Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Síða 28
Vikublað 10.–12. mars 201520 Sport jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fermingartilboð 20% afsláttur Danish Design – falleg gæðaúr á frábæru verði. Tilboðsverð frá 14.900 kr. 20% afsláttur PIPA R\TBW A • SÍA • 151165 10 hlutir sem van Gaal þarf að Gera hjá united n Baráttan um 4. sætið hörð n Mikið verk fyrir höndum hjá Louis van Gaal M anchester United hefur verið í 3. eða 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar lengst af í vetur en þau sæti gefa þátttökurétt í Meistara­ deild Evrópu á næstu leiktíð. Undan­ farnar vikur hefur United gefið aðeins eftir í deildinni og tapað mikilvæg­ um stigum á sama tíma og Liverpool hefur verið á miklu flugi. Á United nú jafnvel á hættu að missa af sæti í Meistaradeildinni þar sem Arsenal og Liverpool hafa einfaldlega spilað betur og unnið fleiri leiki. Breska blaðið Daily Mail tók saman tíu atriði sem Louis van Gaal, knattspyrnu­ stjóri Manchester United, þarf að laga ætli liðið sér að ná einu af þess­ um fjórum efstu sætum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Hafa Wayne Rooney frammi Van Gaal lét hafa eftir sér á dögunum að United ætti ekki framherja sem gæti skorað tuttugu mörk á tímabili. Falcao hefur verið brokkgengur og Robin van Persie fjarri sínu besta. Engu að síður hafa þeir oftar en ekki byrjað saman frammi og Wayne Rooney spilað á miðjunni. Í undanförnum leikjum hefur Rooney þó verið færður í framlínuna og skoraði hann til að mynda tvö mörk í sigri á Sunderland um þar síðustu helgi. Það voru fyrstu mörk Rooneys á árinu. Wayne Rooney hefur oft skorað yfir tuttugu mörk á tímabili og hann virkar í fínu standi. Van Gaal þarf að láta Rooney spila sína bestu stöðu og þá munu mörkin – og sigrarnir – koma. Treysta Ander Herrera Ander Herrera var keyptur fyrir stórfé til United í fyrrasumar. Þrátt fyrir fína frammistöðu í mörgum leikjum hefur Herrera mátt sætta sig við að vera á varamannabekknum. Hver ástæðan er skal ósagt látið en þessi kraftmikli, vinnusami og leikni miðjumaður er leikmaður sem flest ef ekki öll lið gætu notað. Hann hefur sýnt að hann á skilið að spila meira, sérstaklega þar sem miðja United-liðsins hefur oft virkað ótraust í fjarveru hans. Bæta árangurinn á útivelli Það sem af er tímabili hefur Manchester United aðeins unnið fjóra leiki af fjórtán á útivelli. Í tveimur þeirra var liðið stálheppið að vinna, gegn Sout- hampton og Arsenal. Það er morgunljóst að ef United ætlar sér sæti í Meistaradeildinni að ári þarf liðið að hirða fleiri stig á útivelli. Ef aðeins árangurinn á útivelli teldi væri United í 7. sæti deildarinnar. Blása lífi í Angel di Maria Eftir að hafa blásið fersku lífi í leik Manchester United í byrjun leiktíðar hefur fjarað verulega undan Argentínumann- inum Angel di Maria, dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Í undanförn- um leikjum hefur hann verið skugginn af sjálfum sér, gefið boltann auðveldlega frá sér og virkað fyrirsjáanlegur í öllum sínum aðgerðum. Louis van Gaal þarf að finna leið til að endurvekja sjálfstraust di Maria sem var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistara- deildarinnar fyrir innan við ári. Koma sér á hliðarlínuna Louis van Gaal er knattspyrnustjóri af gamla skólanum og gerir hlutina eftir sínu höfði. Í sjónvarps- útsendingum sést hann oft sitja á vara- mannabekknum með blað og penna þar sem hann tekur glósur. Það er sjaldgæft að sjá hann öskrandi á leikmenn sína á hliðar- línunni. Mögulega er það samt eitthvað sem van Gaal mætti taka til endurskoðunar. Það myndi hleypa lífi í stuðningsmenn United og einnig halda leikmönnum við efnið. Nota leikmenn í þeirra bestu stöðum Hvað eftir annað hefur leikmönnum United verið spilað úr stöðu á tímabilinu. Wayne Rooney spilaði á miðjunni, Angel di Maria var notaður sem framherji, Antonio Val- encia hefur spilað í hægri bakverði, Marcos Rojo sem miðvörður og vinstri bakvörður og þá hefur Ashley Young spilað sem vinstri bakvörður, sem er staða sem hann virðist að vísu kunna ágætlega við. United hefur vantað stöðugleika og stöðugar hræringar van Gaal í uppstillingu liðsins hafa ekki gert mikið fyrir sjálfstraust leikmanna. Gera meiri kröfur Góðir knattspyrnustjórar verja leikmenn sína með kjafti og klóm á opinberum vettvangi en taka þá svo á teppið í einrúmi, maður á mann. Áður en að leiknum gegn Newcastle kom í síðustu viku sagði van Gaal að nýir leikmenn, eins og Angel di Maria, þyrftu ár til að aðlagast nýju liði og nýrri deild. Þetta er kjaftæði. Góðir leikmenn þurfa ekki tíma til að aðlagast. Hversu mik- inn aðlögunartíma þurftu Diego Costa og Alexis Sanchez? Það er vonandi að van Gaal sé harðari við leikmenn sína í búningsklef- anum en á blaðamannafundum. Ekki spila van Persie og Falcao saman Það efast enginn um að Robin van Persie og Radamel Falcao eru frábærir framherjar. Það hefur hins vegar sýnt sig í vetur að það þýðir lítið að spila þeim saman frammi. Samanlagt hafa þeir skorað 14 mörk í úrvalsdeildinni og oftar en ekki hafa þeir leitt framlínuna í sameiningu. Hjá van Persie líða að meðaltali 198 mínútur milli marka en hjá Falcao eru mínúturnar 250. Það er afleit tölfræði. Annar hvor ætti að byrja leiki meðan hinn fær sér sæti á bekknum. Helst af öllu ætti þó Wayne Rooney að fá tækifæri í fremstu víglínu miðað við frammistöðu Falcaos og van Persie hingað til. Slaka á Það muna eflaust margir eftir blaðamannafundinum eftir leik West Ham og Manchester United þegar Louis van Gaal fór hamförum. Neistinn sem kveikti bálið í van Gaal voru ummæli Sams Allar- dyce, stjóra West Ham, um að United spilaði háloftabolta. Van Gaal mætti með alls konar pappíra sem áttu að sýna að United spilaði ekki háloftabolta. Van Gaal þarf að slaka á og ekki láta ensku pressuna ná taki á sér. Þú vinnur ekki slag við pressuna svo glatt. Vinna Tottenham Næsti leikur United í úrvalsdeildinni er gegn Tottenham á heimavelli. Þessi leikur gæti skipt sköpum í baráttunni um 4. sætið enda mætir liðið Liverpool, Manchester City og Chelsea í þremur af næstu fjórum leikjum þar á eftir. Tapist leikurinn gegn Tottenham gæti draumurinn um 4. sætið hreinlega verið úti eftir Chelsea-leikinn sem fer fram 18. apríl. Liðið þarf að byrja á að vinna Tottenham til að fá sjálfstraustið sem þarf í erfiðu leikina sem á eftir koma. 3 1 2 4 5 6 7 8 9 10 Erfitt tímabil Louis van Gaal hefur ekki náð því besta út úr sínu liði í vetur. Það sem eftir lifir tímabils mun baráttan snúast um að koma United aftur í Meistaradeildina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.