Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 47
Vikublað 10.–12. mars 2015 Hönnun - Kynningarblað 7
Íslensk hönnun í
sinni litríkustu mynd
Epal tekur þátt í Hönnunarmars og sýnir verk 30 hönnuða í verslun sinni
Í
slensk hönnun í sinni litríkustu
mynd
Epal tekur virkan þátt í
Hönnunarmars eins og undan-
farin ár með því að sýna verk
hátt í 30 hönnuða í verslun sinni,
Skeifunni 6, dagana 12.–17. mars.
Frá stofnun fyrirtækisins árið
1975 hefur Epal haft að leiðarljósi
að auka skilning og virðingu fyrir
hönnun á Íslandi með því að velja
góða hönnun og gæðavörur fyr-
ir viðskiptavini sína. Hluti af því er
þátttaka í Hönnunarmars.
Á Hönnunarmars í Epal í ár má
sjá áhugaverða hönnun eftir fjöl-
breyttan hóp hönnuða, þekktra
jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá
fullmótuðum hlutum sem tilbún-
ir eru til sölu til hugmynda á frum-
stigi, þar getur að líta húsgögn, ker-
amik, púða, skartgripi, ljós og aðra
áhugaverða hluti.
Íslenska/danska
hönnunarteymið Welling/Ludvik
sem samanstendur af þeim Guð-
mundi Lúðvíkssyni og Hee Welling
verður meðal sýnenda í ár en þeir
hafa notið mikillar velgengni á er-
lendri grundu og sýna þeir meðal
annars sófann Lagoon sem fram-
leiddur er af Erik Jorgensen.
Ásamt þeim sýnir t.d. Ingibjörg
Hanna, HAF hönnunartvíeykið,
Chuck Mack, Guðrún Vald, Bybibi,
Steinunn Vala, Þórunn Árnadóttir,
Anna Þórunn og Ólöf Jakobína
einnig nýjar og spennandi vörur
ásamt mörgum öðrum hæfileika-
ríkum hönnuðum.
Sigurjón Pálsson húsgagna-
hönnuður mun sýna í ár lunda
en hann hefur slegið í gegn með
vaðfugla sína sem kynntir voru á
Hönnunarmars í fyrra og eru nú í
framleiðslu hjá Normann Copen-
hagen og rjúka þar út eins og heitar
lummur. Það verður því spennandi
að sjá hvort lundinn feti sömu slóð.
Hönnunarmars í Epal er því
mjög spennandi í ár og svo sannar-
lega eitthvað fyrir alla.
Hægt er að lesa nánar um
hönnuðina sem sýna í Epal í ár á
bloggsíðu verslunarinnar á www.
epal.is
Þátttakendur í ár eru: Ólöf
Jakobína María Lovísa Hjalti
Parelíus Hekla Guðmundsdóttir
Guðmundur Lúðvík - Hee Welling
Sigurjón Pálsson Guðrún Vald
Þórunn H. Bybibi Inga Sól Chuck
Mack Steinunn Vala Snæbjörn Julie
Gasiglia Sigrún Jóna Norðdahl Guð-
rún Eysteinsdóttir Ingibjörg Hanna
Bjarnadóttir Embla Sigurgeirsdóttir
Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hjalti
Axels son Thelma Magnúsdóttir Erla
Sólveig Steinunn Jónsdóttir Eygló
Benediktsdóttir Sigríður Hjaltdal
Pálsdóttir Anna Þórunn Hafsteinn
Júlíusson HAF Þórunn Árnadóttir
EPAL HARPA: Ágústa Hera
Harðardóttir Hildur Petersen Gerð-
ur Steinars. n
Íslensk hönnun Eygló Benediktsdóttir.
Íslensk hönnun Inga
Sól Ingibjargardóttir.
Íslensk hönnun
Guðrún Valdimarsdóttir.