Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 10.–12. mars 201528 Fólk Frægðin getur verið fallvölt Flestir Bretar telja að frægðarsól Russel Brand og fleiri frægra eigi eftir að hríðfalla á næstu árum og áratugum B reska tímaritið The Tele­ graph gerði á dögunum rannsókn á aðdáun bresku þjóðarinnar á frægustu stjörnunum. Í rannsókn­ inni var annars vegar gerður listi yfir núverandi stjörnur sem breskur al­ menningur á eftir að skammast sín fyrir í framtíðinni og hins vegar listi yfir núverandi stjörnur sem eiga eftir að verða elskaðar og dáðar í sögunni. Á toppnum yfir þær stjörnur sem flestir eiga eftir að skammast sín fyrir situr grínistinn og núverandi aðgerðasinninn Russell Brand. Á toppnum yfir þær stjörnur sem flest­ ir telja að eigi eftir að verða goðsögn er hins vegar sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry. Í sömu rannsókn kom fram að Winston Churchill er elskaðasti og dáðasti Breti allra tíma en hann fékk 25% atkvæða. Aðrir sem komust á þann lista voru William Shake speare og Elísabet drottning. n Frægt fólk sem mun njóta virðingar í framtíðinni Frægir Bretar sem breska þjóðin á eftir að skammast sín fyrir 1 Stephen FrySjónvarpsmaðurinn, grínistinn, leikarinn, rithöfundurinn og aðgerðasinninn Stephen Fry fæddist árið 1957. Svar Fry í írskum sjónvarpsþætti á dögunum við spurningunni hvað hann myndi segja við Guð vakti gríðarlega athygli. Stephen sagð- ist myndu segja við Guð, ef í ljós kæmi að hann væri til eftir allt, að hann væri algjört illmenni, andstyggilegur og duttlungafullur. 5 Nigel FarageUmdeildi stjórnmálamaðurinn Farage fæddist árið 1964. Farage hefur montað sig af drykkju sinni í beinni út- sendingu og orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera kallaður „mest hataði maður Bretlands“ í fjölmiðlum. 4 David Cameron Cameron fæddist árið 1966. Hann hef-ur gegnt embætti forsætisráðherra frá 2010. David var aðeins 43 ára þegar hann var settur í embættið og því yngsti forsætisráðherra landsins síðustu 200 árin. 3 George prinsLitli prinsinn fæddist 22. júlí 2013 og er sonur Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Amma hans er sjálf drottning Bretlands en sjálfur er litli prinsinn þriðji í erfðaröðinni. 3 Sir Trevor McDonaldSir Trevor McDonald, sem fæddist 1939, var fyrsti svarti fréttamaðurinn í bresku sjónvarpi. Trevor hefur unnið flest blaðamannaverðlaun allra í Bretlandi og var sæmdur riddaratign árið 1999. 2 Brian CoxCox, fæddur 1968, er mikilsmetinn prófessor og eðlisfræðingur sem hefur slegið í gegn með sjónvarpsþætti sína Wonders of … Á áttunda áratugnum var Brian meðlimur í hljómsveitinni D:Ream sem átti sína smelli á vinsældalistunum. Einu sinni var hann vísindamaður sem eitt sinn var rokkstjarna, í dag er hann rokkstjarna vísindanna. 4 Andy MurrayTennisleikarinn Andy Murray, fæddur 1987, situr í fimmta sæti heimslistans. Murray hefur verið besti tennisleikari Bretlands frá árinu 2006 og er elskaður og dáður af löndum sínum. 1 Russell BrandRussell sem fæddist árið 1975 er heimsfrægur grínisti, leikari, útvarpsmað- ur, rithöfundur og núna aðgerðasinni. 3 Katie Hopkins Katie Hopkins, fædd 1975, er blaðamaður á The Sun og raunveruleikastjarna sem vart getur opnað muninn án þess að allt verði brjálað. Hopkins er þekktust fyrir umdeildar skoðanir sínar á stjórnmálum, offitu og ebólu. 2 Katie PriceKatie fæddist árið 1978 og hefur reglulega prýtt síður slúðurblaðanna síðustu árin. Hún vakti fyrst athygli eftir að myndir af henni nakinni að ofan birtust í The Sun. Katie var á tíma gift Peter Andre.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.