að
fresta skólagöngu sinni.
réttlæti krafist
Á sama tíma og ríkisstjórnin þrengir
að almennu launafólki og eykur
greiðsluþátttöku einstaklinga í heil-
brigðisþjónustu, lætur hún auð-
legðarskattinn renna sitt skeið og
gefur afslátt af veiðigjöldum til út-
gerðarinnar. Fórnir fólksins í landinu
vegna hrunsins og árangur vinstrist-
jórnarinnar í ríkisfjármálum hefur
ríkisstjórn ríka fólksins notað til að
auka óréttlæti og ójöfnuð. Það er því
skiljanlegt að launafólk krefjist rétt-
lætis í komandi kjarasamningum og
treysti ekki orðum forystumanna rík-
isstjórnarinnar. n
„Fátækt mun
aukast enn frekar
en hún er skammarlega
mikil hér á landi og ný-
legar greiningar sýna að
börnum sem búa við fá-
tækt er að fjölga.
Aukinn ójöfnuður og mismunun
oddný G. Harðardóttir
alþingismaður
Kjallari
Mest lesið
á DV.is
1 Íslensku Eurovision-dansararnir fá ekki að
fara með: Fjölskyldur höfðu
eytt hundruðum þúsunda
Íslensku dansararnir tveir sem tóku þátt
í siguratriðinu í undankeppninni fyrir
Eurovision hér á landi fara ekki með til
Vínar í Austurríki þar sem aðalkeppnin
fer fram. Þeim Ellen Margréti Bæhrenz
og Þóreyju Birgisdóttur var tilkynnt það
á fundi með strákunum í StopWaitGo
á fimmtudaginn en þeir sömdu lagið
Unbroken sem María Ólafsdóttir söng.
Lesið: 64.699
2 Líbanskri sjónvarpskonu sagt að þegja: Svona
brást hún við Líbanska sjón-
varpskonan Rima Karaki hefur vakið
athygli fyrir vaska framgöngu í nýlegu
sjónvarpsviðtali þar sem þekktur fræði-
maður úr hópi súnní-múslima talaði
niður til hennar. Hún slökkti á hljóðnema
fræðimannsins, en maðurinn hafði verið
afar ruddalegur.
Lesið: 42.623
3 Fannst hann stunginn í bakið Páll Óskar Hjálmtýsson
kom út úr skápnum gagnvart fjölskyldu
sinni 17 ára gamall, en ræddi kynhneigð
sína fyrst opinberlega í helgarviðtali
í Þjóðviljanum, tvítugur að aldri. Páll
segir að sér hafi fundist það særandi að
stórstjörnur eins og Boy George og Elton
John hefðu ekki komið út úr skápnum
fyrr. „Hvar voru þessar stjörnur þegar
hinsegin fólk úti um allan heim þurfti á
því að halda?“ segir Páll í Helgarviðtali
DV.
Lesið: 23.332
4 Myndband af flugvél Harrison Ford andar-
tökum fyrir brotlendingu
Myndbönd af brotlendingu leikarans
Harrison Ford hafa vakið mikla athygli
en Ford brotlenti flugvél sinni á golfvelli
í Los Angeles í síðustu viku.
Lesið: 23.799
5 Svarar gagnrýnendum með nýrri mynd Fyrirsætan
og athafnakonan Amber Rose svaraði
gagnrýnendum sínum með því að birta
nýja mynd af sér á samfélagsmiðlinum
Instagram. Myndin, sem sýnir Amber
klædda í svört undirföt, er að hennar
sögn svar við gagnrýni sem hún hefur
fengið úr ýmsum áttum fyrir að birta
djarfar sjálfsmyndir.
Lesið: 22.667
Páll Óskar Hjálmtýsson viðurkennir að hafa meira fyrir böllunum í dag. – DV