Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 12
Vikublað 10.–12. mars 201512 Fréttir „Ég vil gleymast“ n Ung kona vill rétta af stafrænt mannorð sitt n Rétturinn til að gleymast á netinu F ólk á rétt á því að hverfa af netinu samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins og hafa 175 Íslendingar beðið netris- ann Google um að fjarlægja 573 hlekki úr niðurstöðum leitar- vélarinnar. 166 hlekkir hafa verið fjarlægðir, alls 33,9 prósent. Ástæðurnar fyrir því að fólk vill hverfa af netinu eru margvíslegar og geta tengst fyrra líferni, afbrotum, meiðandi ummælum, ósanngjarnri fjölmiðlun og svo framvegis. Það er svo í höndum Google að vega og meta hverju sinni hvort hlekkirnir verða fjarlægðir. Í hvert sinn er tekið tillit til réttinda einstaklingsins en að sama skapi hvort það þjóni almannahags- munum að halda hlekknum í niður- stöðunum. Allt byggir þetta á dómi Evrópudómstólsins frá í fyrravor þegar spænskur ríkisborgari, Mario Costeja González, höfðaði mál fyrir dómstólnum og krafðist þess að upplýsingar sem tengdust fjárnámi hans yrðu fjarlægðar úr leitarniður- stöðum Google. Dómstóllinn féllst á að niðurstöðu á leitarsíðu Google skyldi eytt. Hafa ber í huga að það hefur ekki í för með sér að sjálfu efn- inu, sem sneri að manninum, skyldi eytt heldur aðeins leitarniðurstöð- unni sjálfri. Meta þarf hverju sinni hvernig það þjónar hagsmunum al- mennings að halda tenglinum inni og svo rétti einstaklingsins til að falla í gleymsku. Margir vilja hverfa Í kjölfarið hafa margir leitað til Google og óskað eftir því að fyrirtækið „gleymi“ þeim. Ef til vill er það kaldhæðni örlaganna að nafn Mario Costeja González hefur nú verið fest kyrfilega í sögubækurn- ar – maðurinn sem vildi láta fjár- nám gleymast er nú kenndur við dómafordæmið. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hef- ur bent á að dómurinn veki upp áleitnar spurningar varðandi hlut- verk fyrirtækja á borð við Google sem nú hefur verið þvingað til að rit- stýra leitarniðurstöðum í samræmi við beiðnir sem fyrirtækinu berast. „Ljóst er að þessi dómur takmark- ar aðgengi að upplýsingum og dreg- ur úr gagnsæi og er það varhugaverð þróun sem IMMI harmar,“ segir í frétt á vef samtakanna um dóminn. Rétturinn til að gleymast er enda umdeildur og togast þar á réttur einstaklingsins til friðhelgi einkalífs og svo rétturinn til gagnsæis og að- gengis að upplýsingum. Bernskubrekin elta Ástæðan fyrir því að vilja gleymast eru margar. Einhverjir hafa verið dæmd- ir fyrir afbrot en fréttir og upplýsingar um málið gera þeim erfitt fyrir þegar þeir leita að vinnu. Einhverjir sjá eft- ir atvikum úr fortíð sinni, hafa sagt eitthvað sem birst hefur opinberlega en endurspeglar ekki lengur gildis- mat þeirra. Aðrir hafa orðið fyrir því að óprúttnir aðilar hafa birt mynd- ir af þeim, til dæmis í hefndarkláms- málum. Svo eru það þeir, eins og við- mælandi DV, sem bernskubrekin elta og fylgja eins og skugginn, allt vegna þess að hægt er að „gúgla.“ Í hópi þeirra sem vilja „hverfa“ er ung kona sem á stormasöm ung- lingsár að baki og langa sögu á netinu. „Ég týndist, ég braut af mér og ég hélt úti vefsíðu sem var mjög vafasöm. Vefsíðan er ekki lengur til, held ég, en fréttir af því að ég sé týnd eru til og koma upp þegar nafn mitt er slegið inn í leitarvélar. Það var ótrúlega erfitt þegar ég var að sækja um vinnu fyrir nokkru enda var þetta það fyrsta sem fólk, sem hafði rænu á að gúgla mig, sá. Svo smell- ir fólk á þetta og þá aukast líkurnar á því að þetta sé það fyrsta sem kem- ur upp næst þegar einhver leitar að mér. Ég vil að þessar fréttir verði teknar niður enda finnst mér það frekar gróft að vera með það á bak- inu endalaust að hafa verið ung og vitlaus,“ segir konan sem hefur nú lokið háskólanámi og er fjölskyldu- kona í fullu starfi. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því að hún ætti sér nokkra sögu á netinu, enda leiða fáir hugann að stafrænu fótspori sínu. Óþægilegt „Ég er í vinnu núna eftir að mér tókst að sannfæra vinnuveitanda minn um að ég væri ekki lengur sextán. Ég er á góðum stað en þetta er mjög óþægilegt – til dæmis ef ég þyrfti að skipta um vinnu. Myndi þetta þá aft- ur verða vandamál? Þegar ég lauk námi og byrjaði að leita mér að vinnu þá áttaði ég mig skyndilega á því að þetta var vanda- mál. Ég fór á námskeið þar sem okk- ur var bent á að hafa samfélagsmiðla snyrtilega, skoða gamlar bloggsíður og yfirfara þær. Engar djammmynd- ir eða furðuleg ummæli í kommenta- kerfum. Þá mundi ég eftir síðunni sem við vinkonurnar héldum úti. Hún var ansi gróf og snerist um hvað við værum sætar, villtar og kyn- þokkafullar. Ég ákvað að gúgla sjálfa mig og ég fékk eiginlega áfall þegar ég sá þetta.“ Þegar hún fletti upp nafni sínu komu upp fréttagreinar tengdar því, fréttir sem sneru að stroki af með- ferðarheimili og afbrotum. „Ég vil gleymast. Fortíðin er á hælunum á mér. Það voru til dæmis greinar þar sem talað er um að ég sé líklega með miklu eldri mönnum í stroki. Efsta niðurstaðan tengdist að auki dómi sem ég fékk þegar ég var ungmenni. Á einni myndinni af mér er ég með mönnum sem voru á þeim tíma mjög þekktir í íslenskum fjölmiðlum fyrir vafasamt athæfi,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við Google „Ég heiti ekkert Guðrún Sigurðardótt- ir eða eitthvað svoleiðis. Það kemur ekki nein til greina nema ég og það hjálpar mér ekkert að oftast fylgja myndir. Ég mun hafa samband við Google en þetta er meiriháttar ferli, mun stærra en ég gerði mér nokkru sinni grein fyrir. Það er eitt að vera á sakaskrá, en að vera á sakaskrá netsins, það er miklu verra,“ segir hún og segist gera sér grein fyrir því að greinarnar verði áfram til þó að hlekkirnir sem vísa á þær verði ekki aðgengilegir í gegnum þessa tilteknu leitarvél. „Ég þarf að glíma við það. En ég vil gleymast.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þegar ég lauk námi og byrjaði að leita mér að vinnu þá áttaði ég mig skyndilega á því að þetta var vandamál. Með fortíðina á hælunum Fortíðin er á hælunum á mér, segir konan. Vilja gleymast Ástæðurnar fyrir því að vilja gleymast eru margar. Einhverjir hafa verið dæmdir fyrir afbrot en fréttir og upplýsingar um málið gera þeim erfitt fyrir þegar þeir leita að vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.